Vísir - 11.09.1974, Blaðsíða 9

Vísir - 11.09.1974, Blaðsíða 9
Visir. Miðvikudagur 11. september 1974. Visir. Miðvikudagur 11. september 1974. Umsjón: Halltfr Símonarson Vaclav Nedomansky, kona hans Vera og sonurinn Vaciav yngri, eru öll mjög ánægð með lifið i Toronto i Kanada, þar sem þessi mynd var tekin af þeim fyrir skömmu. Flóttamaðurinn fœr 130 milli. í laun í Kanada — Tveir af beztu ísknattleiksmönnum Tékkóslóvakíu flúðu í peningana fyrir vestan Eitthvert mesta áfall, sem Tékkar hafa orðið fyrir i iþróttum á undanförnum mánuðum, átti sér stað fyrir nokkrum vikum, er fyrirliði landsliðs þeirra i isknatt- leik, Vaclav Nedomansky, sem talinn er einn bezti ís- knattleiksmaður heims, strauk úr landi ásamt fjöl- skyldu sinni og gerðist at- vinnumaður i Kanada. Það þarf ekki að vera með neinar getgátur um hvað það var sem glapti fyrir Nedomansky — það var það sem hann fékk ekki i heimalandi sinu, a.m.k. ekki nóg af miðað við það sem hann gat fengið i hinum vestræna heimi... peningar, og það miklir pen- ingar. Forráðamenn bandariska liðsins At- lanta Flames komu til Prag sl. vetur og buðu tékkneska isknattleikssam- bandinu mikla upphæð i Nedomansky, og skömmu siðar komu forráðamenn Toronto Toros þangað og buðu enn hærra. En svarið sem þeir fengu var blákalt nei — a.m.k. frá sambandinu. En Nedomansky var á annarri skoð- un, þótt hann léti það ekki uppi við neinn nema eiginkonu sina, enda ann- að talið hættulegt að hans áliti, eins og hann orðaði það við komuna til Kan- ada. Hann sóttu um leyfi tii að fá að fara f sumarfri til Sviss ásamt konu sinni og 6 ára syni sinum og fékk það — aö sagt er bak við tjöldin vegna þess að tékknesk yfirvöld óttuðust að hann myndi „hoppa af”. Ótti þeirra reyndist á rökum reistur, þvi við komuna til Basel i Sviss, sótti hann um landvistarleyfi sem pólitisk- ur flóttamaður og var veitt það sam- stundis. Álitiðerað „flótti” þeirra hjóna hafi verið skipulagður af Kanadamönnum, þvi einni klukkustund eftir að þau hjónin og sonurinn voru búin að fá landvistarleyfi i Sviss, var tilkynnt að Nedomansky fjölskyldan væri búin að fá rikisborgararétt i Kanada og að hann myndi leika með Toronto Toros i WHA-ligunni næstu fimm árin a.m.k. Jafnframt kom fram, að Nedo- mansky fengi 130 milljónir islenzkra króna i árslaun hjá Toronto toros og ýmiss önnur hlunnindi, sem eru metin á fleiri milljónir króna. Þetta er einn stærsti samningur sem geröur hefur verið i isknattleik til þessa, og enn stærri þegar þess er gætt að Nedomansky neitaði að undirrita samninginn fyrr en félagið hafði gert samning við félaga hans úr landslið- inu, Richard Farda, sem stakk af um likt leyti og hann, og komst yfir til Austurrikis, þar sem hann sótti um landvistarleyfi. Það gerðu forráðamenn Toronto með glöðu geði, þvi þótt Farda sé ekki eins frægur og Nedomansky i isknatt- leiksheiminum, var samvinna þeirra i siðustu heimsmeistarakeppni oft á tið- um slik, að jafnvel hinir sovézku á- horfendur, sem jafnan láta litið i sér heyra, stóðu upp og fórnuðu höndum af hrifningu. Farda fær ekki eins stóra upphæð og Nedomansky frá Toronto Toros, enda vildi hann ekki skrifa undir nema 3ja ára samning. En honum eru þó tryggðar um 100 milljónir islenzkra króna I árslaun þessi þrjú ár. Flótti þessara tveggja leikmanna er mikið áfali fyrir isknattleikinn i Tékkóslóvakiu, sérstaklega þó missir Nedomanskys, sem verið hefur mátt- arstólpi liðsins undanfarin ár, og sá maður sem gert hefur Tékka að stór- veldi i isknattleik á undanförnum ár- um. Talið er, að það taki Tékka nokkra mánuði að komast yfir missi hans. I fyrsta lagi missir liðið þarna sinn bezta mann, og „flótti” hans og Farda hefur valdið glundroða meðal ann- arra leikmanna.sem sagt er að nú vilji einnig komast i aurana fyrir vestan járntjaldið. Þá kemur þetta einnig til með að hafa mikil áhrif á áhorfendur, sem litu á Nedomansky sem einskonar guð. Verður erfitt fyrir tékknesk yfir- völd að sverta hann i augum þeirra eins og oft er gert með frægar persón- ur, sem hverfa úr landi án leyfis, enda hafa þau enn ekki lagt út i að gera það. —klp- ÞRJÚ fSLANDSMET OG HIÐ FJÓRÐA JAFNAÐ! — ÍR sigraði í stigakeppni Reykjavíkurfélaganna — Erlendur setti met í sleggjukasti — Lóra í langstökki og Sigfús í 2ja mílna hlaupi islandsmetin féllu eitt af ööru á 30. Reykjavíkur- meistaramótinu í frjálsum iþróttum í gær. Fyrst bætti Lára Sveinsdóttir met sitt i langstökki um 12 sendi- metra — stökk 5,68 metra. Millitími var tekinn á Sig- fúsi Jónssyni eftir tvær mílur í 5000 m. hlaupinu og Sigfús setti islandsmet í 2ja mílna hlaupinu. Hljóp á 9:31,6 mín. en eldra ís- landsmetið átti Kristján Jóhannsson, ÍR, sett 1957, og var þaö 9:35,2 mín. Þar meö hvarf nafn hins ágæta hlaupara, Kristján Jó- hannssonar, af islenzku metaskránni. Þetta var á LaugardaIsvelli og frá Melavelli bárust þær frétt- ir, aö Erlendur Valdimars- son hefði bætt íslandsmet sitt í sleggjukasti um sjötiu Lára Sveinsdóttir brosandi eftir metstökkið i langstökkinu I gær —1 og margfaldur Reykjavlkur meistari. Ljósmynd Bjarnleifur. í> sentimetra — kastað 60,74 m. i síðustu grein mótsins jafnaði Ármanns-sveitin í 4x100 m. boðhlaupi ís- landsmet sitt — hljóp á 50,3 æk. 1 stigakeppni félaganna á mót- inu sigraði IR með nokkrum mun — hlaut samtals 42.793 stig sam- kvæmt stigatöflu. Ármann hlaut 33.130 stig og KR 2648 stig. Sára- fáir KR-ingar tóku þátt i keppn- inni. 1 karlagreinum hlaut 1R langflest stig — en Ármann i kvennagreinum. Veður var frekar gott til keppni meðan sólar naut — en þegar hún hætti að skina, varð mjög kalt, og var það ástæðan til að fleiri Is- landsmet voru ekki sett. Frjálsi- þróttafólkið naut sin vel i sólinni árangur bara allgóður viða. Ungi Ármenningurinn Sigurður Sigurðsson bætti fjórða meistara- titlinum i safn sitt frá mótinu, þegar hann varð Reykjavíkur- meistari i 200 m hlaupinu á 22,4 sek. — sem sagt við sinn bezta á- rangur á vegalengdinni. Björn Blöndai, KR, varð annar á 24,2 sek. — skorti úthald siðari hluta hlaupsins. og Gunnar Páll Jóakimsson, tR. var 3ji á 24,5. Ágúst Ásgeirsson, IR, varð meistari i tveimur greinum. Fyrst hljóp hann 400 m. grinda- hlaup á 59,3 sek. — Sigfús Jónsson annar á 63,6 sek. — og siðan 800 m. á 1:58,7 sek. Þar náði Erlingur Þorsteinsson, Stjörnunni, sem keppti sem gestur, sinum bezta á- rangri 2:00,6mln. Einnig i 5000 m. hlaupinu siðar um kvöldið — hljóp á 15:50,2 min. Sigfús varð meist- ari á 15:14,4 min. en hann dró mjög úr hraðanum eftir að hafa sett íslandsmetið i 2ja milna hlaupinu. Elias Sveinsson, IR, varð meistari i hástökki með 1,95 m — felldi 2,02 m — og körfuknatt- leiksmaðurinn Jón Sigurðsson Reykjavikurmeistari i þristökki með 13,15 m. Óskar Jakobsson, IR, varð meistari i kringlukasti með 47,84 m en Erlendur einbeitti sér að sleggjunni. Þar — i sleggjukastinu — varð Óskar Sigurpálsson, Á, annar með 47,52 m og Óskar kastaði 44,92 m. Eins og áður segir sigraði Lára Sveinsdóttir i tangstökki. Hún varð einnig Reykjavikurmeistari i 100 m. hlaupi á 12,5 sek. en Erna Guðmundsdóttir, Á, hljóp á 12,6 sek. I kúluvarpi kvenna sigraði Ása Halldórsdóttir, Á, með 9,69 m. og i spjótkasti Björk Eiriks- dóttir, 1R. með 28,32 m. • Ingunn Einarsdóttir keppti i Stokkhólmi i gær, en þrátt fyrir ýmsar tilraunir hefur blaðinu ekki tekizt að fá fréttir af árangri hennar. Þá má geta þess að lok- um. að Vilmundur Vilhjálmsson, KR. er nú erlendis. Hann keppti nýlega i 400 m. hlaupi i Danmörku og náði sinum bezta tima á vega- lengdinni — hljóp á 48,5 sekúnd- um. —hsim. Lee Trevino, sem sigraði I meistarakeppni meistaranna, f golfi I heiminum um siðustu helgi, er talinn einhver litrikasti golfmaður, scm nú er uppi. Hann nýtur óhemju vinsælda og fylgja honum eftir i hvcrju móti að jafnaði 15 til 20 þúsund manns. Hann gerir ótrúlegustu hluti og lcikur jafnan við hvern sinn fingur, eins og t.d. á þessum myndum, þar sem hann hefur rekið niður langt pútt og fagnar þvi á 'sinn sérstæða hátt. Trevino vann á sjöundu holu Meistarakeppni meistaranna þar sem þeir fjórir, sem hafa sigrað i stærstu golfmótum ársins i heiminum, mætast með kúlur sinar og kylfur, fór fram um siðustu helgi. Þeir fjórir, sem þarna mættu — og kepptu m.a. um 50 þúsund dollara fyrstu verðlaun, nær 6 milljónir islenzkar — voru Gary Player, sem vann brezku, opnu keppnina og meistarakeppnina i USA, Hale Erwin, sem vann bandarisku opnu keppnina, Lee Trevino, sem sigraði I PGA keppninni og Bobby Nichols, sem vann kanadisku opnu keppnina. Þeir léku 36 holur og að þeim loknum var staðan þannig, að Hále Erwin var á 148 höggum — 4 yfir par — Bobby Nichols á 143 höggum ’ og þeir Lee Trevino og Gary Player á 139 höggum — 5 undir pari vallarins. Hófu þeir þá aukakeppni um titilinn og dollarana fimmtíu þúsund og lauk henni ekki fyrr en á sjöundu holu með sigri Trevino, Er þetta með lengri aukakeppnum um sigur i golf- keppni atvinnumanna, þvi að úrslitin hafa oftast verið ráðin á annarri eða þriðju holu. Sigurður Sigurðsson, ungi Ármenningurinn, sem er aðeins 16 ára, varð Reykjavikurmeistari i fjórum greinum og náði stórgóðum árangri. Hér kemur hann i mark i 200 m. á 22.4 sek. Björn Blöndal er I öðru sæti. Ljósmynd Bjarnleifur. Valur eða Vík- ingur í úrslit? Púll Björgvinsson brotnaði ó œfingu hjó Víking ígœrkvöldi Vikingar urðu fyrir miklu áfalli i gærkvöldi, en þá voru þeir með siðustu æfinguna fyrir leikinn við Val, sem fram fer i kvöld, er einn þeirra bezti maður, Páll Björg- vinsson, ristarbrotnaði á miðri æfingunni. Það þýðir að sjálfsögðu að hann verður ekki með i þessum þýð- ingarmikla leik í kvöld — leik, sem getur úr þvi skorið hvort liðið komst i úrslit i Bikarkeppni KSÍ og einnig i Evrópukeppni bikar- meistara á næsta ári. Þá verða Vikingarnir einnig án Þórhalls Jónassonar, sem verið hefur þeim drjúgur i sumar, en hann er farinn utan til náms. Valsmenn verða með sitt sterk- asta lið i kvöld, að undanskildum Jóni Gislasyni, sem hefur átt mjög góða leiki að undanförnu, en hann er einnig farinn til útlanda til náms. Leikurinn i kvöld, sem er annar leikur þessara aðila i undanúr- slitum bikarkeppninnar, hefst kl. 17.30 — klukkan hálf sex — og hefst hann þetta snemma til að hægtverði að framlengja, ef liðin verða jöfn að venjulegum leik- tima loknum. I fyrri leiknum þurfti að fram- lengja um 2x15 minútur eftir að staðan var 1:1 i leikslok. I fram- lengingunni skoruðu Valsmenn mark og höfðu þeir yfirhöndina, þar til aðeins 40 sekúndur voru eftir, að Vikingar jöfnuðu aftur. Liðið, sem sigrar i kvöld, mætir Akurnesingum i úrslitaleik keppninnar, en sá leikur fer fram á Laugardalsvellinum n.k. laugardag. —klp—- Gull tekið af kraftakörlum Tveir lyftingamenn á Asíuleikunum sviptir gullverðlaunum vegna lyfjanotkunnar Tveir lyftingamenn, sem unnið höfðu til gullverðlauna á sjöundu Asiu-leikunum i Teheran, voru i gær sviptir verðlaununum, þar sem það kom fram i læknisskoð- un, að þeir höfðu neytt örvandi lyfja i keppninni — ephedrine. Það voru Kim Joong-il frá Norður-Kóreu, sem hlaut þrenn gullverðlaun I þungavigt, og Jap- aninn Masashi Ohuchi, sem hlaut gullverðlaun i milliþungavigt. Það var aðalframkvæmdastjóri alþjóðalyftingasambandsins, Oscar State, sem tilkynnti, að þessir tveir lyftingamenn hefðu verið sviptir verðlaunum sinum. Jafnframt sagði hann, að ekki hefði komið fram við læknisskoð- un að aðrir lyftingamenn hefðu notað örvandi lyf i keppninni. Tveir japanskir læknar skoðuðu Ohuchi og niðurstaða þeirra var samþykkt af Japönum. I frjálsiþróttakeppninni i leik- unum i gær stóð keppnin sem áð- ur milli Japan og Kina. Hsiao Chieh-Ping, Kina, sigraði i lang- stökki kvenna á undan Kang Þau „stóru" byrjuð! Stóru liðin i 1. og 2. deild hófu keppni i deildabikarnum enska i gærkvöldi. Þá voru margir leikir háðir —og margir verða I kvöld. Úrslit i gærkvöldi. Arsenal-Leicester 1-1 Bolton-Norwich 0-0 Bury-Doncaster 2-0 Coventry-Ipswich 1-2 C.Palace-Bristol C. 1-4 Huddersfield-Leeds 1-1 Liverpool-Brentford 2-1 Manch.City-Scunthorpe 6-0 Northampton-Blackburn 2-2 Nottm. For.-Newcastle 1-1 Preston -Sunderland 2-0 QPR-Orient 1-1 Sheff.Utd.-Chesterfield 3-1 Southampton-Notts Co. 1-0 WBA-Millvall 1-0 en Japaninn titli sinum i i gær — niunda skiptust verð- G S B Hópferð Fram ó leikinn við Real Knattspyrnufélagið Fram mun efna til hópferðár i sambandi við leik þeirra i Evrópukeppni bikar- hafa við hið fræga spánska lið Real Madrid, en það hefur á að skipa einum af þekktustu leik- mönnum heims i dag t.d. Gúnter Netzer og Paul Breitner. Farið verður beint til Madrid 30. sept. og strax daginn eftir spilar Fram við Real á einum stærsta leikvangi Evrópu Santiago Bernadeu, sem tekur um 125.000 áhorfendur. Miðviku- daginn 2. okt mun svo verða farið til Torremolinos á Malaga, sem er einn þekklasti baðstaður á Spáni, og dvalið þar til 10. okt. Siðan flogið beint heim. Ferðin mun kosta um 29.000 kr. og er innifalið i henni hótel i Madrid, mjög nálægt knatt- spyrnuleikvanginum, og fæði þar að hálfu. I Torremolinos verður búið i hótel-ibúðum, sem eru mjög miðsvæðis og er þar m.a. einka-sundlaug. Flogið verður með Air Viking og mun vélin fylgja hópnum meðan á dvölinni á Spáni stendur yfir. Nú þegar er byrjað að taka á móti pöntunum og munu þeir, sem áhuga hafa á þessari ferð snúa sér til ferðaskrifstofunnar Sunnu. Yueh-Li, Kina, Murpfushi hélt sleggjukasti. Eftir keppnina keppnisdaginn - laun þannig: Japan Kina Iran N-Kórea S-Kórea Thailand Burma Israel Filippseyjar Indland Singapore Indónesia Mongólia Irak Pakistan Malasia Afganistan Týndi EM- gullunum Irena Szewinska, hlaupa- drottningin pólska, seni sigraði i 100 og 200 m hlaupum á EM i Róm, hefur tapað gullverðlaunum sinum i þessum greinum. Ilún týndi þeim á leið til Helsinki, þar sem hún keppti i gær. \ flugvellinum I Róm á mánu- dag lagði hún handtösku frá sér á rangan stað og i henni voru gullverðlaunin. „Það er undir heiðarleik finnandans komið hvort ég fæ gullið aftur”, sagði lrena við blaðamenn i llelsinki. Hún keppti i 200 m hlaupi a alþjóðamótinu i gær og sigraði auðveldlega á 22.4 sek. Riita Salin. sem hlaut gull fvrir Finnland i 400 m á EM. varð önnur á 22.8 sek. og i 3ja sæli var Mona-Lisa Pusiainen, Finnlandi. á 23.00 sek. en hnn varð 3ja i þessari grein á EM— á eftir Irenu og Renötu Steicher. Olympiumeistarinn Lasse V'iren sigraði i 5000 m i Helsinki á 13:26.0 min.. en næstur var Anders Gærderud, Sviþjóð, á 13:26.6 min. Þá kom Steve Prefontaine, USA, á 13:27.4 min. og siðan EM-meistar- inn i hindrunarhlaupi, Bronislaw Malinowski, Pól- landi, á 13:28.0 mín. i kúlu- varpi sigraði A1 Feuerbach, USA, með 20.77 m. — lang- b e z t u r. E M - m e i s t a r i n n Pentti Kahma sýndi fram á, að það var engin tilviljun að hann sigraði i Róm. Hann kastaði 63.12 m en Danek, Tékk. varð annar með 61.04 m. i 800 m sigraði Pekka Vasala á 1:48.7 min. og finnska stúlkan Pirjo Wilmi hljóp 400 ni á 52.8 sek. Ossi Karttuenen sigraði i 200 m á 21.1 sek. tveimur sekúndu- brotum á undau Raimo Vilen. .—hsim.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.