Vísir - 11.09.1974, Blaðsíða 2

Vísir - 11.09.1974, Blaðsíða 2
2___________ VfelK SP7R Fæst allt heimilisfólkið við heimilisstörfin? Björg Guðmundsdóttir, húsmóðir og ritari: Já, ég á nú tveggja ára dóttur, og hún gerir ekki neitt, en maðurinn minn vinnur við heimilisstörfin. Að visi held ég þó að ég geri meira, en ég vinn ekki fullan vinnudag. Guðmundur Arnason, skipstjóri: Það er nú bara húsmóðirin, sem vinnur heimilisstörfin. Ég stunda sjó og reyni þannig að afla tekna til heimilisins, en störfin heima lenda öll á konunni. Margrét Meldal, húsmóöir: Við erum f jögur i heimili og stundum öll heimilisstörfin. Þetta er ljóm- andi gott heimili, og ég tel alveg sjálfsagt að allir hjálpist að við þiessi störf. Friðlfn Vaisdóttir, starfar 1 apóteki: Þeir, sem geta það, gera það. Ég bý að visu ekki heima hjá fjölskyldunni, en ég kem þangað mjög oft og reyrii þá að hjálpa til lika. Annars held ég að núoröið sé farið að skapast mjög mikið jafnrétti á þessu sviði. Steinþór Steinþórsson, ioft- skeytamaöur: Við erum nú bara tvö I heimili og hún sér aðallega um þessi störf. Ég vinn úti, en ég reyni að vinna heimilisstörfin Hka, sérstaklega núna, þar sem konan min er alveg að þvi komin aö eignast barn. Ég skúra þvi gólfin og annað slikt. Mér finnst ekkert frekar að hún eigi að vinna heimilisstörfin. Halldór Þórsson, nemi 13 ára: Já. Við erum fimm heima.en ég held aö mamma vinni mest af þessum störfum. Ég fer þó I búðir, systir min þvær til dæmis upp og pabbi ryksugar stundum og við gerum ýmislegt fleira. # t ■ fj .■f/i <-'t f‘.t! jr’ • f tl'f Visir. Miövikudagur 11. september 1974. Nftján hross í óskilum „Hugsanlega frá Reykvíkingum komin", segir dýraeftirlitsmaðurinn í Mosfellsdalnum „Ég er núna með 19 óskilahross hér í girðingunni hjá Mosfelli og hef aldrei áður haft svo mörg”, segir Aðalsteinn Sig- urðsson, dýraeftirlits- maður og skotmaður, en hann litur eftir i óskilum og fara sennilega á uppboð.ef eigendurnir vitja þeirra ekki þvf fyrr. flækingsrollum og hestum i Mosfellsdaln- um. „Tveir eigendur hafa gefið sig fram og bent á hesta sina, hina verð ég að auglýsa, og ef enginn vill kannast við þá, verður að bjóða þá upp”. Hrepparnir i næsta nágrenni við Reykjavik, að Reykjavik sjálfri undanskilinni, leyfa ekki að hross gangi laus, hvorki i byggð né á heiðum, og sagði Aðalsteinn, að vel væri hugsan- legt, að hross þessi væru frá Reykvikingum komin. „Sem betur fer er ekki mikið um, að hestar verði fyrir bilum, en þó dóu tvö hross fyrir nokkr- um dögum, eftir að þau höfðu lent fyrir bil á Vesturlands- veginum,” segir Aðalsteinn. Meðan hrossin hafa nóg gras að btta, virðast þau ekki sækja svo mjög i annan gróður, en þó geta þau valdið ýmsum spjöll- um, þar sem þau stelast inn. Meiri spellvirki er kindin, sem étur flest það, sem grænt er, og hafa garðyrkjubændur i Mosfellsdalnum oft orðið fyrir miklum spjöllum af hennar völdum. Fróði Jóhannsson garðyrkju- LESENDUR HAFA ORÐIÐ Á varnarliðið að drepa íslendinga? Grimmur á -svip kotn her- maöurinn út úr sj«nvarpí»- 'taekjaskú.r»Mró• í. Visis, OH varnarliði I.oksins íékit varnarUðið á j Kcfiavilsurfiugv'elli' eitthvað j áþreifaniegí til þcss afi verja. J l»að var þu hvoiki tslandné is- | S.V.Þ. hringdi: „Ég var að enda við að lesa Visi á laugardaginn. Þar er frétt á baksiðunni um það, að vopnaöur hermaður gæti skúrsins, sem út- sendingartæki Keflavikursjón- varpsins séu I. Hann gætir skúrsins vist af þvi, að einhverjir reyndu að kveikja i skúrnum. Ég fór að velta þvi fyrir mér út frá þessu, hvort allir geri sér grein fyrir hversu alvarleg ráö- stöfun það er, sem yfirmenn á Keflavikurflugvelli gera. Það er staðreynd, að islending- ar fara viða um völlinn, og þvi skyldi þá ekki langa til aö fara og skoða sendingaskúrinn? Og ekki efast ég um, aö það hafi veriö ís- lendingar, sem reyndu að kveikja I skúrnum. En ef þeir eiga á hættu að hitta fyrir alvopnaðan hermann, sem hefur ákveðnar fyrirskipanir og vopn til þess að framkvæma þær, þykir mér kárna gamaniö. í fréttinni kom fram, að her- maðurinn sagði nágrenni skúrs- ins bannsvæði. En hvað ætli mundi gerast, ef þarna væru staddir íslendingar, sem eru manna þrjózkastir? Ef þeir færu t.d. að malda I móinn og segja, að þeir megi standa hvar sem er á Islenzkri grund. Fyrir utan það nú, að Islendingar þekkja varla til hræöslu gagnvart byssum og öðrum morðtólum. Þessir atvinnuhermenn eru þjálfaðir i að skjóta fyrst og spyrja svo, fyrir utan það, hvaða læti myndu verða, ef hermaður svo lítið sem miðaði byssu á Is- lending. Til eru a.m.k. tvö dæmi frá þvi úr dvöl setuliðs hér á landi, að hermenn hafi skotið saklausa borgara. Ef slikt á ekki að koma fyrir aftur, þykir mér ráðlegast, að um þennan sjónvarpstækjaskúr verði hafður óvopnaður vörður. Að hafa vopnaðan vörð á svæði, sem ts- lendingar fara um, er móðgun við þjóðina.” Drykkjusaga úr útlandinu G. sfmaði I gær: „Þurfa íslendingar alltaf að haga sér eins og skepnur, þegar út fyrir landsteinana er komið? Mér verður nú bara spurn, eftir að hafa verið með i annars af- bragðsvel heppnaðri hópferð til Lundúna til að skoða flugsýn- inguna i Farnborough. Nú, flug- vélin okkar átti að fara á til- teknum tima um kvöldiö, en tafðist um 2 tima vegna óreglu og óreiðu á pari, sem þarna var með. Konan hljóp út úr bílnum á leiðinni út á flugvöllinn, og ákveðið var að fara hvergi, fyrr en kvenmaðurinn væri kominn. Hún birtist tveim timum siöar I leigubil, sem kostaöi 15 pund, — og hvernig hún borgaði hann, er mér hulin ráðgáta, þvi ekki átti hún fyrir ökugjaldinu. Einhver hefur hjálpað upp á sakirnar I þvi efni. Nú, og þegar trappan er að renna frá vélinni, loksins, haldið þið að ekki sé bankað á flug- vélarbúkinn með regnhlíf og þrumuraust kveður við fyrir ut- an: „Ég þarf að komast inn.” Enn einn slöttungsfullur úr hópnum, sem hafði ráfaö frá inni i flug- stöövarbyggingunni. Og inn fór hann. Svona framkoma getur varla verið eölileg, eða hvað? Tillitsleysið við hina farþegana, sem allir höguðu sér vel i öllu tilliti, er svo mikið, að engu lagi er likt. Mér finnst, að réttast væri að skilja svona gripi eftir ytra og láta þá súpa seyðið af eigin heimsku. Fólki verður að skiljast, að það er hægt að of- bjóða öllu og öllum. Hvað skyldi hafa kostað flugfélagið aö biða með vélina i tvo tima? Eða allt ergelsið hjá farþegunum, sem spenntir biðu þess að komast heim á skikkanlegum tlma.” Sköpun i upphafi ailt var hér skapað, og ekki að neinu var hrapað. Rauðahafið er rautt. Það dauða er dautt, en enginn veit ennþá hver drap það. Ben. Ax.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.