Vísir - 11.09.1974, Blaðsíða 5
5
Visir. Miðvikudagur 11. september 1974.
LIN ÚTLÖND I MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN Umsjón Guðmundur Pétursson
Uppreisnarmenn
grýttir til bana
Sólarhringsóeirðir eftir að uppreisnin í Mozambique fjaraði út
Sambandslaust var i alla nótt
við höfuðborgina þegar
óeirðirnar stóðu sem hæst en
þær höfðu brotizt út eftir að
Portúgalsher hafði náð borginni
aftur úr höndum uppreisnar-
manna.
Menn kviðu þvi, að óeirðirnar
kynnu að brjótast út á nýjan leik,
þvi að frétzt hafði al' 2500 manna
liði Frelimo-skæruliða, sem væru
á leið til borgarinnar Lourenco
Marques til að ..aðstoða"
Fortúgals-her við að halda uppi
lögum og reglu.
Sami kviðinn var i bænum
Beira. þar sem menn bjuggust við
flokkum Frelimoskæruliða.
Rísa öndverðir gegn
náð og mildi Fords
Það kom upp suðu í
stjórnmálapotti banda-
rísks þjóðlifs/ þegar
kunngert var i Hvita hús-
inu, að Ford forseti hug-
leiddi núna, hvort hann
ætti ekki að náða alla,
sem viðriðnir voru
Watergatemálið. — Tveir
áhrifamiklir þ'ngmenn
hafa heitið því að sporna
gegn þvi.
Þessi andúð gegn allsherjar-
náðunum i Watergatemálinu
fylgir i kjölfarið á gagnrýni
þeirri, sem spratt upp vegna
náðunar Fords forseta á forvera
sinum, Nixon.
Leiðtogi þingflokks demó-
krata i fulltrúadeildinni, Carl
Albert, lét þau orðfalla, að fleiri
náðanir jöðruðu við að vera
misnotkun forsetavaldsins —
sem væri kæruatriði til þingsins
(en einmitt slik kæra vofði yfir
Nixon, þegar hann sagði af sér
forsetaembætti).
Walter Mondale, öldunga-
deildarþingmaður, lýsti bvi vfir
i gærkvöldi, að hann mundi bera
fram tillögu til stjórnarskrár-
breytinga, sem fælu i sér, að
þingið gæti i framtiðinni hnekkt
náðunartilskipunum forsetans
— ef Ford léti verða af þessu.
Sagði Mondale. að vald for-
setans til náðana ætti ekkert
frekar að vera undanskilið
endurskoðun þingsins en aðrar
forsetaathafnir sem stjórnskrá-
in gerir ráð fyrir, að þingið
verði að leggja blessun sina yf-
ir.
Náðunarskjalið, sem hleypti úlfúðinni að stað. I þessu skjali voru
Nixon gefnar upp allar sakir, sem honum kynnu að liafa orðiö á I
embætti.
Meöal þeirra, sem alls ekki fella sig við náöanirnar, er Jerry
terlforst, vinur Fords, sem sagði af sér sem blaöafulltrúi hans og
sneri aftur að gamla skrifborðinu sinu á ritstjórnarskrifstofum
„IJetroit News", þar sem hann var blaöamaöur áður.
Náðanir til handa öllum þeim.
sem hinn breiða Watergate-hit
hafði gleypt, gadu tekið til rúm-
lega 40 manns. Margir hand-
gengnustu starfsmanna Nixons
iörseta eru þegar byrjaðir að
taka út sinar refsingar, eða hafa
jafnvel afplánað þær nú þegar.
— Sex til viðbótar biða rétt-
arhalda vegna tilraunanna til að
hylma vfir málið og tálma rann-
sókn þess. en þau eiga að fara
fram :iö. sept.
Pegar málið bar á góma i
þinginu i gær, fékk það litinn
eða engan hljómgrunn. — Það
lengsta. sem trvggustu stuðn-
ingsmenii Fords vildu ganga,
var að segjast mundu ihuga
málið.
Útvarpiö í Lourenco
Marques sagði í morgun,
að á annað hundrað manns
hefðu verið drepnir í víð-
tækum óeirðum í þessari
höfuðborg Mozambik.
Lögreglan þar hefur
staðfest, að margir hefðu
verið Skotnir til bana, en
sumir grýttir. Hún vildi
ekkert láta uppi um tölur
fallinna.
Þegar útvarpsstöðin lét þessar
upplýsingar frá sér fara, var hún
komin aftur i hendur Portúgala.
— Var þá ástandið farið að róast
undir morguninn. eftir nær sólar-
hrings algert stjórnleysi og
ringulreið. En andrúmsloftið var
rafmagnað i þessari borg, þar
sem búa 70 þús hvitir (flestir á
bandi uppreisnarmanoa) og 140
þúsund blakkir.
inni
niður
Þessi mvnd náðist af eldflauga-
lijóli Evel Knievels, þegar það
stefndi beint á botn Snákafljóts-
gljúfurs. Kins og frá var sagt,
komst hann aldrei yfir 400 ni
breiðu gljúfrin, vegna þess aö
fallhlífarnar opnuðust of fljótt.
Ilins vegar slapp hann lieill á
lnifi. Þegar myndin hér við lilið-
ina var tekin, sat Knievel i eld-
flauginni sinni.
VAR NJÓSNAÐ f AÐALSKRIF-
STOFUM ÍHALDSFLOKKS BRETA?
Brezka blaðið ,,Daily
Telegraph" segir i dag
frá ,,skuggalegum grun"
um að Verkamanna-
flokkurinn kunni að hafa
verið flæktur i atferli á
borð við Watergatenjósn-
irnar til að komast yfir
kosningaáætlun ihalds-
f lokksins.
En Verkamannaflokkurinn
hefur þvertekið fvrir að hafa
hal't eintak af kosningaáætlun-
inni undir höndum á mánudag.
daginn. sem þetta leyniplagg á
að hafa lekið út. Talsmaður
llokksins hel'ur visað þessum á-
burði máigagns lhaldsflokksins
Irá sem algerlega ..fáránleg-
um".
Úrdrættir úr levniskialinu oa
glefsur birtust i þrem blöðum i
gær. — Hröðuðu íhaldsmenn sér
þá að birta kosningaáætlunina
alla i heild, sem að öllu venju-
legu hefði ekki verið gert fyrr en
eftir að kunngert hefði verið op-
inberlega, að kosningar ættu að
fara fram — og þá hvenær.
Það er allra hald. að efnt
verði til haustkosninga i Bret-
landi 10. okt. nk.. þótt Wilson
forsætisráðherra b.afi ekki látið
neitt uppi um það.
Margir lita á þessa ótima-
bæru birtingu áætlunarinnar
sem minniháttar tap fyrir 1-
haldsflokkinn. þvi að þar með
veitist keppinautunum kostur á
að hagræða kosningabaráttu
sinni með hliðsjón af þeirri vit-
neskju.
Dailv Telegraph telur litlum
vafa undirorpið. að \'erka-
mannaflokkurinn hafi staðið að
þvi að hnupla áætluninni. hvað
sem neitunum fyrirmanna
flokksins liði. Segir blaðið það
stvðja grun manna. að glefsur
úr áætluninni birtust fyrst i
..Guardian" og ..Daily Mirror".
sem bæði fylgja Verkamanna-
flokknum að málum.