Vísir - 11.09.1974, Blaðsíða 6
6
Vlsir. Miövikudagur 11. september 1974.
VISIR
Útgefandi:
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
Fréttastjóri:
y Ritstjórnarfulltrúi:
Fréttastj. erl. frétta:
Auglýsingastjóri:
Auglýsingar:
Afgreiðsla:
Ritsljorn:
Askriftargjaid 600 kr.
Reykjaprcnt hf.
Sveinn R. Eyjólfsson
Jónas Kristjánsson
Jón Birgir Pétursson
Haukur Helgason
Björn Bjarnason
Skúli G. Jóhannesson
Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611
Hverfisgötu 44. Simi 86611
■Slöumúla 14. Simi 86611. 7 linur
á mánuöi innanlands.
i lausasölu 35 kr. eintakiö. Blaðaprent hf.
Biðlund er góðs viti
Það er góðs viti, að félög launþega eru um þess-
ar mundir ekki að flýta sér að segja upp samn-
ingum, þrátt fyrir áskorun meirihluta stjórnar
Alþýðusambandsins. 1 þeirri áskorun fólst tiltölu-
lega harkaleg ögrun, sem minnihluti stjórnarinn-
ar varaði við. Virðast flestir forustumenn laun-
þega vera þeirrar skoðunar að rétt sé að biða um
stund og sjá, hvaða árangur verður af viðræðum
rikisstjórnarinnar við aðila vinnumarkaðsins.
Komið hefur i ljós, að i landinu rikir almennur
skilningur á, hve alvarlegt efnahagsástandið er.
Þessi skilningur gerir þeim erfitt fyrir, sem vilja
af pólitiskum ástæðum reyna að koma illu af
stað. Fólk áttar sig á, að lengur verður ekki lifað
um efni fram og komið er að þeim skuldadögum,
sem felast i skerðingu lifskjaranna.
Svo virðist sem sifellt fleiri átti sig á, að það er
ekki á valdi stjórnvalda að ráða lifskjörum með
beinum aðgerðum. Aðgerðir eða aðgerðaleysi
stjórnvalda getur að visu gert þjóðinni kleift að
lifa um efni fram um skamman tima. En fyrr eða
siðar segja lögmál efnahagslifsins til sin. Og þá
er betra að gripa i taumana til að hindra sam-
drátt og gjaldþrot i atvinnulifinu og atvinnuleys-
ið, sem fylgir i kjölfarið.
Og það er einmitt þetta, sem rikisstjórnin er
núna að gera. Hún er að tryggja, að hjól efna-
hagslifsins geti snúizt með eðlilegum hætti. Það
er forsenda hagvaxtar i landinu og hann er svo
aftur á móti forsenda bættra lifskjara. Ef menn
fara almennt að átta sig á þessu einfalda sam-
hengi, má vænta þess, að menn fari að lita meira
á það, sem sameinar þá i atvinnulifinu, en það,
sem sundrar þeim.
Gott samstarf rikisstjórnar og aðila vinnu-
markaðsins er bezta leiðin til að gera núverandi
kjararýrnun sem minnsta og til að flýta þvi, að
kjörin fari að batna á nýjan leik. Þvi betra sem
þetta samstarf er, þeim mun skjótari verður
endurreisn efnahagslifsins, hagvaxtarins og lifs-
kjaranna.
Viðræðurnar við aðila vinnumarkaðsins eru nú
i fullum gangi. Þær viðræður eiga að geta eflt
gagnkvæman skilning allra aðila. Rikisstjórnin
fær upplýsingar um erfiðleika láglaunafólks á að
mæta kjararýrnuninni og væntanlega tillögur
um, hvernig megi létta byrðar þeirra, sem
minnst mega sin. Enn er engu hægt að spá um
niðurstöðurnar, né hvort friður helzt i atvinnulif-
inu. En alténd er ekki loku fyrir það skotið, að já-
kvæð niðurstaða náist og friður verði um hinar
nauðsynlegu aðgerðir.
Þvi miður eru engar horfur á, að hin ytri skil-
yrði séu að batna, Enn hefur verið tilkynnt hækk-
un erlendis á benzini og olium. Og freðfiskverðið
á erlendum markaði hækkar ekki, þrátt fyrir
vonir um hið gagnstæða. Almenn verðbólga er-
lendis heldur áfram að hækka innfluttar vörur.
Það eru þvi engar horfur á, að þjóðin geti forðað
sér frá þvi að horfast i augu við þá erfiðleika, sem
úttekt efnahagssérfræðinga hefur leitt i ljós.
Á slikum timum er óráðlegt að hefja innbyrðis
átök um skiptingu þjóðarkökunnar. Menn verða
þvert á móti að snúa bökum saman til að hindra
rýrnun kökunnar og leggja grundvöll að stækkun
hennar i náinni framtið.
—JK
Forstjóri CIA
játar aðgerðir
gegn Allende
Kemur sökinni yfir á Kissinger og
unnib upp á sitt uindæmi. 40 manna öryggismólanefnd hans
Forstjóri CIA, leyni-
þjónustu Bandarikj-
anna, hefur skýrt þing-
nefnd frá þvi, að stjórn
Nixons hafi samþykkt
að verja sem svarar ein-
um milljarði króna árin
1970—1973 til að gera
Salvador Allende, for-
seta Chile, ókleift að
stjórna landi sinu.
William Colby, forstjóri CIA,
segir, að markmið aðgerðanna
hafi verið að grafa undan marx-
istastjórn Allende, sem komst til
valda árið 1970 og var siðan drep-
inn I blóðugri byltingu 11. septem-
ber i fyrra. Ekki er vitað, hvort
hann féll fyrir eigin hendi eða
hvort her.menn, sem réðust á for-
setahöllina, skutu hann til bana.
Colby skýrir frá þvi, að CIA
hafi fyrst haft afskipti af Allende
árið 1964, þegar hann gerði mis-
heppnaða tilraun til að bjóða sig
fram til forseta gegn Eduardo
Frei Montalvo, forsetaefni Kristi-
lega flokksins, sem Bandarikin
studdu.
Aðgerðirnar voru jafnframt til-
raun til að kanna, með hvaða
hætti væri unnt að nota f jármagn
til að steypa af stóli rikisstjórn-
um, sem taldar væru andstæðar
Bandarikjunum.
Colby segir, að allar aðgerðir i
þessu sambandi i Chile hafi verið
samþykktar fyrirfram af 40
manna nefnd i Washington, sem
Kissinger utanrikisráðherra veit-
ir forustu. Kennedy Bandarikja-
forseti stofnaði þessa nefnd á sin-
um tima til að veita CIA aðhald
og eftirlit.
- Embættismenn vestra taka
sérstaklega fram, að fjármagnið
hafi ekki verið notað til að kosta
byltinguna, sem kostaði Allende
llfiö, heldur til ýmissa óbeinna
aðgerða til að grafa undan stjórn
hans.'
Kissinger hefur ekki viljað tjá
sig um þessar ásakanir á hendur
honum og nefnd þeirri, er hann
veitir forustu.
Fyrst komst upp um aðgerðirn-
ar I Chile i april i vor, þegar sér-
stök þingnefnd kallaði Colby, for-
stjóra CIA, fyrir og hann skýrði
frá þeim. Siðan hafa ýmsir þing-
menn i Bandarikjunum unnið að
þvi að draga þetta mál fram i
dagsljósið. Bandariska blaðið
New York Times ráðgerir nú að
birta greinaflokk um það.
Upplýsingar Colbys eru að
margra dómi taldar sýna, að
utanrikisráðuneytið og forseta-
embættið hafi hvað eftir annað og
viljandi blekkt þjóð og þing i
þessu máli.
Colby segir, að m.a. hafi sem
svarar 40 milljónum króna verið
varið til misheppnaðra tilrauna
til að múta þingmönnum i Chile
til að kjósa Allende ekki sem for-
seta.
Jafnframt var dregið úr lána-
fyrirgreiðslum banka i þágu
Chile. Þessar fyrirgreiðslur juk-
ust slðan verulega aftur, þegar
herforingjarnir komust til valda i
fyrra.
Allende kvartaði á sinum tima
sáran yfir efnahagslegum
styrjaldaraðgerðum af hálfu
Bandarikjanna. Er nú komið á
daginn, að ummæli hans hafa haft
við rök að styðjast.
Þessar upplýsingar komu
fram i Washington Post og New
York Times á mánudaginn.
Talsmenn utanrikisráðuneytis-
ins segja samt, að Bandaríkin
hafi ekki haft afskipti af málum
Chile. Þeir neita að staðfesta upp-
lýsingar Colbys um milljarðinn,
sem notaður hafi verið gegn Al-
lende.
New York Times segir i leiðara
á mánudaginn, að þetta mál muni
skapa rikisstjórn Bandarikjanna
mikla erfiðleika. Það muni nú
færast i vöxt, að menn sjái njósn-
ara CIA i hverju horni. Og erlend-
ar rikisstjórnir muni fara að ótt-
ast aðgerðir CIA gegn sér.
Blaðið segir, að CIA njóti
greinilega ekki samúðar i banda-
riska þinginu. Það muni nú hafa
vaxandi afskipti af starfsemi
stofnunarinnar og reyna á allan
hátt að hafa hemil á henni.
Illlllllllll
M)
Blaðið segir, að menn verði að
viöurkenna, að nauðsynlegt sé að
halda uppi margvislegri leyndar-
starfsemi i utanrikismálum. En
stjórnvöld verði að reyna að rata
meðalveginn i þeim efnum. Og
þeim gagni alls ekki að neita að
viðurkenna, að þessi starfsemi
fari fram.
Kissinger utanrlkisráðherra er
sagður hafa samþykkt að verja
milljarði gegn Allende.
Blaðið tekur fram, að starfsemi
CIA sé á ýmsan hátt svipuð starfi
hliðstæðra stofnana I Sovétrikjun-
um og Kina. Hún kunni að vera
nauðsynleg til að vega á móti
njósnum og undirróðri af hálfu
keppinautanna i kommúnista-
rikjunum.
Leiddu aðgerðir CIA til falls og andláts Allendes?