Vísir - 11.09.1974, Blaðsíða 7

Vísir - 11.09.1974, Blaðsíða 7
Visir. Miðvikudagur 11. september 1974. Hressum upp á kollinn! 7 Túpering Það eru margir sem verða að túpera hár sitt svo það beri sig vel og verði viöráðanlegra. Hins vegar kunna ekki nærri þvi allir að gera það rétt. Sumir standa og reyta hárið í allar áttir, án þess að vita nokkuð, hvernig á að fara að þessu. Eins og gefur að skilja fer það ekki beint vel með hárið, hvað þá þegar úðað er yfir hárið hárlakki á eftir. Þó að túpering sé aldrei góö fyrir hárið, má gera hana þannig, að hún fari ekki illa með, og það sjáum viðhér á myndunum. Notið bursta. Fínt þegar blæs. Mikið rok eða miklir vindar eru ekki góöir fyrir hárið. Þó er það mjög hollt að leyfa þvf að leika frjálsu f rigningu og útilofti. En það má gera einum of mikið að þvf góða i miklu roki. Hér á myndunum er sýnt á skemmtilegan hátt, hvernig hægt er að binda slæður eða klúta uin hárið á misjafnan hátt: Ef við erum einhvers staðar i sól, má binda klútinn svona undir sólhattin- um: vafinn um h á I s i n n o g bundinn aftan til. IIMINI i SÍOAIM | Umsjón: Edda Andrésdóttir Það má sauma litin klút I stil við fatnað, sem viðkomandi er I, og binda hann á þennan vana- lega hátt. Hvernig á að þvo hárið? Sumum nægir að þvo hárið aðeins einu sinni i viku. Aðrir þvo það annan hvern dag og sumir jafnvel á hverjum degi, sem er kannski einum of mikið af þvi góða. En þeir sem þvo hárið oft, ættu aðeins að setja sjampó i það einu sinni, og nota veikt sjampó. Veljið helzt sjampó með lanoiin i. Tjörusjampó er ágætt fyrir þurrt hár. Nokkrar þeyttar eggjarauöur eru hreint fegrunarmeðal fyrir hárið. Þær gera það lika mjög hreint. Hér er langur klútur bundinn i hliðinni, eftir að hafa verið vafið um hárið. Tveir endar klútsins eru teknir undir hnakkann og upp á höfuðið, þar sem bundið er. Hér er klútur- inn hnýttur á hnakkanum. Þa ð g e f u r skemmtilegan svip að bera sólgleraugun svona með. Lagningarvökvi. Að leggja hárið oft, og þá aðeins með vatni, vill bera liiinn árangur. Og þó aö árangur náist, þá vilja liöirnir sem koma stundum renna fljótt úr hárinu. Þá er betra að rúlla háriö upp með lagningarvökva, sem gerir það að verkum, að lengur helzt i hárinu. A sumrin og þegar mikil sól er, ber að forðast sterka lagningarvökva. Sá sem hefur feitt eða venjulegt hár ætti að nota pilsner, til dæmis, i stað lagningarvökva. Það gefur góðan árangur. Þannig komum við handklæðinu fyrir. Þó að auövelt virðist að koma handklæðinu fyrir á kollinum, eftir aö maður hefur t.d. þvegið hárið, fer það stundum i handaskolum. Einhver gæti þó kannski þurft á þvi að halda, og á þess- um myndum sjáum við, hvernig hægt er að rúlla handklæðinu upp á tvennan hátt. Náttúrulega C vítamín! í öllum appelsínum er C-vitamín, þess vegna er mikið af C-vitamín í Tropicana. I Tropicana eru aðeins notaðar ferskar appelsínur ræktaðar í Flórída. í hverju glasi (200 gr.) af Tropicana eru 400 alþjóðaeiningar af A-vitamíni, 80 mg. af C-vitamíni og ekki meira en 100 hitaeiningar. sólargeislinn frá Florida O) CQ CT CO [ V" 4

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.