Vísir


Vísir - 05.10.1974, Qupperneq 6

Vísir - 05.10.1974, Qupperneq 6
Vlsir. Laugardagur 5. október 1974. 6 vísrn (Jtgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: y Fréttastjóri: Ritstjórnarfulltrú i: Fréttastj. erl. frétta: Auglýsingastjóri: Auglýsingar: Afgreiösla: Ritstjórn: Reykjaprent hf. Sveinn R. Eyjólfsson Jónas Kristjánsson Jón Birgir Pétursson Haukur Helgason Björn Bjarnason Skúli G. Jóhannesson Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 Hverfisgötu 44. Simi 86611 Siöumúla 14. Simi 86611. 7 linur Askriftargjaid 600 kr. á mánuöi innanlands. t lausasölu 35 kr. eintakiö. Blaöaprent hf. Menningarbyltingin í Alþýðubandalaginu Á timum vinstri stjómarinnar var þess vart yzt til vinstri i islenzkum stjórnmálum, að þar væru menn óánægðir með stefnu Alþýðubandalagsins i rikisstjórninni. Þeim, sem telja sig sanntrúaða kommúnista og sósialista, þótti ekki nóg að gert hjá Lúðvik Jósepssyni og Magnúsi Kjartanssyni við að hrinda sósialismanum i framkvæmd. Þessi óánægja kom meðal annars fram i siðustu þing- kosningum, þegar Fylkingin og Marxist- arnir-leninistarnir buðu fram sérstaka lista. Úrslit kosninganna sýndu ótvirætt, að slikir öfga- hópar njóta einskis fylgis hér á landi fremur en annars staðar. 1 stjórnartið sinni virtist Alþýðubandalagið ekki hafa áhyggjur af þvi, þótt einhverjir störf- uðu vinstra megin við það. Engu var likara en ráðhermm þess þætti það auka virðingu sina, að þeim var hallmælt af þessu ofstækisfulla liði. Raunar þarf enginn að undrast þá afstöðu. Stefna og starf Alþýðubandalagsins undanfarin ár hefur einkennzt af einhvers konar feluleik við fortiðina. Þess vegna kom það nokkuð á óvart fyrir nokkrum dögum, þegar Þjóðviljinn sagði i forystugrein: „Forystuflokkur verkalýðs- hreyfingarinnar var um alllangt skeið Sósialista- flokkurinn og siðan arftaki hans Alþýðubanda- lagið.” Það eru óneitanlega timamót, ef Alþýðubanda- lagið ætlar skyndilega að fara að kannast við uppruna sinn og kommúnískar hugsjónir. Fleira i þessari sömu forystugrein gefur raunar til kynna, að einhvers konar menningarbylting kunni að vera i aðsigi innan Alþýðubandalagsins eftir tviskinnunginn undanfarið. Þjóðviljinn segir: „Stjórnmálaflokkur eins og Alþýðu- bandalagið verður sifellt að endumýja sig og grannskoða stefnu sina, þótt grunntónn hennar hljóti alltaf að vera sá sami, breyting og endan- legt afnám stéttarsamfélagsins.” Þessi orð verða ekki skilin á annan veg en þann, að Alþýðubandalagið ætli að hverfa aftur til uppmna sins og hafna þeim, sem hafa lagað sig að „stéttarsamfélaginu”. Það fylgir jafnan sjálfsgagnrýni og menning- arbyltingu i kommúnistaflokkum að fram- kvæmdar eru viðtækar hreinsanir i forystuliði flokkanna. Þessar hreinsanir fara aldrei fram fyrir opnum tjöldum heldur i lokuðum flokksklik- um og á leynifundum. Ef orð Þjóðviljans eru túlkuð i samhengi við atburði innan bræðraflokka Alþýðubandalagsins, má búast við þvi, að á næst- unni gerist þar nokkur tiðindi. Af þeim atburðum má einnig ráða, hversu völd þeirra Þjóðvilja- manna eru mikil innan flokksins. Tilgangur menningarbyltingarinnar er greini- lega ekki sá að draga úr öfgunum i stefnu Alþýðu- bandalagsins heldur auka þær og skerpa. í stjórnarandstöðu þolir flokkurinn greinilega ekki að vita af neinum vinstra megin við sig i stjórn- málunum. Lærdómurinn sem dreginn er af stjórnarsetunni, er sá, að feluleikurinn við for- tiðina dugar ekki, þess i stað á að innbyrða bæði Fylkinguna og Marxistana-leninistana eða að fara i kapphlaup við þá um fylgið. —BB Churchili hinn ungibýöur sig aftur fram til þings, en hann má halda vel á spööunum, ef hann ætiar ekki aö tapa, eins og þegar hann reyndi fyrst i kosningunum 1969. WINSTON CHURCHILL í FRAMBOÐ Á NÝ Andlitið sýnist koma kunnuglega fyrir sjónir, en eitthvað unglegra. Freknótti f r a m- bjóðandinn með striða hárið og stóra bláa blómið nælt i barminn vindur sér snaggara- lega inn um garðhliðið og tilkynnir glaðlega: „Halló þið! Ég heiti Winston Churchiir’. Þetta er áhrifarikt kosninga- bragð, sem afabarn sir Winstons Churchills, leiðtoga brezku þjóðarinnar í heimsstyrjöldinni siðari beitir með góðum árangri. Það eru ekki margir Bretarnir, sem skella mundu á ekta Churchill, ef hann berði að dyrum hjá þeim og rétti fram höndina, sama hvar i pólitik hann væri. En gömul tryggð og eindæma likt svipmót með frægum afa duga ekki alveg út af fyrir sig i kosningum á borð við þær, sem fara i hönd i Bretlandi. Svo að Churchill hinn yngri heyr þrot- laust kosningabaráttuna þessa dagana með húsvitjunum og til- heyrandi i viðleitni sinni til að halda þingsætinu fyrir Ihalds- flokkinn. Barry May, fréttamaður Reuters, sem fylgzt hefur með Churchill yngri, skrifar, að það sé ekki tekið út með sitjandi sældinni fyrir þingmenn ihaldsins að halda þingsætum sinum, hvað þá að vinna fleiri, á timum, þegar skoðanakannanir segja Verkamannaflokkinn hafa 14% meira fylgi og fimmti hver kjós- andi fylgir frjálslynda flokknum aö málum. Churchill yngri vann sæti sitt i neðri málstofunni i kosningunum 1970, og var það þá önnur tilraun hans til þess að komast á þing. 1 kláru einvigi vann hann kjör- dæmið af frambjóðanda verka- mannaflokksins i Strafford, sem liggur i útjaðri iðnaðar- borgarinnar Lancashire á norð- vestur Englandi. En i siðustu kosningum, sem fram fóru í febrúar á þessu ári, eins og menn muna, kom fram þriðji frambjóðandinn — á vegum frjálslyndra — og dró að sér nær 5 þúsund atkvæði frá hvorum hinna. Churchill tapaði að visu aðeins örfáum atkvæðum af meirihluta sinum en fékk hins vegar 10% minna atkvæðamagn en i kosningunum 1970. „Aðalhættan stafar af frjáls- lyndum”, sagði þessi ihalds- maður við Barry May, þegar hinn siöarnefndi fylgdi honum i hús- vitjunum, meðan Churchill var i óöa önn að snúa kjósendum á sitt band, eða tryggja sér atkvæði þeirra aftur — „Ef nógu margir kjósendur halda, að þeir hafi efni á þvi að styðja hálfsoðna stefnu frjálslyndra, þá er það vatn á myllu Verkamannaflokksins”. í kjördæmi Churchills eru 68 þúsund á kjörskrá. Þetta er vel stætt bæjarfélag með einhverjar stærstu iðnaðarsamsteypur Bret- lands innan sinna bæjarmarka, og þar er heimavettvangur þess fræga knattspyrnufélags, Manchester United. Illlllllllll UMSJÓN: G. P. „í minu kjördæmi hefur maður skýra þverskurðarmynd af kjós- endum i brezku iðnaðarhverfi”, segir Churchill — „Meðal annars höfum við hér 10 þúsund hörunds- dökka innflytjendur. Flestir þeirra eru frá Vestur-Indium, en æði margir Indverjar og Pakist- anar.” — Af þvi leiðir ýmsan vanda, eins og húsnæðisskort, en á hinn bóginn virðumst við hafa sloppið blessunarlega við kyn- þáttariginn, og I skólunum er merkilega gott samlyndi. í sumum þeirra eru 70% nemend- anna blakkir”. Churchill segir, að efst á baugi i heimastjórnmálum þessa stund- ina, sem setja muni mark á þing- kosningabaráttuna að þessu sinni, sé hugsanlega þjóðnýting Trafford Park. Þar starfa um 55 þúsund manns við þungaiðnað, en margir kviða þvi, að starfsliðinu yrði fækkað, ef rikið tæki við rekstrinum og drægi eitthvað úr honum. — Stjórn Wilsons hefur allan tima sinn haft á stefnuskrá þjóðnýtingu meiriháttar iðnfyrir- tækja og iðngreina, þótt minna hafi orðið úr þvi en forystulið Verkamannaflokksins ætlaði sér. Þegar Churchill yngri er byrjaður að ræða stjórnmálin við Barry May, hlýtur að liða að þvi að á góma beri fyrirætlanir rót tækustu forkólfa Verkamanna- flokksins, sem vilja helzt að Bret- land segi sig úr Efnahagsbanda- lagi Evrópu — A þvi sér af- komandi stjórnvitringsins gamla marga annmarka, og þá einkan- lega frá sjónarhóli útflutningsiðn- aöarins. Eins og margir yngri menn aðrir, þá er Churchill eindreginn stuðningsmaður sameinaðrar Evrópu: —- „Ég hef alltaf verið ákafur talsmaður þess, að fram- tið okkar liggi i Evrópu, og i gegnum sameinaða Evrópu getum við aftur látið að okkur kveða, ef áfram heldur i þróun- inni eins og horfir og eins og gert hefur siðustu tvo eða þrjá áratugL ----Það er gott og blessað að hugsa sem svo, að Bretland geti vel staðið á eigin fótum. En það hefur okkur bara aldrei tekizt. Við höfum alltaf notið stuðnings af heimsveldinu og bandalögum við aðra”, segir Churchill. Með á kosningaferðum þessa nýja Churchills er oft kona rians. Minnie, er gaukar að eftirlauna fólki kosningapésum, skjallar Hver veit nema Churchill yngri eigi eftir að lenda á frlmerki, eins og nafni hans, afinn sir Winston. húsfreyjurnar og reynir að vekja stjórnmálaáhuga hjá unglingun- um. „Að hve miklu haldi kemur honum nafnið?” spurði Barry May þau hjónin. „Það hjálpaði áreiðanlega mikið til I upphafi, þegar ég var valinn til framboðs. Það voru eitthvað i kringum 300, sem sóttust eftir til- nefningu flokksins. En þegar maður hefur einu sinni náð þvi marki, þá kemur aftur aö þvi, að nafnið verði næstum til baga. Fólk fer að gera saman- burð, sem verður mér óhjá- kvæmilega i óhag. Samt hefur mér aldrei komið i alvöru I hug að taka upp annað nafn — Ég ætla mér ekki að koðna undir þvL” Churchill ber kosningamerki, sem á eru tveir fingur, er mynda V, en það var sigurtákn Churchills. A það er lika letrað: „Frelsið mannkynið” — sem sömuleiðis var lika borið af afa hans. Winston Churchill II. kom i þennan heim i húsinu Chequers, sem var heimili forsætisráð- herrans utan Lundúna, en það var á þvi herrans ári 1940 i lok orrustunnar um Stóra-Bretland — Rétt eins og afinn var Churchill yngri striðsfréttaritari, áður en hann sneri sér að stjórn málum. Hann skifaði bókina „Sex daga striðið”, sem fjallaði um samnefnda styrjöld Israels og Araba 1967. Naut hann þar að- stoðar föður sins, Randolph Churchill, sem lézt þó 1968. Churchill ungi hefur starfað á vegum hinna og þessara frétta- blaða i Vietnamstriðinu, Nigeriu- striðinu, Kongóuppreisnunum, i Aden, Yemen og á Borneo og viðar. Þau hjónin eiga þrjú börn — Randholp og dæturnar Jennie og Marina.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.