Vísir - 05.10.1974, Síða 7

Vísir - 05.10.1974, Síða 7
Vlsir. Laugardagur 5. október 1974. 7 cTVLenningarmál „ÓSKABYRJUN Sinfónluhljómsveit tslands, 1. tónleikar — 3. október, ’74. Stjórnandi: Karsten Andersen Einleikari: Ralph Kirschbaum, celló. Efnisskrá: Jensen: Passacaglia Dvorak: Cellókonsert I h-moll op. 104. Mendelssohn: Sinfónia nr. 4 I A- dúr, italska sinfónlan. Þá er loksins tónleika- //vertíöin" hafin. Þótt nokkrir tónleikar hafi þegar verið haldnir á þessu hausti/ finnst manni aldrei vetrarstarf tónlistarmanna hafið fyrr en Sinfóníuhljóm- sveit íslands er komin í gang. Alltaf fylgir nokkur spenn- ingur fyrstu tónleikum hljóm- sveitarinnar. Kemur þar tvennt til: hvernig er hljómsveitin eftir sumarfriið, og hvernig litur vetrardagskráin út. Síðasta starfsár hljómsveitarinnar var bæði langt og strangt, Lista- hátíð og þjóðhátið, svo varla varð mikið úr sumarfriinu. En það má með sanni segja, að ekki virtist þreyta hrjá hljómsveit- armennina, svo vel léku þeir. Var þetta sannkölluð óska- byrjun. Gamlar stefnur og nýjar Ludvig Irgens Jensen átti fyrsta verkið á þessum tón- leikum. Var það Passacaglía, gamin ’26, sérlega skemmtilegt verk, sem sifellt kom á óvart. Var gaman að heyra, hve vel þar var blandað gömlum og nýjum stefnum, var stundum sem verið væri að vikja af vegi heiðlistarinnar yfir á brautir samtimatónlistarinnar, án þess þó að rugla áheyrandann, þvi samhengi var alltaf i verkinu, þó mikið væri að gerast. Hljóm- Karsten Andersen sveitin var „notuð” á skemmti- legan máta, mikið um „sóló”- stef einleikshljóðfæra eða hljóð- færahópa, jafnvel svo mikið, að stundum var sem það væri gert til að sem flestir fengju sitt sóló. Hljómsveitin lék vel þetta verk, þó að um miðbik verksins væri eins og að samleikurinn ætlaði að riðlast, en stjórnandinn hélt öllu saman. Ralph Kirschbaum Antonin Dvorak samdi celló- konsert sinn er hann var i Ameriku, og var konsertinn það siðasta sem hann samdi þeim megin hafsins. Naut hann að- stoðar Alwins Schroders, sem var lengi sóló-cellóleikarinn með Boston-sinfóniunni og lék með hinum fræga Kneiselkvart- ett. En verkið er hins vegar til- einkað Hans Wihan, prófessor i Prag og stofnandi Bohemian strengjakvartettsins. Hafði hann mikil áhrif á gerð verksins, t.d. fingrasetningu og bogastrok. En ekki var Dvorak samt sáttur við allt sem Wihan gerði, t.d. varhann mjög óhress yfir kadenzunni, sem Wihan bætti inn i lokakaflann, krafðist Dvorak þess, að verkið yrði prentað eins og hann samdi það, kadenzan átti ekki heima I loka- kaflanum, Dvorak hafði hugsað sér endi verksins allt öðruvisi. //Hið Ijúfa líf" „Hið ljúfa lif” á Italiu hafði meiri áhrif á Mendelssohn en list liðinna alda. Eins og nafn sinfóniunnar ber með sér, er hún samin á Italiu, þ.e. að mestu, hann byrjaði að vinna að henni 1831, en lauk ekki við hana fyrr en ’33, er heim var komið. Var það annar kaflinn, sem mestum erfiðleikum olli. Var hún frumflutt I London sama ár undir stjórn höfundar, og þótt viðtökurnar væru góðar, var Mendelssohn ekki ánægður. Var hann alltaf að hugsa um að umskrifa verkið, en gerði það aldrei, ef til vill sem betur fer. Sinfónian var gefin út eftir Ralph Kirschbaum dauða hans og kölluö 4. sinfónian, þó að 3. sinfónian hafi verið samin 1842. Óskabyrjun Það er ekki hægt að segja r Eftir Jón Kristin Cortes annað en að leikur hljóm- sveitarinnar hafi verið stór- góður. Fyrsti kaflinn var leikinn af miklu fjöri, leikandi létt, snerpa og áræði. Annar kafli var sem hugur manns, ljúfur og þokkafullur, leikinn af yfir- vegaðri ró, sem var ekki sist að þakka stjórnandanum, og þriðji kaflinn, þar sem hornin léku aðalhlutverkin af glæsibrag með aðstoð fagottanna, þar var hver hending fallega mótuð og vel gætt að styrkleikahlutföllum hljóðfæraflokkanna. Fjórði kaflinn fékk glæsilega meðferð, var sem maður væri kominn á kjötkveðjuhátið i Róm, slikt var fjörið. Ef hljómsveitin leikur svona i vetur, þarf enginn að kviða, að ekki verði mikil aðsókn og góðar viðtökur. Stjórnandann, Karsten Ander- sen, þarf ekki að bera lof á, það er næstum sjálfsagt. Girnilegar krásir úr glóðarofninum IIMIM 5ÍÐAN Umsjón: Júlía Hannam Nú líður að helgi og húsmæður fara að hugsa fyrir helgarmatnum. Flestum þykir spennandi að prófa eitthvað nýtt. Venjulega eru alls kyns kjötréttir allsráðandi á helgum og þess vegna ætlum við nú/ til að gefa ykkur kost á virkilegri til- breytingu/ að birta nokkrar Ijúffengar fisk- uppskriftir þar sem notuð er glóðarsteiking. Upp- skriftirnar fengum við í riti Kvenfélagasam- bandsins um glóðar- steikingu. Ýmsar fisktegundir eru vel fallnar til glóðunar. Fiskurinn er hafður heill, ef hann er smár, annars I sneiðum eða flakaður. Feitur fiskur er sérlega ljúf- fengur glóðaður. Hreinsið fisk- inn á venjulegan hátt og þerrið hann vel. Hann er ýmist krydd- aður fyrir eða eftir glóðunina, einnig má pensla hann með kryddblöndu eða leggja hann I kryddlög 1-2 tima, áður en hann er glóðaður. Athugið að gott er að smyrja ristina, áður en fiskurinn er lagður á hana svo hann festist ekki við. Þunn stykki eru höfð nálægt glóðinni og skamman tima, en þykk stykki fjær og lengur. Að lokum: berið fiskinn fram sjóðandi heitan, þannig er hann beztur. Og nú koma uppskriftirnar: Sfld Hreinsið og flakið sildina (notið nýja sild). Leggið hana á ristina, smyrjið flökin með bræddu smjöri og stráið salti og karrýi yfir flökin. Glóðið flökin beggja megin. Timi alls 5-6 min. Síld í álþynnu Hreinsið og flakið sildina, leggið tvö og tvö flök saman og látið saxaða steinselju eða dill, saxaðan lauk og tómatsósu á milli flakanna, stráið salti yfir og látið svolitinn smjörbita ofan á. Búið um hverja sild fyrir sig i álþynnu og gangið vel frá sam- skeytunum. Leggið bögglana á ristina og glóðið ofarlega i ofn- inum, að minnsta kosti 4-5 min. á hvorri hlið. Berið sildina fram i álþynnunni. Fiskflök í álþynnu Notið þorsk- eða ýsuflök. Hafið hvern böggul hæfilegan fyrir einn mann. Leggið fisk- flökin á smurða álþynnu, stráið salti og pipar yfir og látið smjörbita i hvern böggul. Þurrkað plöntukrydd á vel við, til dæmis esdragon, timian eða basilikum, og er þá örlitlu af þvi dreift yfir. Einnig má láta nokkrar sveppasneiðar eða tómatsneiðar ofan á fiskinn. Þegar steinselja, dill eða gras- laukur er fáanlegt, er gott að láta það i böggulinn. útbúið bögglana þannig, að vel sé gengið frá samskeytunum. Glóðið allt að 15 min. séu þeir þykkir. Ef þeim er snúið við, tekur glóðunin heldur styttri tima. Berið fiskinn fram i álþynnunni. Fiskflók meö brauðmylsnu 750 g fiskflök 1 tsk. salt 1/2 tsk. karrý 2 msk. brauðmylsna 25 g smjörliki Flakið og roðflettið fiskinn, látið hann i smurt eldfast mót. Stráið salti, karrýi og brauð- mylsnu yfir og látið smjörllkis- bita ofan á. Látið mótið i miðjan ofninn og glóðið i um það bil 10 min., eða þar til fiskurinn er gegnsteiktur og fallega gulbrúnn að ofan. Fiskflök með olíusósu 750 gr. fiskflök (þorskur eða ýsa) 2 msk. brætt smjör 1 tsk. salt 1/4 tsk. pipar 1 eggjahvita 1/4 bolli oliusósa 1 msk. söxuð steinselja 2 msk. sitrónusafi 1/8-1/4 tsk. timian 1/8 tsk. salt pipar á hnifsoddi Látið fiskflökin i smurt eldfast mót, penslið með bræddu mjöri og stráið salti og pipar yfir. Látið mótið I miðjan ofninn, þegar glóð hefur myndazt, og glóðið i nálægt 10 min., eða þar til fiskurinn er gegnsteiktur. Stifþeytið eggja- hvituna og blandið henni saman við oliusósuna (majonesið) ásamt steinselju, sitrónusafa, timian, salti og pipar. Látið blönduna yfir fiskinn. Látið mótið aftur I miðjan ofninn og glóðið I 1-2 min. Á að vera gulbrúnt að ofan og eggjahvitan lyft. Skarkoli eða smár silungur Glóðið fiskinn heilan, ef hann er smár. Hreinsið hann og þerrið, skerið nokkra skurði i roðið. Leggið fiskinn á ristina, stráið svolitlu salti yfir. smyrjið með bræddu smjöri eða mataroliu og glóðið ofarlega i ofninum i 4-6 min. á hvorri hlið, fer það eftir stærð. Loðna Loðnu má glóða heila á rist. Hreinsið hana og þerrið, penslið með mataroliu eða bræddu smjöri og stráið svolitlu salti yfir. Glóðið loðnuna beggja megin ofarlega i ofninum um 2- 3 min. á hvorri hlið. Skötuselur Skerið skötuselinn i um 2 cm þykkar sneiðar, penslið hann með mataroliu eða bræddu smjöri, stráiðsalti yfir og glóðið um 5 min. á hvorri hlið. Lax 4 sneiðar lax salt, pipar sitrónusafi matarolia hveiti Hreinsið laxinn á venjulegan hátt, skerið hann i sneiðar, um tveggja sm þykkar, og þerrið með eldhúspappir. Kryddið með salti og pipar og kreistið safa úr 1/2 sitrónu yfir. Biðið i um eina klst. Penslið sneiðarnar með mataroliu og stráið örlitlu hveiti yfir. Glóðið laxinn á ristinni, beggja megin, ofarlega i ofn- inum i 6-8 min. alls. Berið brætt smjör, kryddsmjör, remúlaði- sósu eða bearnaisesósu með laxinum. Að lokum er hérna blóð- mörsréttur sem gaman væri að prófa þarsem við höfum fjallað svo mikið um blóðmör nýverið: Skerið blóðmörinn i þykkar sneiðar og epli I báta' eða sneiðar, raðið á ristina og penslið með mataroliu. Gióðið beggja megin ofarlega i ofninum um 8 min. alls. Berið fram saman sjóðheitt.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.