Tíminn - 28.04.1966, Qupperneq 2

Tíminn - 28.04.1966, Qupperneq 2
2 KONI KONI HÖGGDEYFAR FYRIRLIGGJANDI í EFTIRTALDAR BIFREIÐIR: Chevrolet fól'ksbíla . 1949—‘64 Ohevrolet Chevelle . 1964—‘65 Chevrolet vörubíla . 1955—‘58 Dodge fólksbíla 19551—‘63 Ford fólksbíla . 1949—‘62 LandRover . 1954—‘64 Mercedes Benz . 1956—‘61 Opel Karavan . 1955—‘63 Opel Rekord . 1955—‘63 Opél Kapitan . 1958—‘63 Rambler Classic . 1962—‘65 Scania Vabis Skoda Oktavía ................... 1956—‘64 Volkswagen 1200 ................. 1960—‘64 Volga Willys Jeep ..................... 1941—‘52 SMYRILL S Laugavegi 170, sími 1-22.60. VERZLUN TIL SOLU í gamla bænum, lítill lager, góð húsakynni, ný innrétting. Hefur verzlað með barnafatnað, stykkjavöru og vefnaðarvöru. Ágætt fyrir tvær konur sem vilja vinna sjálfstætt. Þeir sem vilja fá nánari upplýsingar sendi tilboð sem fyrst eða fyr- ir 10. maí, merkt „1877”. Lausar stöður hjá Rafmagnsveitunni Staða bókhaldara — aðstoðarmanns í söludeild — aðstoðarmanns í gjaldskrárdeild Upplýsingar hjá fjármálafulltrúanum, Hafnarhús- inu við Tryggvagötu. Ekki svarað í síma. RAFMAGNSVEITA REYKJAVÍKUR. NORRÆN KVOLDVAKA í Tjarnarbúð niðri fimmtudaginn 28. apríl kl. 20.30. Prófessor dr. phil. Hakon Stangerup flytur erindi: Menningarsamvinna Norðurlanda. Litkvikmynd frá Færeyjum verður sýnd að er. indinu loknu. Félagsmenn, fjölmennið og takið með ykkur gesti. Dansk-íslenzka félagið, Norræna félagið. TIMINN FIMrwTUDAGUR 28. apríl 1966 Guðión Jónsson 18. apríl síðastliðinn,' andaðist að Elliheimilihu Grund Guðjón Jónsson, fyrrum bóndi í Tóarseli í Breiðdal. Guðjón var fæddur 23. ágúst 1874, að Flögu í Skriðdal. For- eldrar hans voru hjónin Guðrún Rannveig Guðmundsdóttir og Jón Sölvason bóndi þar. Móður sína missti Guðjón við komu sína í þennan heim og föður _ sinn er hann var barn að aldri. Ólst hann upp hjá afa sínum Guðmundi og Halldóru móðursystur sinni, er gekk honum í móður stað og dvaldi hjá henni öll sín uppvaxt- arár. Síðar, er hann hóf búskap dvaldi Halldóra hjá honum og and aðist á heimili hans að Tóarseli í hárri elli. Árið 1902 giftist Guðjón sinni ágætu konu, Jónínu S. Eiríksdótt- ir frá Djúpavogi, og byrjuðu þau búskap að Borg í Skriðdal og bjuggu þar til ársins 1911, er þau keyptu Tóarsel í Breiðdal og fluttu þangað. Árið 1944 brugðu þau búi og seldu jörðina tengdasyni sínum, Pétri Guðmundssyni. Hugðust þau þá flytja að Hvammi í Dölum vestur til Unnar dóttur sinnar og séra Péturs Oddssonar prests þar, en hér fór sem oftar að enginn ræður sínum næturstað. Jónína varð eftir í Reykjavík er þau voru á vesturleið og lagðist inn á Landakotsspítala til læknisaðgerð- ar, sem allir vonuðu að væri hættu laus, en eftir fáa daga var Jón- ína dáin. Þetta var mikið áfall fyrir Guðjón, er unni konu sinni mjög, og var nú þar að auki að setjast að í ókunnu héraði. Árið 1957 fluttist Guðjón aftur til Austurlands, fyrst til Ásgerðar dóttur sinnar að Egilsstöðum, en 1959 til Borghildar dóttur sinnar heim að Tóarseli og dvaldi þar síðustu árin við sæmilega heilsu, þar til fyrir tveim mánuðum að hann veiktist hastarlega og var fluttur til Reykjavíkur til lækninga. Jónína og Guðjón eignuðust 10 myndarleg og velgefin börn, er öll hafa reynzt hinir nýtustu borg- arar. Er það mikil gæfa að geta skilað slíku dagsverki, sem hlýtur að veita birtu og yl, er litið er að leiðarlokum fyrir farinn veg. Börn þeirra eru þessi Eiríkur Karl, bóndi Skarði Breiðdal, giftur Björgu Ólafsdóttur. Guðrún Tóarseli dáin, var gift Pétri Guðjónssyni, útgerðarmanni Vestmannaeyjum. Borghildur, gift Pétri Guðmunds- syni, Tóarseli _ Breiðdal. Hansína gift Sveini Ólafssyni, járnsmið Reykjavík. Guðmundur hárskeri, giftur Ragnheiði Sigfúsdóttur Reykjavík. Katrín, gift Helga Sig urjónssyni bifreiðastjóra, Reykja- vík. Sigurbjörg gift Guðmundi Sölvasyni, fsafirði. Ásgerður, gift Einari Ölasyni rafvirkameistara Egilsstöðum. Óskar dó ungur. Unn ur ekkja séra Péturs Oddsonar, prests í Hvammi. Auk þess ólu þau upp Óskar Jónsson trésmið Seltjarnarnesi og reyndust hon- um sem beztu foreldrar. Ég, sem þessar línur rita, hafði þekkt Guðjón frá því ég man fyrst eftir mér sem lítill drengur. Hann var næsti nágranni okkar, og einlægur vinur foreldra minna. Fæ ég og mitt fólk seint fullþakk- að þá vináttu og góðvild, er þau hjón sýndu okkur bæði fyrr og síðar, og dýrmætar eru mér allar þær ljúfu minningar, sem ég á um þau frá uppvaxtar-árum mínum. Guðjón bjó góðu búi í Tóarseli og notadrjúgu, enda voru þau þau hjón mjög samhent um að fara vél með og nýta allt sem bezt. Umgengni öll var til slíkrar fyrirmyndar bæði utan húss og innan að þess eru fá dæmi. Hirð- ing hans á gripahúsum og hey- stæðum var slík, að ég hef hvergi séð jafn snyrtilega umgengið hVar sem litið var. Guðjón var fríður sýnum, meðal maður á vöxt, kvikur í hreyfing- um og fullur af þrótti, sístarfandi. Og árrisull var hann svo af bar, „morgunstund gefur gull í mund.“ Hann var greindur vel, en dulur nokkuð og vissu fáir að hann hafði það til að kasta fram vísum, m.a. um hesta sína, sem hann átti marga góða, og hafði af þeim mikið yndi. Guðjón tók nokkurn þátt í félagsmálum og var einlæg- ur samvinnumaður, ekki bara í orði, heldur einnig á borði, enda var svo um næstu nágranna hans. Þeir bundust samtökum að leysa þau mál, er ekki voru ahðleyst af einum, en urðu léttara unnin, er fleiri komu til. „Þeir áttu sam- an jarðvinnslutæki, spunavél og fleira. Ekki mun algengt að fjórir dalabændur kaupi saman bát og geri út á vorvertíð í hjáverkum, en það gerðu þeir nágrannarnir. Á árunum milli 1920 og 1930 kom göngufiskur, oftast í kringum sum armál, og var þá góð veiði út af suðurfjörðum. Þá keyptu þeir sam an bát Guðjón, Jón á Þorvalds- stöðum, Björgvin á Hlíðarenda og Lárus á Gilsá og gerðu út á vor- fisk. Réru þeir sjálfir á bátnum og fiskuðu vel, var fiskurinn bæði hertur og saltaður svo sem þurfti til heimilanna, en hitt lagt í Kaup- félagið. Reyndist þetta góð búbót, enda þurfti mikið til heimilanna, þar sem þessir 4 menn áttu fyrir að sjá 35 börnum samtals. AUtaf gekk þetta snurðulaust og aldrei kom til neinna leiðinda út af sam- vinnu þessara manna. Þeir studdu hver annan með ráði og dáð, og undu svo glaðir við sitt. Tóarsel er eini bærinn í Norð- urdal, þar sem sér yfir alla byggð- ina í dalnum og veit ég, að það hefur glatt Guðjón að horfa yfir ræktun og uppbyggingu dalsins okkar og verða vitni að henni á þessum flóttatímum úr sveitunum. Þessi litli dalur, sem áður taldi aðeins sex bæi hefur nú síðustu árin bætt við sig þremur, svo nú standa níu reisulegir bæir þar sem áður voru sex. Guðjón var einlægur trúmaður, og óska ég honum góðrar ferðar yfir móðuna miklu, þar sem kona hans og aðrir ástvinir, munu veita honum móttökur í landi morgun- roðans. Sigurður Jónsson, frá Þorvaldsstöðum. TRÚLOFUNARHRINGAR Fljót afgreiðsla. Sendum gegn póstkröfu. GUÐM. ÞORSTEINSSON, gullsmiður, Bankastræti 12. BIFVÉLAVIRKI Bifvélavirki eða maður vanur bílaviðgerðum ósk_ ast nú þegar. Upplýsingar í síma 3 86 90. KJÖRSKRÁR vegna prestskosninga í hinu nýja Garðaprestakalli liggja frammi til 5. maí í barnaskóla Bessastaða- hrepps hjá sveitarstjóra Garðahrepps og að Kálfa- tjörn. Kjörstjórnirnar.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.