Vísir - 12.11.1974, Side 3
Vísir. Þriðjudagur 12. nóvember 1974.
3
Hringið í síma 86611
milli 13 — 15
ekki dæluna sem dælir grænu
ælunni (baunasúpa?) þvert yfir
herbergið á séra Karras. Þar
væri helzt að maður fyndi
plastlykt þegar sárið springur
opið á fæti Regans. Og svo
birtist djöfullinn þarna rétt sem
snöggvast. Ég væri svosem
ekkert hissa, þótt hann væri
viöriðinn þessa mynd, hún er
nógu léleg til þess. Þá er það
hljóð og hljóðsetning. Ég veit
ekki, hvað aðstandendur mynd-
arinnar hafa ætlað að gera. Ég
veit bara, hvað ég heyrði úr há-
tölurum kvikmyndahússins, og
það er það eina, sem ég get
dæmt eftir. Það er ekki hægt að
dæma verk eftir þvl, hvað það
átti að verða, einungis eftir þvi
sem það er. En hljóðið er lélegt
a.m.k. i samhengi við allt hitt.
Tónlistin er þó góð, þótt deila
megi um, hvort hún fellur nógu
vel að efninu. En það er sama
sagan með hljóðið og leikinn og
lýsinguna. Svo ofboðslega yfir-
drifið, að það nær engri átt.
Hvenær hefur maður heyrt
hljóð, sem á að gefa manni þá
hugmynd að þar séu rottur á
ferð, en likist helzt þvi sem
bárujárnshurð á hesthúsi skelli
aftur i norðangarra og sjö vind-
stigum?
Gallarnir skrifast á
leikstjóra
Það er einkennilega við
myndina er, að óhugnanlegasta
atriði hennar á ekkert skylt við
djöfla eða djöflatrú. Það atriði
gerist, þegar læknar eru að
framkvæma aðgerðir til að geta
tekiö röntgenmyndir af æða-
kerfinu i höfðinu á Regan. Þeir
eru að tengja hana við einhverja
vél og stinga nál i hægri
hálsæðina á henni. í u.þ.b. 3-4
sek. sér maður örmjóa blóðbunu
spýtast með tiðni hjartsláttar-
ins úr nálinni og á lækninn.
Flestir þeir gallar, sem hér hafa
verið tiundaðir, skrifast á leik-
stjórann.
Ógeðslegt auglýsinga-
skrum
Auglýsingaskrumið út af
þessari mynd er vægast sagt
yfirdrifið, ógeðslegt og
óverðskuldað. Þegar myndin
var frumsýnd I London 14/3,
létu dreifingaraðilar myndar-
innar (Columbia Warner
Communications) fólk fara um
miöborgina, mála krossmörk á
útstillingaglugga þeirra fimm
kvikmyndahúsa sem sýndu
myndina, dreifa bæklingum og
biðjast fyrir framan við
kvikmyndahúsin. Það er vist
þetta, sem kallast að leggja
nafn drottins við hégóma. Mér
blöskraði alveg og er ég þó ekki
trúaður, og svo vildu CWC ekki
borga manni nema skitin 60p á
timann. Þetta væri nú kannski
að einhverju leyti afsakanlegt,
efmyndin væri likleg til að opna
skilning einhvers þó ekki væri
nema örlitið. En allt, sem gerist
er, að áhorfendum er nauðgað
andlega i 122 minútur. Að
endingu vil ég skora á kvik-
myndaeftirlitið að skoða The
Exorcist ramma fyrir ramma.
Ég er ekki i vafa um að árang-
urinn verður athyglisverður. Ég
varð var við mjög stutt klipp, i
þvi eintaki sem ég sá. Klipp sem
ekki voru lengri en 3-4 rammar.
Þau klipp sem ég varð var við,
voru að ég held af einhverjum
púkamyndum, en annars voru
þau svo stutt að það var
ómögulegt að sjá það
nákvæmlega. Frægt er dæmið
um kókauglýsinguna, sem I til-
raunaskyni var sett i
teiknimynd. Einn og einn
rammi inn á milli. Enginn varð
var við hann, en allir fóru og
keyptu sér kók að sýningu lok-
inni. Það segir sig sjálft, að
svona stutt klipp eða styttri
verður meginþorri fólks ekki
var við, þótt undirmeðvitundin
taki við þeim ómeðvitað.”
HRÁEFNIÐ SKEMMIST Á
LEIÐ FRÁ ÞORLÁKSHÖFN
— borgarafundur krefst varanlegra vega fró staðnum
Þrátt fyrir óhentug-
an fundartima mættu
milli 70 og 80 manns á
almennan borgarafund
i Þorlákshöfn kl. 2 á
föstudaginn var. Meðal
fundargesta voru allir
þingmenn kjör-
dæmisins.
A fundinum var samþykkt
ályktun þess efnis, aö nauösyn-
legt væri, að nú þegar yrði þrýst
á fjárveitingavaldið til þess að
útvega fjármagn til að leggja
oliumöl á Þrenglsaveg i fram-
haldiaf Þorlákshafnarvegi, en
Þrenglsavegur er undirbyggður
undir varanlegt slitlag.
Eins og fram hefur komið, eru
nú hafnar framkvæmdir við
nýjan Þorlákshafnarveg og
telja ibúarnir, að stefna beri að
þvi, að framkvæmdum verði
lokið á næsta ári. Þrenglsaveg-
urinn hefur verið mjög slæmur I
haust, en þegar nýi vegurinn
kemur, verða aðeins 23
kílómetrar frá Þorlákshöfn
að oliumalarborna veginum i
Svinahrauni.
1 Þorlákshöfn hefur á skömm-
um tima orðið 30% aukning á
fólksfjölda. en þungaumferð um
veginn að og frá Þorlakshöfn er
langtum meiri en Ibúafjöldinn
segir til um. Þorlákshöfn hefur
komið i annað sæti með landað
aflamagn nú um mörg ár, næst
á eftir Grindavik, vegna þess
að bátarnir vilja heldur landa
þar en fara fyrir nesið til hafna
við Faxaflóa. Fiskflutningar
eru þvi miklir til Reykjavikur
og Hafnarfjarðar, og eins til
Stokkseyrar. Eins og vegirnir
eru, fara þessir flutningar illa
með bæði tækin og hráefnið,
sem þau flytja. Komið hefur
fyrir, að loðna, sem er
viökvæmthráefni, hafi verið vel
frystingarhæf i Þorlákshöfn en
aðeins 1 gúanó, þegar hún kem-
ur á áfangastað.
Ljóst er, að umsvif i Þorláks-
höfn munu stóraukast með til-
komu nýju hafnarinnar þar. A
fundinum kom fram, að
flutningar milli Þorlákshafnar
og Eyja myndu aukast veru-
lega. Þá hefur Eimskip óskað
eftir að reisa þar vöruskemmur.
Einnig kom fram á fundinum,
að fordæmi væri fyrir þvi að
leysa þetta mál i fljótheitum, og
var vitnað til Gjábakkavegar
frá þvi i sumar þar að lútandi.
Þingmennirnir, sem sóttu
fundinn, voru mjög jákvæðir
varðandi máliö og töldu fundi
semþessamjöggagnlega. -SH.
FLOSI ÓLAFSSON HNEGGJAR Í BÓKFELL:
BÓKIN TIIEINKUÐ
STARFSLIOI PÓST-
ÞJÓNUSTUNNAR....
„Þessi bók er tileinkuð starfs-
liði Póstþjónustunnar i Reykja-
vik, sem barizt hefur við höfuð-
skepnurnar i pósthúskjallaranum
frá þvi póstsögur hófust, við hin
ægilegustu starfsskiiyrði, og rækt
skyldu sina, að koma jólapóstin-
um heilum I höfn, bæði f blfðu og
strfðu, sem og í flóði og fjöru.” Og
Flosi ólafsson, leikari, sýnir okk-
ur bók, sem hann sendir frá sér á
markaðinn i dag.
„Hneggjað i bókfell” heitir bók
Flosa. Er þetta önnur bók hans,
en „Slett úr klaufunum” kom út
um svipað leyti i fyrra. Er nýja
bókin með svipuðu sniði. Mynd-
skreytingar bókarinnar eru eftir
Arna Elfar, en þættirnir hafa
birzt áður i Þjóðviljanum.
„Hvaða tilgangi bókin þjónar?
Jú, það skal ég segja ykkur,”
svaraði Flosi. fyrsta lagi er
hægt að lesa hana, i öðru lagi að
gefa hana og i þriðja lagi er
hugsanlegt að kikja i hana áður
en hún er gefin.”
„Þetta er bók fyrir þá, sem
gaman hafa af þvi að skoða bros-
legu hliðarnar á alvöru lifsins og
tilverunnar —jafnvel þótt það sé
þjóðhátiðarár og okkur uppálagt
að vera hátiðleg.”
Og Flosa er ekkert heilagt
fremur en fyrri daginn. í þessari
bók sinni skammtar hann alþingi
fyrsta kafla bókarinnar, en siðan
taka við skrif um stefnuyfirlýs-
ingu rikisstjórnarinnar, þjóð-
hátiðarræðuna, iþróttafréttir,
mataruppskriftir og hljómdóma,
svo eitthvað sé nefnt.
Aðspurður upplýsti Flosi, að
hann léki um þessar mundir i
tveim leikritum á sviði Þjóðleik-
hússins og væri að æfa i tveim til
viðbótar. „Það er ágætt að vera
búinn að koma frá sér bókinni,”
sagði hann, ,,og geta snúið sér af
meira kappi að leiklistinni um
stund. Nú, og svo hef ég lfka
trassað það lengi, á meðan ég hef
unnið að bókaútgáfunni, að draga
undan hrossunum ....”
—ÞJM
„Þeim tileinka ég bók mina,” segir FIosi, og vekur athygii á þessari
myndskreytingu Arna Elfars I bókinni.
Leifur
fœr hrós
Nýlega birtist I Politiken grein
um kvikmynd, sem gerö hefur
verið um einn frægasta mynd-
höggvara i heiminum I dag.
Tóniist við kvikmyndina geröi
Leifur Þórarinsson og hefur
miklu lofsoröi veriö lokiö á tillag
hans til myndarinnar.
Myndhöggvarinn, sem um
ræðir, er Robert Jacobsen, en
hann er nú búsettur i Paris, þar
sem hann gengur undir nafninu
„Le gros Robert”, sem á islenzku
útleggst Róbert mikli.
Leifur Þórarinsson hefur nú
veriö búsettur i Kaupmannahöfn
um nokkurt árabil og segir um
tónlist hans við myndina, að hún
sé stórbrotin og nákvæm og stór-
kostlega leikin af fjórum jazz-
leikurum, sem eru þeir Jesper
Thilo, Palle Mikkelborg, Niels-
Henning Orsted Pedersen og Axel
Riel. Segir I greininni, að Róbert
Jacobsen geri ekki svo litlar
kröfur hvað listrænt gildi varöar.
Er myndinni spáð frama á
kvikmyndahátiðum.
Leifur vinnur nú að nýju
sinfóniuverki.
Nýlega flutti hljómsveit
danska útvarpsins tónverk eftir
Leif, sem vakti verðskuldaða at-
hygli, en blaðið hefur fregnað, að
hann muni vinna hér heima á
sumri komanda. -JH
JpGudjónssott hf.
V Shúlagötu 26
X f^\t!740
PLÖTUPORTIÐ
Laugavegi 17
y s
Koiling Stones/It's only rock’n roll
Ron Wood/I’ve got my own album to do
Abba/Waterloo
Splinter/The place I love
Wilson Picket/Picket in the pocket
Ilerek & The Dominos/In consert
Blood Sweat & Tears/Mirror lmage
Leonard Cohen/New skin for the old eeremony
Kenny Loggins with Jim Messina/Sittin'In
Gilbert O’Sullivan/A stranger In My own back vard
Bill Haley/Rock around the clock
Sha na na/Hot sox
The Glitter Band/Hey King
Sha na na/Hot sox
Ihe Glitter Band/Hey
Sha na na/liot sox
The Glitter Band/Hey
King Crimson/Red
Kongas/Afro j ock
Alman brothers band/Beginnings
Curtis Mayfield/Superfly
N'eil Sedaka/I go ape
Iloug Sahm and hand
Joe Cocker/I can stand A little rain
Jethro Tull/War
Who/Odds & Sods
Martha Reeves/Power of love