Vísir - 12.11.1974, Blaðsíða 4
4
Visir. Þriöjudagur 12. nóvember 1974.
^sjón:
Dó af
rot-
höggi
Alis!
Alexander Guillespie, sem
átti heima í Trinidad lézt af
hjartaslagi er Muhammed Ali
rotaði George Foreman i
keppninni um heimsmeistara-
titilinn I þungavigt i hnefa-
leikum á dögunum.
Guillespie horfði á keppnina
I sjónvarpi og þegar Ali sló
Foreman i gólfið var það of
mikið fyrir hann.
Ættingjar hans segja að
hann hafi orðið svo æstur þeg-
ar leikurinn náði hámarki að
hjartað hafi gefið sig.
Spaghetti-
gaffall
handa ungum
ítölum
Þá eru ftalir loks búnir að
finna upp verkfæri, sem þeir
geta notað til að spæna upp i
sig þjóðarréttinum spaghetti.
Þetta er einskonar gaffall,
sem fengur fyrir rafhlöðum og
vindur hann upp á sig lengj-
urnar. Sagt er að ungir Italir
séu mjög hrifnir af þessu
verkfæri, sem spari bæði tima
og óþarfa vinnu, en þeir gömlu
eru ekki eins ánægðir.
Þeir vilja heldur fá að hafa
gamla gaffalinn áfram og
dunda við að rúlla upp á hann
eftir öllum kúnstarinnar regl-
um.
Idi Amin — brjálœðingurinn í Uganda
Hann lét myrða eiginkonu
sína og sinn bezta vin!
— og nú hefur faðir hans flúið land af ótta við að verða drepinn
Einræðisherrann í
Uganda/ Idi Amin, var
afbrýðisamur út f utan-
ríkisráðherra sinn,
Michael Ondoga, sem
hafði mjög náið samband
við uppáhald Amins,
Elisabetu Bagaaya, sem
er ung og falleg prins-
essa. Hann lét myrða
Ondoga og síðan gerði
hann prinsessuna að
utanríkisráðherra.
Þetta kom fram i grein i
enska blaðinu Observer i
siðustu viku, og er haft eftir sér-
fræðingi blaðsins i málefnum
Afriku, Colin Legum. Segist
hann hafa þetta eftir mjög
áreiðanlegum heimildum.
Idi Amin varð alveg óður,
þegar hann frétti um þessa
grein i blaðinu, og heimtaði
samstundis að starfsmönnum
brezka sendiráðsins i Uganda
yrði fækkað úr 65 i 5. Þessu
svöruöu Bretarnir með þvi aö
skipa honum að fækka I sendi-
ráði Uganda I London úr 12
mönnum i 5.
ColinLegum segir, aö Ondoga
hafi verið að fara með tveggja
ára dóttur sina á barnaheimili,
þegar fimm menn úr einka-
lögreglu Amins hefðu komiö og
kastaö honum inn i bil og skilið
barniö grátandi eftir á götunni.
Nokkrum dögum slöar hafi llk
hans fundizt viö árbakka og
hafði hann verið skotinn
mörgum skotum i bakið.áður en
honum var kastað i ána.
Þá segir blaðið, að Amin hafi
einnig staðið á bak við morðiö á
eiginkonu sinni Kay Amin. Hún
hafi tekið morðið á Ondoga
mjög nærri sér, enda hann verið
fjölskylduvinur, og yfirgefið
Amin. Hún fannst myrt I einka-
bifreið sinni nokkrum klukku-
stundum slðar.
Faðir hans, Dada Amin, er
sagður hafa gagnrýnt son sinn
fyrir þessi morð og önnur, sem
hann á að hafa framið eða staðiö
fyrir. Við það hafi sonurinn
orðið trylltur og hótað að drepa
gamla manninn, og er hann nú
flúinn til Zaire, þar sem hann
býr i flóttamannabúðum.
Einn af nánustu sam-
starfsmönnum Amins sagði Col-
in Legum frá þvi, að hann áliti
Amin vera orðinn geðveikan.
Hann sitji langtlmum saman og
stari upp I loftið og sé eins og
villidýr þess á milli. Hann sé svo
hræddur um lif sitt, aö fólk veröi
að koma svo til nakið á hans
fund, til að engin hætta sé á að
þaö feli vopn innan klæða.
Tilraun hafi verið gerð til aö
ráða hann af dögum fyrir tveim
vikum og hafi ungur liðsforingi
staðiö fyrir þvl. Hann sé nú
horfinn af sjónarsviðinu, svo og
öll fjölskylda hans — um tuttugu
manns.
Eftir það þori hann ekki einu
sinni að vera nálægt hermönn-
um sinum og nær helmingur
þeirra fái ekki lengur skot i
byssur sinar af ótta við, að þeir
muni nota þau á hann sjálfan.
Brjálcðingurinn I Uganda, Idi
Amin, lét myrða vin sinn og
utanrikisráðherra Michael On-
doga, og siðan lét hann myrða
eiginkonu sina Kay Amin.
Tiiefnið: Hann var
afbrýöisamur vegna þess að
Ondoga hafði samneyti við
þessa stúiku, sem Amin gerði að
utanrikisráðherra strax eftir
moröiö.
Frœgri söngkonv nauðgað gripum stolið
Lögreglan I New York lýsir nú
eftir liðiega tvitugum manni,
sem I fyrrinótt brauzt inn I her-
bergi sem söngkonan Connie
Francis bjó I.nauögaði henni og
rændi skartgripum hennar.
Atvikið átti sér stað er söng-
konan, sem er 35 ára gömul,
kom á herbergi sitt I Westbury
frá þvi að syngja á
Connie Francis.
söngskemmtun, sem þar er
haldin um þessar mundir.
Hún kom þangað um klukkan
þrjú um nóttina og lagðist til
svefns, en vaknaði upp skömniu
siðar við að ungur maður, sem
hún hefur lýst gaumgæfilega
fyrir lögreglunni, stóð yfir henni
meö hníf I hendi.
Ekki er vitað nákvæmlega
hvað maðurinn hafði á brott
meö sér úr herberginu eftir 'að
hann hafði nauðgað söngkon-
unni. Hún var flutt á sjúkrahús
þar sem gert var að sárum
hennar eftir átökin við manninn
og mun hún þurfa aö dvelja þar I
nokkurn tlma.
Talsmaður skemmtunarinn-
ar, sem Connie Francis átti að
syngja á út þessa viku, sagöi aö
hún myndi ekki koma þar fram
og tæki söngkonan Melba Moore
við af henni.
HLJÓMLEIKAR
s&Aoe
ÞRIÐJUDAGINN I2.NÓV.
kl.203ö
í LAUGAR DALSHÖLLIN NI
Miðasala: Plötuportið Laugaveg 17, Vikurbær Keflavík, Eplið Akranesi, Radió og Sjónvarpsstofan Selfossi, Tónabúðin Akureyri.
FORM 34.9
M
Umboðsskrifstofa