Tíminn - 07.06.1966, Page 5

Tíminn - 07.06.1966, Page 5
5 ÞRIÐJUDAGUR 7. júní 1966 Otgefandl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæxndastjórl: Kristján Benedtktsson Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb) Andrés Kristjánsson. Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar Tómas Karlsson Aug- lýsingastj. Steingrimui Gislason Ritstl.skrifstofur i Eddu húsinu, símar 18300—18305 Skrifstofur Bankastræti 7 Af- greiðslusími 12323 Auglýsingasimi 19523 Aðrar skrtfstofur. sími 18300. Áskriftargjald kr. 105.00 á mán. innanlands - í lausasölu kr. 5.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA nl Afellisdómur f setningarræðu sinni á aðalfundi Sölumiðstöðvar Hraðfrystihúsanna var Gunnar Guðjónsson. formaður samtakanna, allharðorður í garð ríkisstjórnarinnar vegna „tómlætis og sinnuleysis“ hennar í fiskiðnaðar- og útvegsmálum. Enginn skyldi halda, að Gunnar Guðjóns- son hafi ekki áhuga á að vera eins sanngjarn í dómum sínum um stefnu ríkisstjórnarinnar varðandi þessar und- irstöðuatvinnugreinar þjóðarbúsins og hann telur sér frekast fært, en hann komst m.a. svo að orði: „Þessi þróun er orðin svo alvarleg fyrir alla fiskfram- leiðendur, að ekki verður lengur fram Hjá henni gengið án þess að nauðsynleg lausn sé fundin á hráefnisskorti frystihúsanna. Það er ekkert einkamál örfárra manna, hvernig fer fyrir hráefnisöflun fiskiðnaðarins gegnum togara, línubáta eða minni fiskiskip; Leggist þessi útgerð- arform niður vegna tómlætis eða sinnuleysis þeirra aðila, sem ber skylda til að meta þjóðfélagslega þýðingu þess- ara atvinnutækja og hafa vald til að gera viðeigandi ráð- stafanir til tryggingar áframhaldandi reksturs þeirra, umfram það, sem fiskvinnslan getur og hefur þeqar gert, þá lýsum vér fullri ábvrgð á hendur viðkomandi, veqna þeirra afleiðinga, sem slíkt aðgerðarleysi hefur í för með sér, að þorskveiðar og fiskvinnsla dragast stórlega sam- an . Forsætisráðherrann má svo vel kalla það ..staðbundn- ar ástæður“, sem ráða því, að áfellisdómar eru nú kveðn- ir upp yfir ríkisstjórn hans í nær öllum samtökum lands- manna, jafnt samtökum atvinnuveganna sem launþega. Nær einu samtökin, sem ekkert hevrist frá núna munu vera „Samtök stóreignaskattsgreiðenda" enda þurfa þeir víst ekki að kvarta. Hinn „nýi“ svipur Ekki urðu kosningaúrslitin til að lægja deilurnar í Alþýðubandalaginu, heldur þvert á móti. Þetta kemur ljóslega fram á Æskulýðssíðu Þjóðviljans og skrifum Frjálsrar þjóðar. Enginn veit, hver er raunveruleg stefna þessa sundurleita samtínings, sem er innan Alþýðubanda- lagsins. Þar er ein höndin upp á móti annarri, og klík- urnar nær óteljandi, sem þar eigast við. Sumir segjast vilja „sósíalisma, sem enginn veit lengur hvað þýðir. enda mun vera búið að útfæra nokkra tugi afbrigða af „sósíalisma” í Sósíalistafélagi Reykjavíkur einu. Aðrir segjast ekki vilja ,,hreinan sósíalisma* og það þurfi að losa sig við „fjarstýrðu öflin” eð „villta vinstrið” eins og það er kallað Tólfunum kastar svo, þegar þessir menn eru að væna aðra um stefnuleysi! Alþýðubandalagið var stofnað 1956 Auðvitað breytti það engu, þótt stofnað væri Alþýðubandalagsfélag í Reykjavík í vor, en kannski hefur nýtt nafn á sama tóbak- inu blekkt menn enn einu sinni. Af æskulýðssíðu Þjóð- viljans má sjá, að kommúnistar gleðiast yfir því. að enn hefur þeim tekizt að villa um fyrir almenningi með þess- ari brellu. Þar er játað. að ekkert hafi í rauninni brevtzt og áfram fjallað um stríð hinna sundurleitu afla i Al- þýðubandalaginu, en sagt, að tekizt hafi að 'áta Albvðu- bandalagið fá „nýjan svip‘ í augum almennings. Þetta er játað með þessum orðúm: „En mikilvægara hefur þó vafalaust verið og for- senda árangursríkrar kosningabaráttu. sá nýi svipur. sem Alþýðubandalagið fékk í augum almennings begar Alþýðubandalagsfélagið í Reykjavík var stofnað í apríl”. TÍMINN Helgi Bergs, alþingismaður: VEGAMÁLIN Veturinn var kaldur, og liér sunnanlands var hann snjó léttur. Frost gekk djúpt i jörðu. Það voraði seint, en nú er farið að hlýna. Þeir, sem kunna að hafa lagt lítinn trún að á fullyrðingar mínar og ann arra um það, að vegakerfi okk ar væru í litlu samræmi við þarfir nútímans, ættu að bregða sér bæjarleið um ein hvern hinna fjölfamari þjóð vega þessa dagana. Sú sorglega fjármunasó- un að eyða milljónum til við halds úreltu vegakerfi, í stað þess að byggja upp vegina í samræmi við kröfur tím- anna, birtist okku rum þessar mundir. Tugir stórra vörubif- reiða eru út um allar trissur að aka möl í verstu hvörfin í vegunum til þess að halda þeim fæmm, sem ekki mega lokast. Og það em víða sömu hvörfin og ekið var möl í í fyrra og svo verður það gert aftur að ári. Nauðsynin á því að gera vegi með varanlegu slitlagi, þar sem umferðin er mest. er nú orðin svo brýn, að því verk efni verður ekki með neinu móti á frest skotið. Það kostar að vísu mikla fjármuni en þeir munu skila sér aftur og það fljótt í minnkuðu viðhaldi veg anna og stórum hagstæðari rekstri farartækja. f vetur riuttum við nokkrir Fram sóknarmenn á Alþingi frum- varp um aukið fé til þessara verkefna. Því var ekki sinnt, þrátt fyrir eindregin meðmæli vegamálastjórans. í meðmæl- um, sem hann sendi fjárhags nefnd Efri deildar með frum- varpinu, segir hann m.a. „f frumvarpinu er réttilega á það bent. að tekjustofnar vegasjóðs samkv. vegalögum hrökvi mjög skammt til lausn ar þess verkefnis, sem fram- undan er í vegamálum, og vega lög veinlínis mæla fyrir um, en það er Iagning hraðbrauta með varanlegu slitlagj á þeim veg- um, þar sem ætla má, að um ferð yfir sumarmánuðina verði 1000—10000 bifreiðar á dag innan 10 ára. Þessir vegir eru i gildandt vegaáætlun taldir alls um 148 km vegalengd, en af petm eru taldar fullgerðar hraðbrautir um 42 km og í raun réttri þó aðeins um 37 km, en það er Reykjanesbrautin, en sá vegur er að mestu byggður fyrir láns fé. Umferðatalning sl. tvö ár, bendir til þess, að hraðhrautir samkv. 12. gr. vegalaga muni Helgi Bergs við endurskoðun á vegaáætl- un lengjast um a.m-k. 200 km, þar sem við hraðhrautir munu bætast langir vegakaflar eins og t.d. Vesturlandsvcgur frá Þingvallavegam. að vega- mótum við Borgarnesbr. Akra- nesv., Þingvallav. Suðurlands vegur frá Selfossi að Skeiða- vegamótum, auk ýmissa stuttra vegakafla við Akureyri, Egils staði og víðar. Þá eru og óleyst óliemju verkeijpi við lagningu nyrra þjóðbrauta og Iandsbrauta, svo og byggingu nýrra brúa og endurbyggingu gainalla brúá, eins og nánar er rakið í grein argerð með tillögu til vega- áætlunar fyrir árin 1965—1968“ En vegamálastjórinn talar fyrir daufum eyrum. í skýrslu, sem fjármálaráðherrann flutti Alþingi, skömmu fyrir þing- Iokin, sagði hann, að fjárhags grundvöll skorti að mestu til byggingar hraðbrauta og að óráðlegt værj að byrja nú á nýjum meiri háttar vegafram- kvæmdum. Nýjar og fullkomn ar vélar, sem notaðar voru við lagningu Reykjanesbrautar og lagt geta 6—10 km af 7 Vi metra breiðum vegi á mánuði, geta legið og ryðgað. Það skortir fjárhagsgrundvöll til að láta þær snúast, en sóun vegavið- haldsfjár og farartækja heldur áfram til stórkostlegs tjóns fyrir þjóðina. Samkvæmt bréfi vegamála stjórans má gera ráð fyrir, að lengd hraðbrauta á næstu vega áætlun verði rúmlega 300 km og kostnaður við lagningu þeirra verður sjálfsagt á ann- an milljarð króna. Þetta er vissulegá mikið verkefni, en það er líka vissulega til mik- ils að vinna, því að þjóðfélagið bíður stórfellt tjón á hverju ári, sem þvi er á frest skotið. Með þeim vélum, sem eru ónot aðar í landinu og nokkrmn hópi manna má vinna þetta verk á 6—8 sumrum. Því er nú mjög lialdið að mönnum, af hálfu þeirra, sem staðið hafa fyrir niðurskurði opinberra framkvæmda á und- anförnum árum, að draga þurfi úr framkvæmdum til að stemma stigu við verðbólgu og þenslu. Þetta er aðeins að nokkru leyti rétt. Það veltur mikið á, hvers eðlis fram- kvæmdirnar eru. Aukinn véla- kostur og bætt tækni, sem eyk ur afköst og framleiðni, er ekki verðbólguaukandi, held- ur þvert á móti. Á hinn bóg- inn má það vera hverjum manni, Ijóst, að sú fjármuna- sóun, sem á sér stað á íslenzk um þjóðvegum, kemur fram í flutningskostnaðinum og þar með í verðlagi almennra nauð synja, og er þannig einn af þeim fjölmörgu þáttum, sem dýrtíðin spinnst úr. Fjárhagsgrundvöllur fyrir lagningu hraðbrauta er einnig fyrir hendi, þó að fjármálaráð herrann hafi ekki komið auga á hann. Eins og nú er háttað Ieggur ríkissjóður ekki fimm aura til vegamála. Vegasjóður nærist á sínum eigin tekju- stofnum, sem eru skattar á ýms ar rekstursvörur þeirra farar tækja ,sem um þjóðvegina fara og engan gjaldstofn annan. Hins vegar hirðir ríkissjóður alla skatta af sömu gjaldstofn um, farartækjunum og reksturs vörum þeirra, sem nemur hvorki ueira né minna en tí- unda hlnta allra ríkisteknanna, um 400 milljónum króna á ári. Það er algerlega óeðlilegt og ranglátt, að láta rekstur farar tækjanna bera slíka upphæð í ofanálag eftir að hann hefur borgað allan kostnaðinn af upp byggingu og viðhaldi þjóðvega kerfisins. Það er réttlát krafa og sanngjörn, að ríkissjóður skili einhverju af þessu aftur — helzt öllu. En þriðjungur þessarar upphæðar, jafnvel fjórðungur, ásamt einhverju lánsfé til viðbótar, er nægur fjárhagsgrundvöllur til lausnar þessa verkefnis. Það er þannig til algerlega eðlilegur fjár hagsgrundvöllur fyrir bygg- ingu hraðbrautanna. Hitt er svo annað mál, hvort það skortir fjárhagsgrundvöll und ir rekstur ríkissjóðs, eins og á málum hans hefur verið haldið á undanförnum árum, en það er önnur saga, sem ekki verður fjallað um í þessari grein. í KVIKMYNDASAL Tónabíó. Ensk gamanmynd. Leikstjóri: Richard Lester. Handrit: Marc Behm og David Watkins. Framleiðandi: Walt er Shenson. A hard day's night hét mjög léleg kvikmynd, er Tónabíó sýndi fyrir tveim árum með einhverjum Beatles í aðalhlutverki. Önnur mynd með þessum nafntoguðu fjórmenningum. Help! heldur nú innreið sína í áðurnefnt kvik myndahús. og bregður nú svo undarlega við, að hún er alls ekki svo slæm og við mátti búast. Richard Lester er ábyrgur fvrir gerð þessara tveggja mynda, en hann hefur einnig, sem kunnugt er, stjórnað The Knack — and how to get it, er hlaut gullpálm ann í Cannes 1965. Það sem vekur mesta athygli við Hjálp! er víðast hvað sérstæð og skemmtileg kvikmyndataka, sem er ánægjulegt augna- yndi, einnig snöggar skiptingar, en hraðinn i atburðarásinni er töluverður Lester notar hér allar tegundir af linsum og beitir kvik myndavélinni meira að segja á hlið. Við upptöku á einu eða tveim lögum eru litirnir stílfærðir á skemmtilegan máta. Niðurröðun aðalleikenda i sumum atriðum. til að mynda í Ölpumum, er af- káraleg fram úr hófi, en slík at- riði vara það stuttan tíma, að eigi verði af mikill ljóður á mynd inni. Englendingar hafa löngum ver- ið þekktir fyrir skopskyn sitt, enda bregður víðast fyrir ágætri kímni í þessar kvikmynd. Hún get ur einnig verið frumleg, eins og þegar allir syngja 9. sinfónfu Beet hovens til að sefa tígrisdýr. Framhald a bls. 14.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.