Vísir - 07.12.1974, Síða 3

Vísir - 07.12.1974, Síða 3
Vlsir. Laugardagur 7. desember 1974 3 Söngkonan Wilma Reading, sem á sér orðið tryggan hóp aðdáenda hérlendis, hefur ákveðið að fagna nýja árinu á tslandi. Og að sjáifsögðu mun hún syngja eitthvað i leiðinni. Er ákveðið að hún komi fram á nýársfagnaði i veitingahúsinu Glæsibæ og hafi sér þá til aðstoðar hinn þekkta hljómsveitarstjóra og útsetjara John Hawkins, sem var með Wilmu á hljómleikun- um i Háskólablói. Þá er einnig verið að kanna möguleikana á þvi, að Wilma haldi hljómleika hér um ára- mótin og fái þá aftur 18 manna hljómsveit FIH sér til aðstoð- ar. Wilma hefur verið á stöðug- um söngferðalögum slðan hún var hér slðast og hefur þá mest sungiö i Hollandi, Ameriku og Bretlandi. A sln- um söngferli hefur hún komið fram á hljómleikum I að minnsta kosti tuttugu löndum og vlðast komið fram I sjón- varpi um leið — rétt eins og hér. — ÞJM „Að minnsta kosti ískinds- met í útgafuhroða bókar./' - sagði séra Róbert Jack er hann kynnti sjólfsœvisögu sína, sem er að koma út mónuði eftir að handritið fór í prentsmiðju Wilma Reading fagnar nýju óri hérlendis „Það hefur áreiðanlega verið slegið tsiandsmet, ef ekki heimsmet, við prentun og bók- band þessarar bókar. Það er að- eins mánuður siðan hún fór 1 setningu, en hér er bókin kom- in,” sagði séra Róbert Jack á blaðamannafundi i gær og sýndi blaðamönnum sjálfsævisögu sina. A fundinum, sem séra Róbert boðaði til I tilefni útkomu bókar- innar, voru auk blaðamanna nokkrir ættingjar prestsins og kunningjar. Þeirra á meöal var Albert Guðmundsson þingmað- ur, en hann ritaði formálsorð bókarinnar. „Mér er enn i fersku minni sú eftirvænting, sem rlkti meðal okkar smástrákanna i Val, þeg- ar við biðum eftir þvi á sinum tima að fá útlendan þjálfara til okkar á Melavöllinn við Suður- götu,” sagði Albert er hann ávarpaði séra Róbert á fundin- um. Rifjaði hann upp þann kraft, sem séra Róbert blés I Valsar- ana og þá sigra, sem þeir unnu Róbert Jack á blaðamannafundinum ásamt Brynhildi Jóhannsdóttur og Albert Guðmundssyni. Ljós- mynd Visis, Bj.Bj. eftir að hann var farinn að þjálfa þá. Þessum atriðum hefur séra Róbert heldur ekki gleymt I bók sinni. „Ég hafði tekið saman dagbók, sem ég svo haföi samið handrit eftir. Það voru að visu tvær bækur, sem ég fékk út úr dæminu,” segir séra Róbert, „en þegar ég hafði fengið Jón Birgi Pétursson, fréttastjðra Vísis mér til aðstoðar, tókst að stytta þessi skrif þannig að þau kæmust I eina bók.” Þeir eru áreiðanlega fáir, ts- lendingarnir, sem ekki hafa heyrt séra Róberts Jack getið svo mjög hefur hann verið nafn- togaöur. Hann er skozkur, en beinllnis strandaði hér á Is- landi, þegar þjóðum heims laust saman i heimsstyrjöld. Róbert var þá á heimleið frá knatt- spyrnuþjálfun i Vestmannaeyj- um og notaði sér timann hér og gekk i guöfræðideild Háskóla tslands, þrátt fyrir að Islenzku- kunnátta hans væri þá ekki mik- il. Það fór svo þannig, að Róbert Jack varð sveitaprestur I af- skekktum byggðalögum ís- lands, jafnframt þvi, sem hann hélt uppi nánu sambandi viö heimaland sitt, Skotland. „Erfitt á ég með að trúa þvl, að þú gætir fest rætur I Skot- landi aftur,” sagði Albert Guö- mundsson i ávarpi sinu á fundinum I gær, er hann vék orðum sinum að þjóðerni séra Róberts. Það er Hilmir, sem gefur sjálfsævisögu prestsins út en bókin verður komin i bóksölur I byrjun næstu viku. Hefur séra Róbert ákveðið að vera til staö- ar I gestamóttöku Hótel Borgar á þriðjudag milli klukkan eitt og fimm og árita þar bók sina fyrir þá sem þess óska. — ÞJM Batik í Norrœna húsinu Batik er óvenjuleg grein myndiistar, en listakonan Sigrún Jónsdóttir, hefur ötul- lega unnið að þvi að kynna þessa skemmtilegu grein fyrir tslendingum undanfarin ár. Sigrún hefur undanfarna daga haft opna sýningu I Norræna húsinu á 60-70 batikverkum sin- um. Sigrún Jónsdóttir hefur haldiö sýningar I Skandinavlu og I. Monakó og hlotið heiðursviður- kenningu fyrir á báðum stöðum., Myndin er af gluggaskreyt- ingu á sýningunni, en batik er hægt að nota með góöum árangri til slikra skreytinga. Taka að sér pólítíska fanga Amnesty International, félags- skapur, sem stofnaður var hér á landi fyrr á árinu, ætlar nú von bráðar að fara að berjast fyrir raunverulegu markmiði sinu, það er að segja berjast fyrir frelsi pólitiskra fanga. A mánudagskvöldið klukkan hálfniu er ætlunin að koma saman á Hótel Esju og þar veröur félögunum skipt I hópa, sem hver um sig á að vinna að málum þriggja pólitlskra fanga einhvers staöar I heiminum. Hóparnir fá úthlutað þessum föngum hjá höfuðstöðvum sam- takanna I London og munu svo með bréfaskriftum, fjársöfnunum og öörum ráðum berjast fyrir þvl, að þeir öðlist frelsi sitt á ný. —JB KÓPAVOGSSTRÆTÓ BREYTTI TIL í MORGUN „Já, nú á allt að verða tilbúið fyrir breytinguna,” sagði Kari Árnason, forstöðumaður Strætis- vagna Kópavogs, er blaðið ræddi við hann i gærkvöldi. Strætisvagnar Kópavogs hófu akstur samkvæmt nýju leiðakerfi i morgun og gefst fólki þvi kostur á að kynna sér nýjungarnar um helgina, áður en haldið er til vinnu á mánudag. Er skorað á fólk aö skoða vel leiðakortið, sem nú á að hafa verið borið I hvert hús I Kópavogi, svo framkvæmd breytingarinnar geti gengið sem bezt. „Við verðum hér að vinna fram eftir kvöldi við að setja upp leiö- beiningar I vögnunum sjálfum og svo leiðbeiningarskilti i Mið- borgarstöðinni við gjána”,sagði Karl. „Nú er unnið af fullu kappi við að ljúka frágangi stöðvarinnar og hún verður alla. vega tilbúin klukkan hálfsjö i fyrramálið,” sagði Karl að lokum, er blaðið ræddi við hann I gærkvöldi. —JB HÆGT AÐ VERZLA TIL SEX í KVÖLD Verzlanir verða almennt opn- ar I dag, laugardag, til klukkan sex til að létta jólainnkaup þeirra, sem komast ekki i verzlanir með góðu móti aðra daga. Samkvæmt lokunartíma- reglugerð borgarinnar og eins samkvæmt launakjarasamning Verzlunarmannafélags Reykja- vikur hefur lokunartimi verzl- ana fram að jólum verið ákveð- inn sem hér segir: A laugardaginn I næstu viku verða verzlanir opnar til klukk- an 18, en laugardaginn 21. desember til klukkan 22. Þorláksmessudag ber að þessu sinni upp á mánudag, en þá verða verzlanir opnar til miö- nættis. A aðfangadag er heimilt að hafa verzlanir opnar fram til hádegis. Fyrsti virki dagurinn eftir jól er svo föstudagurinnn 27. desember en samkvæmt nýmælu.n I kjarasamningum VR. þurfa verzlunarmenn ekki að mæta til starfa fyrr en klukk- an tiu að morgni þess dags. Þess ber að gæta, að lokunar- timinn, sem hér hefur verið rak- inn, er það hámark, sem leyfi- legt er. Það er þvi ekki endilega tryggt. aö smærri verzlanir i hinum ýmsu hverfum borgar- innar noti sér heimildina að fuilu. — ÞJM

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.