Vísir - 07.12.1974, Page 7

Vísir - 07.12.1974, Page 7
Vísir. Laugardagur 7. desember 1974' 7 cTVIenningarmál ★ ★ ★ Tónabíó: „Scorpio" Þeir flœkjast í eigin neti Tónabíó: „Scorpio” Leikstjóri: Michael Winner Framleiðandi: Walter Mirisch Leikendur: Burt Lancaster, Alain Delon og Poui Scofield. Michael Winner heit- ir maður, sem kvik- myndahúsagestir hafa fengið mörg tækifæri til að kynnast að undan- förnu. Winner þessi er maðurinn á bak við myndirnar „The Night- comers”, sem sýnd var i Hafnarbiói i siðasta mánuði og „The Mechanic” (Manndrápar- inn), sem Tónabió bauð upp á fyrir skömmu. Nú er hann kom- inn á stjá aftur og I þetta sinn með myndina „Scorpio”. Michael Winner er brezkur leikstjóri, sem hefur verið mjög iöinn við kvikmyndagerð sið- ústu 15 árin. Mest af þessum myndum hef- ur verið léttmeti og nú siðustu árin vel unnar og fágaðar sölu- myndir. Sjálfur telur Winner, að sin bezta mynd til þessa hafi verið „The Nightcomers”, en stóra myndin frá Winner er þó enn ókomin I dagsljósið. Winner hefur sagt: „Biógest- um er nákvæmlega sama hver er leikstjóri myndarinnar, þeir Burt Lancaster ræðlr við leikstjórann, Michael Wioner (tii hægri), við kvikmyndatöku f Vin. Leikurinn berst vitt og breitt um götur Vfnar. fara til aö sjá söguþráðinn og leikarana. Enginn fer að sjá kvikmynd eingöngu vegna þess, að hún er Michael Winner kvik- mynd, nema móðir min.” En þetta er ekki rétt, þvi þeg- ar biógestir sjá nafn Winners á auglýsingaspjöldunum, vita þeir að þeir eiga i vændum m jög þokkalega kvöldskemmtun. Myndin „The Mechanic”með Charles Bronson i aðalhlutverki er bezt selda mynd Winners til þessa, og slikar staðreyndir geta orðið leikstjórum skeinu- hættar. Leikstjórarnir eiga sitt undir framleiðendunum og framleiðendurnir sitt undir söl- unni. Þegar ein mynd gengur vel vilja þeir endurtaka leikinn, og siöustu tvær myndir Winners „The Stone Killer” og „Death Wish” eru báðar hasarmyndir með Charles Bronson. Myndin, sem Winner gerði á undan þess- um tveim, „Scorpio” (1972) var einnig hugsuö sem söluvara. 1 „The Mechanic”lékCharles Bronson læriföðurinn og Jan- Michael Vincent lærisveininn, sem að lokum ræður læriföður- inn af dögum. Samband Cross (Burt Lancaster) og Laurier (Alain Delon) i myndinni „Scorpio” er af sama toga spunniö. Myndin greinir annars frá njósnurum stórveldanna, sem orðnir eru flæktir I sinu eigin neti. Cross (Burt Lancaster) þykir ekki lengur pottþéttur starfsmaður svo bandariska leyniþjónustan CIA ákveður að ryöja honum úr vegi. Til þess starfa knýja þeir samstarfs- mann hans og lærisvein Laurier (Alain Delon), sem þekkir orðið aðferðir og hætti Cross. Er myndin kom fram þóttu lýsingarnar á hrottafengnum vinnuaðferðum CIA heldur ótrúlegar. En eftir þvi sem tim- inn leið kom i ljós, að þær voru siður en svo ýktar. Kom þetta meðal annars i ljós við Water- gate-yfirheyrslurnar. Tæknin, sem beitt er i mynd- inni, er nær snurðulaus og jafn- vel gott betur á stundum. úti- tökurnar i Vin eru t.d. vel heppnaöar. Burt Lancaster er enn I góöu formi, þrátt fyrir háan aldur, og atriöin með honum og Paul Sco- field, sem leikur rússneskan kollega hans að nafni Zharkov, eru stórskemmtileg. Michael Winner hefur tekizt vel upp i Scorpio og þvi eiga þeir, sem eftir eiga að sjá myndina, hina ágætustu kvöld- skemmtun I vændum. ★ ★ Laugarásbíó: „Maður nefndur Bolt" Dœmigerð fyrir árið 1974 KVIKMYNDIR Laugarásbíó: „Maður nefndur Bolt (That Man Bolt) Leikstjórar: Henry Levin og David L. Rich Fra m leiðandi: Bernard Schwartz Aðalhlutverk: Fred Wiiliamson. Hér hafið þið það allt á einum stað, sem selur kvikmyndir á þvi herrans ári l974. Ef til væri titill, er nefndist „Dæmigerðasta mynd ársins” hlyti ,,Maður nefndur Bolt” út- nefningu. Og hvað er það svo, sem geng- ur i b iógestinn árið 1974? Jú, auðvitað er fyrst að nefna Kung Fung og Karate. Af þess háttar slagsmálum færðu dægilegan slatta i „Maöur nefndur Bolt.” Þá er næst að nefna skemmdarverk á bilum. Þvi er velblandaðútistöppuna.l fullar 5 minútur sjáum við Firebird bil Vörugey msluslagsmál hafa lengi verið fastur liftur I hasarmyndunum. Hér er þaft hann Bolt okkar sjálf- ur, (Fred Williamson) sem fær einn „gúmoren” Iandlitift. hanga aftan i stórum Lincoln á fullri ferð, um götur og krákustiga Los Angeles borgar. Það er óþarfi að vera neitt að gagnrýna slik atriði. Margir, þar á meðal ég, gætu horft á vælandi bila fletja tútturnar fyrir horn i fulla tvo tima. Þar að auki er þetta atriði hið þokkalegasta úr garði gert. Nú eru myndir með vöðva- hlöönum þeldökkum aðalleikur- um hátt á vinsældalistanum. Hér eru þær kröfur vel uppfyllt- ar og i kaupbæti boðið upp á kynþokkaþrungna sólsöngkonu i sama lit. Onnur atriði eru ef til vill ekkert frekar einkennandi fyrir árið 1974 en næstu ár á undan. Til dæmis hafa slagsmálasenur á almenningsklósettum verið gegnumgangandi i hasarkvik- myndum siðustu árin. Nú er svo komiöað ekki verða fleiri útgáf- ur gerðar af salernisbram- boltinu. Það er sama hverju tekið er upp á þar, allt hefur komið fyrir einhvers staðar áður og að sturtað sé niður eftir hressileg slagsmál er gömul bóla. Enn meira komin til ára sinna eru faðmlögin og skyttiriiö i vörugeymslunni með veltandi kössum, lyfturum og ööru tilheyrandi. Það er lika eins og mig minni, að einhvern tima áður hafi vörugeymslan verið hlaöin flugeldiskössum, sem kviknaði i undir lokin. Dæmigerðasta mynd ársins sfðustu 50 árin væri vafalaust hiö eigulegasta safn og mjög svo athyglisvert. Með þvi að renna i Eftir Jón Björgvinsson gegnum myndirnar kynntist maður tiðarandanum og hugsunarhætti fólks á hverjum tima, sem og rikjandi stefnum I myndagerð. Svo er einnig um Bolt. Myndin, sem nú er sýnd i Laugarásbiói á öllum sýning- um,nefnistáfrummálinu „That Man Bolt”, og þótt ekki væri nema nafnið eitt dettur manni strax i hug kvikmynd, sem Nýja bió sýndi fyrir einum 5 ár- um og hét „Our Man Flint” með James Coburn i aöalhlut- verki (leikur nú Pat Garrett I Gamla biói) Sú mynd fjallaði um hörkukarl eins og Bolt og með þvi aö bera myndirnar saman sjáum við hvað eru tizkufyrir- brigði i ár (svertingjar, Kung Fu og eltingarleikur) og hvaö er eldra (almenningsklósett, karate og vörugeymslur) Af þvi að við gefum miðlungs- myndum tvær stjörnur, verður Maður nefndur Bolt að fá tvær. Þetta er dæmigerð miðlungs- mynd árið 1974 og hressileg á köflum.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.