Vísir - 07.12.1974, Blaðsíða 20

Vísir - 07.12.1974, Blaðsíða 20
20 Vlsir. Laugardagur 7. desember 1974 n □AG | n KVÖLD | Q □AG | 0 KVÖLD | Q □AG | Sjónvarp: 10 sekúndna teiknimynd er 20 daga í framleiðslu Hver kannast ekki við teiknimyndina sem notuð var á undan ,,Stundinni okkar" í allmörg skipti? Kaðalspotti sveiflast fram og aftur, það kemur maður gangandi, gengur á spottann og meiðir sig í hausnum. Myndin er um 10 sekúndna löng. En hverjum ætli detti það í hug, að starfsmenn sjónvarpsins voru um 20 daga að gera myndina? „Fyrst var auðvitað að teikna sjálfa myndina. Það þarf aö teikna allar hreyfingar kaðals- ins og mannsins, hverja ein- staka hreyfingu sér. Slðan að hljóðsetja og kvikmynda. Kvik- myndunin er mjög vandasamt verk, það verður að gæta þess að hreyfingar verði ekki of snöggar eða of hægar.” Þetta sagði Bjarni Jónsson teiknari hjá sjónvarpinu okkur, þegar við ræddum við hann og Björn Björnsson leikmynda- teiknara um teiknimyndina og fleiri teiknimyndir sem teikni- stofan hefur gert. Það var Bjarni sem teiknaði kaöalsveifluna. En annar teikn- ari sjónvarpsins, Gunnar Baldursson, hefur teiknað t.d. boltann sem kemur skoppandi á undan auglýsingatima og einnig nýjustu myndina, þegar pappírsblað rifnar og orðin „auglýsingar” koma i ljós. Björn lýsti i stuttu máli gerð „boltamyndarinnar”. „Gunnar teiknaði aftur og aft- ur sama boltann, eitt stykki á hvert blað. En i hvert skipti lét hann boltann færast um set i ákveöna átt, þangað til boltinn var búinn að fara þessar hlykkjóttu linur sem sjónvarps- áhorfendur kannast eflaust við. Þá raðar boltinn upp linu,og svo linum þar fyrir ofan. Punktarn- ir i linunni leysast upp og út koma orðin „auglýsingar”. Hverja einustu hreyfingu verö- ur að teikna sérstaklega. Þegar myndin var búin, var Gunnar búinn að teikna yfir hundrað myndir sem siöan voru kvik- myndaðar, ein i einu,” sagði. Björn. Og hann blaöaöi i þykkum teikningabunkanum, sem er af- rakstur nokkurra daga vinnu Gunnars, en er sjónvarpsáhorf- endum til ánægju i nokkrar sekúndur. „Það má kalla þetta virðingarverða viðleitni til is- lenzkrar teiknimyndagerðar. Hvort haldið verður áfram á þessari braut og reynt að gera eitthvað af viðameiri teikni- myndum, þori ég ekkert að spá um,” sagði Björn. „En við eig- um langt i land með að ná Walt Disney,” bætti hann við og kimdi. Til að gefa hugmynd um hvaða vinna liggur að baki þess- um teiknimyndum má t.d. nefna að hver sekúnda, sem áhorfand- inn sér af myndinni, er gerð úr 25kyrrstæðum myndum á kvik- myndafilmunni. örlitil hreyfing á sér stað frá einni mynd til annarrar. Með þvi að sýna myndirnar hratt, þ.e. 25 á sekúndu, nemur mannsaugað ekki „svindlið”, og sýnist myndin þvi hreyfast eðli- lega. En i teiknimynd þarf að mynda hvern einstakan ,,ramma”fyrirsig. lOsekúndna mynd er með 250 ramma!-ÓH »------------------► Björn Björnsson ieikmynda- teiknari meö bunkann af teikningum sem koliegi hans, Gunnar Baldursson, gerði sem stutta teiknimynd sem birtist á undan auglýsingum. Ljósm. Vfsis, Bj.Bj. Sjónvarp laugardag kl. 20,55: Laxness rœðir rolluna — og ótal margt fleira í menningarlífi borgarinnar verður tekið fyrir í Vöku Gylfa Gíslasonar „Þetta er siðasti þátturinn fyrir jól, svo hann varð stærri en venjulega. Það er mikið um að vera á þessum vettvangi,” sagði Gylfi Gislason myndlistarmaður, umsjónarmaður Vöku, er við ræddum við hann. Þátturinn er mjög fjölbreytt- ur að þessu sinni. Fyrst syngur Róbert Arnfinnsson lag af plötu sem Fálkinn er að gefa út, með lög- um eftir Gylfa Þ. Gislason. Lcikhúsin fá heimsókn. Litiö er inn á æfingar á jólaleikritum leikhúsanna tveggja I Reykja- vik. „Dauðadans” eftir Strindberg verður jólaleikrit Leikfélagsins I ár. Upptaka á æfingu fór fram þegar stutt var um liðið frá þvi þær hófust. Þióðleikhúsið sýnir „Kaupmanninn i Feneyjum” eftir Shakespeare. 1 Vöku veröur þó ekki litið inn á æfingu á leikritinu, heldur sagt frá öll- um þeim undirbúningi sem fram fer, annars staðar en á sviöinu. Búningameistarar, leiktjaldasmiðir, hárkollu- meistarar og fleiri, sem nálægt leikritinu koma, eru heimsóttir. Listasafn ASl er þvi næst heimsótt. Gylfi ræðir við Hjörleif Sigurðsson forstöðu- mann safnsins um myndir og safnið, og um stækkun safnsins, sem hefur nýlega átt sér stað. Atli Heimir Sveinsson hefur samið verk sem hann nefnir Blómabað (Flower shower) Sinfóniuhljómsveitin frumflytur verkiö 12. desember. 1 Vöku verður fluttur 2 minútna kafli úr verkinu, frá upptöku sem gerð var þegar verkið var flutt I Sviþjóð fyrir skömmu. Jólabækurnar verða ekki út- undan. Gylfi kemur viö I bóka- búðum og fjallar stuttlega um nýútkomnar bækur. Þjóðhátiðarrolla Laxness er ein bókanna i jólabókaflóðinu. Gylfi ræðir viö Halldór Laxness i tlu minútna samtali, þar sem rithöfundurinn gerir grein fyrir bókinni og sjálfum sér, eftir þvi sem hægt er á svo stuttum tima. „Að lokum verður Páls Isólfs- sonar minnzt. Jón Asgeirsson tónskáld tók saman nokkur orð um hann, sem hann flytur, og við bregðum upp myndum úr lifi Páls,” sagði Gylfi Gislason, er hann hafði lokið upptalningu á þvi helzta sem fjallað verður um i Vöku. Það er Andrés Indriðason sem á heiðurinn af stjórn upptöku þessa þáttar. -ÖH Hluti af viðreisninni I Vest- mannaeyjum var hreinsun kirkjugarðsins. Sjónvarps- menn segja frá þvi helzta sem nú er að gerast I endurreisnar- starfinu I Eyjum I þættinum „Heimsókn” á sunnudags- kvöid. Sjónvarp sunnudag kl. 20,35: Litið á viðreisnina Sjónvarpsmenn heimsæKja Vestmannaeyjar á sunnu- dagskvöid. Þátturinn nefnist „Aning I Eyjum” og er undir umsjón Ómars Ragnarssonar, en Þrándur Thoroddsen fer með kvikmyndastjórn. Aöalefni þessarar heimsóknar er endurreisnarstarfið eftir gosið. Það starf beinist nú meira að þvf að byggja upp og öðrum langtimaframkvæmd- um. Einnig verður rætt við Vestmannaeyinga. -ÓH SJÓNVARP • Laugardagur 7. desember 1974 16.30 Jóga til heiisubótar Bandarisk mynd með leið- beiningum i jógaæfingum. Þýðandi og þulur Jón O. Edwald. 16.55 tþróttir Knattspyrnu- kennsla. Þýðandi og þulur Ellert B. Schram. 17.05 Enska knattspyrnan 17.55 Blandað Iþróttaefni Meðal annars mynd frá fim- leikamóti i Laugardalshöll. Umsjónarmaður ómar Ragnarsson. 19.15 Þingvikan Þáttur um störf Alþingis. Umsjónar- menn Björn Teitsson og Björn Þorsteinsson. 19.45 Hlé 20.00 Fréttir og veður 20.25 Dagskrárkynning og auglýsingar 20.30 Læknir á iausum kili Bresk gamanmynd. Upton skiptir um skoðun Þýðandi Jón Thor Haraldsson. 20.55 Vaka Dagskrá um bók- menntir og listir á liöandi stund. Umsjónarmaður Gylfi Gislason. 21.35 Julie Andews Breskur skemmtiþáttur, þar sem Julie Andews og fleiri taka lagið og flytja ýmis gaman- mál. Þýðandi Heba Július- dóttir. 22.25 Hvlllk eiginkona (My Favorite Wife) Bandarisk blómynd frá árinu 1940. Aðalhlutverk Cary Grant og Irene Dunne. Þýðandi Kristmann Eiðsson. Aðal- persóna myndarinnar er ekkill nokkur, sem misst hefur konu sina i sjóslysi fyrir mörgum árum, en ætlar nú að ganga I hjóna- band i annað sinn. En dag- inn eftir brúðkaupið birtist gestur, sem veldur mikilli ringulreið. 23.50 Dagskrárlok. IJTVARP ’ » Laugardagur 7. desember 7.00 Morgunútvarp Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for- ustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunleikfimi kl. 7.35 og 9.05. Veðrið og við kl. 8.50: Borgþór H. Jónsson veður- fræðingur talar. Morgun- stund barnanna kl. 9.15. Sigurður Grétar Guðmundsson les „L-'JJa. sögu um litla kisu” eftir Loft Guðmundsson (4). Til- kynningar kl. 9.30. Létt lög milliliða. óskalög sjúklinga kl. 10.25: Kristín Svein- björnsdóttir kynnir. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.30 íþróttir Umsjón: Jón Ásgeirsson. 14.15 Að hlusta á tónlist, VI. Atli Heimir Sveinsson sér um þáttinn. 15.00 Vikan framundan. Magnús Bjarnfreösson kynnir dagskrá útvarps og sjónvarps. 16.00 Fréttir 16.15 Veðurfregnir. islenskt mál: Dr. Jakob Benedikts- son flytur þáttinn. 17.30 Lesið úr nýjum barna- bókum. Gunnvör Braga Sigurðardóttir sér um þátt- inn. Kynnir: Sigrún Sigurðardóttir. 18.00 Söngvar I léttum dúr. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Frystiki'stufjölskyldan. 19.50 Óperan „Meistara- söngvararnir frá Nitrn- berg” eftir Richard Wagner Fyrsti þáttur. Hljóðritun frá tónlistarhátiðinni i Bayre- uth 1974. Stjórnandi: Silvio

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.