Vísir


Vísir - 09.12.1974, Qupperneq 1

Vísir - 09.12.1974, Qupperneq 1
VISIR 64. árg. — Mánudagur 9. desember 1974 — 248. tbl. KRÓNAN HEFUR LÆKKAÐ FRÁ í FYRRA Gengi Islenzku krónunnar er um 24 prósentum lægra en þaö var I fyrra, þegar tekið er tillit til allra erlendra gjaldmiðla. Meðalgengi krónunnar var i ágúst 7,7% lægra en meðalgengið var á árinu 1973, þegar árið er tekið i heild. Siðan kom 17% bein gengislækkun. Nú i nóvember var gengið orðið 24,3 prósentum lægra en meðalgengið var árið 1973. Slikt meðalgengi er fundið með þvi, að athugaðar eru breytingar, sem hafa orðið á gengi hinna UM 24% ýmsu erlendu gjaldmiðla, og það „vegið” i samræmi við viðskipti okkar i þeim gjaldmiðlum. Ef Bandarikjadollar er tekinn sérstaklega, kemur i ljós, að gengi krónunnar hefur fallið gagnvart honum um 23,6% frá þvi, sem það var að meðaltali i fyrra. —HH Héltúr höfn með nýja áhöfn — sneri aftur vegna leka - bls. 3 Landsbankinn áskilur sér bótakröfu á rafveitustjórann — baksíða • Vill útiloka vonda veðrið — sjá bls. 16-17 Fyrst var bílnum rœnt, síðan ekið yfir eigandann og loks hreinsað úr íbúðinni hans — sagt frá hrakförum íslendinga í Afríku á bls. 10 Tollsvikamálið: 32 sendingar sviknar út Við tainingu I flugfragt Flugleiða um helgina, kom I Ijós, aö sendingar þær sem af- greiddar voru af starfsmanni þar, án þess að tollur hefði veriðgreiddur, voru 32 talsins. Eftir að upp komst um svik- in á miðvikudag, hafa sex sendinganna verið greiddar. Fjórir aðilar eru viðriðnir þetta mál fyrir utan af- greiðslumanninn. Tizkuverzlunin Karnabær hefur verið nefnd i sambandi við þetta mál, en Björn Her- mannsson tollstjóri sagði i viðtali við Visi að þvi færi fjarri að sú verzlun væri á nokkurn hátt viðriðin málið. Afgreiðslumaðurinn i flug- fragtinni hefur verið rekinn. Þess má geta, að stutt er siðan hann keypti sér nýja fimm herbergja ibúð og nýjan bil. — ÓH. Einn stunginn til bana og annar hœttulega sár — sá er framdi verknaðinn ló hjó líkinu, er að var komið Aðfaranótt sunnudags bana i Reykjavik og lega með hnifi. Sá, sem var maður stunginn til annar særður lifshættu- talinn er valdur að þess- Frystihúsið I björtu báli. t húsinu var mikið magn af bæði unnum og óunnum fiski. sem tekinn var inn skömmu fyrir helgi og kostaði um 700 þúsund krónur. Þar af nýr fiskur, —Ljósm: EMM Frystihúsið brann — og fiskur fyrir á aðra milljón króna „Ætli það hafi ekki verið I húsinu fiskur fyrir um eina og hálfa til tvær miiljónir króna. Það eyðilagðist allt, þegar húsið brann til grunna,” sagði einn eigandi frystihússins Flugfisks i Vogum, Guðmundur ólafsson, I viötali við Visi. Það voru beitingamenn i næsta húsi, sem urðu fyrst elds- ins varir um klukkan hálfsex á laugardaginn. Kom slökkvilið Keflavikur og sömuleiðis slökkvilið Keflavikurflugvallar á staðinn, en fengu lítið að gert. Húsið brann til kaldra kola. Þar sem vindur var af norðri voru húsin, sem næst stóðu frystihúsinu, ekki i hættu, en hefðu verið það, ef vindur hefði veriö úr gagnstæðri átt. Frystihúsið, sem var 200 fer- metrar að stærð, var I fyrra endurbætt, en þar var áður fisk- söltun. Er það von eigendanna, að þeir geti endurreist húsið eft- ir brunann. —ÞJM um verknaði, var á staðnum, er að var kom- ið, og hefur nú verið úr- skurðaður i gæzluvarð- hald. Um ellefuleytið i gærmorgun kom kona heim til fyrrverandi sambýlismanns sins i Þing- holtunum til þess að taka þar til og huga að þvi, að hann fengi að borða. Þegar inn kom, fann hún fyrrverandi sambýlismann sinn særðan liggjandi i dfvan, en i her- bergi þar innar af lágu tveir menn á gólfinu. Annar reis upp, er hann varð konunnar var, en hún ýtti honum aftur .inn I her- bergið og hljóp út til að gera lög- reglu viðvart. Þegar lögreglan og sjúkralið kom á vettvang, kom i ljós, að annar mannanna, sem lá I her- berginu, var örendur, og hafði hann veriðstunginn með búrhnif i brjóstiö. Sá, sem særður lá i dlvaninum, hafði einnig verið lagður með hnifnum, og sagði hann lögreglunni, að sá er kom móti konunni hefði veitt sér lagið, og myndi hann einnig hafa stung- ið þann, er látizt hafði. Sá særði var fluttur á Borgar- spítalann, þar sem hann liggur nú á gjörgæzludeild, hættulega sár. Sá, sem meintur er valdur að verknaðinum, var tekinn i vörzlu lögreglunnar og fóru fyrstu yfir- heyrslur fram i gær. Hefur hann nú játað að vera valdur að verknaðinum og var dæmdur I gæzluvarðhald. Ekki munu hafa verið merki um ryskingar i ibúðinni, og sá er særður er sagði lögreglunni, að ekki hefði komið til átaka. Eitt- hvað munu þeir þrir hafa haft áfengi um hönd, og var ódæðið framið undir morguninn. Sá sem lézt var fæddur árið 1917, hinn særði árið 1923, en óhappamaðurinn árið 1939. —SH Sisco œtlar aðeins að tala um alþjóðamólin — baksíða VERÐUR FARIÐ AÐ BERA RAFGEYMA Á NÝ í KIRKJUGARÐINN? — 18 ára starfsemi við jólaljósin verður nú hœtt „Faðir minn byrjaði á þessu fyrir 18 árum, vegna þess að honum þótti úrelt að bera ork- una I kirkjugarðinn I rafgeym- um. Þess vegna fékk hann leyfi rafveitunnar og kirkjugarðanna til að leggja raflögn um garðinn” sagði Guðjón Jónsson, sem ásamt móður sinni, Guðrúnu Runólfsson, hefur séð um jóla- Ijósin I Fossvogs- og Hafnar- f ja rðarkirkjugörðum. Um helgina auglýsti Guðrún, að þau myndu ekki sjá um lýsingu grafreita i Fossvogs- kirkjugarði aðþessu sinni. „Við fórum fram á leyfi til þriggja ára,” sagði Guðjón. „Við töld- um það algert lágmark til þess að gera nauðsynlegar fjár- festingar. Þvi var synjað, en okkur var boðinn eins árs aðlögunartimi. Það gátum við ekki þegið, þvi undanfarið höf- um viö aðeins fengið leyfi til árs i einu og þvi ekki getað endur- nýjað eins og þurft hefði. Okkur var synjað á þeirri for- sendu, að koma ætti götulýsing i garðinn, en hún mun vist ekki verða komin fyrir þessi jól. Ég óttast þvi, að upp komi aftur sömu aðferðir og faðir minn var að afstýra, þegar hann hóf þessa starfsemi á sinum tima: Að farið verði að bera rafgeyma út I garðinn á ný.” Faðir Guðjóns, Jón Guðjóns- son rafvirkjameistari, lézt árið 1960. Kona hans, Guðrún Runólfsson, tók þá upp merkið, og hafa þau mæðgin haldið þvi siðan. Engar áætlanir eru uppi um að breyta þvi fyrirkomulagi hvað snerti kirkjugarðinn i Hafnarfirði. — SH

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.