Vísir - 09.12.1974, Síða 3

Vísir - 09.12.1974, Síða 3
Vlsir. Mánudagur 9. de&ember 1974. 3 Smúrbrauðstof an BJÖRNÍfNIN Njálsgötu 49 - Simi 15105 Bátar í árekstrí í Reykjanesröst — komust þó til hafnar af eigin rammleik og engan sakaði Tveir bátar rákust á i Reykjanesröst á laugardaginn. Vest- mannaeyjabáturinn Ingólfur varð fyrir Hafsteini frá Reykja- vik og laskaðist nokk- uð. Hann komst þó af eigin rammleik inn til Sandgerðis, en Ljósfari frá Húsavik fylgdi hon- um og aðstoðaði. Mikiö dimmviðri var, þegar þetta gerðist, og orðið aldimmt. Skipverjar á Hafsteini sáu ekki til ferða Ingólfs, og lenti Haf- steinn RE, sem er 200 tonna stálskip, framan við vantinn á bakborðskinnungi Ingólfs, sem er um 50 tonna tréskip, einn af gömlu Sviþjóðarbátunum. Haft var eftir skipstjóranum á Ingólfi, að hefði höggið komið aftar, hefði Ingólfur trúlega far- ið niður. Hafstein sakaði ekki við áreksturinn og slys urðu engin á mönnum. I gærkvöldi beið Ingólfur veðurs i Sandgerði, en þar var þá orðið töluvert hvasst. Þegar lægði, stóð til að fara meö bát- inn til Njarðvikur, þar sem hann verður tekinn i slipp til viögerð- ar. Þegar áreksturinn varð, var Ingólfur á leið til Reykjavikur til að láta yfirfara vélar bátsins, og aöeins tveir menn á. — SH Bóturinn hjá þeim jafnlekur dönsku Þá lak báturinn meira en svo, að dælur hans hefðu við, enda voru einhverjar þeirra i ólagi. ,,Það er auðvitað orðið nokkuð slæmt, þegar lekinn er meiri en svo að dælurnar hafi við”, sagði Nielsen skipstjóri. „Við gátum ekkert keyrt vegna leka”. „Það má segja að við hættu”, sagði Kurt Niel- höfum verið i nokkurri sen, skipstjórinn á grænlenzka fiskibátnum Kirsten Hanserak við Visi i morgun. Varðskip fylgdi bátnum til hafnar i Reykjavik klukkan 9 I gærmorgun. Varðskipið hafði komið bátnum til hjálpar um 35 milur vestur af Garðskaga, þegar skipverjar sendu út hjálpar- beiðni. Bátur þessi var i viðgerð I Dan- mörku og lagði upp þaðan fyrir skömmu með grænlenzkri áhöfn. Leki kom að bátnum á leiðinni hingað og leizt grænlenzku áhöfn- inni ekki á að halda lengra með bátinn. Fór hún þvi af bátnum i Reykjavik og var fengin dönsk áhöfn I staðinn. Ekki gekk þó Dönunum betur og má þvi reikna með, að grænlenzka áhöfnin hafi fengið uppreisn æru. „Við erum að reyna að komast að þvi hvar sjórinn streymir inn. Lestin er full af sykri, sem flytja Einn hásetanna vann vift að dæla úr lestinni I morgun. Ljdsm. Bragi. átti til Grænlands og viö verðum að losa hana til að komast fyrir lekann. Við höfum ekkert kannað hvort sykurinn er óskemmdur ennþá”, sagði skipstjórinn Kurt Nielsen. 1 morgun voru skipverjar að dæla sjó á dekkið til að reyna að komast að þvi, hvar læki. Fyrr en lekinn er fundinn verður ferð grænlenzka bátsins ekki lengri. — JB. „Aftur en lengra verður haldift, verftum við aft komast aft þvi hvar lek- inn er”, sagði Kurt Nielsen skipstjóri I morgun. Engum sjálfboðaliðum boðið Af gefnu tilefni skal þaft tekift fram, aft I reisugilli Sjálfstæftis- hússins nýja var aðeins boftift arkitektum, verkfræöingum og meisturum verksins, en engum öðrum. Hins vegar haffti bygginga- nefnd ákveftift, aft þegar komin er upp hreinlætisaðstafta i hús- inu, verfti haldið vifttækt boft, sem nær til fleiri aftila. — SH. Ekkert hámark á auglýsingatíma „Ég kannast ekki víft, aft nein- ar reglugerftir séu til. um lengd auglýsingatimans hverju sinni”, sagfti Lúftvig B. Aiberts- son, skrifstofustjóri sjónvarps- ins, I viðtali vift VIsi um aug- lýsingaflóftift i sjónvarpinu þessa dagana. „Aftur á móti er fjöldi aug- lýsingatimanna á hverju kvöldi takmarkaður við þrjá. Eins eru til reglur um innihald aug- lýsinganna og tæknilega hlið þeirra. Um hámark auglýsinga- fjölda hef ég hins vegar aldrei séð neina reglugerð”, sagði Lúðvig. Eins og fram kom i Visi fyrir helgina, eru nú miklar annir á auglýsingastofu sjónvarpsins og Sjónvarpið nýtir sér auglýsinga- vertíðina vel hafa auglýsingar náð að taka 20 minútur af útsendingartima sjónvarpsins i einu. Sjónvarpið telur sem sagt ekkert þessu auglýsingamagni til fyrirstöðu á mestu vertið ársins og verða sjónvarpsáhorfendur þvi bara að reyna að sætta sig við það. —JB

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.