Vísir - 09.12.1974, Side 6

Vísir - 09.12.1974, Side 6
6 Vlsir. Mánudagur 9. desember 1974. vísir (Jtgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Ilaukur Helgason Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 Afgreiösla: Hverfisgötu 44. Simi 86611 Ritstjórn: Siöumúla 14. Simi 86611. 7 linur Áskriftargjald 600 kr. á mánuöi innanlands. 1 lausasölu 35 kr. eintakiö. Blaöaprent hf. Olíuverðið Auðhringur Arabarikjanna beinir oliuvopninu að íslendingum sem öðrum þjóðum og veldur stórvandræðum i efnahag rikra þjóða og snauðra. Broshýrir segja Arabar kannski, að þetta sé vinsamleg ábending um, að þeir eigi i erfiðleik- um gagnvart ísraelsmönnum. Þeir kunna að nefna, að vestrænum fjölskyldum sé vandalaust að aka um sinn einum bil i stað tveggja. En vopnið er hvasst. Það veldur meðal annars hungurdauða fólks i fátækustu löndunum. Hinir auðugri afbera þetta, en hinir snauðari ekki. Áætlað er, að allt að 100 milljarðar dollara muni safnast fyrir hjá oliurikjunum á einu ári, ef ekki verður breyting á. Þetta yrðu nærri 12 þús- und milljarðar króna. Sumir nefna þúsund sinnum hærri fjárupphæð, sem mundi færast úr höndum annarra, einkum vestrænna manna, i hendur Araba næstu árin. Ef þetta gerðist, yrði umbylting á stöðu rikja i heiminum. Nýir timar rynnu i mannkynssögunni, eins konar endurkoma arabisks stórveldis. Er langsennilegast er, að þetta gerist alls ekki. Auðhringur Araba er timabundið fyrirbæri. Vegna annarlegra aðstæðna hefur honum tekizt að fjórfalda oliuverð á skömmum tima og koma þvi miklu hærra en það getur haldizt. Oliuverð mun sennilega lækka eftir nokkra mánuði, sumir segja hálft ár eða niu mánuði, ef nýjar, afbrigðilegar aðstæður koma ekki Aröbum til hjálpar. Fólk á Vesturlöndum þarf ekki að hafa miklar áhyggjur af þvi, að það verði neytt til að breyta lifnaðarháttum sinum til frambúðar vegna arab- iska auðhringsins. Oliuverðið hlýtur að lækka, þegar hið háa verð hefur valdið nægilegri minnkun á oliunotkun, sem það óhjákvæmilega gerir. Háa verðið leiðir til þess, að önnur orka leysir oliu af hólmi á mörgum sviðum og oliulindir, sem áður voru óarðvænlegar, fara að borga sig og valda auknu framboði. Arabar eru sjálfir á hálum is. Eftirspurn eftir oliu verður tvimælalaust miklu minni en hún væri ella, þegar háa verðið hefur runnið sitt skeið. Þrátt fyrir allt er nóg til af hráoliu i heiminum að svo stöddu, og eins og um aðrar vörur getur framleiðandi ekki til lengdar heimtað okurverð, þegar framboðið er nóg. Menn mega ekki rugla þessu saman við hugmyndir um, að oliulindir heimsins muni ganga til þurrðar eft- ir 50-100 ár. Það er annað mál. Arabar geta reynt að halda verðinu uppi með þvi að minnka enn þá oliu, sem þeir selja. Með þvi færu þeir innan tiðar að vinna gegn eigin hagsmunum, þar eð tekjur þeirra af oliusölu yrðu minni en ella, þegar fram liður. Núverandi stórveldi og hinar rikari þjóðir al- mennt munu ekki afhenda Aröbum það fjármagn, sem þyrfti til að halda núverandi verði uppi. Til þess er alltof augljóst, hvaða breyting- um það mundi valda á valdahlutföllum i heims- málum. í nokkra mánuði enn mun mikið fé safnast i hendur Araba. Oliurikin munu til frambúðar fá miklar tekjur af auðlindum sinum. En auðhringur Araba mun bresta. —HH Finnskt sjálfstœði 57 ara [UMSJ6N:,gTp! Urho Kekkonen Finnlandsforseti I einni af heimsóknum slnum til Sovétrtkjanna sést hér I fylgd meö sovézkum ráöamönnum, Kosygin og Podgorny forseta. — Finnar hafa mátt leita samþykkis valdhaf- anna I Kreml fyrir viöskiptasamningum sinum viö önnur rlki. Þjóðhátiðardagur Finnlands var á föstu- dag, þar sem minnzt var 57 ára afmælis sjálf- stæðis Finna. Hefur margur furðað sig á þvi, hversu vel þeim hefur tekizt að varðveita það, þrátt fyrir þrýsting utan frá og innan. Frá þvi um lok siðari heimsstyrjaldarinnar hafa Finnar þróað umfangsmikið stjórn- málastarf, verzlunar- og menningarsamskipti við Sovétmenn ná- granna sina. Er hvergi að finna hliðstæðu sliks hjá öðru riki, þar sem ekki situr kommúnista- stjórn að völdum. 20% utanrikisverzlunar Finna er viö Rússa, og þeir kaupa tvo þriöju hluta innfluttrar orku sinnar af þeim. — Ahrif sliks á ekki stærra riki en Finnland eru aö koma æ skýrar fram I stjórn- málalífi Finna, verzlun og menn- ingu. Fyrr I þessari viku sakaöi hiö óháöa, en áhrifarika dagblaö, „Helsingen Sanomat”, leiötoga þjóöarinnar um aö reyna aö hefta frelsi fjölmiöla til frásagna af utanrikisstefnu landsins og sam- skiptum viö Sovétrlkin. í leiöara blaösins stóö: „Æ tiöari átroön- ingur á stjórnarskrárákvæöum um skoöana- og prentfrelsi er fyrirbrigöi hér i Finnlandi, sem krefst alvarlegrar athugunar.” Fleiri áhrifarik málgögn finnsku þjóöarinnar hafa siöan tekiölsamastreng og „Helsingen Sanomat” og mótmælt viöleitni samsteypustjórnar vinstri og miöflokksmanna til aö hefta gagnrýni blaöa á Sovétrlkin. Hins vegar hefur stjórnin ekkert gert til þess aö draga úr fréttaskrifum frá Vesturlöndum. Sýnist þarna tekiö annað tillit til fréttaskrifa aö vestan en að austan. I þessu þykjast menn raunar sjá spegilmynd þeirrar þróunar, sem átt hefur sér stað á ýmsum sviöum þjóðfélagsins. Finnskir kommúnistar, sósíaldemókratar og miöflokkar hafa mjög hvatt til óhikaðs samstarfs og skuldbindinga viö Sovétrikin. Finnland er yfirlýst hlutlaust rlki, þótt ekki speglist það I t.d. orkumálum þeirra, þar sem þeir eru algerlega háöir Rússum um kaup á olluog öðrum orkugjöfum. A gagnrýni á viöskiptasamn- ingum Finna viö Rússa má þó ekki minnast I Finnlandi. Margir mæla heldur með þvl, aö viöskiptin við þá veröi aukin, þvl að það séhiö eina rétta, sem Finnland geti gert á þeim sveiflutlmum, sem nú ríki I hinum vestræna viðskiptaheimi. Rússar hafa fullkomlega staðiö viö sína verzlunarsamninga viö Finna.en eftir þvl sem verzlunin hefur aukizt, hafa Finnar bundiö hendur slnar æ fastar. — Enginn samningur um millirlkjaverzlun Finna viö önnur rlki öðlast gildi nema hann njóti blessunar vald- hafanna I Kreml. Þannig var því t.d. varið um frlverzlunarsamning þann, sem Finnar geröu viöEBE fyrir tveim árum. Þaö var einnig meginástæöa þess, að Finnar stóöu I vegi fyrir þvl, aö komiö yröi á efnahagsbandalagi Noröurlanda (Nordek) 1969) , eins og til haföi staðiö. Þetta hefur orðið einnig til þess, aö Finnar hafa fjarlægzt Noröurlöndin, sem annars hafa haft samstööu um hlutleysis- stefnu I ýmsum utanrikismálum. Hafa þeir I staðinn hallazt æ meir á sveif með Rússum I ýmsum alþjóöamálum. Fyrri varfærni þeirra viö aö taka afstöðu i alþjóöamálum, einkanlega þeim, sem tengd voru stórveldunum, hefur breytzt I greinilegan stuön- ing viö Austur-Evrópu. Finnlandsforseti, dr. Urho Kekkonen, sem mestu hefur ráðið um utanrikisstefnu landsins og nýtur ákafs stuönings Sovét- stjórnarinnar, er jafnvel byrjaður að endurskrifa nýrri tlma sögu Finnlands, þar sem hann tekur meira tUlit til skoðana Sovétmanna I túlkun hennar. — Ekki alls fyrir löngu sakaði Kekkonen leiðtoga finnsku þjóöarinnar á timum stríðsins um aö hafa átt upphafið að fjand- skapnum viö Sovét-Rússland 1941, fljótlega eftir innrás Þjóð- verja I Rússland. — Hann hefur einnig haldið þvl fram, sem stangast nokkuö á viö sögulegar staöreyndir, aö Finnlandi hafi veriö illa stjórnað síðustu árin fyrir ófriöartimana og aö þaö hafi veriö óskynsamlegt af finnskum stjórnvöldum aö heimila ekki Rússum 1939 aö hafa herstöðvar á finnskri grund. Hvaö sem þvl liöur, þá er Finnland vestrænt þjóöfélag I flestum háttum, þótt að Finnum sé lagt aö tengjast Sovétmönnum enn sterkari böndum. Finnlandi- sering er orðiö alþjóöaheiti yfir þaö, sem Rússar hafa gert Finnum, en þar er orð, sem menn skyldu fllka varlega, ef þeir eru staddir I Finnlandi. Lenin viðurkenndi sjálfstæði Finnlands 1917, en þá haföi Finnland veriö erkihertogadæmi keisararikisins I meira en öld. Finnum hrýs þvl ekki eins mikiö hugur við því, þótt þeir starfi meira eöa minna undir hjarnar- hramminum sem sjálfstætt riki I dag.og vestrænum nágrönnum þeirra. Verra var það, meðan þeir voru undir keisaralegum aga. Ahrifa skuldbindinganna viö Rússa hefur gett I ■tjórnmálallfi, viöskiptallfi og menningu Finna. — Kekkonen forseti, sem hér gengur aö kjörkassanum I slöustu þingkosningum (1972), hefur ver'iö talsmaöur aukinna samskipta viö Sovétmenn.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.