Vísir - 09.12.1974, Page 10

Vísir - 09.12.1974, Page 10
10 Vlsir. Mánudagur 9. desember 1974. HVERT ÓHAPPIÐ REKUR ANNAÐ HJÁ ÍSLENDINGUNUM í TANZANÍU Adidas innanhúss- íþróttaskór * POSTSENDUAA Sportval jj LAUGAVEGI 116 Slmi 14390 Smurbrauðstofan Njólsgötu 49 — Simi 15105 „Þetta byrjaöi allt á þvi, aö bilnum okkar var stoliö”, segir Gunnar Ragnar Gunnarsson I samtali viö blaöiö, en Gunnar Ilagnar er nýlega kominn heim frá Tanzanlu, þar sem foreldrar hans starfa á vegum Danida, sem er dönsk stofnun, sem stuölar aö hjálp viö þróunar- löndin. Æfingaaallar Gunnar Ingvarsson, sem nd starfar I Tanzanlu, viö bflinn, sem rænt var. A bak víö hann eru varöhundarnir tveir, sem gæta áttu hússins. Tesia að aftan, flatkaka að framan ,,Þar komu ræningjarnir inn á benslnstöö aö taka bensín, en neituöu svo aö greiöa fyrir og óku burt. Lögreglumenn á bil voru þarna skammt frá og eltu ræningjana. Þar sem þeir uröu ekki stöövaöir með venjulegum ráöum, hóf lögreglan skothrið á bílinn okkar, og eftir að byssu- kúlur höfðu hæft hjólbarðana, misstu ræningjarnir vald á biln- um og óku á grjótvegg. Lögreglan varö þó heldur svifasein að stoppa bil sinn og komust þvi ræningjarnir undan, rændu öðrum bil og náöu yfir landamærin til Kenya”, heldur Gunnar Ragnar áfram. „Þeir setja ýmsar reglur þarna i Tanzaníu og þetta árið var sem sagt bannað aö flytja inn bila.nema á vegum ríkisins. Þvi létu tryggingarfélögin gera viö alla bila, hversu mikið, sem þeir voru skemmdir, þar á meö- al okkar. Bíllinn heföi veriö tal- inn ónýtur hér, en svo var ekki i Tanzaniu”. „Eftir bófahasarinn var bill- inn eins og tesia aö aftan og flat- kaka aö framan og tók viögeröin tvo mánuði. Þegar billinn kom loks úr viðgerð var hann bæði haltur og skakkur, eins og búast mátti við”, bætir Gunnar viö. „Nú þegar viö vorum billaus oröin, keyptum viö okkur Hondu mótorhjól. Ég verö nú að segja þaö, aö hann faðir minn var ekkert sérlega leikinn I aö meö- höndla gripinn, en þetta gekk þó allt vel fyrst um sinn, eöa þar til hertrukkurinn ók yfir hann. Það var fyrir tveim mánuöum. Hermennirnir eiga það gjarn- an til að fá sér neöan i þvi og hafa fiknilyf undir höndum. Ástandið á hermönnunum, sem óku á föður minn, var sem sagt heldur bágt. Það var stór trukkur, sem ek- ið haföi á mótorhjóliö og faðir minn þvi illa slasaður. Her- mennirnir sáu, aö ekki gátu þeir skilið hann eftir þarna i blóöi sinu, gripu um hendur og fætur og ætluöu að skutla honum upp á trukkpallinn. Evrópumaður, sem sá aðfar- irnar, þótti nóg um og sá til þess, aö faðir minn væri fluttur á sjúkrahús ekki langt frá. Þaö vantaði ekki, að sjúkrahúsiö væri stórt og nýtizkulegt aö sjá utanfrá, en inni var allt mjög sóðalegt. Lagður i blóðugt rúm Þegar faðir minn kom á sjúkrahúsið, var honum útveg- aö rúm, er kona ein var nýbúin aö fæða barn i. Þrátt fyrir blóð- ugan rúmfatnað var honum dembt þar niður. Gunnar Ragnar Gunnarsson d vélhjólinu, sem eklð var yflr. Eftir um sólarhring var hann sendur heim og varö aö liggja þar, þrátt fyrir brotinn ökkla, skurði og marbletti. Hann var með stööugan höfuöverk og fór þvi til Kenya skömmu siöar i rannsókn. Þá kom I ljós, aö höfuökúpan var einnig illa brák- uð. Foreldrar minir fóru svo báö- ir til Kenya fyrir skömmu, þar sem þeir eru nú vegna læknis- rannsóknar. Skömmu eftir aö þau voru komin til Kenya, fengu þau tilkynningu heiman frá Tanzaniu um, að brotizt hefði verið inn i húsið þeirra og hreinsað úr þvi eitt og annað smádót, þótt þar væri kokkur og tveir varðhundar að gæta húss- ins”, segir Gunnar Ragnar. „Þjófnaður þarna er gifur- lega algengur og þeir, sem ekki stela,hafa bara ekki tækifæri til þess. Það þykir sjálfsagt að taka muni, sem aðrir eiga, ef tækifæri gefst. Við vorum ekki þau einu, sem urðum hart fyrir barðinu á þjófum. Baldur óskarsson, sem einnig starfar þarna fyrir Danida var á leið til höfuðborgarinnar Dar-Es-Salaam fyrir skömmu ásamt konu sinni og dóttur, sem var á leiö til Islands til að fara i skóla. Þau stönzuðu örskamma stund og fóru inn í veitingahús á leiöinni, og á meðan var 15 þús- und þarlendum krónum rænt frá þeim, sem samsvarar um 200 þúsund islenzkum”, segir Gunnar Ragnar. Ekkert sftt hár „Ég heid ég falist ekkert eftir þvi að fara aftur”, segir Gunnar Ragnar. „Það er svo margt, sem er furöulegt þarna I Tanzaníu eins og til dæmis ófrelsið. Ég er nú ekki nema 13 ára og vil þvi ganga með sitt hár. Ég lét klippa mig, áður en ég fór, en það dugði ekki til og eitt sinn var ég gripinn af unglingalögregl- unni. Ekki bætti það heldur úr skák, að ég var I buxum meö út- viðum skálmum, sem einnig eru litnar hornauga. Hegningin fyrir svona afbrot er að skrúbba og þrifa útimark- aðinn I borginni, en ég slapp i þetta sinn fyrir orð tveggja öld- unga, en öldungar njóta þarna mikillar virðingar”, segir Gunnar Ragnar. „Oft á tiöum eru bréfin til okkar og frá lika opnuð og þá merkt með sérstimpli, sem gef- ur það til kynna. Þá vissi ég einnig um tvo Svia, sem urðu fyrir þvi, að samtal þeirra var tekið upp á segulband. Þetta var bara spjall eins og þegar tveir landar hittast, en spólan var send til höfuðborgarinnar til þýðingar og þegar kom i ljós, að þeir voru ekkert yfir sig hrifnir af landinu, fengu þeir 24 stundir til að hypja sig”, segir Gunnar Ragnar að lokum. —JB Gunnar Ingvarsson starfs- maður hjá Álafossi og kona hans héldu utan til Tanzanlu snemma á þessu ári, en þar vinnur hann að bókhaldi fyrir Danida og kennir innfæddum þau störf. „Þau keyptu sér fljótlega franskan Peugeot bil, en hann fékkst á hagstæðu veröi vegna vinnunnar”, segir Gunnar Ragnar, sem er 13 ára og kom- inn heim til aö setjast á skóla- bekk. „Einn góðan veðurdag var bflnum sem sagt stolið. Foreldr- ar minir búa I Mwanza á suður- bakka Victorluvatnsins og það- an var bilnum ekið ófrjálsri hendi til Arusha við rætur Kili- manjaro við landamæri Kenya”, segir Gunnar Ragnar. ATVINNA í BOÐI Okkur vantar laghentan mann til að ann- ast viðgerðir á raftækjum. Hér er um fjöl- breytt framtiðarstarf að ræða fyrir réttan mann. Einungis ábyggilegur og reglu- samur kemur til greina. Umsóknir merkt- ar „Reglusamur” sendist auglýsingadeild Visis sem fyrst. „Mig fýsir ekki að fara aftur", segir Gunnar Ragnar Gunnorsson nýkominn þaðan Fyrst var bílnum rœnt, síðan ekið yfir eigandann og loks hreinsað úr íbúðinni hans

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.