Vísir - 09.12.1974, Page 24

Vísir - 09.12.1974, Page 24
vísir Mánudagur 9. desember 1974. Hinir eftirlýstu fela sig Enginn af þeim- mönnum, sem lögreglan i Keflavlk hefur óskaö eftir aö hafa tal af vegna hvarfs Geirfinns Einarssonar, hefur enn gefiö sig fram. Um helgina var unnið áfram að rannsókn málsins, án þess þó að neitt sérstakt kæmi i ljós. Valtýr Sigurðsson, fulltrúi bæjarfógeta i Keflavik, sagði i út- varpsviðtali um helgina, að i raun og veru væri lögreglan litlu nær lausn málsins en viðupphaf þess. Miðaðist nú allt að þvi að nota útilokunaraðferð við þá mögu- leika sem til greina koma við lausn málsins. —ÓH Innbrotsþjóf- urínn festist í glugganum Það varö lítið úr stórvirkjunum hjá piltinum sem ætlaði aö brjót- ast inn i Skálann viö Strandgötu i Hafnarfiröi f fyrrinótt. Hann fór bak við húsið og skreið þar inn um glugga, sem honum hafði tekizt að opna. En þegar hann var kominn miðja vegu með haus og herðar inn um gluggann, festist hann og komst hvorki áfram né afturábak. Þarna spriklaði hann i gluggan- um eins og fiskur i neti, þangað til fólk sem býr á hæðinni fyrir ofan varð vart við skarkala og stunur. Náð var i lögregluna. Kannað- ist hún þar við einn af kunningj- um sinum. Er þetta liklega i eina skiptið sem hann hefur glaðzt yfir komu hennar. Lögregluþjónar losuðu piltinn og settu hann i fanga- geymslu. —ÓH Höfðu varla við að sinna afbrotamálum „Ætli þaö séu ekki.milli 30 og 40 mál sem bárust um helgina til okkar”, sagði Helgi Danielsson rannsóknarlögregiumaöur í viö- tali viö blaðið I morgun. Hann sagði, að þrir rann- sóknarlögreglumenn og menn úr tæknideild hefðu varla haft undan við að sinna tilkynningum um innbrot, skemmdarverk, þjófn- aði o.fl. Sem dæmi um þjófnaði má nefna aö öllum afturdekkjum, fjórum að tölu, var stolið undan vörubil sem stóð rétt hjá Vals- véllinum. Einnig var bremsu- skálin tekin af öðrum megin. Þá var stolið 60 til 70 þúsund krónum úr fataskápum starfs- fólks á Hrafnistu. Brotizt var inn hjá félagi bankastarfsmanna á Laugavegi 103, á fimmtu hæð, og stolið silfurbikar fyrir skák- keppni. Brotizt var inn i verzlun við Þórsgötu og stolið þaðan sjón- varpstækjum og segulbands- tækjum. Tveir strákar voru teknir, þar sem þeir voru búnir að skrúfa fjölmarga spegla af bilum. Bill varð fyrir barðinu á stunguglöð- um náunga, sem stakk göt á alla hjólbarðana. —ÓH Rafveita Njarðvíkur iokar fyrir rafmagn til frystihúss vegna tíu múnaða skuldar: Veðhafi í afurðum hússins óskilur sér rétt til bóta — og telur rafveitustjórann bótaskyldan ,,Ef við getum ekki staöið i skilum viö Rafmagnsveitu Reykjavikur, vegna þess aö við- skiptavinir okkar standa ekki I skilum við okkur, og vanskil okkar leiða til þess að Raf- magnsveita rikisins lokar fyrir rafmagniö til veitu okkar — hvar stöndum við þá?” spuröi Jóhann Lindal Jóhannsson, raf- veitustjóri i Njarðvik, er Visir haföi samband við hann út af fróðlegu máli, sem þar er komið upp. Einn viðskiptavina Raf- magnsveitu Njarðvikur hefur átt I greiðsluörðugleikum með fyrirtæki sitt, sem hefur leitt til þess, að hann hefur ekki getað greitt rafmagn siðastliðna tiu mánuði og er skuld hans komin i 715 þúsund krónur. Þegar svo var komið sögu, sá rafveitu- stjórinn sér ekki annað fært en að loka fyrir raforku til við- skiptavinarins, samkvæmt 17. grein reglugerðar fyrir rafveitu Njarðvikur. Þegar svo var komið, fékk rafveitustjórinn skeyti frá Landsbanka íslands, sem á veð i afurðum umrædds rafmagns- kaupanda, en þar er um frysti- hús að ræða. 1 skeytinu segir, að þar sem bankinn eigi veð i af- urðunum i húsinu, sé bankinn reiðubúinn að ábyrgjast greiðslu á rafmagnssölu til hússins frá „deginum I dag”, þaö er 5. desember, til að halda frosti i frystiklefum hússins. Rafveitustjórinn sendi Lands- bankanum skeyti á móti, þar sem segir að rafveitan fallist á að „opna fyrir rafmagnið strax, ef Landsbanki íslands á- byrgist að áðurnefnd skuld verði greidd fyrir næstkomandi áramót”. Landsbankinn sendi skeyti aftur, þar sem segir að tilboðið frá fyrra skeyti standi óbr., en ábyrgð vegna eldri skulda sé útilokuð, þar sem bankinn sé veðhafi í eigninni og afurðum hennar. Skeytinu lýkur þannig: „Bendum vér á fyrirsjáanlegt tjón vegna innheimtuaðgerða yðar og áskiljum okkur allan rétt til bótakröfu á hendur yð- ur”. „Ég hef rætt við nokkra starfsbræður mina um þetta mál, og okkur þykir það öllum hiö merkilegasta”, sagði Jóhann rafveitustjóri. „Ef þú færð að geyma kjötlæri hjá kunningja þinum, og hann borg- ar ekki rafmagnið, svo lokað er fyrir hjá honum og lærið skemmist — átt þú þá bótakröfu á hendur rafveitunni, sem á ekki aðra leið til að vernda sölu- vöru sina en að hætta afhend- ingu hennar, þegar hún fæst ekki greidd? Við fáum heldur ekki séð, hvernig rafveita Njarðvikur getur slegið striki yfir 715 þús- und króna skuld. Ef vanskil verða hjá okkur, sem valda þvi að lokað verður fyrir rafmagnið til okkar, liggja snöggtum meiri verðmæti undir skemmdum en hjá þessu eina húsi. Og fijá hverjum liggur bótaskyldan þá?” —SH Sisco œtlar aðeins að tala um alþjóðamálin Þaö voru fagnaöarfundir, þegar þeir hittust I morgun Joseph Sisco og Einar Ágústsson. Þeir höföu kynnzt, þegar viöræöur um varnarmálin stóöu, og nú snúa þeir sér aö ööru. Alþjóöamál veröa umræöu- efni dr. Joseph Siscos, aöstoöar- utanrikisráöherra Bandarikj- anna, og islenzkra ráöamanna. Bandarikjamenn telja, aö engin vandkvæöi séu óleyst milli ís- iands og Bandaríkjanna og þvi sé ekki þörf á umræöum um slikt. Sisco kom hingað i gærkvöldi. Með honum er meðal annarra James L. Holloway III, yfir- flotaforingi Bandarikjanna. Þeir verða hér i dag og á moigun. Þeir munu hitta helztu ráða- menn hér, forseta Islands, ráð- herra og þingleiðtoga. Strax i morgun hugðist Sisco ganga á fund forsætisráðherra, utan- rikisráðherra og forseta ís- lands, og hann snæðir hádegis- verð með rikisstjórninni. Siðdegis mun hann ræða við utanrikismálanefnd Alþingis og snæða kvöldverð i boði utan- rikisráðherra. Sisco er talinn flestum fremri I bandarisku stjórninni, heims- kunnur fyrir starf sitt með Kissinger að lausn heimsvanda- málanna. Hann hefur verið að- stoðar utanrikisráðherra um árabil og einkum fengizt við mál Mið-Austurlanda og Suðaustur- Asiu, þau mál, sem verið hafa einna erfiðust.Hann hefur verið fulltrúi Bandarikjanna á alls- herjarþingi og i öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. James L. Holloway tók við sinni stöðu i júli siöastliðnum. —HH SJOMENN VILJA 20-30 PRÓSENT Sjómenn telja sig þurfa aö minnsta kosti 20-30 prósent kaup- hækkun til aö bæta upp þaö, sem tapazt hefur i launum á árinu. Þetta var niðurstaða þings Sjómannasambands íslands um helgina. Kosin var 7 manna nefnd til að annast samninga við vinnu- veitendur. Nefndin mun fyrst samræma kröfur einstakra sjó- mannafélaga. Aherzlu skal leggja á að bæta hag hinna lægst launuðu I stétt- inni. — HH. öryggi brann yfir í Njarðvíkunum Eidur kom upp i spennistöö viö Borgarveg I Njarövikunum rétt fyrir klukkan 3 i gær. Þar haföi öryggi I háspennubúnaöi brunniö yfir og gosiö upp mikill reykur. Slökkviliðið var kvatt á staðinn og fékk það ráðið niðurlögum eldsins, áður en hann varð mjög megn. Einhverjar truflanir urðu á raf- magni I Njarðvikunum I gær af þessum sökum. —jr 15 DAGAR TIL JÓLA „Bezt að fá úr því skorið, hvort þeir eigi Húnaflóa" — segir Kóri Snorrason hjú Sœrúnu h/f „Þaö er rétt aö fá úr þvi skor- iö, hvort llúnaflói eigi aö teijast eign fjögurra verksmiðja. (Jr þvi fæst skoriö ef skipstjórarnir á Aöalbjörgu og Nökkva veröa teknir fyrir dóm, eins og ótind- ir veiðiþjófar,” sagði Kári Snorrason, einn eiganda rækju- vinnslustöðvarinnar Særúnar á Blönduósi, þegar Visir náði tali af honum skömmu fyrir hádegi i dag. „Ráðuneytið hefur hótað þvi, að setja sýslumann i málið ef Aðalbjörg og Nökkvi halda áfram rækjuveiðum á Húna- flóa,” hélt Kári áfram. „Það er þá bara bezt að málið hafi þann gang til að úrskurður fáist i fyrrnefndu spursmáli.” Kvað Kári bátana tvo liggja inni þessa stundina vegna brælu. „Við erum ennþá að vinna úr aflanum, sem þeir lönduðu hér á Blönduósi á laugardaginn. Það voru um 4 tonn,” sagði Kári. „1 fyrra skiptið voru það ekki nema 15 kassar, sem við fengum senda frá bátunum eftir að þeir höfðu landað á Hvammstanga. Það var bara smáræði, sem við fengum til að stilla vélarnar, sem tóku strax vel við sér,” sagði Kári að lokum. _v>jm

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.