Vísir - 17.12.1974, Blaðsíða 1

Vísir - 17.12.1974, Blaðsíða 1
64. árg. — Þriðjudagur 17. desember 1974. — 255 tbl. Axel á sjúkrahúsi — skorinn í morgun Viðar ekki með FH gegn Haukum Sjú íþróttir bls. 10, 11, 12 og 13. Truflanir á sjónvarps- sendingum f ró Grindavík? — bls. 3 Brezkur róð- herra vœndur um njósnir fyrir Tékka Majór I tékknesku leyni- þjónustunni mun hafa ljóstr- að þvi upp, að fyrrverandi ráðherra i stjórn brezka Verkamannaflokksins hafi verið njósnari á snærum Tékka — eftir þvi sem brezku blöðin „The Times” og „Daily Mirror” skýra frá i dag. Þarna er átt við John Stonehouse, þingmann, sem hvarf með dularfullum hætti á baðströnd I Florida i siðasta mánuði. Hefur ekkert til hans spurzt siðan. Frolick majór, sem flúði vestur fyrir járntjaldið 1969 — nokkrum mánuðum eftir innrás Rússa i Tékkósló- vakiu — mun hafa sagt, að Stonehouse hafi verið hlekk- ur I njósnakeðju i Bretlandi. Hvarf Stonhouse þing- manns hefur verið á allra vörum I Bretlandi undan- farnar vikur, en þar hafa menn getið sér til, að hann hafi verið á mála hjá leyni- þjónustu Bandarikjanna, CIA. Sjá nánar á bls. 5. Léku á hljóðfœri til að fœla villi- dýrin í skóginum „Trén voru svo há og gróðurinn svo þéttur, að við sáum naumast til himins”, segja börnin, sem I viku villtust I frumskógi Perú, eftir að flugvél þeirra hafði hrapað með þau. „Drengirnir léku á „marimba” til að fæla burtu villidýrin”, segir ein stúlkan úr sex frændsystkina hópi, sem komst lifs af úr 100 km helgöngu um frumskóginn. Með eina sveðju að vopni, > kex og súkkulaði I nesti, brustust systkinin. út úr skóginum, unz þau rákust á fljótið, sem þau „vissu, að við urðum að finna hvað sem það kostaði”. — Þar var þeim bjargað af . fijóta- pramma, eins og fram kom i VIsi I gær. Á bls. 5 er nánari frásögn barnanna sjáifra. Það má spara bensínið, — þann dýra vökva — INN-síða á bls. 7 Átakanlegt eggjaleysi fyrir jólin Kílóið boðið á 500 krónur á „svörtum „Lagast með vorinu," segir Jón á Reykjum Hrossaþjófarnir: Lásu „Horfna góðhesta" í tugthúsinu — baksíða Laufabrauðs- stemmning Það var stemmning i eldhúsinu heima hjá henni Sif Ingólfsdóttur og fjölskyldunni þegar við litum inn til að fylgjast með laufabrauðs- bakstrinum, þeirri aldagömlu hefð tslendinga. Fjölskyldurvinurinn, hún „Bubba”, var i heimsókn og stjórnaði bakstursfram- kvæmdum af mikilli elju. Hún söng jólalög og bakaði og sýndi þeim yngstu, hvernig ætti að bera sig að. Það var einnig „svindlað” svolltið á brauð- skurðinum, því I staðinn fyrir margra tlma dútl við að skera út krúsidúllur I brauðið, er notaður sérstakur, hnlfur, sem sér um verkið á augabragði. En eftir sem áður þarf að lyfta laufunum. Ljósm. Visis: Bj.Bj. Leitað að „saumnál í heystakki": Nafn þess eftirlýsta í hópi 16.400 manna „ Við höfum nafn þess eftirlýsta á borðinu fyrir framan okkur,” sagði Haukur Guð- mundsson rannsóknar- lögreglumaður i Kefla- vik i morgun. En nafnið verður samt sem áður erfitt að finna, þótt það sé komið á borðið. Það er að finna i 16.400 nafna úrtaki sem gert hefur verið hjá Skýrsluvélum rikisins á mönnum á aldrinum 25 til 35 ára. „Maöurinn með leirhausinn”, sem kom inn I Hafnarbúðina kl. 22.30 kvöldið sem Geirfinnur hvarf, er talinn vera á þessu aldursbili. Næstu daga hefst undir- búningur þess að vinna úr nafnabunkanum. Ekki er að fullu upplýst hver sá maður er, sem fór úr landi til Danmerkur daginn eftir hvarf Geirfinns. Þó er talið óllklegt, að hann sé á nokkurn hátt viðriðinn það mál Þessi maður gaf upp falskt heimilisfang þegar hann fór út, og keypti miða aðeins aðra leið. Grunur leikur á, að hann sé viðriðinn annað afbrotamál, og rannsakar lögreglan i Reykja- vik hvort svo geti verið. ÓH Egg skortir átakan- lega fyrir jólin. Dæmi eru um, að kilóið hafi ,,á svörtum” verið boðið á 500 krónur, en það kostar 440 i búð. Þegar egg koma i verzlanir, er „slegizt” um þau. Eggin seljast upp á nokkrum minútum. Þeir vinsælu einstaklingar, sem hafa selt þessa vöru ,,vin- konum” sinum, skammta þeim ef til vill 7 egg eða 10. Þetta eru dæmi um ástandið, sem mun vera hið versta um langt skeið. Við spurðum Jón M. Guðmundsson, hænsnabónda, Reykjum I Mosfellssveit, hverju þetta sætti. ,,A slðasta ári var ungað minna út. Hænum hefur fækkað,” sagði Jón. „Margt fólk hefur hætt eggjaframleiðslu og farið I annaö. I þéttbýli hefur hún vlða orðið að vlkja fyrir skipu- lagi. Afkoma er betri en oft áður, svo að svona aukatekjur skipta fólk minna. Fóður hefur hækkað miklu meira en verðið á eggjunum”. „Þeir, sem hafa þraukaö, tapa sennilega. Vinnuafl er nærri ófáanlegt og alltof dýrt fyrir þessa framleiðslu. Veröið fer ekki eftir framboði og eftirspurn, heldur er það ákveðið af stjórn samtaka eggjaframleiðenda og miðað viö um 1500 hænsna bú”. Jón sagði, að vonir stæðu til, að ástandið batnaði með næsta vori. Menn hygðust nú fjölga hænsnunum. „Framleiðsla á lifandi fuglum” mundi aukast I vetur. „Búinn að finna lif- tryggingu” Jón Guöbjartsson, forstjóri heildverzlunarinnar Kristján Ó. Skagfjörð, sem hefur látið máliö til sin taka, gagnrýndi I viðtali við blaðið skipun eggjasölunnar. Hann sagðist „hafa verið búinn að finna llftryggingu” fyrir eggjaframleiöendur fyrr á árum, þegar salan var frjáls. Tryggingin fólst I sölusamningi við varnarliðiö. Bandarfkjamenn eru miklar eggjaætur. Siðan hefðu „eggiú komizt I „trölla- hendur.sem hefðu eyðilagt þau”. Framleiðsluráð hefði talið, að . „braskarar i Reykjavik” ættu ekki aö græða á þessu, og Sölu- félag garðyrkjumanna fengið einkarétt. Þá hefði markaöurinn á Keflavíkurflugvelli eyðilagzt. Slðan væru sveiflur allt of miklar. Þegar verð væri hátt, væri mikil útungun og mikið af fuglum. Þá kæmi I kjölfarið offramboö og lækkun verðs. Hætt væri að f jölga fuglum og þeir gömlu gengju úr sér, unz skortur yrði. Ef mark- aðinum á „vellinum” hefði verið haldið, væri ástandið nú allt annað þvi að selja hefði mátt varnarliðinu umframfram- leiðsluna af eggjum en hafa jafn- an nóg fyrir okkur. —HH T

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.