Vísir - 17.12.1974, Blaðsíða 5

Vísir - 17.12.1974, Blaðsíða 5
Vlsir. Þriöjudagur 17. desember 1974. 5 Umsjón Guðmundur Pétursson ap/UnTtEbR útlönd í morgun útlöndí morgun utlöni Njósnaði brezki ráð- herrann fyrir Tékka? Foringi I tékknesku ieyni- þjónustunni mun — eftir aö hann flúöi á náöir Vesturlanda — hafa ljóstraö þvf upp, aö John Stone- house, fyrrum ráöherra I stjórn brezka Verkamannaflokksins, hafi veriö njósnari. — Stonehouse hvarf meö dularfuilum hætti I Flórida í sföasta mánuöi. Brezku blööin „The Times” og „Daily Mirror” skýra frá þvi i dag, aö Josef Frolik, majór úr njósnadeild Tékka, hafi sagt Stonehouse vera einn þriggja þingmanna, sem ástundi njósnir. Ekki hafa þessar upplýsingar oröiö til þess að varpa hulunni af dularfullu hvarfi hins 49 ára þingmanns. I London er nefnilega altalaö, aö hann hafi veriö á mála hjá bandarisku leyniþjónustunni, CIA. Einn þingmanna Verkamanna- flokksins, Tom Litterick, sagöi I morgun, aö hann ætlaði að bera upp fyrirspurn i neöri deild þingsins varöandi þetta mál. En opinberir aðilar verjast allra frétta, enn sem komið er af málinu. Stonehouse hvarf, þegar hann fór frá hóteli sinu á Miami. 20. nóvember til aö synda. Skildi hann föt sin eftir hjá baöstrandarveröinum. I fyrstu var haldiö, aö sjórinn heföi tekið hann, en liki hans hefur ekki skolað á fjörur, eins og vant er þó i Flórida. „The Times” og „Daily Mirror” og halda þvi fram, að Frolick majór hafi sagt, aö Stone- house væri hlekkur i njósnakeöju, sem tæki til opinberra starfs- manna og njósnara, sem aösetur heföi i London. Ljóst er, að Stonehouse heföi getaö oröið leyniþjónustu kommúnistarikjanna aö góöu liöi, þegar hann var við flugmála- ráöuneytiö á árunum frá 1964 til 1966. Siðar varð hann svo póst- og samgöngumálaráöherra. Frolick, sem stakk af vestur 1969 — nokkrum mánuðum eftir innrás Rússa i Tékkóslóvakiu — býr I Bandarikjunum undir nýju nafni. Hann mun hafa sagt, aö tékkneska leyniþjónustan hafi komizt i tengsl viö Stonehouse i heimsókn þess siöarnefnda til meginlandsins i byrjun sjötta áratugsins. Brezku blöðin tvö halda þvi fram, aö brezka leyniþjónustan hafi haft gætur á Stonehouse siðustu fimm árin. Stonehouse var einn af efni- legustu stjórnmálamönnum Verkamannaflokksins. Hann sneri sér þó að kaupsýslumálum 1970 og lagði framavonir sinar i stjórnmálunum á hilluna. Valdi sprengjustaði eftir stafrófi Maðurinn, sem i Bandarlkjun- um hefur veriö kallaöur, „Starfrófssprengjuvargurinn”, fær ekki að flytja mál sitt sjálfur I réttarhöldunum I Los Angeles. — Hann varö þrem aö bana meö sprengju á flugvelli Los Angeies i ágúst s.l.... Dómarinn neitaði aö verða við beiöni hans, um að verja málið sjálfur, eftir að hann komst að raun um, að sakborningurinn neitaði að tala — „Ef hann getur ekki talað, mun það koma honum illa i málsvörninni”, sagði dóm- arinn. Hann bætti þvi við, að það væri þó alltént tilbreyting frá lög- fræðingunum, sem allir töluðu of mikið. Akærði er júgóslavneskur inn- flytjandi og heitir Muharem Kurbegovic ( 31 árs). Hann hefur tjáð sig i réttinum með þvi að hripa niður á miða það, sem hann hefur viljað segja. Konan, sem hann leigöi hjá áður, segir samt, að hann hafi verið mjög mál- gefinn. Kurbegovic er gefið að sök að hafa komið af stað nokkrum sprengingum á stöðurh, sem sam- svöruðu stafrófinu i skamm- stöfum samtaka þeirra, er hann tilheyrði — „Aliens of Maerica”. Byrjaði hann á „airport” (flug- velli Los Angeles) fyrir „A”. Patty Hearst fœr arf Patty Hearst, erfingi blaöa- veldis milljónam æringsins, Randolph Hearst, sem rænt var af SLA-glæpaflokknum i febrúar, hefur erft hluta af 2 1/2 milljón dollara. 1 erfðaskrá ömmu hennar, Millicent Hearst (eiginkonu blaöakóngsins William Randolph Hearst, sem lagði grundvöllinn að Hearst-milljónunum), var mælt svo fyrir, að Patty skyldi erfa hana tii jafns við föður hennar og aðra ættingja. Eins og menn minnast, þá krafðist SLA-hópurinn i fyrstu lausnargjalds fyrir Patty, en lét siöar frá sér fara yfirlýsingu þess efnis, að hún hefði gengið i lið með þeim. Síöar kom i ljós, að hún bar vopn i einni banka- ránsferð glæpaflokksins. Þegar flokkurinn var strá- felldur i bardaga við lögregluna, fannst Patty hvergi. Hún er eftir- lýst af lögreglunni fyrir hlutdeild i bankaráni. Charlotte Lauge, hiu 26dra gamla móöir sexburanna liggur hér á myndinni á sæng. Myndin var tekin skömmu eftir aö sexburarnir litu þennan heim. Meö á myndinni eru móöir Charlotte og systir hennar. Aðeins ein eftir af sexbur- unum Sá fimmti af sexburunum, sem komu i heiminn i San Jose i Kali- forniu fyrir niu dögum, lézt i gær, og er þá aðeins eitt stúlkubarn lifs eftir. Brian Lange lézt af sömu andarteppunni og varð bróður hans, Jason, að aldurtila i fyrradag. — Hin 26 ára gamla móðir þeirra eignaðist fjórbura i desember i fyrra og hafði þá verið á frjósemislyfjum. Fjórburarnir dóu, en hún hélt áfram að taka frjósemislyfin. Sexburarnir fæddust þrem mánuöum fyrir timann. Læknar gera sér þó vonir um, að sá siðasti þeirra, Jolene litla, haldi áfram á batavegi. // Við urðum að finna ána — sagði elzta systirin, sem fór í fararbroddi fyrir systkinum sínum sex í frumskógi Perú // Fimmtán ára stúlka skýrði blaðamönnum frá þvi i gær, hvernig hún gekk i fararbroddi fyrir þrem bræðrum sinum og systrum og þrem frændum á sex daga helgöngu þeirra i átt til siðmenningar- innar, eftir að litla flugvélin þeirra hafði hrapað i frumskógum Perú 7. des. Eins og sagt var frá i Visi i gær, komst flugmaðurinn til mannabyggða með sex börn af níu, sem hann hafði tekið með sér fyrir rúmri viku i skoðunar- flug yfir skóginn. Eftir hrakningana voru þau lögð inn á sjúkrahús i La Merced, sem er um 600 km frá höfuðborginni Lima. — Þar sögðu þau blaðamönnum hrakn- ingasöguna I gær. Gladys var elzt barnanna niu i Cessnavélinni. Sagðist hún hafa veriö sú eina, sem ekki missti meðvitund, þegar flugvélin skall á jörðina. Hennar fyrsta hugsun var að bjarga bróður sinum Oscar Zehnder (24 ára) út úr flakinu. Hann hafði flogið vélinni. Oscar var á leið með systkini sin og frændsystkin frá bænum San Ramon til San Juan, sem er i austurhluta Pasconhéraðs, en þar ætluðu þau að halda jólin. Gladys Zehnder sagöi, að þegar þau drógu hin börnin út úr véíinni hefðu þau komiszt að raun um aö sex ára frændi þeirra hefði farizt með vélinni. Annar 14 ára gamall, lézt skömmu síöar. „Við höfðum mestar áhyggjur þá af þvi, hvernig Ketty systir min var á sig komin. Hún haföi fótbrotnað á báðum og hlotið sár á hálsi, sem hafðist illa við”, sagði Gladys. Með Gladys i fararbroddi, en hún þekkti sig bezt þarna, örkuðu þau af stað 100 km vega- lengd I átt að Palcazuánni. Eina sveðju höfðu þau að vopni til þess aö ryðja sér leið i gegnum skóginn. Gladys og Oscar skiptust á um að bera Ketty á bakinu. Hún var tiu ára. Þau náðu fljótinu. En tveim stundum áður en formaður fljótapramma eins fann þau, gaf Ketty litla upp öndina. í fyrstu höfðu þau nærzt á kexi og súkkulaði, sem hafði verið ætlað til jóíanna. — „Þegar kexið var búið, drógum við fram lífið á huicungos (frum- skógarávöxtur, svipaður kókos- hnetum)”, sagði Gladys. „Oft sáum við ekkert fram fyrir okkur i þéttvöxnum gróðrinum. Við reikuðum bara beintafaugum.margstungin af moskitóflugum. En við vissum, að við urðum að finna ána”. Herta, 14 ára systir Gladys sagöi, að drengirnir þrlr i hópnum, frændur þeirra, Juan Zehnder (12 ára), Herbert Panduro (11 ára) og 8 ára bróöir þeirra, Carlos, „litu á þetta eins og hvert annað ævintýri”. Herta sagði, að þau hefðu verið fyrstu nóttina á slys- staðnum hjá flakinu og lagt á ráðin um, hvernig þau ættu að komast til mannabyggða. Næsta dag lögðu þau af stað en eftir tveggja daga göngu upp- götvuðu þau, að þau voru komin aftur.að flakinu. Enn lögðu þau upp á fjórða degi og komu næsta dag að læk, sem þau fylgdu. „Trén voru svo há og gróðurinn þéttur, að við sáum varla til himins. Einu sinni á hverri klukkustund gerðum við hlé á göngunni til að hvila okkur. Gladys tók þá sveðjuna og hjó okkur leið i gegnum skóginn, en ég hugaði að börn- unum á meðan”. — Eitt barn- anna, sem sú fjórtán ára kallaði svo, var systir hennar, Kasilda — aðeins sex ára. Drengirnir „léku á marimba (xýlófónn úr tré), meðan við gengum um skóginn, til þess að fæla villidýrin frá okkur”. Herta sagði, að þau hefðu einnig haft aö gamanmálum, að þau mundu komast I blöðin, „alveg eins og Júliana Koepcke” — sautján ára stúlka sem ein lifði af flugslysiö i frumskógum Perú um jólin 1972, en þá fórust 92. Koepcke þýzk að ætterni, komst til byggða eftir tlu daga göngu I gegnum frumskóginn. Móðir hennar var meðal farþega I flugvélinni. Zehnder-fjölskyldan, sem er af þýzk-svissneskum ættum, var sögð við sæmilega heilsu á sjúkrahúsinu i La Merced. Flugmaðurinn reyndist vera með tvö rif brotin. Drengirnir, Herbert (11 ára) og Carlos (8 ára), komnir heilu og höldnu til föður slns, Carlos Panduro Zehnder. Fyrir þá var þetta eitt allsherjar ævintýri.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.