Vísir - 17.12.1974, Blaðsíða 8

Vísir - 17.12.1974, Blaðsíða 8
8 Vísir. Þriðjudagur 17. desember 1974. cTVlenningarmál Bíllinn eftir David Carey Þýðingu geröi Árni Sigurbergsson Guöni Karlsson las yfir handrit Ljós, sp'eglar og linsur eftir F. E. Newing, B. Sc. og Richard Bowood Myndirnar gerði J.H. Wingfield Næturhiminninn eftir Mary T. Bruck Myndirnar gerði Robert Ayton. Guðrún Karlsdóttir islenzkaði Dr. Þorsteinn Sæmundsson las yfir handrit með tilliti til fræði- legra staðreynda Útgefandi: Bjallan sf. Reykjavik 1974 Þarft Bjölluútgáfan hefur sent frá sér þrjár fræðibækur fyrir börn og unglinga. Slikt er þarft verk. Hingað til hefur verið mikill skortur slikra bóka og furðulega litill áhugi útgefenda til að ráða þar bót á. Ég býst við, að fyrir svona bæk- ur sé nokkuð öruggur markaður. óneitanlega gleður það kennarasál- ina i mér að verða vitni að sliku, þvi ég hef lengi cTVIenningarmál verk verið þeirrar skoðunar, að skortur á fag- og fræðibókum hafi m.a. háð þróun isl. skóla- mála. A.m.k. hefur vöntunin á slikum bók- um oft verið notuð til að verja og réttlæta hina stirðnuðu bekkjar- kennslu, sem hér er við- höfð i svo til öllum skól- um, þar sem öllum börnum er kennt sam- kvæmt einhverju imynduðu meðaltali, sem ekki hentar neinu barni i reynd. Svona Snemma á þessu ári gerðu belgisku neytenda- samtökin nákvæma samanburðarprófun á 28 stereo- mögnurum frá 17 helztu framleiðendum veraldar. Voru magnararnir valdir eftir uppgefnum útgangs- styrk og öðrum tæknilegum einkennum. Til að gefa hugmynd um „styrk keppninnar“ má nefna, að Revox A-78 og Quad 33/303 voru meðal þeirra magnara, sem reyndir voru. Niðurstaðan, sem birt- ist í málgagni samtakanna, var sú, að MARANTZ 1060 fékk hæstu einkunnirnar af öllum þessum 28 mögnurum og þar með titilinn „Master-Buy“ á þessu sviði. Til gamans má geta þess, að útgangsstyrkur MARANTZ 1060 mældist 40% nleiri, en uppgefið var af MARANTZ verksmiðjunum (2x42W RMS/ SÍNUS í stað 2x30W), og er það meira en hægt er að segja um flest hin tækin, því 21 þeirra reynd- ist hafa minni, í sumum tilvikum miklu minni, út- gangsstyrk, en framleiðendurnir gáfu upp. — Það er okkur ánægja að bjóða íslenzkum hljómtækja- kaupendum þann ágæta grip, sem MARANTZ 1060 er, ekki sízt, þar sem verð hans er mun lægra en- ætla mætti, eða aðeins kr. 46.400,00 án húss. NESCO HF Leidandi fyrirtæki á sviöi sjónvarps-útvarps- og hljómtækja. Verzlun Laugavegi 10 Reykjavík. Simar: 19150-19192-27788 BARNABÆKUR eftir Bergþóru Gísladóttur bækur má nýta i skóla- starfi á margvislegan hátt, einstaklingslega eða í sambandi við hóp- vinnu. Hér er enginn vettvangur til að fjalla um hverja bók, enda ekki á mlnu færi. Mér þykir liklegt, að þeir verði fleiri en ég, sem fyrst fletti bókinni um bílinn. í bókinni eru 26 kaflar um veigamestu hluta bílsins. Hver kafli er aðeins 1. bls., þar sem aðalariðunum er lýst, á eins einfaldan hátt og mögulegt er. Hverjum kafla fylg- ir slðan myndasíða I litum, þar sem teikningar útskýra enn frek-. ar alla hluta bílsins, staðsetningu hvers og eins og tilgang þeirra I heildarsmiðinni. Það, sem ég setti fyrir mig við lestur bókar- innar, var, aö mér fannst of langt gengið i viðleitni til málvöndunar. Þ.e. mér fannst þessi mál- vöndunarviðleitni koma niður á skiljanleika. Billinn er nú orðinn svo tengdur okkar daglegu önn, að allt málfar í sambandi við hann er tiltölulega fastmótaö. I minum bil bilaði t.d. dýmamorinn um daginn, ekki rafallinn og það þarf aö stilla á honum kúpling- una, ekki tengslið. Hvers vegna ekki hafa bókina á alþýölegu Isl. bilstjóramáli, a.m.k. heföi mátt gefa,,orðskripin” I sviga aftan við nýyrðin. Hinar bækurnar tvær Ljós, speglar og linsur og Nætur himinninn eru eins og Bíllinn að ytri gerð og ekki siður skýrar og einfaldar I framsetningu á flókn- um efnum. Bækurnar eru allar með efnis- yfirliti, sem gerir það kleift aö fljótlegt er að slá upp i þeim. Að lokum þetta: Myndin utan á bókinni Billinn er af strák, sem er að grufla i vélarhúsi á bil. Hinar bækurnar tvær fara ekki i kyn- greinarálit, þvi þar koma bæði kynin viö sögu. Reyndar finnst mér vafasamt, hvort myndirnar i bókinni séu af börnum eða ung- lingum, svo mjög eru þessir vesa- lingar færðir i þann stfl, sem full- orðnir vilja hafa börn. Prúð, snyrtileg, brosandi og gáfuð ensk miðstéttarbörn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.