Vísir - 17.12.1974, Blaðsíða 7

Vísir - 17.12.1974, Blaðsíða 7
Vlsir. Þriðjudagur 17. desember 1974. 7 Spörum dýrmœtan sopann Bensín er dýr vökvi, sem ekki hefur verið of mikið framboð af að undanförnu. Margir bíleigendur vita ekki, hvað veldur því, að bílar þeirra eyða meira eldsneyti en þeir ættu að gera. Ástæðurnar geta verið margar. Fyrst er aö nefna slæmt ástand bilsins sjálfs. Til dæmis of litill þrýstingur I hjólbörðum, bremsur, sem núastvið (t.d. illa stillt hand- bremsa), skökk hjólastilling. Skiða- eða farangursgrind á toppnum eykur loftmótstöðu bilsins og vélin heimtar meira eldsneyti. Rangstillt kveikja og óhrein loftsia auka einnig bensinnotkun. ökustill bilstjórans hefur þó meiri áhrif á bensin- notkunina en nokkuð annað. Sá, sem er órólegur i fætin- um, þarf ekki að furöa sig á mikilli bensinnotkun. Snögg hraðaaukning og hemlun eins og algeng er við framúrakstur fá bensin- neyzlu vélarinnar upp úr öllu valdi. í borgarakstri, þar sem vélin nær sjaldnast sinum eðlilega hita, kosta snöggar spyrnur þrefalt bensinmagn. Leti við giraskiptingar gerir vélina að hreinum svampi I benslneyðslu. Sérstaklega hefur lengri keyrsla I fyrsta glr þetta i för með sér. Þýzkt blað gerði fyrir skömmu könnun á þvf hvernig helzt mætti draga úr benslneyðslu. Eknir voru 100 kllómeter (einn þriðji inn- anbæjar, einn þriðji á þjóð- vegum og einn þriðji á hrað- braut) á Volkswagen 1303 LS. Nokkrir bllstjórnar voru fyrst látnir aka vegalengd- ina I einum hvelli og slöan með tilliti til sparnaðar. Útkoman kom mönnum á óvart. 1 hraðakstrinum eyddi blllinn að meðaltali 12,75 lltr- um á hundraðið. 1 sparakstrinum eyddust hins vegar aöeins 8.59 lltrar. Þaö er að segja rúmlega fjórum litrum minna. I seinna tilfellinu létu bllstjórarnir bllinn reka með umferöinni og fóru ekki yfir 110 klló- metra hraða á klukkustund á hraöbrautinni. Aftur á móti munaði ekki miklu á timan- um, þótt ekiö væri sparlega. I borgarumferðinni hittust hinir hægfara og þeir, sem meira voru að flýta sér yfir- leitt aftur viö rauðu ljósin. Þvi er hægt að setja eftir- farandi reglur fyrir spar- akstri. Nótiö lágglrana eins litið og hægt er. Fyrsta gir skal aðeins nota þegar tekiö er af staö. Aukið hraöa bílsins hægt og sigandi. Bill- inn tekur strax við sér, þótt bensíngjöfinni sé aöeins ýtt nokkra millimetra niður. Hemlið ekki harkalega. Hættið með öllu að stíga benslniö I botn. Hitið ekki bllinn upp i kyrrstöðu, akið rólega af stað. Vélin hitnar fyrr á þann hátt og þið eyðið ekki eldsneytinu til einskis. Minnkið innsogið um leiö og vélin tekur léttilega við benslni og snýst eðlilega. Hafið ekki aðskotahluti I farangursrýminu eða á öðr- um stöðum I bilnum. Reynið nú einu sinni að fara með bensininngjöfina eins og ósoðið egg. Þið verðið undrandi á þvl, hversu marga aukakilómetra þið fá- ið út úr bensingeyminum. Það er eins og verið sé að brynna brezka kappaksturs- manninum þarna á mynd- inni. Svo' er þó ekki, heldur er verið að gefa kappaksturs- bílnum sopann sinn og það eru engir smámun- ir, sem hann innbyrðir. Kappaksturs- menn hugsa I í t i ð u m benstneyðslu, en það er timi til kominn, að við hin gerum það. Marantz á íslandi Neðangreint er þýtt úr danska tæknitímaritinu Popular Radio og TV-teknik nr. 4 1974, en R Kristiansen, sérfræðingur tímaritsins um hljómtæki og hljómtækjaframleiðendur, rit- aði greinina. ”Fyrir nokkrum árum voru gerðar breytingar á reksturs- markmiði hins þekkta, bandaríska hljómtækjafyrir- tækis MARANTZ Co., Inc., Sun Valley, Calif. - Meðan Saul MARANTZ, stofnandi fyrirtækisins, stóð við stjórn- völinn, fór starfsemin, sem ekki var ýkja stór í sniðum, fram á mjög þröngu og sér- hæfðu sviði innan hinnar almennu hljómtækjaframleiðslu, og var markmiðið.að fram- leiða jafn tæknilega fullkomin og vönduð hljómtæki og frekast væri kostur og í mann- legu valdi stæði. Tækjaúrval fyrirtækisins byggðist um langt árabil eingöngu á einum plötu- spilara, einum formagnara, einum smárabyggðum kraft- magnara, einum lampabyggð- um kraftmagnara og einu lampabyggðu FM-viðtæki (tuner). Síðastnefnda tækið var hannað af Dick nokkrum Sequerer, sem síðar stofnsetti sína eigin verksmiðju og hóf þá auðvitað framleiðsluna á FM-viðtæki. Þetta viðtæki er í sannleika sagt það einasta, sem hægt er að nefna í sama orðinu og bera saman við hinn gamla lampabyggða MARANTZ, og þegar það er haft í huga, að framleiðsla þess tækis hófst þegar um 1965 og það er fyrst árið 1972, sem verðugur keppinautur kemur fram á sjónarsviðið, má Ijóst vera, hversu langt Saul MARANTZ og hans menn höfðu í raun og veru náð. - Að sjálfsögðu var verðið í samræmi viö þetta, og voru þetta því tæki hinna fáu útvöldu, og væri maður ekki í þeim hópi, þá voru ódýrari valkostir engir, þannig, að menn urðu þá einfaldlega að snúa sér að öðrum vöru- merkjum. Svona er þetta ekki lengur. Fyrir nokkrum árum var sölu- og framleiðslustefnu fyrirtækis- ins breytt. Var ákveðið að stór- auka tækjaúrvalið og breikka verðsviðið á grundvelli stór- framleiðslu og aukinnar hagkvæmni í framleiðsluháttum, og hefur vaxandi áherzla verið lögð á tæki á skaplegra verði í seinni tíð. - Vissulega hefur þetta orðið til að breyta ásjónu MARANTZs, en þess hefur þó verið vandlega gætt, að varð- veita fjölmörg þau séreinkenni framleiðslunnar, sem til urðu í tíð Saul MARANTZs. - Einhverjum kann að finnast miður, að þessar breytingar skuli hafa átt sér staö, en í þessu sambandi ber að hafa það hugfast, að í staðinn hefur komið, aö verðið er nú komið niður á það svið, sem gerir einnig venjulegum, dauðlegum mönnum, sem þiggja mánaðar- laun, kleyft, að vera með”. Við þetta er raunar litlu að bæta, en okkur er það mikið ánægjuefni að geta nú boðið íslenzkum tónlistarunnendum og hljómtækjakaupendum MARANTZ tækin. NESCO HF Leiðandi fyrirtæki á sviöi sjónvarps-útvarps- og hljómtækja. Verzlun Laugavegi 10 Reykjavík. Simar: 19150-19192-27788

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.