Vísir - 17.12.1974, Blaðsíða 2

Vísir - 17.12.1974, Blaðsíða 2
Visir. Þriðjudagur 17. desember 1974. Tisntsm: Hvert verður nafn ársins? Stefán Ragnarsson, nemandi: — Geir Hallgrimsson. Það var svo gott að fá einhverja breytingu frá vinstri stjórninni. Haukur Guðjónsson, verka- maður: —Nixon alveg örugglega. Hérlendis ja, Geirfinnur til dæmis. Björn Bjarklind, skrifstofu- maður: — Lsirhausinn, ef þeir finna þá eigandann fyrir áramót. Kristjana Guöjónsdóttir, hiis- móðir og saumakona: — Senni- lega Óli Jó, þótt þeir séu margir., sem keppa við hann. Sigriöur Búadóttir, nemandi: — Ég minnist nú ekki neins nafns, sem er eftirminnilegra en önnur frá árinu. Kristinn Eymundsson, bifvéla- virki: — Kissinger alveg örugg- lega. Hann er búinn að gera svo margt á árinu. Ég held nú ekki, að neinn Islendingur sé sérlega minnisstæður frá árinu og þó, Guðmundur Kjærnested kvittaði velfyrirsig með töku Þjóverjans. Sjónvarpið „stal" myndinni Nokkuð margir hafa hringt til blaðsins vegna þess, hversu skyndilega var hætt að sýna myndina „Vesturfararnir”, sem Tónabió hóf sýningar á fyrir nokkrum dögum. Myndin var sýnd í þrjá daga, og sföan var hætt að sýna hana. Þeir, sem hringt hafa, segja, að þarna hafi bióinu orðiðá mis tök, þvi að myndin sé stór- brotið listaverk, sem viðkom- andi vildu alls ekki missa af. Þorvaldur Thoroddsen, fram- kvæmdastjóri Tónabiós út- skýrði ástæðuna fyrir þessari skyndilegu ákvörðun: „Þeir, sem höfðu svona mikinn áhuga á myndinni, létu bara ekki sjá sig. Aðsóknin var svo dræm, að ég ákvað að hætta sýningum. Að visu er slæmur timi núna fyrir mynd sem þessa. Allir eru uppteknir vegna jólaundirbúnings. Ástæðan fyrir þvi, að myndin var samt sett fram, var sú, að á jóladag eiga að hefjast sýningar I sjón- varpinu á nákvæmlega sömu mynd, að visu i aðeins lengri út- gáfu. Sýning þessarar myndar I sjónvarpinu kemur okkur undarlega fyrir sjónir. Þetta er I fyrsta skipti sem ég veit til þess, að sýningarréttur kvikmyndar sé seldur samtimis til kvikmyndahúss og sjónvarps. Við munum leita lagfæringar af hendi dreifingaraðila i þessu tilfelli. Annars var ætlunin að taka Vesturfarana til sýninga, þegar sýningum væri lokið á jóla- myndinni. Það er ekki gott að segja, hvort við tökum myndina aftur til sýninga, eftir að hún hefur verið sýnd i sjónvarpi. En ef hún likar vel I sjónvarpi, eins og reyndin hefur t.d. verið I Dan- mörku, má vel vera, að svo verði”. I Norska leikkonan Liv Ullman, sem leikur annað aðalhlut- verkið I „Vesturförunum” á móti Max von Sydow. Þegar „Vesturfararnir” voru sýndir i danska sjónvarpinu. tæmdust göturnar, og leikkonan hefur öðlazt gifurlegar vinsældir fyrir leik sinn. ÍHALKA A GANGSTIG IM ÖRYRKJANNA | Ingibjörg Jónsdóttir hringdi: „Borgin hefur lofað, að upphit- ívið gangbraut verði sett upp á Imilli strætisvagnabiðstöðvar á ILaugavegi og niður að húsum ;öryrkjabandalagsins við Hátún. ; En i þessum siðustu frostum, •'með tilheyrandihálku, hef ég orð- lið þess áþreifanlega vör, hversu smikil þörf er á slikri gangbraut. sem enn bólar þó ekkert á. Meðan ekki hefur verið gengið frá þessu, vil ég beina þvi til for- ráðamanna húsanna við Hátún, að oftar verði borinn sandur á gangvegi aðhúsunum. Hálkan er það mikil núna, að það er á mörk- unum að hægt sé að komast klakklaust heim úr strætisvögn- um”. Dulorfull „skýrsla" um umferðarlagabrot Bifreiðarstjóri skrifar og sendir meö Ijósrit af skýrslu um umferðarlagabrot: ' „Meðfylgjandi er ljósrit af „skýrslu um umferðarlaga- brot”. Þar kemur fram, að bif- reið hafi verið „lagt upp á um- ferðareyju á Tjarnargötu viö Vonarstræti”. Málið er bara það, að ég get enga umferðareyju fundið á þessum stað, þrátt fyrir mikla leit. Annað i „skýrslunni” finnst mér ekki slður athyglisvert. Þar kemur fram að atburöurinn hafi átt sér stað árið 1974 kl. 13.35. Hvort er ég oröinn vitlaus eða lögregluþjónninn ruglaður ? ’ ’ D. .V 0 SKYRSLA um umferðarlaga ®SáL ökumaður bifreiðarinnar ...... hefur í dag kl. ../.á.o.3$á ..../. ./W.aUJyCT.A Cíý/.JjCCCú. ú/A'J-cy.'ú/.i.*.. ■... A'.QfýAf..... gerst brotlegur gegn þeim ákvæðum um- ferðgrlaga, sem merkt er við hér að neðan: □ 1. Ákvæðum um stöðvunarskyldu. (48. gr. sbr. 65. gr. umferSarlaga). □ 2. Ákvæðum um biðskyldu. (48. gr. sbr. 65. gr. umfcrðarlaga). □ 3. Fyrirmælum um aðalskoðun bifreiða. (18. gr. umferSarlaga). □^4-. Ákvæðum um stöðu og stöðvun ökutækja. ' (51. gr. sbr. 65. gr. umferðarlaga). □ 5. Ákvæðum um gangandi vegfarendur. ‘*r (61. gr. umferSarlaga og III. kafli reglugerðar um umferðarmerkl). Vegna framangreinds brots ber að greiða sekt ajð upphæð kr. ..AA.A.. íTíkissjóð. ............ 197 / £/Staðfír /j,y/ jáagsjitiíi'ní/ Lögreglu&aður nr. Sjá bakhlið /érf 87410000-3 ,OÞARFI AÐ POST- LEGGJA GÓÐAN HUG' — segir biskup og sendir engin jólokort „Ég ætla að biðja presta mina og aðra vini að misvirða ekki, þó að þeir fái ekki jólakort frá okkur hjónum,” segir Sigur- björn Einarsson biskup. Og skýringin á þvi, að þau hjónin senda ekki út jólakort er sú, að þau ætla að verja þeim krónum, sem sparast með þvl, til glaðn- ings eða bjargar örsnauðum. „Mun Hjálparstofnun kirkj- unnar annast milligöngu þar að lútandi,” segir biskupinn. Og hann vill koma þeirri vinsam- legu ábendingu til sinna mörgu góðu vina að fara að sinu dæmi. „Aðrir hafa meiri þörf á þvi aö til þeirra sé hugsað á jólun- um,” segir hann. „Góður hugur i okkar garð kemst til skila, þótt hann sé ekki póstlagður.” Og biskupinn heldur áfram: „1 leiðinni er vert aö minna á, að holl hófsemi I skiptum á jóla- gjöfum milli þeirra, sem einskis þarfnast, og i jólahaldi yfirleitt, gæti orðið svöngum börnum i fjarlægð og bágstöddum heimil- um nær nokkur hjálp ef sparað væri I hjálparskyni. Það væri i anda kristinna jóla.” —ÞJM GOÐUR HUGUR ER EKKI ALLTAF NÓG M.Ó.M. Hafnarfirði, skrifar: „Ekki get ég stillt mig um að lýsa yfir hinni mestu undrun á orðum herra biskups Sigurbjörns Einarssonar, skrifuðum I Visi föstudaginn 13. desember. „Óþarfi að póstleggja góðan hug”. Hvernig getur einn af áhrifameiri mönnum þjóöarinnar leyft sér að hvetja hina pennalötu þjóð til að spara og leggja niður þann ódýrasta kveðjumáta sem I heiöri hefur verið hafður bæði á tslandi og viðast hvar erlendis i mannsaldra. Ekki trúi ég þvi, að jólakortin tilherra biskups lendi i ruslakörí- unni eins og hvert annað blaða- rusl. Hvað er ánægjulegra en að fá jólakveðju i pósti eða bara kveðju frá vinum og ættingjum og jafnvel án sérstaks tilefnis. Það eru áreiðanlega allt of margir, sem ganga fram hjá hálf- ósjálfbjarga gamalmenni, sem biður eftir að komast yfir götu, og senda aðeins hlýjan hug og ósk um, að það komist á endanum yfir, i stað þess að eyða fáeinum sekúndum og leiða gamlingjann yfir, sem mæti það meira en hlýjan hug. Timabært finnst mér nú orðið, að Islendingar fari nú að huga að hinni andlegu velferð, og noti þá til dæmis litla kveðju.senda i pósti, án sérstaks tilefnis. Að öðru leyti er ég sammála herra biskupi og bið eftir jólaboð- skap hans, sem er einn hinn ánægjulegasti dagskrárliður i útvarpi og sjónvarpi”. Tapaði tösku með íþróttabúningum Unglingspiltur varð fyrir þvi óhappi að tapa stórri tösku á fimmtudaginn. 1 töskunni var Iþróttabúningur hans, Iþrótta- skór og armbandsúr af Pierpont gerð. Utan á sjálfri töskunni sem er svört, stendur PUMA. Drengur- inn tapaði töskunni, þar sem hann hafði skilið hana eftir fyrir utan Vitabar. Þegar hann kom aftur, var taskan horfin. Þeir, sem kynnu að verða hennar varir, eru vinsamlegast beðnir að láta lögregluna vita.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.