Vísir - 17.12.1974, Blaðsíða 3

Vísir - 17.12.1974, Blaðsíða 3
Visir. Þriðjudagur 17. desember 1974. 3 — Símakerfi Vestmannaeyinga loksins að komast í lag Þaö er búið að opna nýja simstöð í Vestmannaeyjum I hálfa gátt, ef svo má að orði komast. Það er hægt aö hringja úr landi beint i simanúmer Eyja- skeggja, en þeir sjáifir þurfa aftur á móti að panta sin simtöl i land i gegnum simstöðina eins og fyrr. „Auðvitað er það mjög ánægjulegt, að við skulum nú vera búnir að koma þorra Vest- mannaeyinga I símasam- band. En þrátt fyrir að sjálf- virknin hafi að nýju hafið innreið sina hér á simstöðinni, eiga s i m s t ú 1 k u r n a r erfiða daga fyrst i stað. Það er eins og allir, sem komnir eru með nýja sima, hafi verið aðframkomnir af simleysinu og séu nú að bæta sér það upp. Hringingarnar i land eru svo miklar”, sagði Hilmar Gunnarsson stöðvarstjóri i viðtali við Visi I gær. Sjálfvirka stöðin verður stækkuð i þúsund númer, en það eru um þrjú til fjögurhundruð ný númer, sem þá verða tekin i gagnið. Hefur verið unnið við það myrkranna á milli undan farnar vikur að tengja nýju slmana, og á nú ekki eftir að tengja nema fimmtiu til hundrað sima. Það ástand, að Eyjaskeggjar þurfi að panta i gegnum simstöð númer i landi, varir allt þar til lokið hefur verið við nýju lang- linumiðstöðina i Breiðholti. Simstöðin i Vestmannaeyjum er I sömu húsakynnum og fyrir gos. Tækjakostur stöðvarinnar hefur aftur á móti verið Guðjón Bergsson t.h. tekur á móti bilnum hjá formanni byggingar- endurnýjaður að mestu. —ÞJM nefndar Jacob Mortensen Truflanir á sjónvarpsskermum á Suðurnesjum Veldur sendistöð hersins í Grindavík truflununum? Landssiminn kannaði fyrir helgina, hvað valdið gæti þeim truflunum á islenzka sjónvarpinu, sem Suðurnesjamenn hafa kvartað undan Landssimanum höfðu borizt kvartanir bæði frá Keflavik og Njarðvikum, um að stöðugar linur eða bylgjur gengju yfir skerminn, þegar horft væri þar á islenzka sjónvarpið. Þetta eru svipaðar truflanir og þær, sem Suðurnesjamenn þykjast sjá á skermi Vallar- sjónvarpsins, og þótt herinn hafi ekki viljað viðurkenna það, er altalað á Suðurnesjunum, að truflanir þær séu sendar út viljandi. Þvi þótti Landssfmanum rétt að kanna, hvort hugsazt gæti, að truflanir þessar hefðu einnig áhrif á útsendingar islenzka sjónvarpsins. Nokkuð erfitt reyndist aö staðsetja truflunarvaldinn. Þó sást að lokum, að truflanirnar komu úr Grmdavik. Þvi er loku fyrir það skotið, að Vallar- sjónvarpið valdi truflunum. A hinn bóginn er I Grindavik stuttbylgjufjarskiptastöð hers- ins, og er talið hugsanlegt, að truflanirnar stafi frá henni. Truflanirnar á Vallar- sjónvarpinu má ef til vill rekja til sömu stöðvar, hvort sem truflunin, sem hún veldur, er send út viljandi eða ekki. —JB ÞURFA MIKIÐ AÐ TALA EFTIR AÐ SÍMARNIR VORU TENGDIR AD NÝJU Kokkur fœr Cortinu: Fann miðann í ruslaskúffu ,,Ég var aö róta i ruslaskúffu og fann þá happdrættismiðana,” sagði Guðjón Bergsson, mat- sveinn á stúdentagarðinum, heldur betur kampakátur. Með þvi að bera þá saman við vinningaskrá komst hann að raun um, að hann hafði unnið splunku- nýja Cortinu út á gleymdu mið- ana. Þetta var i happdrætti fær- eyska sjómannaheimilisins, sem er að aura saman i nýja byggingu gistiheimilis sjómanna. Jacob Mortensen, for- maöur bygginganefndarinnar, sem afhenti Guðjóni Cortinuna, skýröi okkur frá þvi, aö safnazt hefðu þrjár milljónir króna I happdrættinu. Vildi hann, að komiö yrði á framfæri þakklæti hans fyrir góðar undirtektir og stuðning við færeyska sjómanna- heimilið. —GÞG— Wilma tekur líka með sér sólógítarleikara Ástralska söngkonan Wilma Reading, sem hingað mun koma um áramótin, hefur til- kynnt, að hún muni taka með sér, auk hljómsveitarstjórans John Hawkins, brezkan sóló- gitarleikar, Robin Hale að nafni. Það verður þvf fimm manna hljómsveit, sem verður Wilmu til aðstoðar á nýársdag i Glæsibæ, aðrir I hljómsveitinni eru Guðmundur Steingrlmsson, Gunnar Ormslev, Arni Scheving og svo auðvitað Hawkins við pianóiö. Ýmsir furða sig á þvi, að Wilma, sem getur valið úr til- boðum frá hljómleikahöllum og stórum skemmtistöðum i veröldinni, skuli verja sinum dýrmætasta tima, áramótun- um, hér á íslandi. Ekki dregur það úr undrun manna, að hún skuli jafnframt geta tekið hingað með sér svo önnum kaf- inn mann sem John Hawkins, en hann er önnum kafinn við að út- setja fyrirfleiri'enWilmu, og má þar m.a. nefna Tom Jones, söngvarann fræga. Wilma hefur útskýrt, hvað það er, sem dregur hana hingað: „Það er kyrrðin og hið vinalega fólk, sem laðar mig til Islands. Hér er svo gott að slaka á, milli þess sem maður skemmtir i skarkala stór- borganna”. Þetta var það svar, sem hún gaf við áðurnefndri spurningu, þegar hún var hér i fyrra — þá i annað sinn. Engin erlend söngkona hefur Wilma og John Hawkins á siðustu árum vakið hér jafn- mikla hrifningu fyrir söng sinn og Wilma. Ja, nema ef vera kynni söngkonan Cleo Laine, sem skemmti hér á Listahátið. Og þá er vert að geta þess, að þaö var Wilma Reading, sem tók við hlutverki Cleo Laine I „Show Boat” á sviði Adelphi leikhússins I London I sumar. Þess má að lokum geta, að átján manna hljómsveit FIH hefur fallið frá hljómleikahaldi með Wilmu og Hawkins að þessu sinni, sökum þess hve þau verða hér á óþægilegum tima. Hins vegar er vitað, að fyrir hljómsveitinni vakir sérstakt hljómleikahald i næsta mánuði —ÞJM V-Þýzkaland ’ Frakkland Bretland Gjaldeyris //Sjóöur" í milljónum dollara Italía Austurríki Svíþjóö Danmörk Maí 1973 f Maí 1974 'H-ÍB.-w, Island/ ____1. maf ___CJJ) 1. desember 1974 Hvað er orðið um auðinn? Foröi flestra Evrópurikja i erlendum gjaideyri hefur þorrið mjög að undanförnu, ekki að- eins hér á landi. Þó er minnkun- in mest hér. A myndinni eru nokkru nýrri tölur fyrir island en hin rikin. Gjaldeyris,,sjóður” rikjanna er sýndur I milljónum doliara, Ijósari „súlan” á að tákna sjóðinn i mai 1973, hin ári seinna. Þó eiga tölurnar fyrir Island við mai 1974 og 1. desem- ber sfðastliöinn. Vestur-Þjóðverjar, Bretar og Hollendingar bættu stöðu sina á þessu timabili. Siðan hefur það breytzt nokkuð, einkum hefur staða Breta versnaö. Athyglis- vert er, hve geysilega mikið Vestur-Þjóðverjar hafa miðað við hina. A þvi sannast auðlegö þeirra. Þá er merkilegt, aö smárikiö Sviss hefur meiri forða af gjaldeyri en Frakkland. Efnahagsvandræði Itala og Dana sjást glöggt á hruni gjald- eyrisstöðu þeirra. Hvaö varð af auðnum? Hann komst að miklu leyti i hendur Araba vegna hækkunar olíu- verösins. —HH LÍFEYRISÞEGAR FÁ STUÐNING ÚR TVEIM ÁnUM Úr tveimur áttum hafa á Alþingi komið tillögur um stuðning viö lifeyrisþega. Þrir þingmenn Sjáifstæðisflokksins flytja tillögu um auknar ellilif- eyrisgreiðslur til lifeyrissjóö- félaga óvérðtryggðra lifeyris- sjóða. Magnús Kjartansson hefur lagt til, að veitt verði á næsta ári 800 milljónum króna meira fé til almannatrygginga en gert er ráð fyrir I fjárlagafrumvarpinu. Þessu fé verði varið til að. greiöa uppbót á tekjutryggingu aidraðs fólks og öryrkja. I þingsályktunartillögu sjálf- stæðismanna er sagt, að Alþingi skuli fela rikisstjórninni að láta kanna, hvort grundvöllur sé fyrir þvi að breyta lifeyrisgreiðslukerfi óverðtryggðra lifeyrissjóða þannig, að eftirlaunagreiðslur þeirra fullnægi eðlilegri fram- færsluþörf sjóðsfélaga. Jafnframt verði kannað, með hvaða hætti unnt verði að tryggja, að allir lifeyrisþegar sitji við sama borð gagnvart eftirlaunum með tilliti til ævitekna og fram- færslukostnaðar á hverjum tima. 1 greinargerð segir, lífeyris- greiðsla til lifeyrisþega i óverð- tryggðum sjóði sé nú aðeins 1/4 hluti af þeirri upphæð, sem lif- eyrissjóðfélagi I verötryggðum sjóði i sambærilegri stöðu og sambærilegum launaflokki fái, ef miðaö sé við, að lifeyrisþegar þessir hafi byrjað aö taka eftir- laun sin i ársbyrjun 1969. Flutningsmenn eru Guðmundur H. Garðarsson, Eyjólfur K. Jóns- son og Pétur Sigurðsson. —HH Regnhlífar - Regnhlífar Regnhlífarnar eru komnar, glœsilegt litaúrval. Regnhlíf hefur alltaf verið kærkomin og nytsöm jólagjöf og svo mun einnig verða i ár. Snyrtivörur Allar snyrtivörur i glæsilegu úrvali. Regnhlífabúðin Laugavegi 11 Simi 13646.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.