Vísir - 01.03.1975, Síða 1

Vísir - 01.03.1975, Síða 1
VÍSIR 65. árg. Laugardagur 1. marz 1975 — 51. tbl. Aldrei fyrr svo hart að okkur vegið, segja stórkaupmenn — baksíða Z-an ruglar ríkisúfgáfuna - baksíða Ríkið sýknað í fóstur- eyðingarmáli - bls. 3 „Nú fara samningar í fullan gang" — sagði Björn Jónsson, forseti Alþýðusambands íslands ,,í gær var okkur kynnt hugmynd um breytingu á frumvarpi til laga um jafnlauna- bætur,” sagði Björn Jónsson, forseti Al- þýðusambands ts- lands, í viðtali við Visi i gær. „Við höfðum ýmislegt við þær að at- huga, þegar samninga- nefnd okkar hafði kynnt sér þær. Við óskuðum eindregið eftir þvi, að við fengjum frið til að prófa að ná samningum við vinnuveitendur, enda nýbúið að visa málinu til sáttasemjara. Eftir þvi sem ég veit bezt,” sagði Björn, „mun það hafa verið samþykkt á fundi rikis- stjórnarinnar i morgun, að þessi breytingartillaga yrði ekki flutt. Við búumst við, að samningar fari nú i fullan gang fyrir milli- göngu sáttasemjara, og fyrsti fundur okkar er ákveðinn á morgun. Ég reikna með þvi, að við fáum næði til að prófa hvað við getum.” 1 breytingartillögu þeirri, sem ákveðið var að flytja ekki, fólst það, að á kaup þeirra, sem nú hafa 60 þúsund krónor eða minna á mánuði, bættust 3600 krónur, en bætur almanna- trygginga hækkuðu almennt um 4%. Að lokum var Björn Jónsson spurður, hvort hann væri bjart- sýnn á samninga: „Allir samningar, þótt stirt hafi gengið, enda með þvi að menn koma sér saman um eitt- hvað. Maður reiknar með þvi, að það verði eins núna, hve langan tima sem það kann að taka. En það endar með þvi að við verðum sammála.” — SH „ÞETTA ER HEIM- URINN MINN" „Þetta er heimurinn minn” var það verkefni, sem þátttak- endur I árlegri og alþjóðlegri Ijósmyndasamkeppni áttu að glima við að þessu sinni. Ljósmyndarar i 58 löndum sendu inn myndir og að sögn dómnefndarinnar, sem nýlega felldi úrskurð sinn, var við- fangsefni myndanna yfirleitt fegurð. Myndin hér á siðunni kom frá Formósu og hafnaði I fjórða sæti. 1 dag, fyrsta inarz, er þess minnzt, að 25 ár eru liðin frá þvi þjóðernissinnar mynduðu stjórn á Formósu. Hinn 87 ára gamli leiðtogi, Chiang Kai-Shek, mun af þessu tilefni koma opinberlega fram, en það hefur hann ekki gert undanfarin þrjú ár. „Að utan” á blaðsiðu sex I dag fjallar um stöðu Formósu á 25 ára afmælinu. Indverskur doktor kynnir íslenzkum stjórnendum nýja tœkni „Samdrátturinn þarf ekki að vera alvarlegt vandamál" Próf. Arni Vilhjálmsson, Ragnar S. Halldórsson forstjóri og dr. M.B. Athreya á námskeiðinu. „Samdrátturinn er ekki al- varlegt vandamál fyrir Islenzk fyrirtæki, ef þau kunna að móta stefnu til langs tlma og ríkis- valdið gerir það lika,” sagði indverski prófessorinn dr. M.B. Athreya, þegar Visismenn hittu hann I gær, þar sem hann var að kenna 27 stjórnendum islenzkra fyrirtækja „stefnumótun.” Arni Vilhjálmsson prófessor i við- skiptadeild kvaðst mundu taka upp þá nýju kennslutækni, sem Indverjinn beitir, en það er at- hugun á raunhæfum dæmum úr rekstri fyrirtækja og hvernig megi nýta þau við rekstur ann- arra fyrirtækja. Erlendis eru til ákveðnar stofnanir, sem safna slikum dæmum, sem þar má kaupa til nota i skólum og viðar. A nám- skeiðinu nú, sem Stjórnunar- félagið hélt, glimdu menn við þessi dæmi, sem indverski prófessorinn hafði valið sér- staklega, þannig að þau kæmu að notum sem fordæmi við is- lenzkar aðstæður. „Hér skortir að stjórnendur fyrirtækja gefi sér tima til að hugsa fram i tim- ann, til nokkurra ára, hafa ákveðin markmið og láta önnur vikja. Menn eru uppteknir við dægurþrasið, „redda” vixlum, og stefnumótunin verður útund- an,” sagði Ragnar Halldórsson, formaður Stjórnunarfélagsins. „Menn i toppstöðum ættu að einbeita sér að þvi að nýta möguleikana, sem fyrirtæki þeirra hafa, á sem beztan hátt.” 1 hinum raunhæfu verkefnum, sem dr. Athreya notar við kennsluna, er itarleg lýsing á stöðu fyrirtækis og þróun til ákveðins tima. Siðan er fengizt við, hvað bezt væri að gera og borið saman við það, sem þetta ákveðna fyrirtæki gerði I raun- inni. „Menn hafa verið mjög áhugasamir og oft verið rifizt,” sagði dr. Athreya um islenzku nemendurna sina. „Það er góðs viti.” Aðferðir hans munu væntanlega teknar upp i Stjórn- unarfélaginu i rikari mæli i framtiðinni. „Raunhæfum dæmum safnað hér” Allt fyrirtækið er i „takinu”, þarna er fjallað um yfirbygg- ingu þess en ekki einstaka hluta nema að þvi leyti sem þeir koma yfirbyggingunni við sem slikri. Menn fást gjarnan við sérstaka þætti, svo sem fram- leiöslu eða sölu, en vilja gleyma sjálfum grundvellinum. Arni Vilhjálmsson kvaðst hafa hafið kennslu i stefnumótun i fyrir- tæki af veikum mætti i fyrra. Hann taldi, að nú mundi við- skiptadeild viða að sér „raun- hæfum dæmum”. Indverski prófessorinn kvaðst vona, að hér á landi yrði safnað nokkrum góðum „raunhæfum dæmum” úr rekstri islenzkra fyrirtækja, sem læra mætti af. Hann benti á, að islenzkir stjórnendur, sem vilja flytja út vörur, gætu lært mikíö af þvi að afla sér slikra dæma erlendis frá. Aðferð þessi er upprunnin i Harvardháskóla i Bandarikjun- um, en þar lauk dr. Athreya prófi. Hann er prófessor um skeið i viðskiptaháskólanum i London en hefur annars aðsetur i Kalkútta, Indlandi. Hingað er hann kominn i boði viðskipta- deildar og Landsbankans með riflegum styrk bankans. Nám- skeið Stjórnunarfélagsins stóð i þrjá daga og lauk i gær.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.