Vísir - 01.03.1975, Qupperneq 6
6
Vlsir. Laugardagur 1. marz 1975
vísm
Útgefandi: Reykjaprent hf. (
Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson )
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson (
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson )
Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Heigason (
Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannes'son /
Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 (l
Afgreiösla: Ilverfisgötu 44. Simi 86611 /I
Ritstjórn: Siöumúla 14. Simi 86611. 7 linur (\
Askriftargjaid 600 kr. á mánuöi innanlands. ji
i lausasölu 35 kr. eintakiö. Blaöaprent hf. \
Hversu mikil byggðastefna?
Flestir munu sammála um, að byggðastefna sé /
eðlileg og nauðsynleg. Flestir telja, að verja þurfi )
fjármunum úr sameiginlegum sjóðum til að jafna i
að vissu marki aðstöðu fólks eftir búsetu i land- í
inu. Flestir telja, að hindra beri eftir föngum
óhæfilega samþjöppun byggðar i einu horni
landsins. (
Enginn virðist hins vegar gera sér grein fyrir, /í
hve mikil byggðastefnan eigi að vera, hversu ))
mikið hún eigi að kosta. Menn forðast að nefna \
tölur i þessu sambandi. Enda er ekki laust við, að (
sumir talsmenn byggðastefnu vilji koma henni i /
flokk hinna heilögu kúa, sem menn skuli trúa á i )
blindni eins og landbúnaðinn og ekki megi mæla \
með neinum tölum. (
Ákveðin prósenta á fjárlögum til byggðasjóðs )
segir ekki alla söguna um byggðastefnuna. Fjár- \
veitingar til byggðamála koma fram með marg- (
vislegum öðrum hætti. Þjóðhagsstofnunin ætti að /
rekja þessa þræði og leggja þá saman til að auð- )
velda fólki að átta sig á, um hversu mikla fjár- \
muni er að ræða. (
Byggðastefna kemur meðal annars fram i þvi, /
að greiðslur rikisins miðað við fólksfjölda eru i )
mörgum tilvikum meiri úti á landi en á Reykja- \
vikur- og Reykjanessvæðinu. Skólar, einkum /
heimavistarskólar, eru dýrari i byggingu og )
rekstri úti á landi. Gerð vega, brúa, hafna og )
flugvalla er lika dýr i dreifðri byggð i stóru landi. \
Þannig má rekja ýmis dæmi um, að rikið hefur //
meiri kostnað af byggingu og rekstri úti á landi )
en á suðvesturhorninu. \
Byggðastefna kemur lika fram i ýmiss konar (
verðjöfnun á vörum og þjónustu, sem dýrara er /
að dreifa i strjálbýlinu en i þéttbýlinu. Raf- )
magnsnotendur i þéttbýli eru skattlagðir til að \
borga niður rafmagnið fyrir hina. Olia og bensin /
eru lika verðjöfnuð, svo og sement og raunar )
fleiri vörur. \
Byggðastefna kemur ennfremur fram i þeim (
forréttindum, sem landbúnaðurinn hefur fram /
yfir aðra atvinnuvegi i styrkjum, uppbótum, )
niðurgreiðslum, fjármagnsútvegun, lánakjörum \
og innflutningsbanni. (
Byggðastefna kemur loks fram i sérstakri pen- /
ingalegri fyrirgreiðslu Byggðasjóðs og raunar )
fleiri sjóða. Þessi tegund byggðastefnu hefur \
stuðlað nokkuð að uppbyggingu atvinnubóta- í
fyrirtækja i ýmsum smáiðnaði viða um landið. /
Þessir ýmsu þættir byggðastefnunnar eru rakt- )
ir hér til að minna á, hve viða má finna byggða- \
stefnu i rekstri þjóðfélags okkar, án þess að nokk- /
ur sérfræðingur, stjórnmálamaður né almennur )
borgari hafi hugmynd um heildarmagnið. Enginn \
hefur hirt um að telja saman einstaka þætti (
byggðastefnunnar og reikna út, hve mikill hluti /
þeir eru samanlagt af útgjöldum og tekjum )
þjóðarinnar. \
Þetta mál þarf að rannsaka til að unnt sé að (
renna stoðum undir raunsætt mat á byggða- /
stefnu. Við þurfum að komast að þvi, hve mikið )
hún kostar, svo að við getum metið af einhverri \
skynsemi, hvort hún er nægileg, of mikil eða of (i
litil. /
Núverandi efnahagsástand ætti að geta sann- )
fært okkur um, að við höfum ekki efni á sjálfvirku \
stjórnleysi á sviði byggðastefnunnar fremur en á /
öðrum sviðum. Þeir, sem ekki trúa i blindni á )
þessa heilögu kú fremur en aðrar slikar, til \
dæmis landbúnaðinn, vilja vita, hversu miklu (
byggðastefnan nemur,i tölumog prósentum talið. /
—JK '
iiiiiimm
UMSJÓNi G. P.
Það hefur litið farið
fyrir Chiang Kai-Shek
siðustu árin, þar sem
hann situr strandaður á
Formósu með af-
komendum þeirra
tveggja milljóna, sem
flúðu með honum
meginland Kina á sinum
tima.— Um þriggja ára
bil hefur Chiang Kai-
Shek ekki komið fram
opinberlega.
En i dag, 1. marz, ætlaði hann
að birtast ibúum Taiwan, eins og
Formósa heitir einnig, i tilefni
þess, að 25 ár eru liðin, siðan
þjóðernissinnar mynduðu stjórn
sina á Formósu. Ekki mun hinn 87
ára gamli leiðtogi taka mikinn
þátt I hátiðahöldunum, þvi að
heilsa hans er farin að biía.
Chiang hershöfðingi var
kosinn forseti Kina 1948, þegar
hann var enn á meginlandinu. Niu
mánuðum eftir það sagði hann af
sér embætti til þess að viðræður
gætu tekizt milli Kuomintang
(þjóðernissinnaflokks hans) og
Kommúnistaflokksins. En
tilraunir til myndunar sam-
steypustjórnar fóru út um þúfur
og kommúnistar sölsuðu undir sig
öll völd á meginlandinu.
Eftir að Chiang, sem var fram-
kvæmdastjóri og formaður
Kuomintang, hafði flúið til
Formósu og með honum tvær
milljónir Kinverja, strengdi
hann þess heit að berjast til
þrautar við kommúnista.
„Það er skylda min að færa
ykkur aftur til meginlandsins, og
ég mun ekki færast undan þeirri
skyldu,” sagði hann stuðnings-
mönnum sinum.
En Harry Truman, forseti
Bandarikjanna, brá fæti fyrir
fyrirætlanir Chiang hers-
höfðingja með þvi að lýsa þvi yfir,
að Bandarikin mundu ekki styðja
hann til innrásar á meginlandið.
Hins vegar varð Kóreustriðið til
þess, að Washingtonstjórnin hét
Taiwan vernd gegn innrás
kommúnista.
-Bandarikjastjórn hafði nánast
afskrifað þjóðernissinna, þegar
meginlandið komst á vald Mao
Tse-Tung. En eftir Kóreustriðið
tók hún að ausa milljónum
dollara til aðstoðar Taiwan-
stjórninni.
Siðari árin hefur Chiang mátt
horfa á Bandarikjamenn sveigja
smátt og smátt frá fyrri stefnu
sinni um skilyrðislausan stuðning
við Taiwan og halla sér meira að
Pekingsstjórninni.
Þetta hafa verið svartnættis-
timar hjá Taiwanstjórninni.
Chiang, sem var endurkjörinn
forseti i fimmta sinn 1972, hefur
reynt að stýra þjóð sinni milli
þessara stjórnmálaskerja. Hefur
Taiwanstjórn fundizt hún standa
uppi vinasnauð og illa svikin, þar
sem fyrri bandamenn hafa allir
snúizt á sveif með Peking-
stjórninni.
Þrátt fyrir þróun málasiðustu
árin, hefur öldungurinn ekki gefið
upp á bátinn aldarfjórðungs-
gamla hugsjón sina — að uppræta
kinverska kommúnista og ráðast
inn á meginlandið.
1 áramótaræðu, sem Chiang
flutti núna um áramótin, sagði
hann: ,,Ef þú beinir öllum þinum
aðgerðum gegn óvinunum og
leggur alla þina orku i baráttuna
gegn kommúnistum, getur þú
hraðað þvi, að harðstjórn
kommúnista liði undir lok.”
Stjórn hans hefur engu fengið
áorkað til að hamla alþjóða
viðurkenningu á stjórn Maos.
Fyrsta áfallið var i júli 1971,
þegar Nixon fyrrum forseti
Bandarikjanna tilkynnti, að hann
ætlaði i opinbera heimsókn til
Peking. Næst vörpuðu Sameinuðu
þjóðirnar þjóðernissinnum út á
gaddinn og tóku Pekingstjórnina
inn i staðinn.
Vandræðin jukust þó enn,
þegar Nixon viðurkenndi i yfir-
lýsingu, sem kom i kjölfar
Chiang Kai-Shek, sem hér sést með konu sinni, er farinn að eldast og
heiisan að bila. — ÞjóOernissinnar eru farnir aO búa sig undir þann dag,
þegar hans nýtur ekki lengur viO.
Velmegun á
Taiwan undir
stjóm Chkmg
Kai-Sheks
heimsóknar hans i febrúar 1972 til
Peking, að Taiwan væri hluti af
Kina. Jafnframt lýsti hann þvi
yfir, að Bandarikin mundu stefna
að þvi að kalla allt sitt herlið frá
eyjunni.
Þrátt fyrir þessar niður-
lægingar virðist staða Chiang
Kai-Sheks sjálfs sterkari en
nokkru sinni fyrr. Þjóðernis-
sinnar lita á hann sem
föðurimynd sina. Innfæddir, sem
illa sætta sig við yfirráð
irinflytjendanna, vita þó vel, að
þeir eiga hagsæld sina honum að
þakka. Hann hefur alla daga
verið leiðarijós þeirra Kinverja,
sem eru andkommúnistiskir.
Taiwanstjórnin vonast til þess,
að velgengni Taiwan á efnahags-
sviðinu siðustu tiu árin eigi eftir
að rétta hlut hennar út á við og
hún muni öðlast frekari viður-
kenningu umheimsins. Taiwan
hefur meiri þjóðartekjur en
nokkurt annað land á þessu
svæði, að undanskildu þó Japan.
Chiang forseti hefur átt mikinn
þátt i að skapa þessa velmegun.
Sextán milljónir manna búa á-
Taiwan (750 milljónir búa á
meginlandi Kina). Millirikja-
verzlun Taiwan er orðin lang-
leiðina meiri en Peking.
Taiwan á viðskipti við um 130
lönd, er hefur stjórnmálatengsl
við einungis fjórðung þeirra.
Þjóðernissinnar hafa notað
verzlunina til að hrinda af stað
mannlegum samskiptum og
menningartengslum.
Hversu lengi Taiwan nýtur
Chiang Kai-Sheks við, er komið
undir heilsu hans. Þvi hefur verið
haldið vandlega leyndu, hvernig
hún raunverulega er. En hann
hefur ekki komið fram opinber-
lega, siðan hann fékk kvefið i júli
1972. En þeir, sem næst Chiang
standa, fullyrða að hann sé jafn-
skarpur og hann hefur verið.
C.K. Yen varaforseti sagði er-
lendum sendifulltrúum sem þáðu
hjá honum boð á dögunum, að
Chiang forseti væri að fullu búinn
að ná sér eftir kvefið og reyndar
lungnabólguna, er hann hafði
fengið upp úr þvi, en að ráði
læknis færi Chiang varlega með
sig. Chiang mætir ekki til dag-
legra starfa i forsetaskrif-
stofunni, en engum dylst, að
engar þyðingarmiklar
ákvarðanir eru teknar án hans.
Samt má sjá teikn þess, að
þjóðernissinnar eru farnir að búa
sig undir þann dag, þegar Chiang
situr ekki lengur við styrið. i
veikindaforföllum hans hefur
Chiang Ching-Kuo axlað æ meiri
skyldur forsetans. Hann er elzti
sonur forsetans.
Þeir feðgar eru um margt likir.
Þó er sonurinn ekki eins einrænn
og faðirinn og blandar meir geði
við almenning.
Eru flestir þeirrar skoðunar, að
þjóðernissinnar muni fara með
völdin áfram eftir að Chiang Kai-
Sheks nýtur ekki við. Völdin muni
aðeins falla i skaut syninum sem
notið hefur tilsagnar öldungsins
og er vel búinn undir að fara með
þjóðarforystuna.