Vísir - 01.03.1975, Blaðsíða 20

Vísir - 01.03.1975, Blaðsíða 20
vísm Laugardagur 1. marz 1975 Ólafur á fundi kaupmanna: Verðlagsstjóri semur drðg að nýskipan verðlags- eftirlitsins — „Engin stjórn, sem ekki getur sagt nei" Ólafur Jóhannesson viðskipta- ráðherra skýrði frá þvi á aðal- fundi Kaupmannasamtakanna, að hann hefði falið verðlagsstjóra og fulltrúa hans að semja drög að frumvarpi um breytingu á verðlagseftirliti. ólafur ræddi um mikilvægi verzlunarinnar, en kvaðst þó ekki mundu hika við að nota sitt vald, ef með þyrfti, þótt sumum kæmi illa, þvi að hann væri ekki settur ráðherra til að hugsa bara um hag verzlunarinnar heldur þjóðarinnar allrar. Það væri engin rikisstjórn, sem ekki gæti! sagt nei, og nokkuð skorti á, að stjórnvöld hér kynnu að segja nei. Við endurskoðun á lögum um verðlagseftirlit mun að þvi stefnt, að eftirlitið verði eitthvað ii likingu við það sem gerist á' öðrum Norðurlöndum. Kaupmenn beindu nokkrum, skeytum að ráðherra, svo seml um reglur um álagningu. Ráðherra sagði, að viðreisnar- stjórnin hefði fjórum sinnum, vinstri stjórnin einu sinni og nú- verandi stjórn tvisvar beitt þeirri reglu að heimila ekki hækkun álagningar nema að hluta, þegar innkaupsverð vara hækkaði vegna gengisfe 11 ingar. Kaupmenn tala um, að álagningarprósentan muni nálgast nullið, ef áfram verði haldiö að nota slika reglu við gengisfellingar. Gunnar Snorrason var endur- kjörinn formaður Kaupmanna- samtakanna. Um varaformanns-, sætið var barizt, og hélt Sveinnj Björnsson skókaupmaður þvi með yfirburðum, fékk 431 at-, kvæði, en Kristmann Magnússon ij Pfaff fékk 134 atkvæði. A fundinum var rætt um stofn- un sjóös til að veita kaupmönnum lán til langs tima, svipað þvi sem gerist i iðnaðinum. Akveðið var að taka þátt i byggingu „húss verzlúharinnar” og veitt heimild til fjáröflunar i þvi skyni. -HH , „ALDREI ÁÐUR SVO HART AÐ OKKUR VEGIÐ" — segja stórkaupmenn og mótmœla aðgerðum ríkisstjórnarinnar „Aldrei hefur verið vegið eins hart að verzlun og verzlunarþjónustu í landinu með beinum opinberum aðgerðum og nú,” segir stjórn Félags islenzkra stór- kaupmanna, sem sendi frá sér i gær greinar- gerð um stöðu verzlunarinnar með tilkomu hinna nýju aðgerða i efna- hagsmálum. Mótmælir stjórnin niðurskurði á rekstrargrundvelli verzlunarinnar I landinu. 1 greinargerðinni segir að stjórn félagsins geri sér grein fyrir þeim vanda, sem að steðjar, og að félagsmenn muni ekki skorast undan að taka á sig þær byrðar, sem sanngjarnar megi teljast. Hins vegar er átalinn seina- gangur stjórnvalda við að ákveða hliðarráðstafanir sam- fara gengisfellingunni. Þá er átalinn dráttur á afgreiðslu gjaldeyris. Hafi sum fyrirtækin ekki fengið gjaldeyri keyptan frá 1. janúar og vörubirgðir sumra þá verið litlar. „Þetta hefur gert islenzka innflytjend- ur að vanskilamönnum gagn- vart umbjóðendum þeirra er- lendis og orðið þjóðinni til álits- hnekkis út á við, sem kann að valda enn versnandi viðskipta- kjörum,” segja stórkaupmenn. Segir i fréttinni að haldi áfram sem verið hefur, verði vart um annað að ræða en að fækka starfsfólki i verzlunar- störfum, en þar munu starfa um 11 þús. manns. t;tlána,,þak” viðskiptabankanna sem frétzt hefur af að sé á næsta leiti mun enn auka vandann og auka sam- drátt i verzlun i landinu. Þá mótmælir félag stór- kaupmanna skerðingu á álagningu verzlunarinnar. Segja þeir að álagningar- skerðingin á 5 mánuðum sé orðin 25%. Sem dæmi taka þeir álagningu á kaffi i heildsölu. Hún var 6.6% i ágúst, en er nú 5.0%. Á skóm var álagning i heildsölu 9.7%, en er nú 7.3%. ,,A sama tima keppist rikis- stjórnin við að hækka opinbera þjónustu meðan álagning einkaþjónustu er skorin við trog,” segir i fréttatilkynningu FIS. Greinargerð sina sendi stjórn Félags isl. stórkaupmanna til rikisstjórnar, þingmanna og fjölmiðla i gær. —JBP— Kom með 17 tonn af þorski eftir nóttina Þrir bátar eru nýlega farnir á þorskanet frá Reykjavik og bafa fengið þokkalegan afla á Bugtinni. Þannig kom Ásþór RE með 17 tonn af góðum þorski eft- ir eina nótt i gær. Ásamt Asþóri hafa Sjóli RE og Steinunn RE verið á þorsk- veiðum og fengið sæmilegan afla, frá þrem til fjórum tonnum upp i 17 tonn Ásþórs, sem er það bezta til þessa. Sá sem varð fyrir svörum hjá Grandaradíói sagði, að þetta væri ekki lakari afli en þeir hefðu til dæmis i Kefiavík. — SH Bátar, sem veiða þorsk frá Reykjavik, hafa fengið bærileg- an afla hér úti iBugtinni. En þá er lika betra að hafa allt klárt, þegar sá guli er við. Ljósm. VIs- is, Bragi. Kvennaárið: LISTIR ÍSLENZKRA KVENNA N Y Z-B REYTING — - segja 1 Æa D t 1 1 1 mw jr þeir hjá N ÝJAR NÁMSBÆKUR Ríkisútgáfu námsbóka ,,Þær bækur, sem við höfum gefið út slðan stafsetningarbreyt- ingin var auglýst á siðasta ári, hafa yfirleitt vcrið með nýju staf- setningunni, alla vega þær, sem við gefum út til langframa,” sagði Jón Emil Guðjónsson, for- stjóri Rikisútgáfu námsbóka I viðtali við VIsi fyrir stuttu. Misjafnt er hversu útgáfufyrir- tæki hafa gengið hart fram i þvi að breyta stafsetningu sinni, en eitt þeirra, Rikisútgáfa náms- bóka, sem gefur út námsbækur sem koma eiga fyrir sjónir skóla- fólks, verður jafnan að breyta strax sinni útgáfu i samræmi við nýjar reglur. „Bókum, sem ég veit að verða aðeins notaðar i eitt til tvö ár, i viðbót hef ég ekki séð ástæöu til að breyta. Þá hef ég fengið undanþágu með þær,” sagði Jón Emil. Rikisútgáfan geymir flestar sinar báekur i stil eða á filmu og prentar þær svo eftir þörfum, yfirleitt þó fyrir meira en eitt ár i senn. Hefur verið lagt i allnokk- urn kostnað við að endursetja þessar bækur eftir að staf- setningarbreytingin gekk i gildi. „Ég get þvi miður ekki sagt á þessu stigi málsins, hversu mik- inn kostnað þetta hefur haft i för með sér. Við gefum út um niutiu titla á ári að öllu meðtöldu. Ég er ekki með á reiðum höndum tölur um það, hversu margar af þess- um bókum hafa verið endursett- ar, en þær eru ekki mjög marg- ar,” sagði Jón Emil Guðjónsson. Reglugerðin um nýju stafsetn- inguna gekk i gildi i haust eftir að Rikisútgáfan hafði gengið frá sin- um bókum fyrir veturinn. Þvi eru flestar bækur, sem notaðar eru i vetur, með eldri stafsetningunni. Reglugerðin um brottnám zet- unnar gekk i gildi nokkru fyrr en aörar nýjar reglur og sagði Jón Emil, að þá hefði strax verið haf- izt handa um að fella zetuna úr bókum útgáfunnar. Yfirleitt þurfti ekki að endursetja bækurn- ar til að fella zetuna úr. „Bækurnar eru mjög misjafnar og sumum er hægt að breyta án þess að setja þær upp. Þetta eru aðallega bækur fyrir yngstu börn- in, sem eru prentaðar i stóru letri,” sagði Jón Emil Guðjóns- son. Fyrir utan þessar breytingar hefur útgáfan þurft að gefa út þrjár bækur beint eða óbeint vegna stafsetningarbreyting- anna. Þetta er bók um greinar- merkjasetningu, bók um islenzka réttritun og stafsetningarorða- bók. „Orðabókin var nú að visu upp- seld orðin, svo hana hefðum við þurft að gefa út hvort sem var. Við þurftum þó að breyta henni i samræmi við nýju reglurnar. Hinar bækurnar tvær eru aftur á móti i beinu framhaldi af nýju reglunum,” sagði Jón Emil Guð- jónsson. „Ég vil nú ekki gera of mikið úr kostnaðinum við þessa breytingu enn sem komið er. En ef þeir fara nú að taka upp zetuna aftur, þá reikna ég með, að við verðum að fara af stað enn einu sinni og setja allar okkar bækur upp á nýjan leik,” sagði Jón Emil Guðjónsson forstjóri Rikisútgáfu námsbóka. — JB 1 fyrsta lagi á sýningin að vera listakonunum hvatning, bæði þeim, sem þegar eru ágætar af verkum sinum og hinum sem eru að hefja listferil sinn. Annar megintilgangurinn er sá, að verða framlag Islenzkra kvenna til samstarfs þjóðanna á kvennaárinu 1975”. Þetta sagði Þórunn Magnús- dóttir, varaformaður Menningar- og friðarsamtaka islenzkra kvenna, þegar við ræddum við hana, en i dag verður opnuð sýningin „List islenzkra kvenna 1975”. Sýningin er i Norræna húsinu og verður opin i 10 daga. 42starfandi listakonur sýna þar verk sín og einnig verða þar verk tveggja látinna listakvenna, Kristinar Jónsdóttur og Júliönu Sveinsdóttur. —EA

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.