Vísir - 25.03.1975, Blaðsíða 1
VISIR
65. árg. Þriöjudagur 25. marz 1975 — 71. tbl.
Konungur myrtur
Faisal konungur Saudi Arabiu var skotinn I morgun af frænda sln-
um geöveikum. Var konungur fluttur i skyndi á sjúkrahús i Riad,
þar sem hann lézt af sárum sinum.
Útvarpiö I Riad greindi frá þvi I morgun, aö frændi konungs,
prins Faisal Musaed Abdul Aziz, hafi gengiö aö konungi undir þvi
yfirskini, aö hann ætlaöi aö hylla hann. Dró hannþá fram skamm-
byssu og skaut á hinn 69 ára gamia þjóöhöföingja.
tJtvarpsþulurinn komst viö, þegar hann skýröi frá þvi, aö staöiö
heföu yfir hátiöarhöld vegna þess aö I dag er fæöingardagur
Múhameös spámanns. Haföi konungur Saudi Arablu móttöku I til-
efni dagsins.
KOM OG BAUÐ 70
ÞÚSUND Á VIKU
— en forróðamenn
stéttarfélagsins fengu
ekki að sjó
róðningarsamninginn
Rafsuðumönnum
hefur verið boðin vinna
á borpöllum i Norðursjó,
sem gefur hátt i 70 þús-
und króna vikukaup, ef
marka má auglýsingu
þar að lútandi. Þetta er
sex mánaða samningur
og mega teljast bærileg
árslaun
Þaö var sænskur doktor, sem
sat hér á Hótel Loftleiðum fyrir
helgina og bauð þessi kjör. Samn-
ingurinn er fyrir hálfs árs vinnu i
Noregi, og voru föst laun í boði 25
sænskar krónur — rúmlega 950
kr. Islenzkar fyrir dagvinnu-
stundina, en 31 kr. sænsk — tæpar
1200 kr. Islenzkar — fyrir eftir-
vinnutlmann. Vikulegur vinnu-
timi var sagður 60-70 stundir.
Fyrir fridaga á að greiða kr. 80
sænskar — um 3000 kr. íslenzkar.
Auk þess var húsnæði I boði fyrir
einhleypa.
Dr. Thor Holmgren, sem stóð
fyrir þessu boði, ræddi við fjölda
manns, þegar hann staldraði hér
við einn dag. Ekki er vitað, hve
marga hann réöi — eða hvort
hann réði nokkra.
„Mér vitanlega gerði hann ekki
neina samningal’ sagði Guðjón
Jónsson, formaður Félags járn-
iðnaöarmanna. „Ef hann hefur
gert það, er það án milligöngu
félagsins. Ég veit ekki til, að Is-
lenzkur aðili hafi haft neina milli-
göngu um mál þessa manns.
Við gátum ekki fengið það
upplýst, frá hvaða fyrirtæki hann
er, en svo er að sjá sem sænskt
fyrirtæki hafi tekið að sér verk-
efni fyrir Norðmenn og ætli sér að
leysa þau með íslendingum.
Hann taldi sig ekki geta látið okk-
ur frá ráöningarsamning, og ég
hef ekki rekizt á neinn, sem hefur
séð þennan samning.
Við vildum fá að kynna okkur
samninginn til þess að hafa hug-
mynd um, hvort þarna væri
tryggilega frá málunum gengið,”
sagði Guðjón. „Félagið skiptir
sér ekki af þvi, hvar félagar þess
vinna, en við höfum varað menn
við að fara I vinnu af þessu tagi,
nema hafa skriflegan ráðningar-
samning. Þegar menn leituðu sér
vinnu héðan á Norðurlöndum
1968-’69, leituöu fyrirtækin beint
til viðkomandi stéttarfélaga og
ráðningar fóru fram fyrir milli-
göngu þeirra, svo tryggilega væri
frá þeim gengið.”
—SHH
Ali: „...og þarna
hefurðu það,
góurinn!!,/
— íþróttaopna m.a.
um rothögg Alis
„Það ætti aö geta veriö 50 prósent ódýrara aö nota harökorn I staö
nagla”, segir ólafur, sem sést hér viö aöra Volvo-bifreiöina, sem
notuö var viö tilraunina meö hina nýju hugmynd á Reykjavlkur-
flugvelli skömmu fyrir hádegi Idag. — Ljósm: Bragi.
„BETRI í HÁLKU
EN NAGLADEKKIN"
— segir ungur maður fró Stykkishólmi, sem hefur sótt um einkaleyfi
ó þeirri hugmynd sinni, að hjólbarðar verði sólaðir með harðkorni
ööru sinni kemur tslendingur
fram á sjónarsviöiö meö hjól-
baröa, sem eiga aö vera öruggir
1 hálku. Og nú eiga naglar aö
veröa óþarfir. Hugmyndin á
sjálfsagt eftir aö vekja heimsat-
hygli, þvi hverjum ætti aö vera
betur treystandi til aö úthugsa
ráö viö hálkuvandamálum en
einmitt Eskimóum uppi á ts-
landi?!!
„Þetta er I rauninni ákaflega
einfalt,” sagði uppfinningamað-
urinn, Ólafur Jónsson, þegar
Vlsir náði tali af honum á
Reykjavikurflugvelli I morgun,
þar sem fyrir dyrum stóðu til-
raunir fneð hjólbarða hans.
„Hjólbarðinn er sólaður með
harðkornum og á þannig að
vera haldbetri I hálku en negld-
ur hjólbarði, „Utskýrði Ólafur.
„1 fjöldaframleiðslu á hjól-
böröum með harðkornum yrði
kostnaðurinn nálægt 50 prósent
af kostnaði viö neglingu. Og þá
má ekki gleyma þvl, að harð-
kornahjólbarðar eru ekki llkleg-
ir til að valda nema óverulegu
sliti á akbrautum miðað við
neglda hjólbarða.”
Ólafur Jónsson hefur starfað
sem kennari og lögregluþjónn,
en er núna einn forgöngumanna
um skelfiskvinnslu I Stykkis-
hólmi.
„Ég var að gera tilraun með
notkun harðkorna við skelfisk-
vinnsluna, þegar mér kom til
hugar að nota mætti harðkornið
á hjólbarða,” sagði Ólafur.
„Það sýndi sig strax, að það
væri óvitlaus hugmynd og nú er
svo komið, að ég hef sótt um
einkaleyfi á hugmyndinni.”
Að sögn ólafs á það að vera
einfalt að blanda harðkornum
saman viö gúmmliö, þegar
baninn er framleiddur. Heild-
arkostnaður á hvern hjólbaröa
ætti að vera um 500 krónur, ef
harðkorninu yrði blandað I
gúmmiið, en um 800 krónur, ef
um sérstaka Isetningu yrði að
ræða.
—ÞJM
Sáttatillaga komin fram
4500 króna grunn-
kaupshœkkun og eftir-
vinna hœkki líka
Sáttasemjari bar I gær fram
sáttatiilögu I vinnudeilunni.
Báöir aöilar höföu hana I athug-
un I morgun og vöröust frétta
um afstööu slna.
Tillagan gengur út á, að kaup-
hækkun til þeirra, sem hafa
laun undir 65.500 krónum verði
4.500 krónur á mánuöi. Kaup-
hækkunin komi á dagvinnukaup
og einnig verði eftirvinnukaup
hækkað að sama skapi. Þannig
mundi ofan á grunnkaupshækk-
unina koma 40% álag fyrir yfir-
vinnu og 80% álag fyrir nætur-
og helgidagavinnu. Með þessu
er þvl komið til móts við kröfur
verkalýðsfélaganna um, að
kauphækkun komi bæði á dag-
vinnu og eftirvinnu, nætur- og
helgidagavinnu.
Vinnuveitendur höfðu boðið
3800 króna hækkun á dagvinnu-
kaup, en I tillögu þeirra hafði
veriö gert ráð fyrir, að eftir-
vinnu,- nætur- og helgidagakaup
hækkaði ekki.
Þetta tilboö vinnuveitenda
var miðað við, að þeir lægst-
launuðu. sem ekki heföu veru-
lega eftirvinnu, nytu góös af
hækkun.
VINNUFRIÐUR TIL HAUSTS?
— baksíða