Vísir - 25.03.1975, Blaðsíða 6

Vísir - 25.03.1975, Blaðsíða 6
6 Vlsir. Þriðjudagur 25. marz 1975. vísir tJtgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjdlfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Bírgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Sfmar 11660 86611 Afgreiösla: Hverfisgötu 44. Simi 86611 Ritstjórn: ISIÖumúIa 14. Simi 86611. 7 linur Askriftargjald 600 kr. á mánuöi innanlands. 1 lausasölu 35 kr. eintakiö. Biaöaprent hf. Togstreita í viðbrögðum Menn biða nú i ofvæni eftir mati aðila vinnu- markaðsins á kjarabótaáhrifum frumvarps rikisstjórnarinnar um efnahags- og fjármála- ástandið. Flestir kæra sig litið um að fá verkföll ofan á annan vanda, sem fyrir er, og fylgjast margir vel með viðtökunum, sem frumvarpið fær. Fyrstu viðbrögð hafa óneitanlega verið heldur neikvæð. Forustumenn launþegasamtakanna hafa gert litið úr áhrifum frumvarpsins á lifs- kjörin. Björn Jónsson hefur talað um, að 4-5% kjarabætur felist i frumvarpinu. Fær hann þá tölu með þvi að meta einskis ýmis mikilvæg atriði i þvi. Eðvarð Sigurðsson hefur gengið lengra og jafn- vel haldið þvi fram, að tollalækkun á ávöxtum muni ekki leiða til lækkunar verðs á þeim, þar sem álagningin sé frjáls. Hér er um grófa rang- færslu að ræða, burtséð frá deilunni um, hvort verðlagshöft eða frjáls álagning gefi lægra vöruverð. Ávextir eru háðir ströngum verðlags- höftum og ströngu eftirliti með hverri einustu sendingu, sem til landsins kemur. Ekki er von á góðu, þegar viðbrögðin eru af þessu tagi. Það bendir til þess, að óhófleg pólitik sé hlaupin i spilið, er menn gripa til sleggjudóma og rangfærslna til að geta gert litið úr kjarabóta- áhrifum frumvarpsins. Er nú svo komið, að Alþýðusambandið hefur hvatt aðildarfélögin til að boða verkfall mánudaginn7. april. Þessi áskorun endurspeglar hin neikvæðu viðhorf til frumvarpsins. Að visu er ekki unnt að ásaka stjórn Alþýðusambandsins fyrir bráðlæti, þvi að samningaviðræður hafa staðið yfir i ýmsum myndum i nokkra mánuði. En æskilegra hefði verið, að stjórn sambandsins athugaði frumvarpið fyrst gaumgæfilega, áður en rasað er um ráð fram i vinnudeilum. Ekki virðist bera þau ósköp á milli sjónar- miða aðila vinnumarkaðsins, að Alþýðusam- bandinu þurfi að bráðliggja á að efna til verk- falls. Ágreiningurinn hefur siðustu dagana nærri eingöngu snúizt um upphæð láglaunabóta og hvort þær skuli leggjast á eftirvinnu. Með sann- gjörnu mati á áhrifum frumvarps rikis- stjórnarinnar ætti að vera unnt að ná samkomu- lagi um ágreiningsefnin án þess að stofna til ófriðar á vinnumarkaðinum. Sett hafa verið fram skýr dæmi um, að frum- varpið felur i sér verulegar lækkanir skatta á lág- launafólki og barnmörgum fjölskyldum. Það hef- ur einnig komið fram, að frumvarpið knýr stjórn- völd til að skera fjárlögin niður um hvorki meira rné minna en þrjá og hálfan milljarð króna. Sá . niðurskurður er vissulega nauðsynlegur til að beina fjármagninu annars vegar til atvinnu- ör>’ggis og hins vegar til lifskjarabóta, en hann er enginn barnaleikur i framkvæmd. f þessum ráðagerðum um niðurskurð rikisút- gjalda felst mikill kjarkur stjórnvalda, sem stjórnendur Alþýðusambandsins mættu gjarnan ‘ virða og láta ekki pólitiska hagsmuni spilla fyrir félagslegum hagsmunum. Verði félagslegu sjónarmiðin ofan á, er unnt að komast hjá verk- föllum, en pólitisku hagsmunirnir leiða hins veg- ar beint i óefni. Almenningur biður i ofvæni eftir niðurstöðu baráttunnar milli hinna félagslegu og pólitisku sjónarmiða. -JK. „En géöi Kissinger, hvernig get ég treyst þvl, aö þingiö rifti ekki þegar á morgun þvl, sem þú lofar mér I dag?” gætu menn haldiö, aö Sadat lorseti væri aö segja viö Kissinger. Fallandi gengi bandarískra loforða „Viö komura aftur, ef okkar veröur þörf og hinir ganga á geröa samninga. Viö munum ekki skilja vini okkar eftir eina á báti.” — Þvilikar yfirlýsingar voru ekki sparaöar, þegar slöasti bandarlski hér- maöurinn kvaddi I Suöur-VIetnam. — Gengi slfkra loforöa hriöfellur. L Skoöanir manna skiptast mjög i tvö horn um, hverja þýöingu það hafi fyrir áhrif Bandarlkjanna og álit út á viö, hversu bandamönn- um þeirra vegnar illa I Indóklna. Tveir helztu ráðherrar Fords Bandarlkjaforseta, þeir Henry Kissinger utanrikisráðherra og James Schlesinger varnarmála- ráðherra hafa haft þungar áhyggjur af synjun Banda- rlkjaþings á tillögu stjórnarinnar um aukna aðstoð við stjórnir Suður-VIetnams og Kambodiu. Dr. Kissinger lét fréttamenn, sem fylgdu honum á ferðum hans I Austurlöndum nær, skilja á sér, að hann kviði þvi, að ósigrarnir I Indókina mundu spilla mjög fyrir áhrifum Bandarikjastjórnar á deiluaðila I Austurlöndum nær og einnig I Kýpurdeilunni. Schlesinger lét þau orð falla I vikunni sem leið, að „fyrir fáum árum var mönnum um og ó, vegna þess hve allt og allir þætt- ust háðir Bandarikjunum. Nú horfumst við i augu við það, að Bandarikin fá litlu til leiðar komið. — Ég er ekki viss um, að sú breyting sé til batnaðar fyrir heiminn.” Einn talsmanna Hvita hússins sagði við fréttamenn á dögunum, þegar þingið hafði til meðferðar tillögur forsetans um aukna að- stoð við Suður-Vietnam: „Ef við getum haldið Suður-Vietnam uppi um skeið og ef við fáum samþykki fyrir 1.300 milljón dollara fjár- veitingu, þá getum við sagt, að við höfum staðið við loforð okkar — jafnvel þótt Saigonstjórnin félli. — Ef ef okkur tekst það ekki, held ég menn fari um heim allan að endurmeta gildi samninga okkar og loforða.” Fréttamaður Reuters hafði eftir stjórnarerindreka rikis, sem er i bandalagi með Bandarfkjun- um (en vildi eðlilega ekki láta nafns sins getið) :,,Við höfum nú horft á Bandarikjaþing að störfum, þing, sem er beinlinis hættulegt öryggi Bandarikjanna sjálfra. Það, sem þar á sér stað, á enga hliðstæðu i mannkyns- sögunni, siðan einangrunar. stefna Norður-Ameriku leið undir lok á öðrum áratug þessarar aldar. — Þetta mun hafa gjör- eyöileggjandi afleiðingar á áhrif Bandarikjanna i Suðaustur Asiu, og haldi svona áfram, verður hvergi tekið mark á þeim.” Fleiri hafa ekki getað orða bundizt, þar sem þeir hafa staðið álengdar og horft á demókrata ónýta hverja áætlun Bandarikja- stjórnar I utanrikismálumá eftir annarri. Þykir þeim með ólikind- um, aö menn skuli ekki sjást meira en svo fyrir i ákafa sinum I stjórnarandstöðunni, að þeir hiki ekki við að grafa undan áliti og trausti þjóðar sinnar meðal bandamanna jafnt sem annarra. Bandarikin, sem hafa verið leiöandi afl innan Atlantshafs- bandalagsins, hafa horft upp á, að eitt og eitt riki er að flosna upp innan þess. Fyrst Frakkland, sem kippti her sinum undan sam eiginlegri herstjórn NATO, en heldur þó áfram stjórnmálasam- starfinu. Siðan Grikkland, sem þoldi ekki við, þegar eitt banda- lagsrikið, Tyrkland, gerði innrásina á Kýpur. Og nú siðast kviða menn þvi, aö Portúgal verði ekki lengi aðili að NATO, ef kommúnistar ráöa þar lögum og lofum.’ Ef öðruvisi hefði árað, hefðu Bandarikjamenn getað friðað Grikki með þvi að þeir skyldu beita áhrifum slnum við Tyrki til þess, að þeir skiluðu aftur norður- hluta Kýpur. En hvaða áhrif ætli Bandarikjamenn geti haft á Tyrki, þegar Bandarikjastjórn hefur ekki einu sinni getað staðið við loforð sin við Tyrklandsstjórn um að sjá þeim fyrir hergögnum. Bandarikjaþing tók fyrir her- gagnaflutning til Tyrkja i refsingarskyni, vegna þess að Tyrkir höfðu notað bandarisk vopn I innrásinni á Kýpur. Þessi hirting megnaði þó ekki að þoka Tyrkjum hið minnsta I Kýpur- deilunni. Hvað tjóar það Kissinger, þegar hann ferðast á milli leiötoga Arabarikjanna, að lofa þeim riflegri aðstoð Banda- rikjanna ef Rússar skyldu sleppa af þeim hendi? — Þeir vita sem er, að Bandarlkjaþing, ef þvi sýnist svo, gerir loforð stjórnar- innar að engu. Þeir eru ekki ginnkeyptir fyrir svoleiðis vei&l- un. Bandarikjaþing heíur á siðustu vikum og mánuðum fellt gerigi bandariskra loforða. Leiðtogar Araba hafa að vfeu mátt þola hvern ósigurinn á eftir öðrum I styrjöldum sinum við Israelsriki vegna aðstoðari Bandarikjanna við Gyðinga. En nú sjá þeir hvernig þolinmæði þg úthald Bandaríkjamanna hefur þrotiö i Indókinastrfðinu, og þeím kemur eölilega i hug, hvort það sama mundi ekki verða upp á teningnum i Austurlöndum nær, ef þeir aðeins þrauka. — Þeim liggur ekkert á að semja. Þóft Bandarikjastjórn sverji og sárt viðleggi, að hún muni aldrei yflr- gefa tsrael i nauðum þess, þá hafa svipaðar yfirlýsingar verið gefnar öðrum, eins og Saigon- stjórninni og Lon-Nolstjórninrii, en reyndust þar fremur inni- haldslitil glamuryrði. Þvi kemur Kissinger heim, án þess að hafa fengið nokkru um þokað.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.