Vísir - 25.03.1975, Blaðsíða 3

Vísir - 25.03.1975, Blaðsíða 3
Vísir. Þriðjudagur 25. marz 1975. 3 Frœgur amerískur í Lista- safninu „Til að verk Frank Stella fengjii notið sin, þurftum við að láta setja upp sérstaka fleka fyrir myndirnar, þvi þær eru litlar og það hefði farið heldur litið fyrir þeim á hinum stóru veggjum Listasafnsins”, sagði Selma Jónsdóttir, forstöðukona safns- ins, I viðtali við VIsi I tilefni aí opnun sýningar hins bandarlska listamanns. „Það tók viku að setja upp sýn- inguna, og á meðan var safnið lokað”, hélt Selma áfram. „Það var Jóhannes Jóhannesson list- málari, sem vakti athygli okkar á þessari farandsýningu, eftir að hann hafði séð hana I Kaup- mannahöfn. Við snerum okkur til Ars Studeo I Höfn og fengum strax vilyröi fyrir þvl, að sýningin fengist hingað”. Og Selma heldur áfram: „Þegar ljóst var, að þessi verk kæmu hingað, leitaði Listasafnið til Menningarstofnunar Banda- rikjanna, sem féllst á að taka þátt I þeim mikla kostnaði, sem er samfara þvl að fá þessa sýningu hingað”. Sýningin kom hingað fyrir mánuði siðan, eða heldur fyrr en búizt hafði verið við. Var þá strax hafinn undirbúningur að uppsetn- ingu hennar, og var sýningin svo opnuö I fyrradag. Stendur hún I liðlega hálfan mánuð. — ÞJM A forsföu Spoex er „maðurinn meö blettina” — merki Samtaka psoriasis og exemsjúklinga. Þetta er sama merki og tilsvar- andi samtök I Noregi nota, og er merkið norskt. — Samþykkt var á siðasta aðalfundi alþjóðasam- bands psoriasissjúklinga að taka þetta merki upp sem sameigin- legt tákn. Spoex hefur göngu sína Spoex heitir rit Samtaka psoriasis og exemsjúkiinga, sem nú hefur hafið göngu.sina. Rit- stjóri cr Asgeir Gunnarsson, sem jafnframt er formaður samtak- anna. Asgeir segir i formála, að með þessu riti sé hleypt af stokkunum fyrsta fræðsluriti sinnar tegundar á tslandi. Hingað til hefur þeim þætti laga samtakanna, að halda skuli uppi fræðslu um psoriasis- og exemsjúklinga, verið gerð skil með útgáfu dreifibréfa, sjón- varpsþátta og dreifingu sænsks fræðslubæklings PSO-Aktuelt, sem samtökin eru áskrifandi að. Félagsmönnum fjölgar stöðugt, og eru þeir nú um 900 talsins. 1 Spoex er að finna marghátt- aða fræðslu um þá sjúkdóma, sem það snýr að. Ritið er tækni- lega vel úr garði gert með mörg- um myndum, 28 siður að stærð auk kápu. — SHH Enginn óhugi oð sigla með fisk á erlendan markað íslendingar hafa ekki minnsta áhuga á fisk- markaði i Bretlandi um þessar mundir, vegna þess hve verðið er lágt. Sama er uppi á teningnum með mark- aði i Hollandi og Belgiu, og ólíklegt er, að þýzki markaðurinn væri nokkru skárri, þótt hann væri íslend- ingum opinn. Kunnáttumenn á þessu sviði telja, að auðhringurinn Uni- lever eigi meöal annars Itök I Associated Fisheries og Birds Eye. Vitað er, að þeir eiga 1 United- Trawlers og Nordsee I Þýzkalandi, sennilega í Findus lika. Það eru þá heldur hæg heimatökin að ákveða verð- lækkun á almennum fiskmark- aði til þess að reyna að afsetja gamlar birgðir á páskaföstunni. En menn eru ekki ýkja bjart- sýnir á, að markaðurinn hress- ist, þótt páskarnir líði. Birgðirn- ar voru miklar og þeir sem Vlsir bar þetta mál undir I gær voru samdóma um, að það geti dreg- izt fram á sumarið, að veröiö hækki, og sumarið er óhentugur timi til að sigla með Isfisk og selja I hlýju veðri. Það má því telja heldur ólik- legt, að Islenzk skip sigli með fisk til sölu á erlendum mörkuö- um fyrr en I haust. ____§hh VELKOMINN, TYR! Nýju og glæsilegu varðskipi var fagnað I Reykjavlk I gærdag. Hinn nýi Týr sigldi inn á Reykjavikurhöfn fán- um skrýddur. „Við höfum alltaf verið tilbúnir að verja landhelgina okkar”, sagði skipherra, Guðmundur Kjærnested, við blaðamenn við komuna. Týr tekur þegar til starfa við gæzluna, og raunar var hann byrjaður fyrir komuna að sinna störf- um slnum, reyndi við björg- un á brezka togaranum D.P. Finn. Velkominn heim, Týr! FROSTIÐ BÍTUR í KINNAR — og engar breytingar sjáanlegar á veðrinu Sklðamenn verða sjáifsagt ánægðir, ef veöur helzt svona um páskana. Engu er þó hægt að lofa um það enn sem komið er, en litlar veður- breytingar eru sjáanlegar. Eftir þeim upplýsingum, sem við fengum á veðurstof- unni I morgun, er búizt við áframhaldi á þvl veðri, sem nú rikir á landinu, hvort svo sem það endist yfir páskana. Óvenjumikið frost er nú á iandinu miðað við árstima. Vlða á landinu er frostiö 10 stig eða meira. Mest frost I byggð var á Grimsstöðum I morgun, 15 stig. i Reykjavik var frostið 11 stig snemma I morgun og ekki örgrannt um, að það biti i kinnar. Norðlæg átt er rlkjandi um allt.land. £1 eru um norðan- vert landið, en bjart sunnan til. Frosti er spáð áfram. —EA \ FORSETI ROTARY HINGAÐ — 750 þúsund Rótarýfélagar i heiminum Forseti alheimssamtaka Rotary kemur til islands þriðju- daginn 1. apríl I tveggja daga heimsókn. Forsetinn William R. Robbins kemur hingað frá Bandarikjunum á ferð sinni til fieiri landa, en eitt af hlutverkum hans er að heiinsækja Rotary- klúbba sem vlðast um heim. 1 alheimssamtökunum eru nú 16 þúsund Rotaryklúbbar, sem starfa viðs vegar um I heiminum, og eru meðlimir þeirra ails um 750 þúsund talsins. Hér á landi er starfandi 21 Rotaryklúbbur og er félagafjöldinn 756. —EA Nú smómiðar fyrir allt landið Deildir R.K.l. ætla nú I april að þvi til Rauða kross starfs innan- hrinda af stað þriðja smámiöa- lands. happdrættinu og fer allur ágóði af Aður hefur verið efnt til tveggja Vilja fjölga matarbökkunum Hundrað og tuttugu manns f£ nú sendar heitar máltiðir frá Reykjavikurdeild Rauða krossins þá þrjá daga i viku, sem boðið er upp á þá þjónustu. Þessi þjónusta Reykjavikurdeildarinnar hófst á öskudegi, útbreiðsludegi R.K.t. og var henni ætlað þriggja nránaða revnslutimabil. Nú er mat dreift i hús öryrkja- bandalagsins og hús aldraðra við Norður--og Austurbrún. Þar sem þessi þjónusta hefur notið vinsælda, hefur Reykjavikur- deildin fullan hug á að vikka út starfsemina, þannig að heitu máltiðunum verði dreift til aldraðra i heimahúsum viðs vegar um bæinn. En þjónustan er ætluð þeim, sem ekki eru færir um að sinna mikilli matseld. Að sögn Reykjavikurdeildar R.K.l. hefur ekki verið ákveðið, hvenær þjónustan verður aukin, en vegna þess hversu vel hefur gengið hingað til, megi reikna með þvi innan skamms. — .111 slikra happdrætta I tilraunaskyni. Þau einskorðuðust við Reykjavik, en nú veröiir miðunum dreift um allt landið á vegum deiida R.K.t. Miðafjöldinn verður eins og i fyrri happdrættunum 400 þús. Happdrættið er fólgið I þvi, að vinningarnir hafa verið dregnir út fyrirfram og kaupa þeir, sem vilja freista gæfunnar þvi innsigl- aða miða. Þessi happdrætti hafa gengið mjög vel, enda þarf ekki að selja nema 120 þúsund miða til þess að Nú eru hugmyndir uppi um það hjá Reykjavikurdeild Rauða krossins að efna til fræðslu um félagsleg vandamál aldraðra i þjóðfélaginu. f ráði er að hafa samvinnu við Félagsmálastofnun Reykjavikur um könnun á vanda- greiða andvirði vinninga. Rauði krossinn hefurfengið leyfi stjórn- valda til að hafa 10 happdrættis- flokka á árinu, (en hægt verður farið i sakirnar i fyrstu.) 1 siðasta smámiðahappdrætti Rauða krossins voru 140 utan- landsferðir i vinning, en nú verða vinningarnir 1100 talsins, þ.e. 250 vandaðar vasatölvur og 850 vönd- uð pennasett i gjafapakkningu. Verðmæti vinninga verður 67% af heildarveltunni. —JB málum aldraðra og efna til umræðu um aðferðir til að leysa þau. Ákveðið hefur verið m.a. að efna til almenns fræðslufundar um þessi mál i næsta mánuði. — JB Félagsleg vandomál ríkari þáttur í starfseminni

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.