Vísir - 25.03.1975, Blaðsíða 5

Vísir - 25.03.1975, Blaðsíða 5
5 Visir. Þriðjudagur 25. marz 1975. ÖND í MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND í MORGUN UTLÖND Þessi mynd var tekin á þeirri stund, sem Henry Kissinger (th.) lýsti þvi yfir, að tilraunir hans tii að koma á samkomulagi milli israels og Egyptalands hefðu beðið skipbrot. Hjá honum stendur Rabin, for- sætisráðherra israels. — Nú hefur Ford lýst þvi yfir, að stjórn hans muni endurskoða aðstoð þá, sem USA hefur veitt löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs. Ætla að endurskoða aðstoð sína við Ar- abalöndin og ísrael Gerald Ford Banda- rikjaforseti lýsti þvi yfir i gærkvöldi, að stjórn hans mundi endurskoða þá aðstoð, sem Bandarikin veita löndum i Austurlönd- um nær. — Kissinger utanrikisráðherra neit- aði þvi þó, að um væri að ræða hefndarráð- stafanir vegna þess, að ekki náðist samkomu- lag i deilu Araba og ísraela. Æði margir hafa þó skilið yfirlýsingu forsetans á þann veg, að hún væri ábending til Israelsmanna um, að þeir yrðu að sýna meiri samningalipurð og skyldu ekki reiða sig um of á aðstoð Bandarikjamanna. Talsmenn stjórnarinnar hafa samt neitað þvi, að þessu væri sérstaklega beint til Israels. Yfirlýsingin hefur kallað fram viðbrögð helztu stuðnings- manna þeirrar stefnu, að Bandarikin styddu tsrael. Benjamin Rosenthal, þingmað- ur demókrata i New York (þar sem búa 3 milljónir Gyðinga), veittist harkalega að yfirlýsingu forsetans. „Þingið getur ekki, má ekki og mun alls ekki leyfa forsetanum eða utanrikisráð- herranum að draga úr aðstoð okkar við Israel”. — Minnti hann á, að Bandarikin hefðu ávallt stutt Israel, frá þvi, að Harry Truman, forseti, hefði markað þá stefnu i mai 1948, þegar Bandarikjastjórn viður- kenndi stofnun tsraelsrikis. Aður en séð varð fyrir, að samkomulagsumleitanir Kiss- ingers i Austurlöndum nær, mundu biða skipbrot, voru uppi raddir um, að þingið mundi ekki verða við beiðni Israels um 1.800 milljón dollara hernaðaraðstoð frá Bandarikjunum. Vegna stefnu þingsins, sem hefur skor- ið niður aðstoð við flest erlend riki, var búizt við þvl, að það mundi lækka þessa upphæð eitt- hvað. — Nú telja menn, að Fordstjórnin muni sjálf lækka þessa upphæð, áður en málið verður lagt fyrir þingið. Ford forseti gaf enga skýr- ingu á þvi, hvers vegna stjórn hans tekur þessa afstöðu á sama tima sem hún hefur meðalgöngu I sáttaumleitunum i deilu land- anna fyrir botni Miðjarðarhafs- ins. En hernaðaraðstoðin er eina trompið, sem hún hefur til þess að leggja á borðið. Telja þvi þeir, sem gagnrýna nú þessa afstöðu, að Washing- tonstjórnin ætli að hræða tsrael til þess að slaka til fyrir kröfum Araba. 24 lönd á svörtum lista Bandaríkjanna Ford forseti undirrit- aði i gær reglugerð um verzlun og innflutning til Bandarikjanna og leiðir af henni, að 24 lönd lenda þar utangátta eða á eins konar „svörtum lista”, eins og frétta- miðlar nefndu það i morgun. Reglugerðin veitir 89 þróunar- löndum sérstakar tollaivilnanir og sömuleiðis 43 ósjálfstæðum iöndum. En utan þessara ivilnana lenda öll 13 aðildarlönd OPEC (sam- taka oliusölurikja) og ennfremur Kýpur, Grikkland, Hong Kong, Israel, Yemen, Portúgal, Rúmenia, Somalia, Spánn, Tyrk- land og Uganda. Hin, sem njóta náðarinnar, öðl- ast allt að 10 ára friverzlunar- samning á hráefni og hálfunnum vörum og nokkrum völdum full- unnum vörutegundum. Þannig er komizt að orði um þessi 24 lönd, sem ekki fá tolla- ivilnanir, að umsóknir þeirra séu i athugun, en áður en þau komi til greina, verða þessi lönd að leysa úr ágreiningi sinum við Banda- rikin. Samkvæmt lögum, sem Banda- ríkjaþing samþykkti i fyrra, eru oliusölurikin útilokuð, nema þau samþykki formlega að útvega oliu gegn sanngjörnu verði. Israel, Spánn, Portúgal, Kýpur, Grikkland og Tyrkland lentu utangarðs vegna þess, að þau eru öll á sérstök im samningum við EBE. — Hong Kong er i athugun, vegna þess að Bandarikjamenn eru ekki vissir um, hvort flokka eigi það með þróunarlöndunum. Leita stuðnings til að nó yfirróð- um skipaskurðar Kolombia, Costa Rica, Panama og Venezuela hafa skorað á önnur riki Suður-Ameriku að styðja Panama i tilraun- um þess að ná fullum yf- irráðum yfir Panama- skurðinum. Þessi ofantöldu riki hafa und- anfarna daga haft með sér ráð- stefnu þar sem þessi áskorun var samþykkt. Yfir standa viðræður milli Pan- ama og Bandarikjastjórnar um nýjan samning, sem tæki við af samkomulagi, sem gert var 1903 um Panamaskurð. Þar var skurðurinn leigður Bandarikja- mönnum um „aldur og ævi”. Viðræður þessar hófust fyrir 11 árum, og þykir Panamamönnum þeim hafa miðað hægt. Óeirðir vegna niður- rifs gamalla húsa Orustunni um ,,gömlu Amsterdam” lauk seint i gærkvöldi með þvi, að lögreglan dreifði þar um 1500 mótmælagöngu- mönnum, en áður höfðu 9 lögreglumenn hlotið meiðsli og 47 göngu- manna verið handtekn- ir. Mikill fjöldi safnaðist saman i hinu skuggalega Nieuw- markt-hverfi i gamla hluta Amst- erdam. Kom þar til átaka, þegar lögreglan þurfti að rýma þar nokkur hús og flytja með valdi burt 30 ibúa þeirra. Sum þessi hús á að rifa niður til þess að leggja þar um járnbrautarlinu. I nokkrar klukkustundir var siðan allt með kyrrum kjörum, unz um 3000 manns marséruðu til miðbæjarins seint i gærkvöidi og lögðu leið sina hjá konungshöll- inni og húsi borgarstjórans. Lög- reglan fékk þó helming þessa mannsafnaðar til þess að fara með góðu, en hinum varð að dreifa með táragasi. Einstöku hópar létu þó ekki segjast og rifu upp götusteina, sem þeir grýttu lögreglumennina með. Varð að fjarlægja þá æst- ustu. Mótmælendur segja, að járn- brautarlagningin spilli heildar- svip þessa forna hverfis, sem þeir vilja láta varðveita. EUROVISION-KíPPNIN Eurovision sönglagakeppnin fór fram á laugardag I Stokkhólmi, en þar fóru með sigur af hólmi nokkur ungmenni frá Hollandi með söngkonuna, Getty Kasper, i fararbroddi. Sést hún hér á myndinni fyrir ofan, eftir að úrslitin voru kunngerð, en það var lagið „Ding, Dinge Dong”, sem leiddi þau til sigurs. En samtímis þessu var efnt til mótmælaaðgerða I Stokkhólmi gegn Eurovision-keppninni, og söfnuðust þúsundir manna saman á Sergelstorginu við gitarspil og söng, eins og neðri myndin sýnir.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.