Vísir - 25.03.1975, Blaðsíða 2

Vísir - 25.03.1975, Blaðsíða 2
Vísir. iM-iðjudagur 25. marz 1975. vfentsm: — Kaupið þér páska- egg? Július Einarsson, skrifstofu- maður: — Nei, það geri ég ekki. Ég gef engin — og sjálfur hef ég ekki lyst á súkkulaðieggjum. Arni Guðmundsson, verka- maður: — Ætli ég kaupi ekki tvö lftil. Ég á tvö börn. Að visu mjög ung, en það er gaman að gefa þeim egg til að glima við. — Nei, frúnni gef ég ekki páskaegg. Hún hefur áreiðanlega ekki áhuga. Einar Jónsson, trésmiður: — Ég er búinn að kaupa tvö egg. Ég á tvö'börn og það tilheyrir óhjá- kvæmilega að gefa þeim páska- egg. — Nei, ég kippti mér ekki upp við verðið. Páskaegg eru jú orðin dýr. En hvað er ekki dýrt i dag? Gunnar Már Torfason, vörubil- stjóri: — Að sjálfsögöu kaupi ég páskaegg. Ég á sex börn og þrjú barnabörn. Nei, ég er ekki búinn að kaupa eggin, en ég er búinn að kynna mér verð þeirra, svona úr fjarlægð. Þau eru orðin dýr, páskaeggin. Ég sá, að þau minnstu — sem voru vissulega lltil — kostuðu 15 krónur. Þetta er dýrt. En hráefnið hefur nú lfklega hækkað mikið eins og annað. Sykurinn i eggin kostar trúlega skildinginn. Trausti Einarsson, 12 ára: — Ég á ekki pening til að kaupa egg sjálf- ur, en mamma kaupir. Ég held að hún sé örugglega búin at kaupa sitt hvort eggið handa okk ur bræðrunum. — Nei, ég ei ekki búinn aö fá leið á að borða páska egg ár eftir ár. En mér finnst frat hvað það er litið inni eggjunum Þaö mætti vera miklu meira. Agúst F'riðþjófsson, bflstjóri: — Nei, ekki lengur, en ég gaf börn unum minum páskaegg, á meðan þau voru yngri. Annað hefði ekki veriðhægt. — Jú, ég á barnabörn en ég geri ráð fyrir, að frúin sjái um að kaupa egg handa þeim... LESENDUR HAFA ORÐIÐ „SÁLARMORÐ ER VERRI GLÆPUR" Elisabet Rósinkrans hringdi: ,,Ég finn mig knúna til að gera athugasemdir við það, að prestur skuli hafa leyft sér að gerast dómari í viðkvæmu máli, þegar hann var i ræðustól. A ég þar við sr. Arngrim Jónsson, sem i útvarpsmessu á sunnudag lét stór orð falla i garð fóstur- eyðinga. Dæmið ekki, predika prestárnir og gerast svo sjálfir dómarar i svo margslungnu máli sem fóstureyðing er. Sr. Amgrimur talaði um grimmd i þvi sambandi. Ég hélt, að prest- ar ættu að vera það viðsýnir að þekkja þær mörgu ástæður, sem kunna að liggja að baki þeirrar ákvörðunar konu að láta eyða fóstri. Það er\ ekkert eins fallegt og að sjá nýfætt barn. En það er heldur ekkert eins hörmulegt og að sjá vanrækt barn og úttaug- aða móður, sem ekki er fær um að annast uppeldi barns sins. Og Ilalldór Karlsson skrifar: ,,Litla sviðið i Leikhús- kjallaranum hefur sýnt sig af þvi að vera skemmtilegasta leikhús höfuðborgarinnar. Leikformið á vel við leikarana og skemmtilegt andrúmsloft skapast i salnum. Þessi salur býður upp á nokkuð teygjanlega möguleika til sviðsetningar. Súlurnar i salnum trufla ekki tiltakanlega og þeim, sem stjórnað hafa uppfærslum i kjallaranum, hefur tekizt að gera það þannig, aö þó að áhorfendur sitji i kring- um sviðið á þrjá vegu ,,eru engir útundan”. Mætti ekki vera með i Leik- húskjallaranum upplestur úr erlendum sem innlendum verk- um, einkum með tilliti til þess, hve sjaldan góð og ný verk t.d. brezkra skálda eru sviðsett i borginni. En það er bezt, að ég komi mér að efninu: Tilefni þess, að ég byrjaði að skrifa þetta bréf er sýningin á „Lúkasi” i Leikhúskjallaranum. Hún kom Farmaður skrifar: ,,Er ekki nokkuð hastarlega vegiö að okkur farmönnum oft á tiðum? Eða hvernig finnst mönnum það hátterni tollgæzl- unnar að stuðla beint að þvi við skipafélagið, að farmanni sé vikið úr starfi fyrir að reyna minni háttar smygl. Ég veit til þess,að gæzlan hefur staðið fyr- ir slikum „auga fyrir auga”-að- gerðum. Nú eru smyglarar dæmdir i sakadómi til sektargreiðslna. fátt er sorglegra en það, þegar mæður verða að gefa frá sér bömin. Gerið ykkur i hugarlund þau áhrif, sem það hefur á móðurina — að ekki sé nú talað um vesalings barnið, sem er ó- velkomið I heiminn. Já, væri ekki æskilegra, að það fæddust heldur færri börn 1 hinum vanþróuðu rikjum, þar sem mæður verða að horfa upp á börn sin deyja úr hungri! Það eru karlmenn, sem hafa i aldaraðir samið lögin. Biblian og hennar lög eru verk karl- manna, hvað þá annað. Ég er sannfærð um að lög okkar væru öðruvisi á ýmsan hátt, ef kven- fólk hefði samið þau eða átt rik- ari þátt I að semja þau. 1 svo viðkvæmu máli, sem fóstureyðing er, geta karlmenn ekki setið i dómarasætinu. Þeg- ar þau mál eru til meðferðar, verða konur að dæma. — Að minnsta kosti á meðan það eru mér mikið á óvart. Ég hafði aldrei séð neitt eftir Guðmund Steinsson og bjóst satt að segja ekki við miklu. Maðurinn fær ekki einu sinni listamannalaun. Svo að ég lýsi nú áliti minu, þá vil ég segja, að þetta verk Guðmundar er mjög leikrænt og þaulhugsað. Málnotkun hans er Ekki nóg með það. Sjómenn þurfa líka að borga fyrir leit, sem framkvæmd hefur verið. Stundum hefur mönnum virzt þessir reikningar allfjarri réttu lagi, en það tjóar ekki að deila við dómarann, skilst mér. Loks koma blöðin og dæma menn lika. „Þriðji vélstjóri á þessu eða hinu skipinu viður- kenndi” o.s.frv. Þarna er maðurinn svo gott sem nafn- greindur. Ekki hef ég enn heýrt getið konur einar, sem ganga með bömin, hafa þau siðar á brjósti og annast uppeldi þeirra með eða án aðstoðar karlmanns. Ef það á að fara að blanda trúarofstæki inn i umræðurnar um fóstureyðingar, má kannski minna á það, að sú vera, sem leitast við að fæðast i þennan heim, kemur aftur siðar. Henni verður ekki gjöreytt. Nú, og það má lika minna á það, að fóstur finnur ekki til fyrstu 12 vikurnar. Það hugsar ekki. Þeir ofstækisfullu vilja kalla fóstureyðingu morð. En gera þeir hinir sömu sér grein fyrir þvi sálarmorði, sem verið er að fremja með þvi að neita konu oft um þá aðstoð? Sálarmorð er verri glæpur en fóstureyðing. Og eitt enn, sem gjarnan mætti undirstrika: — Sú kona, sem lætur eyða fóstri að óþörfu, er ekki fær um að ala upp bam.” tilgerðarlaus og hnyttin. Rómantiskur, hjárænn háttur finnst ekki i leiknum. Allir eru leikararnir svo samstilltir i sýningunni og allur leikur þeirra á þessu sérstæða leik- sviði svo hnitmiðaður að leik- stjórn Stefáns Baldurssonar verður vart oflofuð.” AUGA" um skrifstofumann hjá skipa- félagi, sem látinn var vikja úr starfi fyrir að keyra bilinn sinn fullur. Ekki hef ég heldur séð frétt þess efnis, að Jón Jónsson hjá hinu eða þessu skipafélag- inu hafi verið hirtur fullur undir stýri. Mér finnst hróplegt ósam- ræmi i þvi, hvernig farið er með þá, sem brjóta af sér. Sjálfum finnst mér það mun alvarlegri glæpur að aka fullur en t.d. að reyna að koma i land 5-10 flösk- um af áfengi fram hiá hinu al- sjáandi auga tollgæzlunnar. En tollgæzlan og blöðin virðast sem sé á öðru máli”. Nðfn ánna r a spjöld Ökumaður hringdi: „Vegna atvinnu minnar ek ég mjög mikið um landið þvert og endilangt. A ferðum minum hefur maður lært fjölmörg bæj- arnöfn, þar sem „nafnspjöld” þeirra eru jafnan út við veg. Hins vegar er það svo, að maður þekkir ekki nema einstaka ár, sem á vegi manns verða. Ég vil gera það að tillögu minni, að við hverja brú sé sett á spjald nafn á viðkomandi á. Það er mikil landafræði i þvi fólgin — og eins er það til þess falliö, að menn dragi meira úr ferð ökutækja sinna, til þess að hægt sé að lesa á spjaldið”. „Með áhyggjur af málm- blendi- verk- smiðjunni" Erla Hauksdóttir skrifar: „Hvað er að gerast i okkar landi? Ég vil styrkja þess hag, syngja þeir niðri i Alþingi milli þess sem þeir klóra sig upp úr skuldasúpunni. Nú eru góð ráð dýr. Hvað skal gera? Jú, við reisum stórt og myndarlegt hús. Já, stórt verður það að vera, þvi við erum stórhuga, við Islendingar. En það eru svo litlir peningar til Þurfum við nokkuð að hafa áhyggjur af þvi? Þeir i Union Carbide hlaupa alltaf undir bagga með okkur. En, hvað á að vera i stóra húsinu? Jú, við setjum upp málmblendiverksmiðju. Þannig fáum við gjaldeyri. og allir krakkarnir verða ánægðir. En erum við ekki að selja smábita af landinu okkar? Og hverjum seljum við járnadótið? Hvað er ég annars að hafa áhyggjur af þvi? Jú, ég hef einmitt áhyggjur. Ég erfi landið, og mér er ekki sama, að erlendir auðhringir tröllriði hér húsum, þegar fram liða stundir, eða að ein og ein drápskúla verði kannski hönnuð einhvers staðar úti i heimi af minum iöndum. Lesandi góður, stendur þér á sama?” Skemmtilegasta leik- hús höfuðborgarinnar „AUGA FYRIR AÐGERÐIR?

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.