Vísir - 25.03.1975, Blaðsíða 16

Vísir - 25.03.1975, Blaðsíða 16
vísm Þriðjudagur 25. marz 1975. Flest fermast í Bústaða- prestakalli og Breiðholti Svo til öll börn láta ferma sig. Svo virðist sem aðeins örfá sleppi þvi, og virðist fremur litil breyt- ing á þvi i gegnum árin. Engar tölur eru til yfir fjölda fermingarbarna i ár að sögn dómprófasts séra Öskars J. Þorlákssonar. Ekki eru þær held- ur komnar frá siðasta ári, en árið 1973 fermdust 1854 börn i Reykja- vik og er þar Kópavogur meðtal- inn. Árið 1972 fermdust 1784 börn. Ekki virðast miklar breytingar á fjölda þessi árin. Tiltölulega flest börn fermast I Bústaðaprestakalli og Breiðholti og fjölgar i Breiðholtinu. Hins vegar fækkar i gömlu prestaköll- unum. I Dómkirkjunni fermast 70 börn i vor og svo 10 i haust. — EA| FJÖRUTÍU ERLENDIR VIÐ LANDIÐ Um 40 erlendir togarar eru áj veiðum i kringum landið þessa dagana, samkvæmt þeim upp- lýsingum sem við fengum hjá Landhelgisgæzlunni. Af þeim eru um það bil 30 brezkir togarar, 6-7 þýzkir togar- ar og 4-5 belgiskir togarar. Þykir þessi fjöldi i minna lagi. miðað við árstima. — EAl Eldur í mann- lausu húsi t nótt varð eldur laus I Garða- stræti 11, sem er mannlaust timburhús á baklóð. Þar logaði I timburdrasli I kjallara, en slökkviliðið kæfði eldinn, áður en hann breiddist að ráði út um hús- ið. Þarna hefur áður kviknað i með svipuðum hætti. Talið er, að úti- göngumenn skriði þarna inn i kjallarann og fari óvarlega með eld. — SHH Engin vínhús í Keflavík Þá er útséð um það, að Suður- nesjamenn fái sin eigin vinveit- ingahús á næstunni. Bæjarstjórn hefur lýst sig andviga opnun slikra staða og er álit bæjar- stjórnar á leið til dómsmálaráðu- neytis, sem hefur siðasta orðið. Dómsmálaráðuneytiö hafði óskað eftir þvi, að bæjarstjórnin léti áiit sitt i ljós varðandi tvær umsóknir, sem ráðuneytinu höfðu borizt frá athafnamönnum i Keflavik, sem vildu opna sinn vinveitingastaðinn hvor við Hafn- argötu. Við atkvæðagreiðslu I bæjar- stjórn greiddu fimm atkvæði gegn umsóknunum, þrir voru meðmæltir og einn sat hjá. — ÞJM Samningaviðrœðurnar: Fulltrúar atvinnurekenda voru þungir á svip i herbergi sinu I toll- stöðvarbyggingunni, en einnig þeir viðurkenndu, að þokazt heföi siðustu daga á löngum fundum. VONIR UM FRIÐ TIL HAUSTS — sagði einn samningamanna „Múl á viðkvœmu stigi", segir sáttasemjari Vaxandi bjartsýni rikti i hópi fulltrúa launþega I samningaviöræð' unum, þegar Visismenn litu við hjá þeim I gær Ikaffitimanum. ,,Það eru vonir til þess, að friður verði í sumar, svo að ekki komi til verk- falls fyrr en þá i haust", sagði einn af samninga- mönnum Alþýðusam- bandsins í gær, þegar Vísismenn litu inn hjá samningamönnum í toll- stöðvarbyggingunni. Hann sagði, að ef tækist 'að semja fram til 1. júní um kaupið, þá mætti ganga frá vísitölumálinu á þeim tíma, sem væri til stefnu þangað til. Skattamálin mætti þá taka alveg út úr. Hann sagði, að erfitt væri að meta, hvert stefndi i samninga- viðræðunum, en vonir stæðu þó til, að ekki þyrfti að koma til verkfalla. Menn væru bjart- sýnni en áður. Ef samið yrði fram á vorið, mætti búast við, að menn vildu ekki fara i bar- daga um sumarmánuðina. „Það getur brugðið til beggja vona”, sagði Torfi Hjartarson sáttasemjari i gær. „Staðan er sú, að enn má vona, að ekki komi til verkfalls.” Fundir hafa vérið langir, og vonir voru igærheldur meiri en fyrr um, að samningar tækjust. Sáttasemjari sagði, að málin væru á viðkvæmu stigi. — HH BRUTUST INN OG STALU ÞREM KÖSSUM AF KÓKI mólið upplýst samdœgurs TÍU ÞÚSUND FYRIR HUNDINN — lúxus að eiga hund 6 Akureyri Þrir kassar af kóka kóla voru horfnir úr verksmiðjunni við Stuðlaháls, þegar starfsmenn hennar komu þangað upp eftir kiukkan tiu minútur fyrir átta i gærmorgun. Ekki þurfti lengi að þvi að leita, hver orðið höfðu afdrif kassanna, þvi einhverjir höfðu brotið rúðu við framdyr byggingarinnar og seilzt inn til að opna dyr. Roskinn maður féll á hjóli á Ak- ureyri i gær og hlaut slæman höf- uðáverka. Hann iiggur nú þungt haldinn á sjúkrahúsinu. Maðurinn, sem er 58 ára, var að reiða sonarson sinn á hjólinu, og Um kaffileytið I gær haföi Ár- bæjarlögreglan svo upplýst þjófnaðinn. Þar voru þrir drengir á ferðinni, fimmtán og sextán ára. Þótt lögreglustöðin i Arbæ sé á næstu grösum við kókverksmiðj- una, eru innbrot þar ekki fátið, enda er húsið tiltölulega afskekkt. Þar er hvorki næturvörður né þjófabjalla. —SHH er talið, að pilturinn hafi rekið fæturna i teinana. Við það missti roskni maöurinn vald á hjólinu og steyptist svona illa I götuna. Pilt- inn sakaði litið sem ekki. —SHH Það er óhætt að segja, að það verður lúxus aö eiga hund á Akureyri þetta árið. Leyfis- gjaldið verður 10 þús krónur, en sú upphæð rennur til þess að standa straum af kostnaöi við eftirlit með hundum I bænum. Um 80 hundar eru á skrá á Akureyri. Samkvæmt nýrri samþykkt um hundahald á Akureyri ber hundaeigendum framvegis að hafa hund sinn ábyrgðartryggðan hjá viður- kenndu vátryggingarfélagi, og við greiðslu árlegs leyfisgjalds skal leggja fram kvittun frá tryggingafélaginu, sem sýni, að tryggingin sé I fullu gildi. Leyfisgjaldið fyrir einn hund hefur hækkað mikið frá þvi I fyrra. Þá þurftu þeir, sem áttu hun'da, að greiða um þúsund krónur. Þar af voru 150 krónur i skatt og 850 krónur i hreinsun- argjald. — EA Féll af reiðhjóli og liggur þungt haldinn „Meira nám en fólk fyrsti karlmaðurinn útskrifast sem þroskaþjálfi hér á landi „Jú, þetta er mikið nám á meðan á þvi stendur, og er reyndar miklu meira en fólk yfirleitt heldur,” sagði Björgvin Jóhannesson, fyrsti karlmaðurinn sem útskrifast sem þroskaþjálfi hér á landi. Björgvin útskrif- ast i dag og ásamt hon- um 13 stúlkur. Námið tekur tvö og hálft ár að sögn Björgvins. Skólinn stendur þó aldrei yfir i heilan vetur, heldur skiptist niður á nokkrar vikur eða mánuöi. Með bóklega náminu I skólanum stundaði Björgvin verklegt nám sitt á Kópavogshæli. Jafnframt þvi kvaðst hann hafa unniö á Hrafn- istu. Svo það var sannarlega nóg að gera. „Hlutverk þroskaþjálfa er að heldur... mennta fólk til þess að gegna uppeldi og umönnun vangef- inna,” sagði Björgvin, en marg- ir gera sér hreinlega ekki grein fyrir þvi til hvers þeir eru. „Ég hef ekki séð nokkurn skapaðan hlut athugaverðan við það að vera innan um eintómt kvenfólk i námi. Sumum finnst það kannski svolitið skritið, en ég sé ekki annað en aö það sé allt I lagi”. Einn annar karlmaður er nú við nám I þroskaþjálfun. „Ég býst við að ég vinni við Kópa- vogshælið til að byrja með. Mig langar mjög mikið I framhalds- nám erlendis, en veit ekki hvað verður”. — EA Björgvin Jóhannesson útskrif- ast sem þroskaþjálfi I dag, — fyrsti karlmaöurinn á landinu. Ljósm: Bj. Bj.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.