Vísir - 07.05.1975, Síða 1
VISIR
65. árg. — Miövikudagur 7. mal 1975 —102. tbl.
ÞEIR KEPPA I
REIÐHJÓLAKÚNST
FYRIR ÍSLAND
— baksíða
Þrettón stundo fundur með flugfreyjum
"íruuZ Viðrœður ón verkfalls
fyrír 43% kauphœkkun?
— stöðugt I
sambandi við
fœreyska vini
- bls. 3
e
EKKERT
RÆTT UM
FLUGVÉLA-
KAUP
— segir Pétur
Sigurðsson
— Baksíða
Vottornir
festa rœtur
— boksíða
Losna úr
Súez-
skurðinum
eftir 8
óra lokun
— bls. 5
Flugleiðir báðu flug-
freyjurnar að fresta
verkfallinu, sem hefur
verið boðað frá miðnætti
aðfaranótt laugardags,
og um þetta var rætt frá
klukkan fjögur i gærdag
til fimm í nótt.
Flugfreyjur neituðu þessum til-
mælum, en buðust til að halda
áfram viðræðum, ef Flugleiðir
samþykktu ýmis atriði sem talin
eru jafngilda verulegri
kauphækkun, 43% segja sumar
heimildir. „Það hefur ekkert
komið fram, sem rökstyður, að
við ættum að fresta verkfallinu,”
sagði Erla Hatlemark, formaður
Flugfreyjufélagsins, þegar við
vöktum hana i morgun. Hún
sagði, að vinnuveitendur hefðu
ekki komið svo að heitið gæti til
móts við kröfur flugfreyja.
„Þeir Islendingar, sem óttast
að komast ekki heim vegna verk-
fallsins, geta komið á föstudag.
Þær vélar eru enn létt bókaðar,”
sagði Sveinn Sæmundsson, blaða-
fulltrúi Flugleiða f morgun. Hann
sagði, að yrði verkfall yfirvofandi
á föstudag, mundi verða sérstök
ferð til Glasgow og London klukk-
an niu á föstudagskvöld. Annars
vonuðu menn enn hið bezta, sagði
hann.
Hingað fljúga nú engin erlend
flugfélög reglubundnar ferðir.
„Selfossmólið" nýja:
Aðeins
„Ég veiti blaðamönnum engar
upplýsingar um það, hverjir eiga
að mæta i próf eða hvenær hér I
Kennaraháskólanum,” sagði rit-
ari skólastjóra K.Í., þegar Visir
hafði samband við skrifstofu
skólans skömmu fyrir hádegi i
dag. Það uppiýstist þó, þegar
blm. VIsis fór á staðinn, að eina
prófið, sem var á dagskrá i morg-
un, hefði að engu orðið. Það mætti
aöeins einn nemandi til prófs.
einn mœtti til prófs
Skólastjórinn sat á áríðandi
fundi i morgun, og var ekki vitað,
hvenær þeim fundi mundi ljúka,
en fullvist var talið, að „verkfall”
nemenda væri aðalumræðuefnið.
En nemendur á fyrsta, öðru og
þriðja ári samþykktu á fundi,
sem haldinn var i skólanum sl.
laugardag, að mæta ekki til vor-
prófa, fyrr en skólayfirvöld hafa
endurskoðað afstöðu slna til mæt-
ingaskyldunnar.
Eins og skýrt var frá i Visi sl.
laugardag hafði skólastjórinn til-
kynnt fimm nemendum á fyrsta
ári, að þeir fengju ekki að taka
þátt i prófunum sökum þess, að
þeir hefðu ekki náð 80 prósent
mætingu á vetrinum.
Upplestarfri var þá að hefjast,
en boðað var til fyrsta prófsins i
gærmorgun. Það var próf fyrir
nemendur á fyrsta ári. Til próf-
töku mættu aðeins þrir nemend-
ur. í morgun átti svo að vera próf
hjá nemendum á öðru ári, en
mætingin var enn lakari þar. Það
mætti aðeins einn nemandi til
þess prófs. Næsta próf á dagskrá
er á föstudag, en það er fyrir
nemendur á þriðja ári.
Höfðu nemendur allra þriggja
árganga skólans ákveðið að halda
fund um stöðuna i málinu i hádeg-
inu i dag.
—ÞJM
British Airways hætti fyrir
nokkru og Pan Am var hætt áður.
Flugfélög draga yfirleitt seglin
saman um þessar mundir. Vand-
séð virðist, aö leiguflugvélar gætu
fyllt skarðið, ef flug legðist niður
um talsverðan tima vegna verk-
falls flugfreyja, en stundum er I
verkföllum flugáhafna gripið til
þess ráðs að fá leiguvélar, og
telja flugfélögin það ekki verk-
fallsbrot.
—HH
Krökkunum finnst það ekki
amaiegt að fá að halda á iömb-
um. Enda kunnu þau Þórarinn
og Guðrún aö meta það i morg-
un. Lömbin komu i heiminn i
gærmorgun. Ljósm: Bragi.
„Vó, hvað
þau eru
lítil
og sœt"
Þau kunnu sannar-
lega vel að meta heim-
sóknina til hans Mey-
vants Sigurðssonar i
morgun, krakkarnir
Guðrún og Þórarinn.
„Mega kindurnar
koma út”, sögðu þau,
en Meyvant kvað það
ekki mega, heldur bauð
hann þeim að kikja á
lömbin, sem nú eru ný-
borin.
Þau komu i heiminn i
fyrrinótt og gærmorg-
un. Ein kindin eignað-
ist eitt lamb, en önnur
var tvilembd. „Vá,
hvað þau eru litil og
sæt”, sögðu krakkarnir
og urðu yfir sig hrifin,
þegar þau fengu að
halda á lömbunum.
Meyvant, sem býr að
Eiði við Nesveg, á
annars 6 kindur og einn
hrút. Og það má búast
við þvi, að þeir krakk-
ar, sem eitthvað geta
umgengizt kindur, séu
orðnir spenntir nú þeg-
ar sauðburður er haf-
inn.
— EA/ljósm Bragi.
i