Vísir

Dato
  • forrige månedmaj 1975næste måned
    mationtofr
    2829301234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627282930311
    2345678

Vísir - 07.05.1975, Side 2

Vísir - 07.05.1975, Side 2
2 Vlsir. Miðvikudagur 7. mai 1975. rimsm: Hvaða dýr vildir þú helzt eiga? Friðjón Rafnsson, 6 ára. Ég mundi helzt af öllu vilja eiga höggorm. Af hverju? Ég held bara að það sé svo gaman að eiga einn svoleiðis. Annars á ég dýr núna, — köft. Óskar Sandholt, 9 ára.Hund, mér finnst þeir svo sætir. Ég átti einu sinni hund, og nú langar mig 1 annan. Ólafur Jóhannsson, 10 ára. Mig langar mest i hund, en ég veit nú ekki hvort ég fæ einn. Núna á ég fiska, ég á soldið marga. Georg Kristjánsson, lOára.Mig langar I hund, og svo vildi ég eiga hest. Annars á ég fugl núna, og ég vil eiga hann áfram. Það er páfa- gaukur sem heitir Sponni. Asta Kolbrún Vilbergsdóttir, 9 ára. Hest. Ég á hest en mig langar i annan. Svo mundi ég alveg vilja eiga kýr og mig langar lika að eiga hvolp. Lilja Thcódórsdóttir, 10 ára.Mig langar að eignast kisu. Ég á ekk- ert dýr, en ég átti einu sinni kisu. Ég man samt ekki hvað hún hét. LESENDUR HAFA ORÐIÐ Dýrt barnagaman Viggó Oddsson skrifar frá Jó- hannesarborg: „Fáar þjóðir eru eins ákafar i verndun fornrar menningar og siða og Islendingar. Fornar sög- ur, munnmælasögur, visur og ævintýri verða álika he-ilög eða óhagganlegar staðreyndir og.hjá þeim sem trúa öllu sem stendur i bibliunni, sem er fyrst og fremst saga af frumstæðum flökkuþjóð- um og viðureign þeirra við loft- sýnir, eins og i sumum fornsögum okkar. Var t.d. lýst hvernig Gyðingaguðinn hafði útrýmt heil- um óvinaher sem sat um Gyðingaþorp nokkurt. Fornfræð- ingar fundu út að óvinir Gyðinga hefðu tjaldað við mýrafláka og moskitóflugui: sem báru malariu, hefðu tortimt hernum. Þar eð malaria, kólera og aðrar pestir höfðu ekki verið fundnar upp þeg- ar biblian var skrifuð, var það kraftaverk i augum villimann- anna, hvernig þeir björguðust án blóðsúthellinga. Gyðingaguðinn var máttugur. Grámann i Garðshorni íslenzku ævintýrin eru litið betri en Gyðingasögurnar. Eitt dýrasta barnagaman á íslandi er vafalaust Grámann i Garðshorni, en þar er mikið talað um þúsund kýr eins og hverja aðra fjarstæðu I landbúnaði, enda það fáránleg- astasem höfundi ævintýrisins gat til hugar komið. Þessi (biblia) bábilja hefur orðið svo rótgróin hjá Islendingum; að tala eða skrifa um landbúnað frá hag- fræöilegu og þjóðhagslegu siónarmiði er eins og að skvetta vatni á gæs. Styrki, ekki rök. Einna bezt kemur þetta i ljós, er mikils metinn maður i land- búnaðarmálum spyr hvernig ég muni geta ráðið við þúsund kýr eða/og 10 þúsund kindur, (tvilembdar á sauðburði) er ég gagnrýndi hokurbúskap og styrkjakerfið á Islandi f Visi ný- lega og öðrum blöðum i meira en áratug. Vegur til Akureyrar ár- lega Samkvæmt tölum úr fjárlögum 1965, benti ég á, að leggja mætti um 7 Keflavikurvegi eða næstum þvi til Akureyrar, árlega fyrir bændastyrkina, en þó væru afurð- ir þeirra 2-10falt dýrari en styrkjalausar vörur kollega þeirra erlendis. Þetta mátti ekki koma i islenzkum dagblöðum en Timinn birti greinina „óvart” sem skammargrein um mig og fór jafnvel með atriðin rétt. Það er alvarlegt mál að seilast eftir helmingi af tekjum almennings ár eftir ár og telja það sjálfsagð- an hiut. Er enginn endir á þessu styrkjakerfi skipulagður I framtiöinni? Dýr lúxus Er ekki nóg þarfara við pening- ana að gera en að sóa þeim I kaup á lúxusvörum eins og afurðum sem hægt er að fá erlendis fyrir állka verð og hænsnakorn eitt kostar landsmenn? Þótt hægt sé að rækta banana og korn á Islandi er þetta samt af einhverjum óskiljanlegum ástæðum flutt inn fyrir brot af því verði sem það kostar i innlendri framleiðslu. Almenningshlutafélög Holdanaut gert viða um heim, m.a. i S.Afrfku, þar sem landbúnaður er stórgróðaatvinnugrein i erfiðu landi, þar sem ekki rignir viða i hálft ár, eða allt er á kafi og fé fennir. Ekki veit ég til að eftirfarandi grein um stórbúskap, og hluta- félög almennings, eins og Eykon lagði til hafi birzt i Moggatetri. Grein sem ekki mátti birta Blað eitt i S.Aíriku segir frá heimsókn á búgarð sem er al- menningshlutafélag, ágóðinn var um 7.5% eftir skatta. Leitað var til kauphallarinnar til að fá nægi- legt rekstrarfé. Búskapurinn byrjaöi hægt fyrir um 40 árum en jókst upp I 9000 nautgripi i dag (fyrir 4-5 árum). Til viðbótar eru ræktaðir um 3500 hektarar af mais, aðrir 900 hektarar i FOÐUR og 450 I kartöflugarða. Fyrir nokkru voru.' þeir stærstu kartöfluframleiðendur i landinu, með 1.5milljón poka á ári, en fjöl- breyttari framleiðsla er öruggari. Þeir höfðu þá um 100 ferkiló- teljandi og engir i sumum grein- um framleiðslunnar. Tekjurnar eftir opinber gjöld eru um 50 mill- jón kr. (1970 gengi) á versta þurrkaári I 30 ár. Hokurbúin Yfirbóndinn segir orðrétt: „Þegar þú ert með litið býli er ákaflega erfitt að framfleyta fleiri en þar búa eða vinna. Með öðrum orðum, þótt þess konar býli geti mettað fáeina maga, er framlag þeirra til heildarinnar, þjóðarinnar og efnahagsins svo óverulegt, að þess konar býli eru fremur hindrun en aflvaki i efna- hagsþróuninni. Með tilliti til þessa eru stórbú svarið við fólks- fjölguninni. En þetta þarf mikið fé, meira en flestir bændur geta náð i, þvi eru almenningshluta- félög það sem gæti bætt úr.” Kosningahræðslan Þessa hræðilegu grein sem ég skrifaði og sendi Eykoni hefi ég ekki séð á prenti enn, nema I til- teknum vikuritum til þessa. Grámann 1 Garðshorni er sá metra undir ræktun. Auk þess er nýjasta starfsemi kolanáma sem gefur af sér 21000 tonn á mánuði. Um 1000 manns vinna á búgarðin- um sem hefur eigin verzlanir, verkstæði og þess háttar. (Stefán Aðalsteinsson hélt vist að ég ætti að gera allteinsamallá islenzkan máta) Ég hefi lagt til að komið verði upp þúsund kúa búum á svæðum er bezt henta til ræktunar og að og fráflutninga. Smábýlum skuli fækkað en stórbú verði undirstað- an sem allt miðast við. Smábúum verður aldrei útrýmt, en þau mega ekki vera undirstaðan I svo mikilvægri atvinnugrein. Eykon hjá Mogganum hélt lengi uppi eins manns áróðri fyrir al- menningshlutafélögum. Þetta er Það eru aðallega holdanaut á þessum búgarði, en um 1000 mjólkurkýr eru þar samt sem mjólka um 6000 litra á dag. Um 6000 tonn af heyi þarf á ári auk um 10000 tn. af öðrum fóðurvör- um. Þeir einbeita sér að fram- leiðslu á ungnautakjöti, ólikt kálfakjöti, sem fæst af kálfum 21 dags gömlum. Er ungnautakjötið af 14 mánaða nautgripum hér suöurfrá. Rikisstyrkir eru ekki draugur sem Mogginn og Timinn óttast mest, STÓRBÚSKAP Istað hokurbúa og þess konar niður- drepandi hugsunarháttar. A meðan kosningamisrétti rikir milli þéttbýlis- og dreifbýlisfólks verða efnahags- og landbúnaðar- málin ekki leyst. Austfirðingar hafa ferfaldan kosningarétt á við Reykvikinga og ég hefi alls eng- an, af þvi ég er ekki á skattskrá. Ég legg til að þingmönnum verði stokkað upp á nýtt og svipað kerfi og I S.Afriku tekið upp, kosið á 5 ára fresti til þings og borgar- stjórnar samtimis. Breytilegur þingmannafjöldi t.d. 2000 kjósendur á þingmann, um 50 þingmenn um sinn, fjölgi yfir 3000 I einu kjördæmi, verði þvi skipt og viðbótarþingmaður kjörinn. Þannig mundi Breiðholt, Hliðar og Garðahreppur hafa eigin þing- mann.” // Hin sagan er W a þá leið... // Edgar örn og Ian Joe skrifa „Eins og komið hefur fram i fjölmiðlum undanfarnar vikur, hefur huldumaður sézt viða á Austurlandi, þar á meðal hér I grennd við Eiða, Loðmundar- firði, Hjaltastaðaþinghá, llornafirði og Djúpavogi. I framhaldi af þvi langar okkur til að koma fram gagnrýni á fólk hér austanlands sem dundar sér við það i skammdeginu að semja mergjaðar sögur af ókunnum huldumanni sem á að hafa sézt hér fyrir austan og hegðað sér allósæmilega i grennd við mannabústaði og komum við hér með sögur, sem spunnust hér upp á staðnum, sem dæmi. Sú fyrri er á þá leið að tveir nemendur fóru á snjó- sleða út að eyðibýlinu Gröf sem er skammt frá Eiðum og er þeir komu til baka sögðust þeir hafa séð blóðug spor i snjónum eftir mannveru. Frétt þessi fauk um eins og eldur I bensintanki um nágrennið. Saga þessi barst íil eyma lögreglustjórans á Egils stöðum, sem brá skjótt við og hringdi i annan nemandann og ávitaði hann harðlega fyrir að bera út slikar gróusögur sem hefðu ekki við rök að styðjast. Hin sagan er á þá leið að þrjár ungmeyjar hér á Eiðaskóla hafi séö huldumann þennan og hann hafði hegðaðsér alleinkennilega úti á Eiðavatni. Frétt þessi barst með hraða ljóssins til fjöl- miðlanna og gátu ungmeyjar þessar vart mætt i tima vegna viðtala við fréttamenn. En siðar kom i ljós að þessi undarlega mannvera hafði verið áhuga- samur skiðamaður I framhalds- deild, sem hafði verið að æfa sig fyrir vormót U.I.A. 1 framhaldi af þessu um þá sögu sem spannst upp er skipverjar á tappatogara einum sáu ljós I Loðmundarfirði. Þótti þeim þetta afar undarlegt þvi þeir vissu að ekki var búið þar og til- kynntu sýslumanni N-Múla- sýslu þetta hið bráðasta. Sýslumaður brá skjótt við og fékk menn til liðs við sig til að kanna staðhætti þar og töldu þeir siðar I viðtali við frétta- menn að þarna hefðu verið spor og önnur verksummerki eftir mannveru sem hefði haft aðset- ur sitt þar en okkur er nær að halda að spor þessi hafi verið eftir hreindýr, sem átt hafi leið þar um fyrir skömmu, og hafi sporin afmyndazt i sólarhitan- um. En hugsazt gæti þó, að spor þessi séu eftir rússneskan njósnara, sem hafi verið settur á land þarna. En þetta eru þó aðeins getgátur.”

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar: 102. Tölublað (07.05.1975)
https://timarit.is/issue/239065

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

102. Tölublað (07.05.1975)

Handlinger: