Tíminn - 18.08.1966, Blaðsíða 13

Tíminn - 18.08.1966, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 18. ágúst 1966 ÍÞRÓTTIR TÍMINN ÍÞRÓTTIR Átta belgískir landsliðs- menn í liði Standard Liege -sem leikurá móti Yalsmönnum n.k. mánud.kv. í Laugardal Alf-Reykjavík. — Hvorki meira né minna en 8 belgískir landsliðs- Kærir Keflavík? Alf— Reykjavík. — Allar iíkur ern til þess, að Keflvíkingar kæri síðari leikinn, sem þeir léku gegn Akureyringum í 1. dcild, ,og lauk með jafntefli, 1:1, og krefjist þess að fá bæði stigin. Kæruna ætla þeír að byggja á því, að Akureyri hafi leikið með ólöglegan mann, þ.e. Magnús Jónatansson, en hon- um var vísað af leikvelli á móti Þrótti 9 dögum áður — og átti samkvæmt því að fara í 10 daga keppnisbann. Mun Maghús því hafa verið í keppnisbanni, þeg- ar hann lék gegn Keflavík. Fari svo, að Keflvíkingar vinni kæruna, ankast möguleik- ar þeirra í mótinu, en vart þýddi fyrir Akureyringa að hugsa um sigur. menn eru í liði Standard Liege, sem mætir Val í fyrri leik liðanna í Evrópubikarkeppninni n.k. mánu dagskvöld á Laugardalsvellinnm. Standard Liege er eitt sterkasta félagslið Evrópu og hefnr lagt mörg fræg lið af velli, t.d. Glasgow Rangers. Leikurinn á mánudags- kvöld hefst klukkan 19.30 og hefst sala aðgöngumiða á morgun, föstu dag. í gær boðuðu Valsmenn frétta- menn á sinn fund og gáfu þeim upplýsingar um belgíska liðið og fara þær hér á eftir, en upp- lýsingar um sjálfa ledkmenn- ina birtast í blaðinu á morgun: Knattspyrnufélagið Standard var stofnað af nokkrum skólapiltum í Saint Servais skólanum í Liege árið 1898. Með tímanum varð Standard eitt af stærstu félögum landsins og meðlimum þess fjölgar sífellt. Auk knattspyrnudeildar með 1300 leikmönnuai, eru í fé- laginu deildir fyrir hockey, körfu- knattieik, sund, sundknattleik, borðtennis, judo, blak og rugby. Árið 1921 var Standard komið í fremstu röð í belgískri knatt- spyrnu, og þar hefur félagið verið æ síðan. Aðeins tvö önnur félög í Belgíu geta státað af svipuðum árangri, en það eru félögin Ant- werpen og Beerschot í Anvers. MiHi styrjaldanna eða í tuttugu Leon Semmeling, h. útherji Liege og belgískur landsliðsmaður. ár var Standard einasta vallónska félagið í 1. deild. Framhald áxbls. 15 Flugfélagið gefur GR veglegan bikar - sem íslandsmeistarar keppa um Flugfélag fslands h.f. hefur sýnt þá rausn að gefa Golfklúbbi Reykjavfkur veglegan verðlauna- bikar, sem keppt verður um í fyrsta sinn n.k. laugardag og sunnudag á velli G.R við Grafar- holt, 18 holur hvorn dag (högg- leikur). Markmið þessarar keppni er efl ing starfsemi G.R. og stuðningur við goifíþróttina á íslandi. Verð- launagripurinn i er farandbikar, en 1. og 2. maður hljóta viðurkenn- ingar frá Flugfélagi íslands til minja. Keppnin hefst eins og áður segir n.k. laugardag 20. ágúst kl. 13.30 en dregið verður í riðla kl. 13.10. Að þessu sinni verður nægilegt að tilkynna þátttöku fyrir þann tíma í Golfskálanum, Grafarholtsvelli, sími 14981. Það er mjög sérstætt við keppni þessa, að þátttökurétt eiga^ aðeins fyrrverandi og núverandi íslando- meistarar og klúbbmeistarar viður kenndra golfklúbba á íslandi (í meistaraflokki). Er þegar fyrirsjá- aníegt, að allir helztu meistarar síðastliðinna ára í golfi verða með í móti þessu, og er því vænzt spennandi og skemmtilegrar keppni. Til athugunar fyrir þá félaga, sem hefja ætla leik upp úr hádegi á laugardag, ber þess að gæta, að völlurinn verður lokaður frá kl. 13.15 — 14.30, og einnig á sunnudagsmorgun kl. 8.45 — 10.00. Brezku samveldisleikunum, sem fram fóru í Kingston á Jamaica er lokið og hlutu Englendingar flest gullverðlaunfn. Á myndinni. hér að ofan sést hin fræga enska íþróttakona, Mary Rancl — gullkona á Ol. í Tokíó — ilangstökkskeppni kvenna, en í þeirri grein sigraði hún örugg- lega með því að stökkva vel yfir sex metra. Fram sigraði í Eyjum Alf-Vestmannaeyjum. í gærkvöldi fór fram þýð- ingarmikill leikur í 2. deild íslandsmótsins í knatt- spyrnu. Vestmannaeyingar og Fram léku í Eyjum og Iauk leiknum með eins marks sigri Fram 2:1. Leikurinn var hörku- spennandi og hafði Fram yfirleitt undirtökin og voru úrslitin sanngjörn. Fyrra mark Fram skoraði Helgi (Númason eftir glæsilegan einleik á 31. mínútu leiks ins. í síðari hálfleik dæmdi dómarinn, Magnús Péturs- son, vítaspyrnu á miðvörð • Vestmannaeyinga, Viktor Helgason og skoraði Hlegi Númason örugglega úr víta spyrnunni. Aðeins mínútu síðar barst knötturinn hratt iipp vallafhelming Fram og siemdu Vestmannaeyingar knöttinn í átt að marki. Þor bergur Atlason markvörður Fram kom út hlaupandi á móti og sló til knattarins, en snerti um leið'Bjarna Bald urlsón framherja ÍBV og eftlr'1!viðtal við línuvörðinn, Grétar Norðfjörð dæmdi Magnús dómari vítaspyrnu. Viktor tók vítaspyrnuna og skoraði örugglega, 2:1. Fleiri urðu mörkin ekki, en Fram átti ótal tækifæri til þess að auka bilið, en Lmarkvörður Vestmannaey- Framhald á bls. 14. Markmaður inn skoraði! Á sunnudaginn fór fram leikur í Litlu bikarkeppninni á AkraneBÍ milli heimamanna og Breiðabliks úr Kópavogi. Leikinn unnu Skaga- menn örugglega, 5:0, eftir að hafa haft yfír í hálfleik 2:0. Það bar til tíðinda í leiknum, að Helgi Daníelsson, Akraness-markvörður skoraði 4. markið fyrir Iið sitt — úr vítaspyrnu. Það er óvenhi Iegt,að markverðir framkvæmi víta spyrnur, en Helgi skoraði öraggi lega. j ÓDAUÐLEGA PÓLSKA SKÁKIN Pólski stórmeistarinn, Miguel Najdorf var meðal þátttakenda í Buenos Aires skákmótinu 1939. Er styrjöldin brauzt út í Evrópú óskaði hann eftir að vera kyrr í Argentínu ásamt mörgum öðrum sterkum skák- mönnum úr EvrÖpu. Síðan hef- ur Najdorf unnið margan góð- an sigur. Eitt megin einkennið á Naj- dorf er hið mikla sjálfstraust hans. „Ég ætla að verða heims- meistari" sagði hann í blaða- viðtali á Spáni 1947, og síðan hefur hann ekki sparað kraft- ana en án árangurs — ennþá. Þá hefur verið haft eftir Naj- dorf. „Ég held ég hafi minnstu bóklegu þekkingu í skák allra skákmeistara: „allir eru þeir mér fremri í „teóríunní." En eins og Kmoch og Tartakower (kennari minn) hafa sagt sann ar góður skákmaður getu sína í mið- og endatafli." Heimsmet í blindskák setti Najdorf í Brazilíu 1947, þegar hann tefldi við 45 samtímis. Najdorf vakti fyrst heimsat- hygli 1935 er hann vann skák sem kölluð hefur verið „ódauð- lega pólska skákin" og fer liér á eftir: Hvítt svart Glucksberg Najdorf Varsjá 1935 Hollenzk vörn. 1. d4 f5 2. c4 Rf6 3. Rc3 e6 4. Rf3 d5 5. e3? (Veiking á stöðunni 5.g3 er æs/.ileí.n) 5. . . 6. Bd3 7. 0—0 8. Re2 9. Rg5? 10. Khl c6 Bd6 0—0 Rbd7 Bxh2t (Ef. 10.Kxbh2, þá Rg4t með máthótun.) 10. . . . Rg4 11. f4 De8 12. g3 Dh5 13. Kg2 Bgl!! 14. RxBgl- Dh2t 15. Kf3 Framhald á bls. 15 SkúkÞÚttur T.R

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.