Vísir - 03.06.1975, Side 5
Vlsir. Þriftjudagur 3. júni 1975
5
JTLÖNDI MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖf
Umsjón: Óli Tynes
Enn óeirðir í Ródesíu:
Vopnaðir lögreglumenn
fara eftirlitsferðir
Vopnaðar sveitir lögregiu-
manna fóru eftirlitsferöir um
götur Salisbury I nótt og i morg-
un eftir aft nýjar óeirftir brutust
lít i svertingjahverfi borgarinn-
ar i gærkvöldi.
Ekki kom þó til neinna vopna-
viftskipta og óeiröirnar voru
ekkert I likingu viö það, þegar
lögreglumenn skutu 12 svert-
ingja til bana og særðu 28 um
síöustu helgi, en þeir voru þá aö
reyna að stöðva götubardaga
milli striðandi ættbálka.
Stjórn Ródesiu hefur ekkert
sagt opinberlega um þetta mál,
heldur ekki um atburði helgar-
innar. Það eru tvenn samtök
blökkumanna, sem eiga i deil-
um, Zapu og Zanu. Þau samein-
uöust undir einn fána i desem-
ber siðastliðnum til að eiga
samningaviðræður við stjórn
hvitra um að flytja völdin I
hendur hins svarta meirihluta.
Það hefur þó ekki verið átaka-
laus sambúð. 1 gær sagði einn af
talsmönnum Zanu, að samtök
hans væru andvíg þvi að hefja
undirbúningsviðræður við Ian
Smith, forsætisráðherra. Ætlun-
in var, að undirbúningsviðræð-
umar leiddu til fundar viö Bret-
land um tafarlausa valdatöku
svartra manna.
Fyrrnefndum talsmanni var
fleygt út um glugga, þegar hann
mælti á móti fundinum og þar
með brutust óeirðirnar út.
Svíar herðo
öryggis-
gœzlu við
sendiróðin
Sænska sendiráðift i
London nýtur nú sérstakrar
varftgæzlu, eftir aft sænska
utanrikisráðuneytift sendi út
tilskipanir um að herfta allt
öryggiseftirlit. Venjulega er
götulögreglumaftur á verði
vift erlend sendiráft, en þaft
sænska hefur fengift sérstak-
an mann frá Scotland Yard.
Sænski sendiherrann i
London staöfesti blaða-
fregnir um þetta. Hann
sagði, að þessu væri þó ekki
einungis beint að sendiráð-
inu i London, heldur hefði
öryggisgæzla verið aukin við
allar opinberar sænskar
stofnanir erlendis. Þetta er i
beinu framhaldi af innrás
hryðjuverkamanna i vestur-
þýzka sendiráðið i Stokk-
hólmi og vegna sprengjunn-
ar, sem sprakk I húsi sænsku
verzlunarnefndarinnar i
Paris.
Biðu björgunar
í 24 klukkust.
Froskmönnum hefur tekizt að
bjarga fimm mönnum úr oliu-
borturni, sem hvolfdi á Mexikó-
flóa á sunnudag. Mennirnir
fimm höfftust vift i Ibúftarhluta
turnsins, þar sem loftþrýstingur
hélt sjónum úti. Þeir voru búnir
aft bifta björgunar I 24 tfma og
loftift orftift hálf fúlt hjá þeim.
Sjötta mannsins er leitað
áfram. Á myndinni er björg-
unarskipift komift á vettvang og
froskmennirnir eru aft búa sig á
afturþilfarinu.
Afbrot
CIA eru
ekki
stór-
vœgileg
— Rockefeller
róðleggur
þó ýmsar
breytingar
Bandaríska leyniþjón-
ustan CIA hefur gert sig
seka um ýmiss konar ólög-
legt athæfi en hefur ekki
framið nein stórkostleg
lögbrot/ miðað við heildar-
starfsemina og grundvall-
artilgang leyniþjónustunn-
ar, að sögn Nelsons Rocke-
fellers, varaforseta.
Fyrir fimm mánuðum skipaði
Ford forseti Rockefeller formann
átta manna nefndar, sem átti aö
kanna starfsemi CIA. Það var
gert eftir að komið höfðu fram á-
sakanir um, að leyniþjónustan
hefði ólöglega njósnað um banda-
riska þegna.
„Leyniþjónustan hefur gert
hluti, sem hún hefði ekki átt aö
gera,” sagði Rockefeller. Hann
sagði, að ekkert væri þó i skýrsl-
unni, sem hann mun afhenda for-
setanum, sem honum myndi
bregða sérlega við.
Það þýddi þó ekki, að ástandið
yrði óbreytt: „Við höfum ráðlagt
ýmsar endurbætur til að koma i
veg fyrir ólöglega starfsemi i
framtiðinni”.
r ■
Harðri EBE baróttu
að Ijúka í Bretlandi
— úrsögn veikir mjög efnahaginn,segir Jenkins
Áróðursbaráttan vegna ar um hvort Bretland skuli
þjóðaratkvæðagreiðslunn- vera áfram í Efnahags-
Roy Jenkins, innanrikisráftherra, ásamt brezkri húsmóður, á einum
fundanna sem verkamannaflokkurinn hefur haldift vegna EBE. Hús-
móðirin Vicki Crankshaw var aft sýna mönnum, hversu mikift dýrara
væri aft vera utan bandalagsins, hún haffti verift I innkaupaferft I
Noregi, þar sem matvörur eru helmingi dýrari.
bandalagi Evrópu er nú á
lokastigi, en gengið verður
til kjörs næstkomandi
fimmtudag.
Búizt er við miklum átökum um
þetta mál innan Verkamanna-
flokksins, en þótt spenna hafi ver-
ið mikil, hefur flokkurinn þó ekki
sundrazt, að sögn Roy Jenkins,
innanrikisráðherra. „Flokkurinn
kemur til meö að sleppa betur frá
þessu en ég þorði að vona. Skað-
inn innan hans verður minni en ég
bjóst við.”
Jenkins sagði, að það myndi
hafa mjög alvarlegar afleiðingar
fyrir Bretland að segja sig úr
bandalaginu. „Við yrðum miklu
veikari á eftir. Traust á okkur
myndi dvina og það hefði slæm á-
hrif á atvinnulif, fjárfestingu og
útflutning.
Baráttan milli andstæðinga og
stuðningsmanna aftildar að EBE
hefur verið geysilega hörð undan-
farnar vikur. I byrjun reyndu
stjórnmálamenn að taka á mál-
inu með festu og rökhyggju, en
ekki leið á löngu þar til öllum
brögðum var beitt til að koma
eigin málstað á framfæri og gera
litiö úr málstað andstæöingsins.
Þaö er enda ekki svo litið i húfi.
SADAT VAR OVENJU
MJÚKMÁLL UM
ÁKVÖRDUN ÍSRAELA
Anwar Sadat, forseti
Egyptalands, var óvenju
mjúkmáll um israela eftir
að Yitzha Rabin, forsætis-
ráðherra israels tilkynnti,
að í tengslum við opnun
Suez-skurðar myndi israel
fækka um helming í liði
sinu á bakka skurðarins og
flytja burtu stórskotalið
sitt og meginhluta skrið-
drekasveitanna.
Það var áreiðanlega engin til-
viljun, að Rabin tilkynnti um
þetta á sama tima og Sadat og
Ford Bandarikjaforseti ræddust
við I Salzburg. Sadat hefur á und-
anförnum mánuðum notið vax-
andi virðingar vegna siendurtek-
i.nna yfirlýsinga sinna um æski-
leika þess að ná samningum um
varanlegan frið. Israel hefur orð-
ið undir i þeirri baráttu, séð frá
pólitisku sjónarmiði.
ísraelar hafa auðsjáanlega ætl-
að sér að opna dyrnar a.m.k. i
hálfa gátt, nú þegar Ford forseti
er persónulega að hefja þátttöku i
friðarumleitunum.
Sadat sagði i sjónvarpsviðtali,
að þessi ákvörðun Israela væri
mjög jákvætt skref i friðarátt.
Aðspurður um, hvort Egyptar
myndu leyfa israelskum skipum
að sigla um Suez-skurð, sagði for-
setinn, aö héldu ísraelar áfram á
sömu braut og sýndu fleiri merki
um raunverulegan friftarvilja, þá
yrði það ekkert vandamál. Skip-
um þeirra yrði þá velkomiö að
nota skuröinn.
Suez-skurður veröur opnaður i
þriðja sinn með hátiðlegri athöfn
næstkomandi fimmtudag. Hann
hefur tvisvar lokazt vegna hern-
aöarátaka, siðan hann var fyrst
opnaður fyrir 106 árum.
HÆGFARA VALDATAKA KOMMÚNISTA í LAOS
Kommúnistar i Laos eru
nú smámsamanað taka öll
völd i sínar hendur. Litrik
plaköt eru hengd upp á
vissum opinberum bygg-
ingum, þar sem þess er
krafizt, að einhverjum
hægri manni verðí vikið úr
embætti. Plakötin eru sögð
komin frá óánægðum
verkamönnum.
Viðkomandi hægri manni er þá
vikið úr embætti og i hans stað
settur einhver, sem er leiðitamari
viö Pathet Lao. Þótt Pathet Lao
neiti þvi, að samtökin hyggist
taka öll völd I landinu, eru menn i
litlum vafa um það, hver I raun-
inni gefur skipanirnar.
Þeir hafa þó farið sér óvenju
hægt, þvi að það er enginn vafi á,
að þeir geta gert nákvæmlega
þaö, sem þeir vilja og gætu verið
búnir að mynda hreina kommún-
istastjórn, ef þeir kærðu sigum.
Það má og sjá merki þess, að
nokkur átök séu innan Páthet
Lao, milli „hægfara” og harð-
linumanna.
Þeir fyrrnefndu sjá enga
ástæðu til að kalla yfir sig for-
dæmingu heimsins meö þvi að
„fleygja út um gluggann” sam-
komulaginu frá 1974,sem gert var
til að binda enda á 10 ára strið I
landinu. Hinir sjá enga ástæðu til
að hugsa neitt um það og vilja
hrifsa til sin öll völd fyrst þeir
geta þaö. Búast má við aö bilið
milli þessara afla breikki enn
næstu daga, eftir þvi sem
kommúnistum tekst betur og
betur að hreiðra um sig i fleiri og
fleiri stjórnunarstólum.