Vísir

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúní 1975næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    293012345
    6789101112

Vísir - 27.06.1975, Blaðsíða 2

Vísir - 27.06.1975, Blaðsíða 2
2 Vlsir. Föstudagur 27. júnl 1975. VÍSIBSm: Lesiö þér minningargrein- ar dagblaðanna? Þorbjörg Guömundsdóttir, hús- móðir. bað geri ég þvi aðeins að ég kannist við fólkið. Kristrún Eiriksdóttir, húsfrú. Ég les alltaf allar minningargreinar, hvort sem ég kannast við fólkið eða ekki. Reyndar kaupi ég það dagblað sem flytur flestar minn- ingargreinarnar einungis vegna þessa. Gunnar Jónsson, stöðumælavörö- ur. Venjulega geri ég það ekki. Það er bara ef það eru einhverjir nákunnugir sem verið er að skrifa um. Gunnlaugur Vilhjálmsson, verka- maður. Já, það geri ég næstum alltaf. f þeim er mikill fróðleikur um liðna tíð. Og maður verður bara anzi ættfróður á að lesa þær. Þorvaldur Jónasson, bilavið- gerðamaður. Já, ég lit alltaf yfir þær. Og þá er það oft sem ég sé greinar um fólk, sem ég vissi ekki einu sinni að væri látið. Þorsteinn Einarsson, verkstjóri. Það er nú frekar litið um það. bó geri ég það stundum ef ég sé, þeg- ar ég lit yfir siðuna, að ég þekkti manneskjuna sem verið er að skrifa um. Óskar býöur blaðamanni VIsis aö ganga I bæinn. Torfhúsið er heimili þeirra hjóna. í vinstra horni myndarinnar efst vottar fyrir Suöur- landsveginum. Vefa og ala geitur ó heiðinni: BÝLIÐ ÞEIRRA ER BYGGT ÚR TORFI • • Myndir af Fjallabæjunum I Þistilfirði, Adam og Evu og Hveradöl- unum prýða veggina I litla gallerlinu I Flengingarbrekku. Vegfarandi, sem leið á um Hellisheiðina og tekur eftir bæ efst á Flengingarbrekku i Hveradölum verður að teljast mjög glöggur. Það er rétt svo að hægt sé að greina kofana, sem þarna er búið i, neðan frá veginum, ef vitað er af þeim. Torf- ið, sem þekur þá, felur þá fullkomlega i lands- laginu. Þeim, sem koma gangandi ofan frá Skarðsmýrarfjalli og fram á bæinn, þar sem hann hvilir undir háum hamri upp af Hveradölum, detta fyrst úti- legumenn eða Inkar i hug. Torfkofarnir eru grafnir inn i jörðina og i kringum þá er hlað umlukt 'hlöönum grjótvegg. Utan við grjótvegginn eru geit- ur á beit og hænsni sjást i kring- um kofana sjálfa. Hvorki er þarna simi eða raf- magn né nein nútimaþægindi önnur. Ein kolakamina sér fyrir upphitun og matarsuðu. Þarna er búið og heitir bónd- inn Óskar Magnússon og hús- freyja Blómey Stefánsdóttir. Geitabóndinn „Maðurinn getur ekki lifað á Hjónin óskar Magnússon og Blómey Stefánsdóttir á hlaðinu á heiðinni. Ljósmyndir JIM. neinu einu sér,” segir bóndinn, þegar hann er spurður um sitt lifibrauð þarna á heiðinni. „Við höfum hænsnin og geit- urnar. Geiturnar hafa að vlsu litið gefið af sér enn. Þær mjólka aðeins dreitil og engri þeirra höfum við slátrað hingað til. Einnig hef ég stundað verka- mannavinnu i Reykjavik og unnið hjá Steingrimi i Skiða- skálanum,” segir Óskar. Óskar býður gestum sinum i húsið, sem er byggt úr tilfall- andi kassafjölum og timbri þöktu tjörupappa og torfi. Lágt er til sigins loftsins og stutt til veggjanna en plássið er engu að siöur vel nýtt undir listina. Heimilið undir torfunum er þak- ið vefnaði og málverkum eftir hjónin. Myndefnið er einkum Matthias Jochumsson, Stalin og Halldór Vilhjálmsson á Hvann- eyri. Sum verkin hafa farið svo langt sem til Danmerkur á sýn- ingu ásamt öðrum verkum alþýðulistamanna. Ekkert af verkum þeirra hjóna seldist þar en einu var stolið, og fékkst það bætt. „Ég hef lengi málað, en eftir að ég fór ásamt konu minni á námskeið I Myndlista- og hand- iöaskólanum og lærði vefnað, hefur það verið min list”, segir Óskar. „Vefnaðurinn er list alþýðu- mannsins. Ekkert horn er það dimmt og ekkert hreysi það smátt að þar megi ekki vefa teppi. Málaralistin er hins veg- ar yfirstéttarlist,” segir óskar. Varð óvart Nixon „Hérna hafið þið einnig myndir af Jónasi Hallgrims- syni, Þorsteini og Stephani G. Hver haldið þið svo að þessi þarna sé?ÞettaerNixon. Atti að visu fyrst að vera Matthias en A upplyftu gólfi er rekkjg þeirra hjóna að finna. Myndir af Halldóri Vilhjálmssyni skólastjóra á Hvann- eyri þekja veggina.

x

Vísir

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-0872
Tungumál:
Árgangar:
72
Fjöldi tölublaða/hefta:
22953
Gefið út:
1910-1981
Myndað til:
25.11.1981
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir, greinar um innlend sem erlend málefni
Styrktaraðili:
Fylgirit:
Síðar útgefið sem:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað: 142. Tölublað (27.06.1975)
https://timarit.is/issue/239123

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

142. Tölublað (27.06.1975)

Aðgerðir: