Vísir - 27.06.1975, Blaðsíða 5

Vísir - 27.06.1975, Blaðsíða 5
Visir. Föstudagur 27. júni 1975. REUTER AP/NTB ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND í MORGUN Umsjón: Óli Tynes INDIRA ER FÖST I SESSI MEÐ 700 ANDSTÆÐINGA í FANGABÚDUM SÍNUM Allt virt ist með kyrr- um kjörum i Indlandi I morgun og Indira Gandhi virðist föst I sessi enda búin að láta handtaka nær 700 pólitiska andstæðinga sina. biö5 0g frétta- stofur geta heldur ekki gefið neinar upplýsingar um, hvað í rauninni er að gerast í landinu, þvi að for- sætisráðherrann hefur einnig fyrirskipað al- gera ritskoðun. HUn heldur þvi stift fram, að ekki hafi verið annars úrkosta en lýsa yfir neyðarástandi og fyrirskipa fjöldahandtökur, þvi að hún hafi fengið fregnir af viðtæku samsæri gegn stjórninni. Jafnvel ekki i striðinu ’71 Ekkert þessu likt hefur nokkru sinni áður gerzt i Ind- landi og stjórnmála- sérfræðingar treysta sér ekki til að spá neinu um, hvað nU gerist. Talsmaður stjórnarinnar sagði fréttamönnum, að fregnir um breytingu á stjórninni væru hreinn uppspuni. Hann var spurður hvers vegna hefði verið gripið til svona róttækra ráðstafana nUna, þegar það hafi jafnvel ekki verið talið nauðsynlegt i striðinu við Pakistari 1971. Hann sagði, að þá hefði þjóðin skipað sér i lið með stjórninni og hún hefði engar áhyggjur þurft að hafa af innanlandsmálum. Og Rússar fagna Enn eru ekki farin að berast viðbrögð við þessum aðgerðum Indiru Gandhi, nema hvað RUssar fögnuðu i Izvestia undir fyrirsögninni: „Áfall fyrir hægra samsæri”. Yfirleitt hafa þessar aðgerðir komið svo á óvart, að menn eru varla búnir að átta sig. BANDARÍKIN HÆTTA STUÐNINGI VIÐ SÞ EF ÍSRAEL VERÐUR VIKIÐ AF ÞINGINU Það er nær öruggt, að Bandaríkin munu hætta ailri efnahagsaðstoð við Sameinuðu þjóðirnar, ef ísrael verður rekið úr samtökunum. Banda- riskir embættismenn vinna nú að því bak við tjöldin að vara aðildar- riki við þessu. Bandarikjastjórn óttast, að riki þriðja heimsins kunni að gripa til þess óyndisúrræðis að gera tsrael brottrækt. Og þau hafa þann meirihluta sem nauðsynlegur er til þess. UndirbUningsnefnd hinna svo- nefndu óháðu rikja samþykkti á fundi I Havana nýlega að fara þessa leið, þótt formaður nefndarinnar, Abdellatif Rahal, segðist efast um, að það yrði framkvæmt á þessu ári. Sendiherra Bretlands hjá SÞ sagði fréttamönnum i gær, að það yrðu endalok Sameinuðu þjóð- anna, ef Bandarlkin hættu stuðn- ingi við þær. Bandariskir em- bættismenn sögðu, að jafnvel þótt aðild yrði haldið áfram, myndi pólitiskur stuðningur við tilveru samtakanna minnka verulega. Auk þess væri fullvist, að Bandarikjaþing myndi neita frekari fjárveitingum til samtak- anna nema ísrael fengi aftur sæti sitt. Æfing Þeir sem eiga oliuborturna I Norðursjónum, hafa af þvf nokkrar áhyggjur að hryðjuverkamenn kunni að reyna að vinna á þeim skemmdarverk. Haldnir hafa verið fundir um sameiginlegar varnir og æfingar farið fram. Hér á myndinni er brezka freigátan HMS Tartar við einn turnanna á æfingu. Víkinga- sveit er á leið á borpallinn með þyrlu. Þrír féllu í viðureign FBI við Indíóna í Suður-Dakota Tveir rikislögreglu- menn (FBI) og einn Indiáni féllu í skotbar- daga i Pine Ridge i Suð- ur-Dakota i gær. í morg- un sátu þrjátiu rikislög- reglumenn um hús, þar sem talið var, að niu Indiánar hefðu viggirt sig. Rikislögreglumennirnir tveir, sem báðir voru 28 ára gamlir, komu til hússins til að handtaka Indiána fyrir mannrán og ofbeldi. Vitni töldu, að a.m.k. niu menn hefðu hafið skothrið á þá. Indiáninn, sem féll, var 19 ára. Ekki er vitað hvort það var hann, sem átti aö handtaka. Pine Ridge er um 50 kflómetra frá Wounded Knee, þar sem Indiánar viggirtu sig 1 fyrra og héldu þvi vigi sinu i 71 dag til að mótmæla meðferð á Indiánum i rlkinu. Talsmaður Indiána sagði, að mikill liðsauki væri á leiðinni til Pine Ridge. Rússar senda Amin vopn í gegnum Kenya Lögreglan i Kenya stöðvaði i gær lest fimm risastórra sovézkra skriðdrekaflutninga- bila, sem voru á leið til Uganda. Á flutningabilunum voru brynvarðir vagnar, að þvl er virtist troðfullir af loftvarnaeld- flaugum. Fimm Rússar stjórn- uðu lestinni. Hergögnunum hafði verið skipað á land úr rússnesku skipi I Mombasa, en þaðan eru tæplega þúsund kiló- metrar til Uganda, sem liggur hvergi að sjó. RUssarnir fimm voru yfir- heyrðir og þeir siðan sendir Ur landi með flugvél — til Uganda. Hergögnin voru skilin eftir i Ut- jaðri Nairobi, undir eftirliti nokkurra Ugandamanna, sem höfðu verið með i ferðinni. Lög- reglan i Kenya hefur svo gætur á öllu saman. Yfirvöld i Kenya segja, að Rússarnir hafi haft leyfi til að fara um landið, en þeir hafi enga heimild haft til að vera þar i marga daga með hergagna- flutningalest. Hins vegar hafa menn ekkert viljað segja um hvað verði gert við þessi nýju vopn Amins.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.