Vísir - 27.06.1975, Blaðsíða 16
vísir
Föstudagur 27. júni 1975.
Eitt stendur
ó pokunum
— annað stimplað inn
„Gamla” sykurveröiö viröist
enn þvælast fyrir mönnum.
Blaöamaöur Visis geröi I gær
könnun á þvi, hvaö sykurkilóiö
kostaöi I nokkrum verzlunu. Hjá
SS-verziuninni á Skólavöröustig
var gefiö upp langhæsta veröiö.
Siöar kom svo i ljós aö verö haföi
veriö gefiö upp frá þvi aö dýra
veröiö réö rikjum. Þvi viröist sem
pokum sé annaö hvort ýtt innar I
hillur eöa kippt inn á lager, þegar
slikar veröbreytingar eiga sér
staö, en fullyrt er, aö viöskipta-
vinir séu aöeins látnir borga kr.
307/- þótt hærra verö standi á
umbúöunum.
Viöskiptavinirnir verða heldur
betur aö vera varir um sig. Þeir
lesa 413/- kr á umbúðunum, en
siðan eiga þeir ekki aö borga
nema 307/- krónur.
— BA
Tvö innbrot
í Hafnarfirði
í nótt
Innbrotsþjófar heimsóttu I nótt
Kaupfélag Hafnarfjaröar og
Sláturhús Hafnarfjarðar. 1 kaup-
félaginu var stolið einhverju af
fatnaði, en skiptimyntin var skil-
in eftir. Frá Sláturhúsi Hafnar-
fjaröar var stolið á milli fimm og
sex þúsundum kr. i peningum.
Þjóíarnir ollu nokkrum skemmd-
um, er þeir brutust inn.
— JB
Fó ekki að
kasta
meira rusli
— nema þeir borgi
skuldir sínar
Ýmis af þeim sveitarfélögum,
sem afnot hafa af sorphaugum
borgarinnar I Gufunesi, eiga enn
ógreiddar skuldir vegna afnota
sinna á siöasta ári.
Þannig skulda nokkrir hreppar
austan heiöar samtals 500 til 600
þúsund fyrir afnot sin á árinu
1974. Borgarráð samþykkti á
fundi slnum fyrir stuttu að loka
fyrir afnot skuldugra hreppa af
sorphaugunum, ef ekki yröi fljót-
lega ráöin bót á fjármálunum.
— JB
Barnsfeður
skulda
háar upphœðir
„Þaö eru mjög háar fúlgur sem
viö eigum inni hjá barnsfeörum,”
sagöi Arni Guöjónsson hjá
Innheimtustofnun sveitarfélaga i
viötaii við blaöiö.
Þaö var I jan. 1972, sem
Innheimi.ustofnunin tókviö af
sveitarfélögum aö innheimta
meðlög. Stofnunin tók einnig aö
sér aö rukka gamlar meölags-
skuldir fyrir sveitarfélögin, en
ekki nærri allar gamlar meðlags-
skuldir eru þó komnar i
innheimtu hjá stofnuninni.
Rúkkaöir eru um 5 þús. barns-
feöur með um 7 þús börn.
Flestir standa I skilum, en allt
of margir eru þeir þó, sem ekki
gera það, aö sögn Arna.
1 lögum er heimilt aö taka 7%
ársvexti. Þeim lögum er þó ekki
beitt, ef samið er um greiöslur,
heldur aöeins ef um lögtaks-
innheimt er að ræða. Svo sem
kunnugt er, eru menn settir á
vinnuhæli, ef lögtaksinnheimtan
hefur ekki boriö árangur. -EVI-
SKRÍPÓ AF SKRÍPÓ
— litið inn á œfingu á
óperugamninu Ringulreið
Ekki fjallar þessi ópera vlst um hestamennsku, en engu aö slöur er
vlöa fariö á kostum. Hér eru Sigriöur Þorvaidsdóttir og Randver
Þorláksson I hlutverkum sinum. Myndin er tekin á æfingu I gær.
„Óperan Ringuireiö er svip-
mynd af þvl, sem er heilagast I
leikhúsinu og lifinu sjálfu”,
sagöi FIosi Ólafsson, höfundur
og leikstjóri ofangreinds leik-
húsverks. En óperan veröur
tekin til sýningar á litla sviöinu
einhvern tíma um miðjan
september.
„Þetta verk er hugsað sem
parodia (skripó) af óperu,
óperettu, drama, stofukomediu,
farsa, barnaleikriti, þjóðfélags-
ádeilu og kantötu, sem sagt
skripó af skripó,” sagði Flosi.
„Óperan fjallar um ástina og
hina fjölmörgu válegu fylgi-
fiska, sem synda (syndga) i
kjölfari hennar.”
Still? „Hið skrfaða orð er eins
flatneskjulegt og meiningar-
laust og hugsazt getur og er þar
farið að fordæmi fjölmargra
þekktra rithöfunda, sem skrifað
hafa fyrir óperettur og óper-
rettuform”.
Ertu reiður út i umhverfi þitt,
Flosi? Ég veit það ekki, en mér
finnst lifið og tilveran mjög
skringileg. Og ef ég vil koma
þessum skoðunum minum á
framfæri, þá finnst mér bezt að
nota skrípaformið.” „Ég hef
samt aldrei gert neinn hlut, sem
ekki þjónar alvarlegum til-
gangi, ekki einu sinni visupart,
hvað þá kvæði. Ef maður er að
spauga með eitthvað, þá er það
vegna þess, að maður fellir sig
ekki við það umhverfi, sem
maður fjallar um.”
Magnús Ingimarsson, sem er
höfundur tónlistarinnar f óper-
unni, var að matast, þegar við
settumst hjá honum. „Maður á
ekki að borða skyr um leið og
maður talar við blaðamann
Vfsis, þegar maður veit um
stefnu ritstjórans ykkar i land-
búnaðarmálum ”, sagði
Magnús, mjög alvarlegur. „En
Þeir leggja saman list sina I
verkinu: Flosi ölafsson og
Magnús Ingimarsson. Myndir:
Bj. Bj.
svo að við förum út i aðra
sálma, þá get ég sagt ykkur það,
að lögin við óperuna hafa skap-
azt samhliða textanum. Þau
spanna allt frá gamla Bing
Crosby-stilnum til tónlistar sem
fæðzt hefur I svörtustu Afriku og
stemmurnar okkar eru þarna
einhvers staðar lika.”
Þjóðleikhúskórinn? Nei, hann
syngur ekki með. Við höfum
reynt að sniðganga „profession-
al” söngfólk til að ná betri
árangri. Undirleik annast svo
fjögurra manna hljómsveit með
klassiskri hljóðfæraskipan.
Björn Björnsson, sem gerir
leikmyndina, var staddur þarna
lika. Hvað viltu segja um leik-
myndina Björn? „Hún er byggð
á byggingararfleifð þjóðarinnar
frá örófi alda, en þó er nokkurt
seinni tíma ivaf, svo sem
marmari i bankabyggingarstil
o.fl.
Að lokum sögðu þeir félagar i
kór: Við erum fullvissir um það,
að verkið verður bráðskemmti-
legt og þjónar þeim tilgangi,
sem þvi er ætlað, að gleðja
kjallaragesti Þjóðleikhússins og
marka þar með djúp spor i
menningararfleifð þjóðarinnar.
— HE
“"“7 Stöðvast útgófa dag-
SAMHIHGA: J blaðanna eftir helgi?
— Útgefendur hyggjast ekki greiða út laun um mánaðamótin
Svo kann aö fara að útgáfa
dagblaöanna stöðvist um
mánaðamótin. Astæöan er sú,
að útgefendur hafa ákveðið að
greiöa ekki þeim blaöamönnum
laun nú um mánaðamótin, sem
fá laun sin greidd fyrirfram, en
þvi er þannig fariö með alla
blaöamenn, sem hafa verið
lengur en eitt ár I starfi. Þessari
ákvöröun útgefenda vilja blaða-
menn svara meö þvi að mæta
ekki til vinnu á meöan launa-
greiðslur hafa ekki farið fram.
Núna, þegar togaramenn hafa
lokiö samningum, eru blaða-
menn einir með lausa samn-
inga. Hafa blaðamenn og útgef-
endur átt þrjá fundi meö sátta-
semjara og hafa viðræður verið
ákaflega stirðar. Nýr fundur
hefur verið boðaður i dag.
1 bréfi til Blaðamannafélags-
ins, þar sem útgefendur til-
kynna ákvörðun sina, er minnt á
það, hversu stirðar samninga-
viðræðurnar hafa verið og jafn-
framt, að samninganefnd
blaðamanna hafi i höndum
vinnustöðvunarheimild, sem
hægt sé að beita með sjö daga
fyrirvara.
Segja útgefendur I þessu bréfi
sinu, að á siðasta samninga-
fundi hafi verið vikið að þvi, að
til vinnustöðvunar gæti komið
innan skamms tlma.
Þá segir i bréfinu orðrétt:
„Þvi miður er aðstaða blaðaút-
gefenda ekki slik i dag, að þeir
geti greitt hæstlaunuðu starfs-
mönnum sinum laun I verkfalli.
Af þessum ofangreindu orsök-
um treysta útgefendur sér ekki
til að greiða laun fyrir júlimán-
uð fyrirfram og tilkynnist það
hér með.”
1 niðurlagi bréfsins er þess
hins vegar getið, að „ef stjórn
og samninganefnd Bí senda út-
gefendum skriflega yfirlýsingu
þess efnis, að vinnustöðvun af
hálfu Bí komi til framkvæmda i
fyrsta lagi eftir 31. júli, eru út-
gefendur reiðubúnir til að
endurskoða þessa afstöðu sina.”
Stjórn og samninganefnd BI
komu saman til fundar i gær og
rituðu útgefendum bréf, þar
sem segir að blaðamenn muni
ekki mæta til vinnu eftir mánaða
mót, hafi útgefendur ekki horfið
frá þessari ákvörðun sinni.
— ÞJM
PRESTARNIR EKKI SAMMÁLA EN
SAMÞYKKTU AÐ VARA VIÐ DULTRÚ
„Mér finnst ekki fá staðizt, að
þær sálarrannsóknir, sem ég
hef m.a. vcrið að verja undan-
farið, séu ekki leyfðar kristnum
mönnum,” sagði Þórir Stephen-
sen dómkirkjuprestur, þegar
blaöamaöur Visis taiaði viö
hann i tilefni af nýsamþykktri
tillögu á prestastefnunni þess
efnis að vara við dultrúarfyrir-
brigðum af ýmsu tagi.
„Eitt af kjarnaatriðum
kristinnar trúar er það, hvort
Kristur sé upprisinn eða ekki.
Þar af leiöandi hvort mannssál-
in er ódauðleg eða ekki. Þvi
finnst mér mjög hæpið að flokka
þessar skoðanir undir dultrú,”
sagöi Þórir að lokum.
Blaðið hafði einnig samband
við örn Friðriksson prest að
Skútustöðum I Mývatnssveit, en
hann sat hjá við atkvæða-
greiðslu um ofangreinda til-
lögu: „Astæðan fyrir þvi, að ég
mælti á móti tillögunni var sú,
að mér fannst umræður ekki
hafa verið nógu miklar um
hana. Ég er hræddur um, að
með þvi að setja mjög ákveðin
mörk um þessi efni, þá geti ver-
ið aö allstór hópur fólks, sem
hlynntur hefur verið kirkjunni,
vilji ekki lengur vera innan
vébanda hennar.
Einnig mætti skilja slika sam-
þykkt sem samþykki við öllu,
sem Skálholtsrektor hefur skrif-
að um þessi mál að undan-
förnu,” sagði örn.
Bolli Gústafsson, prestur i
Laufási, var spurður að þvi,
hvers vegna hann hefði verið
meðmæltur tillögunni.
„Boðskapur Krists svarar þessu
bezt. Það er svo margt sem
skyggir á þann boðskap i dag, til
dæmis ýmis dultrúar fyrirbæri,
sem sagt —við höfum of marga
guði.” Telur þú, að kirkjan
muni klofna út af þessum deil-
um?.- Nei., það er ég ekkert
hræddur um, ef guðfræðingar og
prestar koma saman og tala
opinskátt og i einlægni um þessi
mál,” sagði Bolli að lokum.
— HE.
Hnuplaði
úr þrem
verzlunum
Miöbæjarlögreglan handtók i
gærdag ölvaöan mann, eftir aö
hann haföi gert sig sekan um aö
hnupia úr þrem verzlunum i
Aöalstrætinu.
Maöurinn hélt fyrst inn i Mið-
bæjarmarkaðinn og hnuplaöi þar
úr tveim verzlunum. Siöan lá
leiðin I Vesturver og þar stakk
hann á sig munum úr einni
verzlun. Lögreglan haföi þá haft
spurnir af feröum mannsins og
handtók hann. Maðurinn sat inni I
fangageymslu I nótt.
— JB