Vísir - 27.06.1975, Blaðsíða 6

Vísir - 27.06.1975, Blaðsíða 6
6 Visir. Föstudagur 27. júni 1975. VISIB (Jtgefandi:' Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: Fréttastjóri: R'its tjórna rf ulitrúi:. Auglýsingastjóri: Auglýsingar: Afgreiösla: Ritstjórn: Reykjaprent hf. Sveinn R. Eyjólfsson Jónas Kristjánsson Jón Birgir Pétursson Haukur Helgason Skúii G. Jóhannesson Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 Hverfisgötu 44. Simi 86611 Siðumúla 14. Simi 86611. 7 linur Askriftargjald 700 kr. á mánuöi innanlands. i lausasöiu 40 kr.eiptakið. Blaöaprent hf. Vopnin sliðruð Þjóðin hefur staðið saman i erfiðleikunum, sem hún hefur mætt að undanförnu. Siminnkandi þjoðartekjur hafa ekki leitt til verkfalla né ann- arrar almennrar sundrungar i þjóðfélaginu um- fram það, sem tiðkast hér við venjulegar aðstæð- ur. Meira að segja er unnt að halda þvi fram, að óvenju friðsælt hafi verið i stjórnmálunum að undanförnu. 1 vetur og vor stóð þjóðin andspænis vinnudeil- um, sem mörgum virtust óleysanlegar. Svo fór þó, að þessar deilur leystust farsællega og án verkfalla i tveimur áföngum, sem tryggja þjóð- inni vinnufrið út þetta árið. Samningamenn og sáttamenn sýndu mikinn dugnað og mikla ábyrgðartilfinningu við að hamra saman sættir. Vandræðaskipin miklu, stóru togararnir, eru eina umtalsverða undantekningin frá þessu. Og við erum raunar ekki enn búin að bita úr nálinni með útgerð þessara skipa, sem allir vissu fyrir- fram, að engin leið væri að reka af neinu viti. Vandamál stóru togaranna var orðið svo hrika- legt i vor, að útgerðarfélögin, sem flest eru bæjarútgerðir, töldu jafnvel ódýrara að láta skip- in liggja bundin i verkfalli en að halda úti miklum taprekstri af veiðum. Einnig þessi deila er nú leyst um siðir. Stóru togararnir eru nú að fara út. Þar með hverfur það litla atvinnuleysi, sem hefur verið i fiskvinnslu- stöðvunum, er tekið hafa við afla þessara skipa. Þar með hefur aftur náðst full atvinna i þjóðfél- aginu. Þótt verðbólguvandi og tekjurýrnunarvandi okkar sé meiri en flestra nágrannaþjóða okkar, ( erum við - atvinnulega séð betur settir en flest- ir. Atvinnuleysi er orðið landlægt i nágrannalönd- unum. 5% atvinnuleysi þykir ekki lengur teljast til tiðinda og sumar þjóðir horfa með hryllingi , upp á þróun i átt til 10% atvinnuleysis. íslendingar fylgjast nú spenntir með þróun næstu mánaða. Verðlag útflutnings og innflutn- ings er ótryggt og þar með staða islenzku krón- unnar. Það er ekki góður fyrirboði, að hún skuli nú vera seld á svörtum markaði á fjórðungi lægra verði en skráð gengi. Ytri markaðsskilyrði munu ráða mestu um gengi þjóðarinnar á næstu mánuðum. Hinir ný- gerðu kjarasamningar kunna að reynast við hæfi. Þeir kunna lika að hafa mjög slæm áhrif á at- vinnulifið, ef hin ytri skilyrði halda áfram að versna. Og þeir kunna lika að reynast nægilega hóflegir til þess, að um næstu áramót myndist að- stæður til að bæta lifskjörin enn i nýjum samn- ingum. Um þetta er engu hægt að spá núna i byrjun , sumars. Við vitum þó, að við höfum komizt yfir vinnudeilurnar án þess að búa okkur til nein aug- sýnileg sjálfskaparviti. Við höfum sloppið við verkföll og atvinnuleysi. Þjóðin þarf nú að nota þetta friðarástand sem bezt til að sameinast um farsæla útfærslu fisk- veiðilögsögunnar i 200 milur. Landhelgin verður væntanlega færð út i haust eða fyrri hluta vetrar og þá riður á, að þjóðin standi saman i þeim brot- sjóum, sem munu riða á henni i kjölfar útfærsl- unnar. — JK i*Ford þykir afslappaöur og opinskár. Hvíta húsið aftur opið Fyrir ellefu mánuðum var for- setavaldið I Bandarikjunum I al- geru lágmarki. Þaö var minna en nokkru sinni áöur i sögu landsins. En á þeim ellefu mánuöum sem liönir eru slðan Richard Nixon lét af embætti, hefur Gerald Ford tekizt aö endurvekja þau geysi- legu áhrif sem Hvita húsið getur haft á stjórnmál, innan lands og utan. t utanrikismálum er Ford að vlsu enn bundinn þinginu, þar sem demókratar hafa mikinn meirihluta, en i innanrlkismálum hefur hann unniö hvern stjórn- málasigurinn af öðrum. Honum hefur t.d. tekizt að beita neitunar- valdi til að stöðva fjögur frum- vörp sem samþykkt voru með yfirgnæfandi meirihluta á þingi. Valdamikil minnihlutastjórn Þessir pólitisku sigrar hans voru sllkir að fulltrúadeildar- þingmaðurinn Carl Albert kvart- aöi yfir þvl að þetta væri valda- mesta minnihlutastjórn I sögu landsins. „Efnahagsstefnu Bandarlkjanna er stjórnað af for- séta sem ekki var kjörinn i emb- ættið og af 125 Ihaldssömum repú- blikönum”. I fulltrúadeildinni eru 435 þingsæti, svo sjá má að demó- kratar ættu að geta ráðið þar flestum málum. 25 ára reynsla Ford hefur tekizt að svæsa saman nógu marga repúblikana og íhaldssama demókrata frá Suðurríkjunum, til að hindra full- trúadeildina I að ógilda neitunar- vald sitt, en til þess þarf 2/3 hluta atkvæða. Thomas O’Neill frá Massachus- etts sagði brúnaþungur að forset- inn notfærði sér til hins ýtrasta aö hafa setið I fulltrúadeildinni I 25 ár. „Hann kallar repúblikanana og marga herramennina að sunnan fornöfnum, því hann þekkir þá svo vel. Ef honum er sérstaklega umhugað um eitthvert mál, getur hann einfaldlega hringt i þessa menn, eða kvatt þá á sinn fund, og talað þá til. Þannig tekst honum að láta neitun sina standa.” Leitar oft ráða Hugh Scott, foringi repúblikana I fulltrúadeildinni segir að álit Fords fari stöðugt vaxandi hjá stjórnmálamönnum, meðal ann- ars vegna þess að hann leiti mjög oft ráða hjá þeim og láti þá vita hvað hann ætlast fyrir. Honum gangi einnig sérlega vel að fá þingmenn til liðs við sig. Scott benti á að björgun skips- ins Mayaguez hefði einnig orðið forsetanum mjög til framdráttar, svo og vel „auglýstir” fundir hans með leiðtogum bandalags- þjóða, þar sem hann fullvissaði þá um áframhaldandi stuðning Bandarikjanna. Illlllllllll m mm Andspænis óvinnandi verki Þegar Ford tók við af Nixon I ágúst sfðastliðnum, var forseta- embættið i slikri lægð að það virt- ist gersamlega vonlaust að rétta það við og hressa jafnframt upp á repúblikanaflokkinn, sem leið ekki slður fyrir mistök Nixons. Þeir voru heldur ekki margir sem spáðu þvi að honum myndi takast það. En auk þess að hafa getað stöðvað framgang stórmála sem demókratar lögðu mikla áherzlu á, hefur forsetinn getað bent á að demókrötum hefur ekki tekizt að koma sér saman um áhrifarika stefnu íorkumálum. Og orkumál- in eru eitt af helztu stórmálum Bandarikjanna um þessar mund- ir. Áætlun Fords stærri i sniðum Fulltrúadeildin hefur samþykkt áætlun sem gerir ráð fyrir leiðum til að spara 575 þúsund tunnur af olfu á dag, árið 1977. Þessi áætlun þykir heldur klén. í áætlun forset- ans er hins vegar gert ráð fyrir að spara tvær milljónir tunna á dag. Flestir spá þvi að Ford gangi með sigur af hólmi ef til átaka kemur. Yfirhönd i utanrikismálum Það er aðeins I utanrikismál- um, sem demókratar I fulltrúa- deildinni hafa yfirhöndina. Það hefur neitað beiðnum hans um að aflétta vopnasölubanni af Tyrk- landi og það hefur einnig neitað að lyfta banni við sérstaklega lágum tollum fyrir Venezuela og Equador. Með Henry Jackson i broddi fylkingar, heldur þingið áfram að krefjast að Gyðingar I Sovétrikj- unum fái meira ferðafrelsi, gegn þvi að Sovétríkin fái „sérstök hlunnindi” i viðskiptum við Bandarikin. Þessi stefna leiddi til þess að viðskiptasamningar við Sovétrlkin fóru út um þúfur og svo kann einnig að fara með samninga við Rúmeniu sem nú standa yfir. Opið hús á nýjan leik Hvíta húsið, tákn virðingar þeirrar sem forsetaembættið nýt- ur, hefur á ný verið opnað al- menningi og þangað liggur straumur erlendra gesta. I algjörri andstöðu við siðustu daga Nixonstjórnarinnar, þegar forsetinn barðist fyrir pólitisku llfi slnu I einrúmi, spjallar Ford glaölega við Bandaríkjamenn af öllum stigum, sem koma i heim- sókn i Hvita húsið. Jafnvel þótt Gerald Ford sé ekki talinn ræðusnillingur hefur stjórnmálastefna hans og opinská framkoma, gerthann að sterkum stjórnmálamanni.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.