Vísir - 27.06.1975, Blaðsíða 3
Visir. Föstudagur 27. júni 1975.
3
breyttist svo i Nixon. Hann er
ekki verri en aðrir menn.en þeir
fóru illa með hann,” heldur
Óskar áfram.
„Stalin kann ég lika vel að
meta, eins og sést og Halldór á
Hvanneyri. Ég nam hjá honum
búfræði á sinum tima,” segir
Óskar.
Óskar er fæddur i Þistilfirði
og að miklu leyti alinn upp i
Garðstungu, einum Fjallabæj-
anna. Eftir þeim bæ nefnir Ósk-
ar bæ sinn á heiðinni og eins hús
það er hann bjó i i Blesugróf þar
til i hitteðfyrra.
Hús það liktist mest grasi
vöxnum hól, sem upp úr skagaði
múrhúðaður turn. Hibýli þessi
voru almennt nefnd kastalinn og
vöktu óskipta athygli þeirra er
leið áttu um Blesugrófina.
Blómey er ættuð frá Reyðar-
firði. Þau hjónin áttu einn son,
en hann lézt fyrir um 10 árum.
„Ég fer til Hveragerðis að
sækja nauðsynjar einu sinni i
viku. Af og til held ég svo til
Reykjavikur með teppi til að
selja. Þá fæ ég lika blöðin”.
Siðasti vetur var fyrsti vetur
hjónanna á heiðinni.
„Haustið var verst. Þá fýkur
allt sem fjúka vill, en þegar
snjórinn leggst yfir, er okkur
borgið. Þá verður umhverfið
jafnframt fegurra, en vetrar-
veðrin taka að visu nokkuð á
taugarnar til lengdar,” heldur
Óskar áfram, sem jafnan hefur
orð fyrir þeim hjónum.
Um jólin héldu hjónin til niðri
i Skiðaskála. Það voru fyrstu
jólin, sem þau héldu með raf-
magnsljósum, og fyrsta sinn,
sem þau höfðu sjónvarp til að
horfa á.
Sjónvarpið frá hinu illa
I fyrstu þótti þeim litið til
þessa tækis koma og kváðu það
frá hinu illa komið, en undir lok-
in höfðu þau bæði hið mesta
gaman af að horfa á sjónvarpið.
í Skiðaskálanum vann óskar
við tiltektir. Bráðlega hyggst
Hugaö að geitunum og kiöling-
unum.
hann aftur fá sér vinnu i einn
mánuð eða svo. Það verður i
Reykjavik.
„Það má alltaf aura saman I
fljótheitum með þvi að vinna á
eyrinni. A meðan búum við i
tjaldi i Laugardalnum en flytj-
um siðan aftur hingað upp eftir.
Ég er hugfanginn af að búa
hér”, segir óskar um leið og.
hann fylgir gestunum úr hlaði.
Hann gengur með þeim niður
undir gamla Suðurlandsveginn.
Þar við hverina hefur Óskar
fengið gamlan kofa gefins.
„Ég er svona að dytta að hon-
um núna. Það verður gott að
geta flúið hingað ef veturinn
verður mjög harður. Híngað hef
ég einnig flutt þau málverk,
sem enn eru heil. Kannski ég
opni hér sýningu einhvern
timann á myndunum minum”,
segir hann að lokum.
— JB.
Rolf mat auglýsinguna
á hálfa milljón króna
Frjálsiþróttasamband ts-
lands varð 1/2 milljón krónum
rikara I gær, þegar FRt fékk
þessa upphæð frá umboðsmanni
Winstons hér á landi, Rolf
Johansen.
Það var David Pitt, sem af-
henti Erni Eiðssyni formanni
FRl gjöfina fyrir hönd tóbaks-
framleiðenda.
David sagði m.a. við þetta
tækifæri, að mikið fjaðrafok
hefði orðið út af þvi, að safna
hefði átt tómum Winstonsiga-
rettupökkum og hefði FRÍ átt að
fá 3 kr. á hvern tóman pakka frá
tóbaksframleiðendum. Nokkrir
velunnarar iþróttahreyfingar-
innar hefðu farið af stað með
söfnun með þvi skilyrði, að hætt
væri pakkasöfnuninni. Þvi mið-
ur hefðu aðeins 400 þúsund
krónur safnazt þrátt fyrir að bú-
izt hefði verið við mun hærri
upphæð og betri undirtektum.
En erfitt reynist oft að safna fé,
þótt málefnið sé gott. Anægju-
legt væri að geta styrkt FRÍ
með þessum 500 þús. krónum,
sem veittar væru til hreyfingar-
innar án nokkurra skuldbind-
inga.
Örn Eiðsson þakkaði gjöfina
og kvað þetta vera drengilega
gert og rausnarlegt af hálfu
tóbaksframleiðenda. FRí ætti
alltaf við fjárhagsörðugleika að
striða og kæmi þetta fé sér
mjög vel. _ EVj.
Það er ekki á hverjum degi, sem FRÍ fær 1/2 milljón króna gjöf. örn Eiðsson er ánægður að taka við
þessari upphæð frá David Pitt.
Jarðýtan sem brann á haugunum
VAFASAMUR BÓTARÉTTUR
Hœttir Alþýðublaðið
eftir þrjá mánuði?
Umsögn borgarlögmanns um
jarðýtubrunann i Gufunesi 8.
desember var iögð fyrir borgar-
ráð fyrir stuttu, en var ekki af-
greidd.
Málið spannst af bótakröfu
vegna jarðýtu, sem brann á ösku-
haugunum, þegar þar kom upp
eldur i desember á siðasta ári.
Slökkvilið kom á staðinn, en
„Þctta er svo yndisleg tfk,
að mér fyndist synd, ef hún
næði ekki til eiganda sins
aftur,” sagði lesandi, er hafði
samband við blaðið vegna
hunds, sem er i óskilum hjá
honum.
Hundurinn er grásprengd
tik með ljósbrúnar lappir. Um
hálsinn hefur hún ól, en svo
eldurinn blossaði upp aftur, er
það var farið, og brann þá ýtan og
sprakk, eftir að eigandi hennar
hafði reynt að kljást við eldinn
meö henni.
Umsögn borgarlögmanns fól i
sér, að mjög væri vafasamt, að
fyrir lægi augljós bótaréttur eig-
anda jarðýtunnar.
— JB
virðist sem plata með nafni
hundsins og/eða heimilisfangi
sé dottin af.
Nú hefur tfkin verið tvo
sólarhringa I óskilum. Konan,
sem fann tikina, hvetur hina
réttu eigendur að hafa sam-
band við sig sem fyrst, en
siminn er 35433.
-BA.
Forsvarsmenn Alþýðublaðsins
hafa neitaö þvi I blaðaviðtölum,
að blað þeirrasé að leggja upp
laupana. Visir þykist þó hafa
áreiðanlegar heimildir fyrir þvi,
að starfsmönnum blaðsins hafi
verið gert það ljóst óformlega, að
svo kunni að fara, að útgáfa
blaðsins stöðvist eftir þrjá mán-
uði. Skriflegar uppsagnir hafa þó
ekki sézt ennþá.
Eins og fram hefur komið i
fréttum, kemur Alþýðublaðið
ekki út i júlimánuði. Er það lik-
lega fyrsta sumarfri dagblaðs á
Islandi.
Eftir sumarfri mun ráðgert að
halda áfram útgáfu blaðsins i tvo
mánuði. Er þá liðinn sá þriggja
mánaða uppsagnarfrestur, sem
blaðamenn hafa — miðað við aö
þeim verði sagt upp á siðasta
vinnudegi fyrir sumarfri.
Skuldir Alþýðublaðsins viö
prentsmiðju og ýmsa aðra aðila
eru það miklar, að útgefendurnir
sjá ekki fram úr vandanum. Enn
munu þeir þó vera að gera sér
vonir um að geta haldið lifi i blað-
inu.
Eins og menn rekur sjálfsagt
minni til, missti Alþýðublaðið
flesta blaðamenn sina út úr hönd-
um sér á siðasta vetri. Astæðan
var sú, að blaðamennirnir höfðu
ekki fengið laun sin greidd I
langan tima.
Ahugamenn fengust til starfa
við blaðið i stað hinna gamal-
reyndu, og munu launagreiðslur
til þeirra hafa gengið jafn
stirölega. Stöðugt hefur hallað
undan fæti hjá Alþýðublaðinu og
stöku sinnum hefur jafnvel verið
látiö nægja að hafa það aðeins
átta siður. — ÞJM
Hefurðu týnt hundinum þínum?
VON VEIÐIMANNA:
LAXVEIÐI GLÆÐIST MEÐ
JÓNSMESSUSTRAUMNUM
Meðaltalið á stangardag innan við tveir laxar
Yfirlýsing
— vegna mannslátsins
í Ólafsvík
Ragnar Tómasson lögfræðing-
ur vill koma eftirfarandi á fram-
færi.
„Ungur piltur undir tvitugu
biður nú þess, að dómstólar hlýði
á og meti frásögn hans af hörmu-
legum atburði i Ólafsvik, sem
hann aldrei sá fyrir né vildi að
yrði. Þegar ungi pilturinn með
stolti sýndi nágranna bankabók
sina, hófust átök, þar sem sjálfs-
vörn, óhappatilviljun og ofsa-
hræðsla leiddu á nokkrum augna-
blikum til þess, að mannsbani
hlauzt af. Það er þung raun þess-
um unga manni að þurfa að axla
þann kross, sem með þessu er á
hann lagður til viðbótar þvi, sem
hann frá fæðingu hefur mátt bera
vegna bæklunar.
Sem réttargæzlumaður unga
mannsins þykir mér miður að
Visir skuli tvivegis hafa sagt frá
þessu máli sem „morðmáli”. t
þvi felst fyrirfram mat á atburð-
um, sem dómur á eftir að fjalla
„Það veiddust 8 laxar i Elliða-
ánum I morgun. Þá hafa alls
fengizt 152 I sumar, sem er 50%
aukning frá þvi I fyrra,” sagði
Friðrik Stefánsson, fram-
kvæmdastjóri Stangaveiðifélags
Reykjavikur, i viðtali við Vísi.
í Norðurá hafa veiðzt 418 laxar
á 10 stengur á aðalsvæðinu. í sið-
asta holli veiddust þar 117 laxar,
sem er met fram að þessu. t
Grimsá hafa veiðzt 104 laxar.
í Þverá i Borgarfirði eru tals-
vert yfir 400 komnir á land, að
meðalþyngd 8 pund. Þar veiddust
401axar i fyrradag. 1 Miðfjarðará
voru komnir 120 laxar á land i
fyrradag, að meðalþyngd 10 pund
og i Laxá i Aðaldal hafa veiðzt 135
laxar.
Þar veiddi einn fengsæll 30
stykki á 5 dögum og var meðal-
þyngd laxanna um 20 pund.
Eins og gengur með veiðar, er
einn aflakló en annar hreinasta
fiskifæla. Við gerðum okkur það
tilgamans að athuga stangardag-
ana og reyndust þeir vera 809 og
á land komu 1393 laxar eð'a ekki
tveir á dag. Þessi tala er að visu
ekki alveg nákvæm.
En huggun veiðimanna er i
nánd. Veiðin er óðum að glæðast
og töluverð aukning á laxagengd
hefur verið með Jónsmessu-
straumnum. „Enda er þá hjá
mörgum mikil og góð trú, að veiði
glæðist einmitt þá”, sagði Frið-