Vísir - 28.07.1975, Page 9

Vísir - 28.07.1975, Page 9
9 Þórunn var stjarna sundmeístaramótsins Setti þrjú ný ískmdsmet og hjó nólcegt því fjórða á íslandsmótinu í sundi Þórunn Alfreðsdóttir Ægi var stóra stjarnan á íslandsmótinu I sundi, sem lauk I Laugardals- lauginni i gær. Hún sigraði I fjór- um greinum á mótinu og setti þrjú ný tslandsmet. Mótið stóð yfir i þrjá daga og setti Þórunn eitt met á dag. Þá vann hún einnig bezta afrek mótsins'*-i 200 metra flug- sundi, þar sem hún synti á 2:30,1 minútu. Það var að sjálfsögðu Islands- met — gamla metið átti hún sjálf, og var það 2:31,9 min. 1 800 metra skriðsundi setti hún glæsilegt met eins og við sögðum frá i blaðinu á föstudaginn, og einnig setti hún nýtt íslandsmet i 400 metra skriðsundi, þar sem hún kom i mark á 4:50,1 min — eða á tveim sekúndum betri tima en gamla metið, sem Lisa Ronson Péturs- dóttir átti — 4:52,1 min. Keppt var i 21 einstaklings- grein á mótinu, og skiptust gullverðlaunin i þeim á milli 9 keppenda. Þá var keppt I 4 boð- sundum og sigruðu sveitir frá Ægi I þeim öllum. íslandsmeistarar i einstökum greinum urðu þessir: (Boðsundin og þrjár greinar fyrsta daginn ekki meðtalið). 200 m fjórsund karla: Axel Alfreðsson Ægi 2:27,3. 100 metra baksund karla: Bjarni Björnsson Ægi 1:08,5. 100 metra bringusund karla: Guðmundur Ólafsson SH, 1:11,3. 400 metra skriðsund karla: Sigurður Ólafsson Ægi 4:32,9. 100 metra flugsund karla: Sigurður Ólafsson Ægi 1:06,7. 200 metra flugsund karla: Axel Alfreðsson Ægi 2:28,0. 100 metra skriðsund karla: Sigurður Ólafsson Ægi 57,9. 200 metra bringusund karla: Guðmundur Ólafsson Ægi 2:38,3. 200 metra baksund karla: Bjarni Björnsson Ægi 2:27,9. 100 metra flugsund kvenna: Hrefna Rúnarsdóttir Ægi, 1:18,4. 400 metra skriðsund kvenna: Þórunn Alfreðsdóttir Ægi 4:50,1. 100 metra bringusund kvenna: Sonja Hreiðarsd. UMFN 1:27,7. 100 metra baksund kvenna: Vilborg Sverrisdóttir SH 1:22,1. 200 metrar fjórsund kvenna: Þórunn Alfreðsdóttir Ægi 2:39,0. 200 metra baksund kvenna: Vilborg Sverrisdóttir SH 2:52,5. 200 metra bringusund kvenna: Sonja Hreiðarsdóttir 3:10,5. 100 metra skriðsund kvenna: Vilborg Sverrisd. SH 1:05,4. 200 metra flugsund kvenna: Þórunn Alfreðsd. Ægi 2:30,1. —klp— Torfi Tómasson formaður Sundsambandsins afhendir Þórunni Alfreðsdóttur Pálsbikarinn fyrir bezta afrek mótsins — 200 metra flugsund kvenna, þar sem hún setti glæsilegt tsiandsmet. Ljósmynd Jim. Það voru oft margar hendur á boltanum f úrslitaleiknum f 2. flokki kvenna i handknattleik i gær. Aðeins einu sinni komst hann samt i netið i öllum leiknum. Ljósmynd Jim. Skoruðu eitt mark í úrslitaleiknum — og það nœgði til að hljóta íslandsmeistaratitiKnn Hann var ekki stór sigurinn, sem stúlkurn- ar úr Val unnu i úrslita- leiknum i 2. flokki kvenna í útimótinu i handknattleik i gær. Þær mættu Haukum úr Hafnar- firði I úrslitaleiknum og sigruðu i þeirri baráttu, sem var litið ann- að en æsingur og taugaveiklun, með einu marki gegn engu!! Þetta eina mark, sem nægði Valsstúlkunum til að hljóta ís- landsmeistaratitilinn I ár, var skorað á fyrstu minútum leiksins — en siðan kom boltinn aldrei ná- lægt netinu í öllum leiknum. Valsstúfkurnar sigruðu i sinum riðli — töpuðu aðeins einu stigi á móti Fram — en Haukadömurnar sigruðu I sinum riðli með yfir- burðum. Útimótið i meiraraflokki kvenna verður háð um aðra helgi, og keppnin i karlaflokki hefst vik- una þar á eftir. —klp— Kastaði skónum í línuvörðinn! Hinn skapmikli tennisleikari frá Rúmeniu, Ilis Natase, var rekinn úr „Washington Star” tenniskeppninni, þar sem fyrstu verðlaun eru 100 þúsund dollarar, i gær. Hann var kominn i undanúrslit keppninnar, en gekk illa á móti Bandarikjamanninum Cliff Richey I fyrstu tveim lotunum og var undir i þeim báðum. í þeirri þriðju fór hann ekki eft- ir settum reglum og þegar linu- vörðurinn dæmdi af honum bolt- ann, fór hann úr öðrum skónum og kastaði i hann. Eftir það gaf hann sér góðan tima til að ná I skóinn — það lang- an, að mótherji hans kvartaði og var þá Natase, sem er frægur fyrir sitt mikla skap, rekinn úr keppninni. —klp— ísland vann sinn riðil á EM í golfi tslenzka unglingalandsliðið i golfi sigraði með yfirburðum i c- riðli Evrópumótsins, sem lauk i Genf i Sviss í gærkvöldi. Þeim gekk illa i forkeppninni og höfnuðu I c-riðli, þar sem þeir léku tvo leiki — gegn Belgiu og Sviss — og sigruðu i þeim báðum með sama mun eða 5:2. t einliðaleiknum á móti Belgiu unnu þeir Ragnar ólafsson, Sigurður Thorarensen, Geir Svansson og Hálfdán Þ. Karlsson sina leiki, og Ragnar og Geir sigr- uðu sina andstæðinga i tviliðaleik. Aftur á móti töpuðu þeir Loftur Ólafsson og Sigurður Thoraren- sen tviliðaleiknum og Jóhann Kjærbo einliðaleiknum. A móti Sviss unnu Loftur og Sigurður — Geir og Ragnar I tvi- liðaleiknum, og i einliðaleiknum sigruðu Loftur, Ragnar, Geir og Sigurður í cinliðaleiknum. Piltarnir eru væntanlegir heim i dag og halda strax norður á Akureyri, þár sem islandsmótið I meistaraflokki hefst siðar i vik- unni. —klp—

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.