Vísir

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúlí 1975næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    293012345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    272829303112
    3456789

Vísir - 29.07.1975, Blaðsíða 5

Vísir - 29.07.1975, Blaðsíða 5
Vísir. Þriöjudagur 29. júli 1975. 5 REUTER AP/NTB ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÓND Umsjón: Guðmundur Pétursson 35 þjóðarleiðtogar á öryggisráðstefn- unni í Helsinki Leiötogar 35 rikja koma saman i Iielsinki i dag tii stærstu ráö- stefnu þjóöarleiötoga, sem haldin hefur verið i sögu Evrópu. Öll riki Evrópu, að undanskilinni Albaniu, eiga þarna fulltrúa, auk svo Bandarikin og Kanada. Þessi þriggja daga fundur hefst á morgun með þvi, að leið- togarnir undirrita 20 þúsund orða yfirlýsingu. Hún leggur á- herzlu á viðurkenningu landa- mæra Evrópulanda, eins og þau eru i dag, og rætist þar 20 ára draumur Sovétmanna, sem hafa lika verið aðalhvatamenn ráðstefnunnar. En af hálfu Vesturlanda er litið svo á, að þessi viðurkenn- ing landamæra þýði ekki, að þeim megi ekki breyta með frið- samlegum samningum - og hefur Moskvustjórn samþykkt þá túlkun. Eins hafa vesturveldin fengið Sovétstjórnina til að slaka á ýmsum hömlum mannréttinda og leyfa aukin samskipti þjóð- anna, frjálsari ferðalög og meira upplýsingastreymi milli austurs og vesturs. í rauninni er yfirlýsing örygg- isráðstefnunnar i fjórum lið- um. Verður rekið smiðshöggið á hana núna á þessum lokafundi hennar og hún undirrituð end- anlega á föstudag. Fyrsti liöur fjallar um upptalningu grund- vallaratriða varðandi öryggi rikjanna. Svo sem eins og jafna réttarstöðu þeirra, loforð um að ógna þeim ekki, beita þau ekki valdi og hafa ekki afskipti af innanrikismálum þeirra, auk svo hátiðlegra yfirlýsingar um, að þau leysi ágreiningsefni sin með friðsamlegum samningum. — Þetta á þó engin áhrif að hafa á skyldur og réttindi stórveld- anna fjögurra viðkomandi Berlin. Annar liður lýtur að auknu samstarfi milli þessara 35 rikja á sviði efna- hagsmála, visinda-, tækni- og umhverfisverndarmála. öriðji liður sem Vestur- lönd lögðu hvað mesta áherzlu á, setur mannlegri svip á yfir- lýsinguna. Hann gerir ráð fyrir að greiða götu ættmenna, sem aðskilin eru af landamærum og vilja hittast, eða auðvelda hjónabönd hjónaefna, sem eru hvort úr sinu landinu. Þar er lýst yfir vílja rikisstjórnanna til þess að auðvelda fólki ferðalög landa i milli, hvort sem þau eru farin i einkaerindum eða við- skiptaerindum. Heitið er fyrir- greiðslu til að auka samskipti ibúa landa, eins og til dæmis á vettvangi iþrótta. — Þessi liður gerir einnig ráð fyrir auknu upplýsingastreymi milli rikja, svo sem með þvi að opna dag- blöðum götu yfir landamæri, kvikmyndum, útvarpssending- um og sjónvarpsefni, og lofað er bættum starfsskilyrðum til handa fréttamönnum. Fjórði liður er svo eins konar timatakmörk, sem sett eru, til að kanna hvort þessi loforð eru i heiðri höfð. — Samt er þessi yfirlýsing, sem leiðtogarnir undirrita, ekki lagalega bindandi á borð við millirikjasamninga. — Þessi liður gerir ráð fyrir þvi, að i Belgrad árið 1977 verði haldin ráðstefna utanrikisráðherra þessara 35 landa, eða fulltrúa þeirra. Verkefni þess fundar skal vera það að yfirfara og endurskoða þessa yfirlýsingu og huga að þvi, hvaða áhrif hún hefur haft i raun fyrir sambúð rikjanna. Meðal þjóðarleiðtoga, sem eru á ieið tii Heisinki, er Gerald Ford Bandarikjaforseti, sem hefur viðkomu i Póllandi. Við komuna til Varsjá var honum tekið með kostum og kynjum og ungmeyjarkossi, eins og þessi mynd þaðan ber með sér. Tyrkir leggja undir sig her- stöðvar USA Tyrkir bjuggu sig undir að taka i dag endanlega við siðustu her- stöðvum Bandarikjamanna á tyrkneskri grund. 1 siðustu viku mælti tyrkneska stjórnin svo fyrir, að starfsemi 26 herstöðva Bandarikjamanna i Tyrklandi skyldi hætt. Frétzt hef- ur, að tyrkneskir foringjar hafi tekið viö stjórn 5 siikra herstöðva i gær, en þær stöðvar gegndu ein- kanlega njósnahlutverki. Þetta er i samræmi við yfirlýs- ingar Tyrklandsstjórnar um gagnráðstafanir, ef Bandaríkja- þing aflétti ekki vopnasölubann- inu af Tyrklandi. Talsmaður stjórnarinnar skýrði frá þvi, að hinar 20 her- stöðvarnar yrðu teknar i dag, en ein þeirra að minnsta kosti er talin hafa að geyma kjarnorku- eldflaugar. Stjórnarerindrekar Bandarikj- anna voru þó ekki úrkula vonar um, að Tyrkir létu sér nægja að taka aðeins nokkrar þessara stöðva til að sýna Washing- ton-stjórninni, að þeim hefði verið alvara með viðvörunum sinum. Bandarikjaþing hefur verið ó- fáanlegt til að breyta fyrri af- stöðu sinni um að neita Tyrklandi um vopn og hernaðaraðstoð, eftir að Tyrkir beittu bandariskum hergögnum i innrás sinni á Kýp- ur. Costa Gomes hershöfðingi og forseti Portúgals hefur frestað för sinni um einn dag til Helsinki, þar sem hann ætiaði að sitja öryggisráðstefn- una. —Vegna ótryggs ástands heima fyrir fer hann ekki fyrr en á föstu- dag. Costa Gomes þorir ekki að fara fró Portúgal Minnkandi líkur á sam- komulagi milli Egypta og ísraelsmanna ísraelsstjórn hefur kunngert meðalgöngu- mönnum sinum i Washington, að hún sé reiðubúin til þess að kalla herlið sitt burt úr Sinaieyðimörkinni allt aftur fyrir fjallaskörðin Gidi og Mitla — en heldur ekki lengra. Síðustu tillögur Egypta um samninga milli þeirra og fsraels gerðu þó ráð fyrir, að Israel hörf- aði töluvert austur fyrir þessi hernaðarlegu mikilvægu skörð. Israelsmenn hafa nú bætt þvi skilyrði við önnur, sem þeir höfðu áður sett fyrir samningum, að Egyptar veiti þeim tryggingu fyrir þvi, að þeir muni ekki taka þátt i tilraunum Afriku- og Arabarikja til að vikja fsrael úr Sameinuðu þjóðunum eða öðrum alþjóðlegum samtökum. Sýnist þvi breikka sifellt biiið milli þessara tveggja rikja og lik- urnarfyrir samkomulagi þeirra i milli fara siminnkandi. — Egypt- ar eru fremstir i flokki þeirra, sem vilja láta vikja tsrael úr S.Þ. Francisco da Costa Gomes. forseti Portúgals, hefur slegið á frest för sinni til öryggisráðstefn- unnar i Helsinki vegna ótrvggs ástands heima fyrir. Andstaða stærsta stjórnmála- l'lokks Portúgals gegn stjörninni knýr Costa Gomes forseta til að hinkra við og fara ekki fyrr en á fimmtudag. Sósialistaflokkurinn hefur skorað á herstjórnendur Portú- gals að koma á laggirnar eins konar hjálpræðisstjórn þjóðar- innar til að koma á lögum og reglu og sporna við algeru stjórn- leysi landsins. Mario Soares leiðtogi flokksins sagði á blaðamannafundi, að sósialistar mundu þvi aðeins taka þátt i myndun stjórnar. að gerður yrði áður málefnasamningur. þar sem tekið yrði tillit til þeirrar stefnu — og að Goncalves hers- höfðingja yrði vikið frá. Soares veittist að ákvörðun stjórnmálahreyfingar hersins að mynda þriggja manna stjórn. Sakaði hann 250 manna ráð hers- ins um að taka sér völd. sem ráð- inu bæri alls ekki samkvæmt lög- um.

x

Vísir

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-0872
Tungumál:
Árgangar:
72
Fjöldi tölublaða/hefta:
22953
Gefið út:
1910-1981
Myndað til:
25.11.1981
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir, greinar um innlend sem erlend málefni
Styrktaraðili:
Fylgirit:
Síðar útgefið sem:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað: 169. Tölublað (29.07.1975)
https://timarit.is/issue/239153

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

169. Tölublað (29.07.1975)

Aðgerðir: