Vísir - 29.07.1975, Blaðsíða 7
Visir. Þriöjudagur 29. júli 1975.
7
Hver er sann-
leikurinn um
konur Sovét-
ríkjannq?
„Veikara kynið” er miður vinsælt orð i
Sovétrikjunum. Þar veit fólkið litið um, að á
Vesturlöndum er gefið undir fótinn hug-
myndum konunnar um, að hún sé eitthvað
,,minni máttar”.
Tina Asatiani, sem er doktor I eðlisfræöi og stæröfræöi, er fyrir stofnun,
sem annast eölisfræöirannsóknir. Hún er þekkt meðal kollega sinna um
allan heim. Tina uppgötvaöi eitt af frumefnunum, sem borizf hafa til
okkar utan úr geimnum. Þessi uppgötvun leiddi til þess aö henni voru
veitt Leninverðlaunin, æöstu verölaun, sem veitt eru í Sovétríkjunum.
Konur i Sovétrikjunum starfa
i yfirgnæfandi meirihluta utan
heimilis. Alls munu það vera
92,5%, sem þiggja laun fyrir
aðra vinnu en heimilisstörf.
Þær ganga að mestu til sömu
starfa og karlmenn og hef-
ur viða verið rómað, hversu
mjög þær standi jafn-
fætis karlmönnum. 190 fag-
greinar af 1165 eru ekki
taldar aðgengilegar fyrir konur
og þvi meinaðar þeim af heilsu-
farsástæðum, vegna erfiðis
o.s.frv.
i hvaða greinar veljast
konurnar helzt?
Flestar þeirra vinna við störf,
sem ekki krefjast mikillar
menntunar. í landbúnaði starfa
þær á samyrkjubúum að likam-
legri erfiðisvinnu. Hins vegar
mun fátitt, að konur séu gerðar
að bústjórum.
í iðnaði vegnar konunum öllu
betur en i landbúnaði, en þó
virðist sem þeim séu ekki búin
sömu skilyrði til að komast
áfram og karlmönnum.
Þær konur, sem hlotið hafa
háskólamenntun, fara mjög
mikið i greinar, sem á Vestur-
löndum eru i miklum meirihiuta
„fög karlmanna”. Þrir af
hverjum fjórum læknum Sovét-
rikjanna eru konur og aðeins
þriðji hver þjóðhagfræðingur er
karlmaður.
40% allra verkfræðinga og
kennara eru konur.
Litil þátttaka i stjórn-
ináluin
Konurnar eru daufar til þátt-
töku i stjórnmálum, lika þær,
sem hlotið hafa langa skóla-
göngu. Aðeins fimmtungur
Kommúnistaflokksins eru kven-
menn. t æðsta ráði Sovét-
rikjanna hefur engin kona setið
frá 1972 samkvæmt vestrænum
heimildum. Fréttaþjónusta
Novosti hermir hins vegar, að
1/3 af meðlimum þess séu
konur.
Sinna sinum heimilis-
störfum eftir sem áður
Það kann að skýra lélega
þátttöku i stjórnmálum, að
flestar konurnar koma að öllu
ógerðu heima fyrir, er þær hafa
lokið sinum 8-10 stunda vinnu-
degi. Gefur að skilja, að kona,
sem unnið hefur annaðhvort i
skipasmiðastöð eða við brúar-
smiði, er orðin allþreytt á
kvöldin. Það eru ekki nægir
peningar til að greiða fyrir
heimilishjálp og sennilega erfitt
eins og i vestrænum löndum að
fá hana.
Þær konur, sem hærri hafa
launin, hafa þó væntanlega
meiri möguleika á að létta af
sér húsverkunum.
Þær virðast eiga greiðari
aðgang að tækniskólum en kyn-
systur þeirra viða annars
IIMIM
SIÐAN
Umsjón:
Berglind
Ásgeirsdóttir
Serafima Kotova er verk-
fræðingur við spunaverk-
smiðju i Moskvu. Hún er
einnig meðlimur þjóöþingsins.
Serafima fékk starf við vefn-
aðarverksmiðju, eftir að
hún lauk námi. Innan fárra ára
hafði hún lært iönina það vel, aö
hún var send til framhaldsnáms
og lauk siðan prófi við Vefn-
aðarstofnunina. Hún var ein af
þeim, sem beittu sér fyrir þvi að
auka afköst verkalýðsins og fá
hæstu mögulegu nýtingu út úr
hráefninu. Fyrir þetta varð hún
þekkt um öll Sovétrikin. Henni
voru veittar viðurkenningar
fyrir að hafa skapað áhuga á þvi
hjá verkamönnum að standa sig
vel. Mesta viðurkenning, sem
hægt er að fá, „Hetja sósial-
iskrar vinnu”, var veitt Sera-
fimi fyrir árangur hennar við að
skapa hið andlega ástand meðal
vinnukraftsins.
staðar. Munu 38,3% af
nemendum I tækniskólum vera
konur, meðan til dæmis 1.5% af
nemendum i brezkum tækni-
skólum eru kvenmenn.
Hafa ber þó I huga, að ákaflega
vinsælt námsform i Sovétrikj-
unum er að nema á kvöld-
skólum og námskeiðum.
Þjóðarbúið missir þá ekkert
af starfskröftum við-
komandi og hann aflar sér
menntunar. Konur munu
margar hverjar hafa aflað sér
réttinda á þann hátt, sem býður
heim grun um, að próf þeirra
séu ekki viðurkennd til jafns við
þeirra, sem lokið hafa námi á
venjulegan máta.
Konum mun allviða vera
meinaður aðgangur á dulinn
hátt með ýmiss konar sér-
kröfum, sem þeim tekst ekki að
uppfylla.
Af hverju hafa þær ekki
náð jafnrétti?
Tvimælalaust hafa margar
þeirra gert það, og eru konurnar
Svetlana Fyodorva hefur nýlega lokiö prófi frá Leningradháskólanum
sem vélaverkfræðingur. Þar naut hún styrks, sem veittur er til minn-
ingar um Lcnin. Dugar ekki frábær námsárangur til að hljóta hann,
heldur verður viðkomandi einnig að taka þátt I félagslifi og visindaleg-
um tilraunum.
þrjár á myndunum gott dæmi
um það. En skýringin á aðstöðu
hinna, sem láta fara með sig
sem annars flokks verur, er sú,
að bylting breytir ekki viðhorfi
kynjanna hvors til annars.
Breyting á stjórnarfyrirkomu-
laginu hefur ekki sjálfkrafa i för
með sér, að einstaklingurinn liti
á sjálfan sig öðrum augum.
VINNAN UTAN HEIMILIS-
INS HEFUR OFT LEITT TIL
AUKINS MISRÉTTIS! Hvernig
má það vera? Vinnuálagið á
þær, þegar ætlazt er til að þær
sinni eftir sem áður heimilinu,
leggur á þær tvöfalt álag. Slikt
dregur úr möguleika þeirra til
að standa sig vel á báðum
stöðum.
Þá bætir það ekki úr skák, að
nauðsynjavörur liggja ekki
alltaf á lausu. En stjórnvöld
munu hafa mikinn hug á að
reyna að bæta eitthvað eða auð-
velda lif þessara kvenna.
Lifsfyllingin, sem starfið
veitir, hjálpar sumum en hvað
með hinar? Fátæktin knýr
margar til að halda áfram
störfum, en aðrar kjósa þetta
fremur en vera heima. Margir
hafa skýrt hinar háu skilnaðar-
tölur i Sovétrikjunum með þvi,
að spennan á heimilinu og
þreyta húsmóðurinnar valdi
miklu um.
Geimfari vara-
formaður kvenna-
ársnefndar
Kvennaársnefnd var skipuð,
þrátt fyrir að tilgangur hennar
■ væri reyndar ekki að fá kon-
urnar út af heimilunum. Vonazt
var til, að nefndinni tækist að fá
konurnar til að taka þátt i
félagsstörfum. Valentina
Nikolajeva Teresjkova var
kjörin varaformaður nefndar-
innar.
Hvaö geta sovézku
konurnar gert?
Þær stefna i auknum mæli inn
i skólakerfi landsins og hljóta nú
næstum jafnmargar konur og
karlar æðri menntun. Þær halda
hins vegar áfram að leita i
ábyrgðarminni störf og virðist
þar vera um uppeldislegt atriði
að ræða.
Kynin eru þroskuð til ólikra
hlutverka, enda þótt konurnar
ættu i dag að geta tekizt á við
verkefni jafn vel eða betur. Þær
virðast hins vegar sjálfar ekki
treysta sér til að takast á við
ábyrgðarmeiri störf. Það kann
að vera vegna mikillar vinnu,
sem þær vilja ekki bæta á sig.
Konurnar halda hins vegar
áfram að taka þátt i þjóðar-
framleiðslunni, þær vita, að
fjárhagsáætlun rikisins og
heimilisins gerir ráð fyrir vinnu
þeirra. Starfið kann að vissu
marki að veita þeim ánægju,
sumum þeirra að minnsta kosti.
Konurnar vita og að sovézkt
efnahagskerfi kynni að splundr-
ast, ef þær vildu ekki lengur una
við ástandið.
Kvennaárið i Sovét
Þrátt fyrir það, að ekki þurfi
kvennaár i Sovétrikjunum til að
fá konur út á vinnumarkaðinn,
var skipuð þar kvennaársnefnd.
Varaformaður þeirrar nefndar
var geimfarinn Valentina
Nikolajeva Tereshjova.
Þess mun vænzt, að nefndinni
takist að hvetja konurnar til
meiri félagslegrar þátttöku. 1
dag eru konur aðeins 1/5 af
meðlimum Kommúnistaflokks-
ins.
Sovézkar konur halda áfram
að vera sá hópur þjóðfélags-
ins, með örfáum undantekn-
ingum, sem er annars flokks.
Þetta byggist að vissu leyti á
þeirri hefð að skilja á milli kynj-
ann og þroska þau sitt i hvoru
lagi. Einnig má konunum
sjálfum um kenna, þær hafa
alls ekki verið nógu harðar i þvi
aö ryðja hindrunum úr vegi.
Samt sem áður halda konur
áfram að vinna vegna þess, að
fjárhagsáætlun heimilisins
gerir ráð fyrir tekjum þeirra.
Starfið kann að veita þeim
ánægju og það myndi kollsteypa
sovézku efnahagskerfi, ef þær
hættu að una þessu ástandi.