Vísir - 29.07.1975, Blaðsíða 3
Vísir. Þriðjudagur 29. júli 1975.
3
Hornbjargs
viti:
Ekkert
einmanalegt
þrátt fyrir
ís og þoku
,Við sjáum bara ishraflið, en in hið bezta. Langt er frá þvi, að
ekkert á aðaiisinn,” sagði þarna sé einmanalegt. Tveir
Elisabet Þorgeirsdóttir, tvitug strákar, 11 og 12 ára, eru til
stúdina og ráðskona Jóhanns snúninga og 80—90 ferðamenn
Péturssonar i Hornbjargsvita, hafa komið við i vitanum i sum-
er við röbbúðum við hana i gaer. ar og fengið þar kaffisopa og
sumir gist. Er þetta bæði inn-
Það var 2 gráðu hiti og mikil lend og erlent bakpokafólk, sem
þoka hjá þeim þarna við Horn. þarna kemur að skoða náttúr-
Von var á norðlægri átt, svo að una,en Elisabet sagði, aðþarna
jafnvel var búizt við, að isinn væri bæði afar sérkennilegt og
þokaðist enn nær landi. fallegt. Ekkertsér á gróðrinum,
Elisabet er búin að vera ráðs- þótt vetrarlegt sé þarna vissu-
kona i 1 1/2 mánuð og likar vist- lega i augnablikinu.
ísinn bráðnar
ótrúlega fljótt
— þrátt fyrir sólarleysi og kulda
,,Ég minnist ekki
sumardaga sem þess-
ara i áratugi,” sagði
Guðmundur Jónsson,
annar bóndinn i Mun-
aðarnesi i Árneshreppi,
Strandasýslu, er við
röbbuðum við hann i
gær en Munaðarnes er
einn af nyrztu bæium i
byggð.
Hjá þeim þarna norður frá er
isinn uppi við land, leiðinda-
kuldi og rigning. Munaðarnes er
tvibýli og búa þar 12 manns að
jafnaði Nú þegar spretta er orð-
in góð, eftir mikla þurrka i vor,
svo að sum vatnsból sveitunga
þornuðu, gerir hann ekki annað
en rigna að sögn Guðmundar.
Þeir i Munaðarnesi hafa um
200 ær og 3 kýr svona til að hafa
mjólk fyrir sig. Þá var
grásleppuveiðin ágæt i vor og
20-30 selkópar væru skotnir.
Guðmundur sagði, að það
hefði verið óvenjumikill reka-
viður i ár. Mest af honum er
rifið niður og sagað i girðingar-
staura.
Nú stendur til, að sveitin fái
sjónvarp. Tveggja km kapall er
kominn i þessu skyni, en enginn
mannskapur hefur enn sézt til
að leggja hann.
Þrátt fyrir kuldann og sólar-
leysið bráðnar isinn ótrúlega
fljótt og menn eru bjartsýnir á,
að þessi óboðni gestur hverfi hið
skjótasta. -EVI-
Beri maðurinn ekki
í Háskólanum
í frétt Visis um bera manninn á
Hverfisgötunni i gær var sagt, að
hann stundaði nám við Háskól-
ann. Það var á misskilningi
byggt, það var lögregluþjónninn,
sem rétti honum njóiabiaðið, sem
stundar nám í guðfræði við Há-
skólann. Vel klæddir háskóla-
neméndur við Hverfisgötu, sem
kunna að hafa haft af þessu óþæg-
indi, eru beðnir velvirðingar.
—ÓT
HVER A
KISA
LITLA?
Hver hefur tapað þessum á-
gæta ketti? Hann fannst á
horninu á Suðurlandsbraut og
Kringlumýrarbraut i gærdag.
Þeir, sem telja sig kannast við
gripinn, hafi samband við
Óskar Einarsson, sem vinnur i
Sindra.
íslenzkir Mexikanar og
Spónverjar nema
reiðlist í Kópavogi
,,Börnunum þykir
góð tilbreyting að kom-
ast i islenzka veðráttu
enda hitinn i Mexikó 30
gráður árið um kring”,
sagði Erna Geirdal,
sem búsett hefur verið
um árabil i Mexikó.
Hún á 4 börn, sem
dvelja hér með henni i
sumar. Ekkert þeirra
talar islenzku, en öll
bera þau islenzk nöfn.
Við hittum Ernu að
máli við reiðskóla
þann, sem hesta-
mannafélagið Gustur i
Kópavogi rekur. Skól-
inn hefur aðstöðu i
hesthúsaþyrpingu fyrir
ofan Fifuhvamminn.
Þrjú af börnum Ernu eru á
námskeiði i reiðlist, en yngsti
sonurinn Carlos Atli, sem aðeins
er 4 ára, þykir of ungur i skól-
ann.
Fjölskyldan býr i Acapulco
200 þúsund manna borg við
Kyrrahafið. ,,Ég spái þvi, að
það verði næsti staðurinn sem
verður i tizku að heimsækja”,
sagði Erna og gat þess, að
reyndar væru ferðamenn famir
að streyma að.
í Mexikó er töluð spænska
eingöngu. En Erna var svo
heppin að kunna það mál, þegar
hún fluttist til landsins fyrir
meira en áratug. Það mál notar
hún við börnin, sem eiga i svo-
litlum erfiðleikum með að gera
sig skiljanleg á íslandi. Helzt
hafa þau getað talað við börn
listmálarans Baltasar, sem
sækja reiðskólann. Baltasar
yngri, sem er 9 ára og er
reyndar nýkominn frá
Barcelona, þannig að hann er i
góðri þjálfun.
Erna sagðist ekki geta tekið
neitt eitt atriði út úr
mexikönsku þjóðlifi og sagt, að
það væri öðruvisi en á tslandi:
Hver einasti hlutur væri þar svo
frábrugðinn islenzkum, að
ómögulegt væri að fara að gera
upp á milli einstakra þátta. Þó
gat hún þess, að til dæmis
kaþólska trúin setti afar sterkan
svip á allt lif i Mexikó og uppeldi
bama væri þar allt öðru visi en
hér. Hún sagði, að börnunum
þætti stórkostlegt að vera hér,
þar sem þau fengju að vera ein
úti oghægt væri að hjóla að vild,
hvar sem væri.
Erna sagði, að veðurfar væri
mjög frábrugðið fyrir utan hita-
mismuninn. 1 Mexikó væri til
dæmis mjög mikil úrkoma á
sumrin og væri það aðalástæðan
fyrir þvi, að Mexikanar færu úr
landi um sumarmánuðina. Sjálf
kýs Erna að fara til tslands og i
fyrrasumar dvaldi hún einnig
hér með börnin.
Húsakynni og viðurværi fólks
IMexikósagðihún að væri mjög
frábrugðið þvi, sem er i Norður
Evrópu. Til dæmis mætti segja,
að hugtakið „brýnustu nauð-
þurftir” væri ekki það sama i
löndunum. Mexikani getur legið
undir berum himni og nærzt á
ávöxtum allt árið. Hann þarf
þvi ekki að svelta, enda þótt
hann sé vita auralaus.
Stéttamismun sagði Erna
vera mun meiri en á tslandi, en
hins vegar væri kannski erfið-
ara að skilgreina fátækt i
heitum löndum en köldum.
-B.A.
Mikið þarf að undirbúa, áður en hægt er að þeysa af stað, og ekki má mikið út af bera með svona óvana
hestamenu, til að þeir detti af baki.
Krakkarnir eru þó hinir keikustu og láta aliar hugsanir um óvænt slys lönd og leið.