Vísir - 29.07.1975, Blaðsíða 13

Vísir - 29.07.1975, Blaðsíða 13
Vísir. Þriðjudagur 29. júll 1975. Þú gætir nú alveg prófað að tapa svona einu sinni sjálfur, svona til að sýna, að þú sért reglulegur iþróttamaður! D099Í ÁRNAÐ HEILLA 24. april voru gefin saman i hjónaband af rr. Arellusi Niels- syni i i.angholtskirkju: Sigrún Guðmundsdóttir og Guölaugur K. Jónsson. Heimili þeirra er að Laugarnesvegi 80. — Ljósm.: Nýja Myndastofan. 24. mai voru gefin saman I hjóna- band af sr. ó!afi Skúlasyni i Bústaðakirkju: Kolbrún Björns- dóttir og Valgarður Einarsson. Heimili þeirra er að Hjaltabakka 24. — Ljósm.: N.M. 10. mai voru gefin saman I hjóna- band af sr. ólafi Skúlasyni I Bústaðakirkju: Asta Skúladóttir og Kinar Einarsson. Heimili þeirra er að Grettisgötu 74 — Ljósm: N.M, 13 >*★☆*☆★*★*★☆★***★*★*★***★*★*★**☆★*****★*★*★{r cf 4- Ef 4- Ef 4- Ó- 4- E> 4- 4- Ég er orðinn svo hræddur við framtiðina, að ég þori ekki aðlíta fram fyrir mig, þegar ég er úti að ganga. *2* * m é Nl u uá Hrúturinn, 21. marz — 20. aprll.Dagurinn hefur I för meö sér ýmis undrunarefni. Forðastu að vlkja út af vananum i þinu einkalifi og verkefna- vali. Samvinnumál taka nýja stefnu. Nautiö, 21. april — 21. maí. Reyndu nýjar aðferðirog nýjar samsetningar. Þú getur aðeins breytt út af vananum, ef þú hefur ætlað þér það fyrirfram. Forðastu deilur viö starfsbróður. Tvlburarnir, 22. mal —■ 21. júni. Ahrif þin eru fremur loftkennd. Rómantikin kann að snúast snögglega i höndum þér að verða ópersónulegri. Félagslifið og félagar þinir bjóöa upp á óvænt at- vik. Krabbinn, 22. júnl — 23. júll. Stressið verður I hámarki i dag. Fjölskyldu og heimilisvandamál kynnu aö aukast ef þú verður of öfgafullur. Reyndu aö sýna stillingu og vera sanngjarn. Ljónið, 24. júli — 23. ágúst. Nýskeöir atburðir kynnu aö hafa raskað andlegri ró þinni. Þú getur varið deginum i dag til að endurskoða heim- speki þina. Gerðu þær breytingar, sem samvizkan segir til um. Meyjan, 24. ágúst — 23. sept. I fjármálunum, skaltu varast að breyta út af vananum. Bfórgunarstarf kann að bera góðan árangur eða , hrapallegan. Annar kynni að hafa eitthvað, sem þú hefur not fyrir. Vogin, 24. sept. — 23. okt. Vertu á varöbergi. Forðastu öfgarnar eða tilraunir til að þvinga hlutina inn i óeðlilegar stöður. Reyndu að halda jafnvægi, hvaö, sem á kann aö ganga. Drekinn, 24. okt. — 22. nóv. Vanabundin verk skapa þér leiöindi. Ekki spilla fyrir meö þvi aö vera fljótfær eða kærulaus. Smáatriðin eru mikilvæg. Notkun nýrra aðferöa er freistandi. Bogmaðurinn, 23. nóv. — 21. des. Hið óvænta kann aö gerast. Foröastu óvarkárni i nafni rómantikur. Snögg hrif ætti ekki að lita á sem váranleg.Leggðu áherzluá tómstundaáhugamál þitt. Steingeitin, 22. des. — 20. jan. Þann kann að reynast nauösynlegt en erfitt að stiga til baka spor, sem nýlega var tekiö. Reyndu ekki að raska jafnvægi atburðanna. En hins vegar skaltu reyna að skipuleggja upp á nýtt heima vi&- „ Vatnsberinn, 21. jan. — 19. febr.— Reyndu aö forðast öfgarnar núnar. Reyndu að átta þig á 'tengslum hlutanna. Málefni tengdafólks þins og' skyldmenna og tengsl þin viö það fólk kunna skyndilega aö breytast. Fiskarnir, 20. febr. —20. marz.Ekki fjárfesta i neinu, nema þú hafir athugaö þinn gang gaumgæfilega áður. Haltu þig frá sáttmálum, sem óþefur er að. Notaðu dómgreindina. 2 KVÖLD □ □AG | D KVÖL □ □AG | Útvarp kl. 19,35: Skollaleikur við almenning — Gunnlaugur Þórðarson lögfrœðingur flytur erindi í kvöld m,un Gunn- laugur Þórðarson lög- fræðingur flytja erindi, sem hann kallar „Skolla- leikur við almenning". í viðtali við blaðamann Vísis sagði Gunnlaugur, að erindið f jallaði um þá skoðun sína, að of mikið væri flutt af sýndar- mennsku-silkihúf ufrum- vörpum eins og hann kall- ar frumvörp, sem eru eingöngu flutt til þess að friða almenning og til þess, að fólk greiði gjöld sin glaðara í bragði. Sagði hann, að stofnunum væri komið á fót i þessum til- gangi. Vildi hann ekki nefna nein nöfn i þessu sambandi, en kvað þetta mjög dýrt fyrir al- menning. Hann sagðist taka tvö frum- vörp sem dæmi, þ.e. frumvarp um tryggingardóm og frumvarp um umboðsmann Alþingis. Umbosömaður Alþingis átti að taka við kvörtunum frá al- menningi um allt milli himins og jarðar. Sagði Gunnlaugur, að hann væri ekki á móti lögfræði- þjónustu við almenning, en það væri spurning um, hvernig væri hægt að koma slikri þjónustu við. Þessi tvö frumvörp, sem Gunnlaugur tekur sem dæmi, voru flutt fyrir tveimur árum, en náðu ekki fram að ganga. Sagði Gunnlaugur, að með erindi sinu vildi hann vara við útþenslu rikisbáknsins. Einnig kvaðst hann i þessu sambandi fara út i hugleiðingar um hættu á of miklu félagslegu öryggi, sem gerði fólk hálfsljótt. HE ÚTVARP # ÞRIÐJUDAGUR 29. júli 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan : ,,í Rauðárdalnum” eftir Jó- hann Magnús Bjarnason. örn Eiðsson byrjar lestur- inn. 15.00 Miðdegistónleikar: ís- lenzk tónlist. a. „Upp til fjalla”, hljómsveitarverk eftir Arna Björnsson. Sin- fóniuhljómsveit Islands leikur, Páll P. Pálsson stjórnar. b. Karlakórinn Visir á Siglufiröi syngur lög eftir Sigvalda Kaldalóns, Þórarinn Jónsson og Jón Leifs. c. Sex vikivakar eftir Karl O. Runólfsson. Sin- fóniuhljómsveit Islands leikur, Páll P. Pálsson stjórnar. d. Lögreglukór Reykjavikur syngur lög eft- ir Sigvalda Kaldalóns, Páll P. Pálsson stjórnar. e. GIsli Magnússon leikur pianó- lög eftir dr. Pál Isólfsson. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.25 Slðdegispopp. 17.10 Tónleikar. 17.30 Sagan: „Maður lifandi”, barnasaga handa fullorðn- um eftir Gest Þorgrimsson. Þorgrimur Gestsson les (2). 18.00 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Skollaleikur við almenn- ing. Dr. Gunnlaugur Þórð- arson flytur erindi. 20.00 Lög unga fólksins. Sverrir Sverrisson kynnir. 21.00 Þýska skáidið Thomas Mann — aldarminning. Kristján Arnason mennta- skólakennari flytur erindi og Þórhallur Sigurðsson leikari les smásögu, „Lifs- viUa”, i þýðingu Þor- bjargar Bjarnar Friðriks- dóttur. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsag- an: „Knut Hamsun lýsir sjálfum sér”. Martin Be- heim-Schwarzbach tók saman. Jökull Jakobsson les þýðingu sina (10). 22.35 Færeysk lög og þjóð- dansar. 23.00 „Womcn in Scandi- navia”, fjórði þáttur — Nor- egur. Þættir á ensku, sem gerðir voru af norrænum út- varpsstöðvum, um stöðu kvenna á Norðurlöndum. Berit Griebenow stjórnaði . gerð fjórða þáttar. 23.30 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.