Vísir - 29.07.1975, Blaðsíða 2
2
Vísir. Þriöjudagur 29. júli 1975.
VISIE SPTR'-
— Hvernig á að leysa
vandamál gamla fólks-
ins?
Sölveig Sigurðardóttir, skrif-
stofustúlka: Gamla fólkið verður
sjálft að fá að ákveða, hvernig
það vill haga sinu lifi og hvar það
vill búa. Þegar það er orðið ófært
til að ákveða slikt, eru elli- og
hjúkrunarheimili ágæt.
Sesselja Berndtsen, húsmoóir: Lt
fólk hefur heilsu til að búa eitt, á
að leyfa þvi það. Fólk á, sama á
hvaða aldri það er, að fá að
ákveða sjálft, h vað það gerir. Það
ber að gefa þvi kost á að velja
með þvi að gera fleiri leiðir
mögulegar.
Agnea Jónsson, húsfrú: Við eig-
um aðbyggja fleiri elliheimili og
gera þau hlýleg og manneskjuleg.
Einnig er heimahjúkrun ágæt,
þegar hún hjálpar til. Hins vegar
getur verið ákaflega erfitt að hafa
rúmliggjandi gamalmenni á
heimilum, þrátt fyrir að fólk sé
allt af vilja gert.
Sigurjón Marinósson, ísalstarfs-
maður: Æskilegasta lausnin er
sú, að foreldrarnir fái að dveljast
á heimilum barna sinna. Þrauta-
lending er i minum augum að
setja gamalmenni á elliheimili.
Heimilishjálpin er hentug, þegar
hún dugar til að lengja sjálfstæða
tilveru einstaklinganna.
ólaffa Guðmundssóttir, verka-
kona: Það verður skilyrðislaust aó
bæta kjör þeirra eldri fjárhags
lega og bæta alla aðstöðu, svo að
eldra fólk geti bjargaö sér sjálft.
Heimilisaðstoð er prýðileg í þessu
skyni.
Kdwin Karl Kenediktsson, at-
vinnulaus: Ég sé ekkert á móti
þvi, að gamalmenni séu á elli-
heimilum, ef þau eru vel búin, til
dæmis með sundlaugum. Æski-
legast er, að börn geti tekið for-
eldra sina inn á eigið heimili.
Fæstir hugsa svo langt, að til
þess að aðstaða batni eða tæki-
færi til keppni og æfinga utan-
lands aukist, þarf peninga.
Keppendur og aðrir iþrótta-
iðkendur verða sjálfir að borga
stórfé i æfingagjöld á ári hverju.
Við það bætist siðan vinnutap
vegna ferðalaga og oft ferða-
kostnaður bæði utanlands og
innan. Að visu fórna þeir öllu
vegna áhuga sins á iþróttinni.
En þykir þér ekki lika gaman,
þegar þeir hefja nafn og fána
lands og þjóðar til vegs og virð-
ingar á erlendum vettvangi?
Hundabannið:
Mannréttindi?
Hvað með
hundaréttindi?
Ilundavinur hringdi:
„Guði sé lof, að mann-
réttindanefndin hefur ekki lýst
yfir. að hundabannið sé brot á
mannréttindum. Ég spyr bara.
Hvað er brot á mannréttindum?
Mér er ekki illa viö hunda, en
það er hundur fyrir neðan mig i
húsinu, sem ég bý i, og það eru
hundar i ibúðunum við hliðina á
mér. Fólkið fer út aðvinna. Það
fer út að skemmta sér og alltaf
eru hundarnir lokaðir inni á
meðan. Þurfa þeir ekki greyin
lika að fá friskt loft? Þurfa þeir
ekki, greyin, að fá einhverja
bliðu? Mér hefur að minnsta
kosti skilizt það á þeim, sem vit
hafa á þessum málum.
En, nei. Þarna mega greyin
dúsa daginn út og daginn inn
og ég má (og íleiri) hlusta á
geltið i þeim. Ég kalla þetta
engin hundaréttindi. Og hvað á
það að þýða að fara með svona
mál fyrir útlenda dómstóla?
Getum við ekki einu sinni búið
til okkar eigin lög I svona litlu
máli?
Svo er annað. Fyrst hundar
eru bannaöir i Reykjavik, hvers
vegna má þá auglýsa hvolpa til
sölu eða sem gjöf?”
Bravó Jónas
Ungt fólk um tvitugt skrifar:
„Afskaplega er gaman að
hlusta á Jónas rithöfund á
sunnudögum i þættinum „Með
eigin augum”. Svona rabb flétt-
um dúr um lifið og tilveruna er
áreiðanlega vel þegið af fleirum
en okkur, sem þetta skrifum.
Það er alrangt, að við, unga
fólkið, viljum aðeins popp og
aftur popp i okkar útvarpi, en
meira af svona léttmeti væri
stórfint.”
Ef svo er, þykir þá ekki sann-
gjarnt, að þú og allur almenn-
ingur taki að einhverju leyti þátt
I kostnaðinum? Hugsaðu þér
alla ókeypis (eða jafnvel ódýr-
Ká afrek okkar Iþróttamanna hafa vakið eins mikla athygli úti um heim og sigurinn y fir Austur-Þýzka-
landi i Evrópukeppni landsliða í knattspyrnu á Laugardalsvellinum i sumar. Þar lagði litla tsland að
velli eina mestu iþróttaþjóð veraldar og þá var varla sá íslendingur til sem ekki var stoltur af strákun-
um sinum. Ljósmynd: Bjarnleifur.
EKKI GANGA
ALLIR JAFN-
VEL UM
ELLIÐAÁR
Náttúruunnandi hringdi:
„Út af lesendabréfi i Visi sl.
föstudag, sem bar fyrirsögnina
„Má ekki lengur koma nálægt
Elliðaánum”, langar mig að
koma á framfæri, að það er
kannski óþarfi fyrir fólk að
vera alveg niður við ána, þar
sem verið er að renna fyrir lax-
inn.
Það er leiðinlegt til þess að
vita, að ekki skuli vera hægt að
ganga þarna um og njóta úti-
vistar án þess að verða var við
svona leiðindi. Nógu stutt er
sumarið samt.”
Þvi miður er það lika svo, að
laxveiðimenn hafa stundum
fyllstu ástæðu til að stugga við
krökkum þarna i kring. Eitt
kvöldið, þegar ég fékk mér
göngutúr með konu minni með-
fram Elliðaánum, gengum við
fram á eina 5-6 drengi rétt upp
við Rafveituheimilið. Þeir
stunduðu þá miður skemmti-
legu iðju að kasta grjóti niður i
ána, og einnig voru þeir með
stafprik, sem varla hefur verið
til annars en að reyna að rota
lax með. Þarna hagar svo til, að
flúðir eru út i ána og ekki sést
niður að ánni frá veginum.
Strákarnir stóðu þarna á
flúðunum og voru hundblautir.
Ætli þeir hafi ekki verið um og
yfir fermingu. Þeir hlupu eins
og pilur, um leið og þeir sáu til
okkar.
Er ekki sanngjarnt
að styðja betur við
íþróttirnar?
Keppendur borga
stórfé í œfingagjöld
S.L.B. skrifar:
„Allir kannast við þá ánægju-
tilfinningu og stolt, sem gagn-
tekur fólk þegar landinn vinnur
iþróttaafrek. Við getum minnzt
á sigurinn yfir Austur-Þjóðverj-
um i fótbolta, Vestur-Þjóðverj-
um í körfubolta og hina ýmsu
sigra handknattleikslandsliðs-
ins yfir stórþjóðum. Afrek i ein-
staklingsgreinum, i lyftingum,
frjálsiþróttum og sundi.
Eftir landsleiki heyrist oft
sagt, að nú verði að bæta leik-
skipulagið eða auka úthaldið og
strákarnir verða bara að leggja
aðeins harðar að sér við æf-
ingar.
ari) vinnuna, sem liggur á bak
við einn landsleik. Mundirðu sjá
eftir þvi, þótt örlítið stærra brot
af sköttum þinum rynni til að
aðstoða þetta fórnfúsa fólk til að
kynna landið?
Til marks um almennan
áhuga fyrir iþróttum er nóg að
benda á það rúm, sem blöðin
ætla undir iþróttafréttir og eru
þær að minu mati einna al-
mennast lesnar af öllu efni blað-
anna.
Er ekki timi til kominn, að
rikisvaldið stórauki framlag sitt
til iþróttamála, svo að hægt sé
að minnsta kosti að borga þjálf-
urum og bæta aðstöðuna fyrir
allt iþróttafólk? Þvi að um leið
og hægt er að borga þjálfurun-
um, þá sjá loks hæfir menn til-
gang i þvi að mennta sig til þess
að geta þjálfað af kunnáttu, en
ekki bera af hjálpsemi og
áhuga. Um leið nýtast hæfi-
leikar og kraftur iþróttamanns-
ins betur og skynsamlegar.”
LESENDUR HAFA ORÐIÐ