Vísir - 29.07.1975, Blaðsíða 6

Vísir - 29.07.1975, Blaðsíða 6
6 Visir. Þriðjudagur 29. júli 1975. vísm Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ititstjórar: Fréttastjóri: Ritstjórna rf ulitrúi: 'Auglýsingastjóri: Auglýsingar: Afgreiðsla: Ritst jórn: Reykjaprent hf. Sveinn R. Eyjólfsson Jónas Kristjánsson Þorsteinn Pálsson Jón Birgir Pétursson Haukur Hclgason Skúli G. Jóhannesson Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 Hverfisgötu 44. Simi 86611 Siðumúla 14. Simi 86611. 7 linur Askriftargjald 700 kr. á mánuði innanlands. 1 lausasölu 40 kr.eintakið. Blaðaprent hf. Mikilvægur árangur Vestræn riki hafa um nokkurt skeið átt við mikla efnahagserfiðleika að striða. Viðast hvar hafa hin snöggu umskipti i þessum efnum leitt til all verulegs og alvarlegs atvinnuleysis. Engum blöðum er um það að fletta, að atvinnuleysi er einhver þungbærasta afleiðing efnahagskrepp- unnar. Það er eitthvert mesta böl, er hent getur i einu þjóðfélagi, þegar vinnufúsar hendur fá ekki tækifæri til þess að afla sér lifsviðurværis. Við höfum átt við sizt minni erfiðleika að etja i efnahagsmálum en nágranna- og viðskiptaþjóð- ir okkar. Þrátt fyrir þá staðreynd hefur okkur tekizt að koma i veg fyrir atvinnuleysi. Þetta er umtalsverður árangur, þegar litið er á þær erfiðu aðstæður, sem við höfum búið við, og hversu hart aðrar þjóðir hafa verið leiknar I þessum efnum. Það var eitt af höfuðstefnumálum núverandi rikisstjórnar, þegar hún tók við völdum, að tryggja fulla atvinnu. En um þetta leyti á siðasta ári blasti við stöðvun mikilvægra atvinnugreina. Með margháttuðum aðgerðum hefur reynzt unnt að treysta svo stöðu atvinnuveganna, að ekki hefur komið til þess, að atvinna hafi dregizt saman. Með hliðsjón af þeim hrikalegu erfiðleik- um, er við höfum staðið frammi fyrir, getur eng- um dulizt, að hér er um mikilsverðan árangur að ræða. Þá er einnig á það að lita, að með skynsamlegri fyrirgreiðslu stjórnvalda I kjaramálum og ábyrgri afstöðu aðila vinnumarkaðarins, bæði launþega og vinnuveitenda, hefur verið sneitt hjá viðtækum verkföllum. Fyrir þær sakir m.a. hefur verið unnt að hækka lægstu laun til samræmis við verðlagshækkanir, þrátt fyrir 30% rýrnun kaup- máttar útflutningstekna. Þá hefur lifeyrir aldr- aðra verið hækkaður i samræmi við hækkun verðlags. Hjá þvi varð ekki komizt, að við yrðum að horf- ast i augu við þá lifskjaraskerðingu, sem orðin var. En það er mikils um vert, að á sama tima skuli hafa reynzt unnt að tryggja fulla atvinnu. Á móti þessu kemur hins vegar, að litið sem ekkert hefur miðað að þvi marki að draga úr hraða verð- bólgunnar. Um leið og stjórnvöld hafa reyntað milda þá kjaraskerðingu, sem þjóðin hefur orðið fyrir, með ýmiss konar ráðstöfunum, hefur verið takmarkaðra svigrúm til þess að hægja á verð- bólgunni. öllum er ljóst, að varasamt hlýtur að vera að fara of geyst i sakirnar I þessum efnum. Við meg- um ekki gripa til svo harkalegra samdráttarað- gerða, að þaðleiði til atvinnuleysis. Á hinn bóginn er alveg fullljóst, að við getum ekki til lengdar búið við svo mikla verðbólgu. Hún kippir stoðun- um undan heilbrigðu efnahagslifi. Þetta óvissu- ástand er óþolandi, hvort sem i hlut eiga einstakl- ingar, fyrirtæki eða opinberir aðilar. Engum vafa er þvi undirorpið, að enn biða alvarleg vandamál úrlausnar. Þau verða ekki leyst nema með samstilltu átaki. Þegar kaup- máttur útflutningstekna þjóðarbúsins hefur rýrn- að svo sem raun ber vitni um, verðum við að sætta okkur við þá staðreynd, að um sinn verðum við að búa við heldur lakari lifskjör en áður. Við þurfum þó ekki að draga meir saman en svo, að við getum búið við svipuð kjör og fyrir tveimur til þremur árum. Taka hús á fólki að reyfarans — Brezk lög máttlaus gagnvart undirheimalýð, 1 sem leggur undir sig hús og íbúðir annarra Listinn heföi vel getaö ( veriö skrá fasteignasala ■ yfir ibúöir til sölu eöa fasteignaauglýsing meö upptalningu á húsum til sölu. ...Hús í lúxushverf- inu Kensington, 30 íbúðir i Chelsea, höll frá Viktoriutimanum, ekki langt frá húsi forsætis- ráöherrans — allt laust til íbúðar. En þessi upptalning var ekki i auglýsingadálkum dagblað- anna. Hana var að finna i fjöl- rituðu dreifiblaði undirheim- anna, tölublaði nr. 15. bað geng- ur undir nafninu „Ruff Tuff Kreem Puff”. Þetta dreifiblað gegnir hlut- verki leiðarvisis fyrir 100.000 heimilislausra. i Bretlandf, og listinn er upptalning húsa, sem standaauðogónotuð — ábending til húsnæðislausra að leggja þau undir sig. Timaritið „Newsweek” vekur athygli á þessu i nýjasta tölu- blaði sinu. Blaðið teíur sig hafa nokkra vissu fyrir þvi, að um 50.000 slikir heimilisleysingjar hafi flutti óleyfi inn i slik ónotuð hús og Ibúðir. Flest þetta fólk er sagt vera fórnarlömb húsnæðis- vandræðanna i Bretlandi. En þó kvað bera orðið æ meira á nýj- um hópi i þessu tilliti. bað eru ungmenni, sem sýnast taka sér efnivið „A Clockwork Orange” til fyrirmyndar. (Menn minnast kvikmyndarinnar, sem sýnd var hér, en hún fjallaði um flokk afbrotaunglinga, sem tóku hús á miðstéttarfólki, héldu þvi i heljargreipum, nauðguðu kven- fólki heimilisins, rændu og rupluðu og skildu siðan við heimafólkið örkumla). „Newsweek” heldur þvi fram, að það séu mikil brögð að þessu siðarnefnda. „London-Times” hefur helgað einn leiðara sinn þessu nýja vandamáli og fer ómildum orðum um. Segir blaðið, að þessar aðfarir „séu ekki til þess að ráða bót á vandræðum hús næðislausra, heldur beinlinis til i kvikmyndinni „A Clockwork Orange” sáu biógestir óaldarflokk vaða uppi, taka hús á fólki, spilia húsmunum, ræna og rupla og meiða fólk. — Margir húsnæðisleysingjar i Bretlandi hafa sótt sér fyrirmynd i þennan reyfara og eru tii mikilla vaudræða. að sýna i verki pólitiska afstöðu þessara hópa, nefnilega fyrir- litningu þeirra á eignarréttinum og undirstöðum hins kapitaliska efnahagskerfis”. „Newsweek” bendir á, að brezk lög um átroðning á heimilum eða einkalóðum séu frá þvi árið 1381 og þannig i eðli sinu, að lögreglunni sé ómögu- legtaðhandtaka þessa illvirkja. Nema þvi aðeins, að mennirnir séu beinlinis staðnir að verki við innbroíið. tbúðar- og húseig- endur verða þvi að höfða einka- mál og standa I timafreku þrefi i von um, að dómstólarnir sendi fógeta af stað með réttarúr- skurð um að fjarlægja hina óboðnu ibúa. En jafnvel þegar svo er komið veita þessir innrásarmenn yfir- valdinu mótspyrnu. Dæmi eru til um, að þeir hafi hlaðið fyrir útidyrnar og vigbúizt. Jafnvel gormarnir úr rúmunum hafa verið settir fyrir og i þá leiddur rafstraumur til að halda rétt- um eigendum og lögreglu fyrir utan. „Newsweek” hefur eftir ein- um fógetanum, sem þurfti að gegna þessari miður skemmti- legu skyldu að fjarlægja slikan lýð, að búast megi við öllu hinu versta. 1 einu tilvikir.u höfðu þeir, sem vörnuðu honum inn- göngunnar, „barið með slöng- um hvern sem reyndi inngöngu og hellt úr efstu gluggum yfir þá úr næturgögnum. Þessir glæpahópar kalla sig ýmsum hinum furðulegustu nöfnum. Sumir kalla sig skæru- liða af einhverju tagi, en aðrir t.d. „Guðsbörn”, svo að eitt- hvað só nefnt. — Lögmaðurinn David Wiltshire, uppgötvaði einn slíkan hóp i 18. aldar húsi, sem hann var að láta innrétta fyrir sig i Bath. Á dyrnar hafði verið settur miði með þessari yfirlýsingu: „Ef þú reynir að láta fjar- lægja okkur með valdi, áttu yfir höfði þér málshöfðun fyrir likamsárás, friðarrof, uppþot o.fl. — Dragðu ekki i efa, að við munum kæra þig.” Og það merkilega er, að inn- brotsmönnunum hefði verið stætt á slikri kæru. Að minnsta kosti hefði orðið mikið mála- þras, áður en hið rétta þætti leitt i ljós i málinu. Svo mikil brögð þykja vera að þessu, að þingmenn eru farnir að láta málið til sin taka. Sumir þeirra hafa haft orð um að beita sér fyrir setningu strangari laga, sem geri þennan innbrota- lýð að sakamönnum. Einn þeirra, ihaldsmaður- inn Hugh Rossi, talaði fyrir munn margra, þegar hann sagði við fréttamann „Newsweek”: „Við vitum allir, við hvað átt er þegar talað er um, að lögin séu dauður bókstafur. f þessu tilviki er það verra. Nefnilega stein- dauð heimska.” Úr ,,A Clockwork Orange” — bófaforinginn Alex á ferð.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.